Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 43
ÞEGAR ég las grein
menntamálaráðherra í
Mbl. frá sl. föstudegi,
þar sem hann afneitaði
ábyrgð vegna álagn-
ingar höfundarréttar-
gjalda á óátekna geisla-
diska, segulbönd o.fl.,
en lýsti jafnframt yfir
því að skoðun undirrit-
aðs hefði vakið með
honum mikla depurð,
komu upp í huga mér
sagnir úr sögunni um
Góða dátann Sveijk
sem um tíma í sögunni
var talinn hafa stundað
sölu á rottuhundum sér
til framdráttar. Að sögn taldi hann
þá söluaðferð vænlegasta að sýna
viðskiptavininum hundinn aldrei,
ljúga upp á skepnuna kostum sem
hún byggi alls ekki yfir, hirða pen-
inginn áður en kúnninn sæi dýrið,
neita öllum tilbúningi og flýja svo inn
á næstu krá.
Menntamálaráðherrann
Menntamálaráðherra hefur ekki
viljað slá á þær sögusagnir að hann
hafi áhuga á að verða borgarstjóri í
Reykjavík. Kannski dreymir hann
um að sækja um starfið. Mennta-
málaráðherra hefur stundum birst
mér sem áhugamaður um tækni og
vísindi. Hann var t.d. fyrstur ráð-
herra, gott ef ekki fyrstur íslenskra
stjórnmálamanna, að
koma sér upp heima-
síðu og nýta Netið í því
skyni að koma skoðun-
um sínum á framfæri
og um leið auðvelda
fólki aðgang að honum.
Það framtak var og er
til mikillar fyrirmynd-
ar. Það kom því nokkuð
á óvart þegar ráð-
herrann setti reglu-
gerð um innheimtu höf-
undarréttagjalda af
óáteknum geisladisk-
um, segulböndum og
tækjum til stafrænnar
upptöku, þar sem hann
nýtti ekki heimildir laga til lækkunar
á þessum gjöldum. Höfundarréttar-
lögin kveða á um að innheimta skuli
tilteknar fjárhæðir í þessu skyni, en
þær megi lækka ef ætla má að ein-
ungis hluti þeirra tækja og tóla sem
gjöldin eru lögð á eru nýtt til upp-
töku á efni sem útvarpað hefur verið
eða gefin út á myndriti eða hljóðriti.
Þar sem nýta má tækin til mun fleiri
hluta en afritunar á hugverkum
þeirra sem aðild eiga að samtökum
höfundarréttarfélaga, auk þess sem
aðeins hluti þeirra höfunda sem
kunna að þurfa að þola það að verk
þeirra séu afrituð fá notið höfund-
arréttargjaldsins, taldi ég einsýnt að
ráðherranum bæri að nýta sér lækk-
unarheimildir laganna. Þetta gagn-
rýndi ég í stuttu svari við spurningu
Viðskiptablaðsins þar um. Í gagn-
rýni minni benti ég auk þess á að al-
mennt hefur það viðhorf ríkt að
halda skattlagningu á slíkum búnaði
í lágmarki sökum þess að hann er
lykillinn að aukinni framleiðni og
þátttöku þjóða í tölvu- og fjarskipta-
byltingunni. Enn fremur benti ég á
það að hér á landi hefur einkageirinn
knúið þessa byltingu áfram meðan
víða annars staðar hefur hún verið
drifin áfram af opinberum aðilum.
Því þótti mér þessi aðgerð ráð-
herrans vera mikið stílbrot þó að
sjálfsögðu þurfi að tryggja eðlilega
vernd höfundaréttar.
Breyting á reglugerð
Það vildi svo til að sama dag og
Viðskiptablaðið kom út, ákvað ráð-
herrann að lækka gjöldin um helm-
ing og fella hluta þess brott vegna
þrýstings frá neytendum. Þrátt fyrir
vísbendingar um samhljóm í afstöðu
minni og nýju ákvörðun ráðherrans,
þó án efa hefði mátt ganga mun
lengra í lækkunum eins og t.d. Danir
gerðu sem felldu gjöldin alveg niður
við svipaðar aðstæður, lýsir ráð-
herrann yfir því í Mbl. sl. föstudag að
hann hafi fyllst depurð þegar hann
las afstöðu mína til reglugerðarinnar
þar sem ég hefði verið einn þeirra
sem samþykktu lögin!
Veruleikaflótti
Að mínu mati hefur það verið eft-
irtektarvert að fylgjast með ráðherr-
anum og tilraunum hans við að flýja
ábyrgð sína. Í þeirri viðleitni hefur
hann m.a. komið við hjá fulltrúum
minnihlutans á Alþingi og reynt að
tengja þá vitleysunni. Menntamála-
ráðherra átti að sjálfsögðu frum-
kvæði að samningu laganna. Hann
hafði frumkvæði að því að þau voru
lögð fyrir Alþingi og samþykkt þar,
með þeirri heimild til lækkunar
gjalda sem lýst hefur verið hér að of-
an. Ráðherrann átti að sjálfsögðu
frumkvæði að setningu reglugerðar-
innar og gera hana þannig úr garði
að heimildir til lækkunar í upphafi
voru ekki nýttar. Þar komu engir
aðrir við sögu og því eru tilraunir
hans til að gera fleiri meðábyrga
hjóm eitt. Hvort þessi flótti ráð-
herrans frá raunveruleikanum eigi
rætur í draumum um að verða borg-
arstjóri í Reykjavík skal ósagt látið,
en ég hvet hann eindregið til að láta
af svona barnaskap og axla þá
ábyrgð sem honum ber að axla með-
an hann gegnir starfi menntamála-
ráðherra. Að öðrum kosti er hann að
gera lítið úr sjálfum sér.
Undarlegur mennta-
málaráðherra
Lúðvík Bergvinsson
Stjórnmál
Það hefur verið eft-
irtektarvert, segir Lúð-
vík Bergvinsson, að
fylgjast með ráðherran-
um og tilraunum hans
við að flýja ábyrgð sína.
Höfundur er alþingismaður.
LAUFRIMI
GLÆSILEGT
ENDARAÐHÚS
Laust strax. Nýtt fullb. 185 fm hús m. innb.
bílskúr. Parket. Sérsmíðaðar innréttingar.
Góðar stofur. Sólpallur. Eign í sérfl. Getur
losnað strax. Verð 19,5 m.
REKSTUR fyrir-
tækja í sjávarútvegi er
ekkert frábrugðinn því
sem gerist og gengur í
öllum öðrum atvinnu-
rekstri. Þegar upp er
staðið og búið er að
greiða allan rekstrar-
kostnað, skatta og
skyldur, eru það þær
krónur sem umfram
aflast sem ráða afkom-
unni. Í rekstri útgerð-
arinnar gerir það gæfu-
muninn, að hún hafi
yfir nægum aflaheim-
ildum að ráða, til að
dæmið gangi upp. Síð-
ustu tonnin sem heimildir leyfa að
veiða eru þau sem sköpum skipta.
Illa gengur að koma þeirri stað-
reynd inn fyrir hið þykka höfuðleður
á mörgum stjórnmálamanninum, að
það er ákveðið í lögum um stjórn
fiskveiði, eftir tillögum frá Hafró,
hve mörg tonn af fiski megi veiða ár-
lega í fiskveiðilandhelginni. Fisk-
veiðar eru ekki frjálsar. Séu afla-
heimildir teknar og t.d. fluttar til
Byggðastofnunar er verið að ráðast
að undirstöðunni og taka það sem
dýrmætast er hverri útgerð. Ráði út-
gerð ekki yfir aflaheimildum er líkt á
komið með henni og gosdrykkja-
verksmiðju sem ekki hefur vatn. Vís-
asti vegurinn til að setja útgerðina
snarlega lóðrétt á hausinn er að taka
3 til 5% aflaheimildanna af henni á
ári.
Hugmyndir Kristins H. Gunnars-
sonar, stjórnarformanns Byggða-
stofnunar, um að flytja aflaheimild-
irnar til sveitarstjórnanna, sem
síðan myndu úthluta þeim aftur á
,,réttmætan hátt“, er hreinn komm-
únismi í sinni nöktustu mynd. Lenín
gamli skattlagði fyrirtækin í Rúss-
landi í hel eftir byltinguna og var
fljótur að því. Söm er hugmynd
K.H.G. Halda hefði mátt að þessi
stefna væri búin að margsanna sig
sem helganga. Ótrúlega steinrunnir
afturhaldssinnar eru enn á kreiki í
íslenskum stjórnmál-
um og ná kosningu með
endalausum upphróp-
unum, rökleysum og
lýðskrumi um eyði-
byggðastefnu sem
rekja megi til kvóta-
kerfisins.
Og hvar skyldu svo
aflaheimildirnar vera
niðurkomnar? Þær eru
þar sem þær hafa alltaf
verið, dreifðar með-
fram allri strandlengju
landsins. Ef einhver
nær ekki að veiða sam-
kvæmt sínum aflaheim-
ildum gerir það bara
annar, en boltinn stoppar við þá
tonnatölu sem Hafró ákveður hverju
sinni.
Hafró ákvað að skerða aflaheim-
ildir í þorski fyrir þetta fiskveiðiár
og árangurinn lætur ekki á sér
standa. Hver útgerðin af annarri
skilar stórfelldu tapi og allir eru að
kveina undan að hafa ekki yfir að
ráða heimildum til að veiða þorsk.
Vonandi rennur einhvern tímann
aftur upp sá dagur að við getum veitt
milli 400.000 og 500.000 tonn af
þorski, sem var jafnstöðuafli okkar
fyrir 1980. Í allri umræðunni um erf-
iðleika sjávarútvegs á Vestfjörðum
vill gleymast að síðastliðna tvo ára-
tugi hefur þorskaflinn verið skorinn
niður um helming og stundum rösk-
lega það, allt niður í 160.000 tonn.
Þorskveiðar hafa alltaf verið uppi-
staðan í veiðum Vestfirðinga og þeg-
ar niðurskurðurinn dundi yfir hitti
það þá harðast og riða þeir enn und-
an högginu. Við megum þó aldrei
glata voninni, það er aldrei að vita
nema véfréttamusterið við Skúlagöt-
una leyfi meiri þorskveiðar á ný.
Þar sem niðurrifsöflunum hefur
orðið einna ágengast er að hræða
einyrkjana, sem gert hafa út vertíð-
arbátana, til að selja frá sér útgerð-
ina. Þetta gera menn vegna óttans
við að nýir valdhafar komi að kjöt-
kötlunum, sem svo reyni að standa
við slagorðin og taki af þeim afla-
heimildirnar. Þá verður þeim gert
ókleift að greiða skuldir sínar og
standa eftir gjaldþrota. Algengt er
að afkomendur þeirra, eða makar,
leggist þungt á þá árina að selja, en
oftar en ekki skulda útgerðir þessara
einyrkja nokkra tugi milljóna. Fólki
einfaldlega hrýs hugur við að sá dag-
ur geti runnið upp að þeir sitji uppi
með skuldirnar, en búið að taka af
þeim aflaheimildirnar og úthluta til
sveitarfélaga eða bæjarútgerða, eins
og verið er að hóta af hinum aftur-
gengna laumukommúnisma.
Sjávarútvegurinn á það ekki skilið
að vera leiksoppur óprúttinna lýð-
skrumara, sem hugsa um það eitt að
skara eld að eigin köku. Þeir halda
sig geta aflað atkvæða með því að
efla sem mest óvild í garð þeirra er
útgerð stunda. Við liggur að mann-
skemmandi sé orðið að koma nærri
útgerð vegna áróðurs þessara
manna. Menn fimbulfambla svo yfir
hví í ósköpunum sjávarútvegurinn sé
ekki í tísku hjá unga fólkinu.
Að lokum er fróðlegt að líta yfir
sviðið og gaumgæfa hverjir af þess-
um atkvæðaveiðurum sem hæst
glamra búi úti á landi og sýna þannig
gott fordæmi. Það er bara enginn
þessara stjórnmálamanna. Í besta
falli eru þeir með pósthólf þar.
Afturgenginn
kommúnismi
Birgir Hermannsson
Sjávarútvegur
Sjávarútvegurinn á það
ekki skilið, segir Birgir
Hermannsson, að vera
leiksoppur óprúttinna
lýðskrumara, sem
hugsa um það eitt að
skara eld að eigin köku.
Höfundur er trillukarl.
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Þakrennur
og rör
frá...
Þakrennur
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Tannstönglabox
kr. 2.140
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.