Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 45
✝ Björn Brynjólfs-son fæddist á
Steinsstöðum í Öxna-
dal 9. maí 1920. Hann
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 12. mars
síðastliðinn. Björn
var einn 15 systkina,
sonur hjónanna
Laufeyjar Jóhannes-
dóttur húsfreyju og
Brynjólfs Sveinsson-
ar, hreppstjóra í
Öxnadal.
Björn kvæntist
Guðborgu Blöndal, f.
7. okt. 1926, d. 1.des. 1992. Hún
var dóttir hjónanna Önnu Jakob-
ínu Ólafsdóttur húsfreyju og Guð-
mundar Blöndal fulltrúa. Börn
þeirra Björns og Guðborgar eru
fjögur: 1) Hörður, kvæntur Sól-
veigu Gísladóttur. Þeirra börn
eru Gísli, Katrín og Björn. 2)
Hrafnkell, kvæntur Báru Hall-
dórsdóttur. Þeirra börn eru
Hrafnhildur, Dóra, Linda og
Börkur Halldór. 3)
Sveinn, kvæntur
Hjördísi Gunnþórs-
dóttur. Þeirra dætur
eru Hildur, Rakel og
Birna. 4) Margrét,
gift Georg Magnús-
syni. Þeirra dætur
eru Hrafnhildur
Yrsa, Sigyn og Sara
Hjördís. Að auki átti
Björn fimm langafa-
börn, Daníel, Áróru,
Adam, Anthony og
Goða.
Björn byrjaði tíu
ára gamall að vinna
við vegagerð í Öxnadalnum og
meirihluta starfsævinnar vann
hann hjá Vegagerð ríkisins. Þeg-
ar hann hafði fyllt sjö áratugi
ákvað hann að láta gamlan draum
rætast og fór að binda inn bækur
sjálfum sér og öðrum til yndis og
ánægju.
Útför Björns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
,,Bestastibesti“ afinn minn. Ég
var að hugsa um hvað ég var ótrú-
lega heppin að eiga þig fyrir afa og
hvað ég var heppin að við skyldum
búa saman. Ef við hefðum ekki átt
heima í sama húsi hefði ég þurft að
hafa með mér húslykil í skólann og
enginn afi verið heima til að hugsa
um mig og gefa mér grjónagraut í
hádeginu. Þá hefði ég heldur ekkert
vitað um bækur að utanverðu og
ekki vitað hvernig þær eru búnar
til. Við Júlía söknum þín, ég reyni
að mata hana eins og þú gerðir en
hún vill ekki borða mikið. Ég
gleymdi stundum að segja þér hvað
grjóninn þinn var góður en núna er
ég búin að segja það. Þegar ég verð
amma ætla ég að elda grjónagraut
eins og þú gerðir og það kunnum
við bara.
Júlía sendir þér mjá og ég koss.
Bless, bless, elsku afi minn.
Þín
Sara Hjördís.
Elsku afinn minn. Þegar einhver
sem manni þykir svona ofsalega
vænt um deyr gerist margt inni í
manni. Hugurinn fer af stað og ótal
myndir koma upp í hugann, myndir
sem ég og þú eigum bara tvö ein.
Hluti af hjartanu brestur og það
kemur tómarúm í plássið, sem afinn
minn átti bara og enginn annar fær.
En það sem lifir eru minningar okk-
ar, hlátur og vísurnar þínar sem þú
kenndir mér, ekki alltaf við mikinn
fögnuð mömmu og hvað þá ömmu.
Manstu þegar þú sast og gafst mér
kaffi úr sykurmola, þá var ég eins
árs og amma hafði svo miklar
áhyggjur af að ég myndi hætta að
stækka. En Tommi og Jenni, leir-
kallarnir og línan gleymast seint
svo ekki sé nú minnst á þá félagana
Derrick og Matlock. Það sem við
gátum nú setið saman og horft á
ýmislegt í sjónvarpinu en samt var
það nú ekkert miðað við spila-
mennskuna… Marías, Hornafjarð-
armanni og vist og amma sá um
,,hæ gosann“, því að ykkur fannst
hann svo leiðinlegur. Og eftir að þú
fluttir til okkar í Hafnarfjörð vorum
við saman í liði þegar fjölskyldan
spilaði vist og við segjum engum
hvernig við fórum að því að vinna,
alltaf hreint.
Margar og skemmtilegar minn-
ingar koma upp í hugann eins og
þegar við Rakel uppástóðum það að
vera kettir og vildum lepja mjólk af
undirskál. Og auðvitað létuð þið
amma það eftir okkur eins og allt
annað, meira að segja að búa í
,,kókópuffsskápnum“. Ég sé okkur í
anda í gula Escortinum með gæru-
sætunum á leiðinni í kjörbúðina að
kaupa mjólk með kleinunum eða
brúnkökunni hennar ömmu. Ég
man líka þegar við sátum og borð-
uðum kjötbollur í brúnni „a la
amma“, og ég er örugglega eina
barnið sem hefur fengið hangikjöt í
sjö ára afmælisgjöf frá afa sínum,
þú vildir nú helst borða það í öll
mál.
,,Upplifelsi“ okkar gegnum árin
hefur kennt mér svo margt og
minningarnar eru eins og mynda-
albúm sem hægt er að fletta aftur
og aftur og það er ómetanlegt að
hafa átt svona yndislegan afa sem
ég fékk að hafa og eiga í næstum 19
ár. Þessi upprifjun er nú bara
smápartur af því sem við brölluðum
saman, ég veit þú manst og ég
gleymi ekki. Bless elsku ,,bestasti“
afinn minn og þú smellir einum á
hana ömmu frá mér.
Þín
Sigyn.
Á lífsleiðinni kynnumst við fjölda
manns. Sumir rétt reka inn nefið en
hverfa síðan jafn skjótt og þeir birt-
ust án þess að skilja eftir sig nein
spor. Aðrir staldra aðeins lengur
við og kenna okkur eitthvað sem við
áttum ólært – og þegar þeir halda á
braut stöndum við eftir örlítið rík-
ari; örlítið reyndari. Svo eru það
hinir sem einhverra hluta vegna
ganga beint inn í hjarta okkar og
hreiðra þar um sig til frambúðar.
Sumir þeirra koma blaðskellandi og
byrja strax að búa um sig… meðan
aðrir fara sér hægar, næra okkur
með návist sinni og það er ekki fyrr
en mörgum árum seinna sem við
áttum okkur á því að þeir eru fyrir
lifandis löngu fluttir inn. Það var
líka nákvæmlega svona sem þau
hjónin Bíbí og Bjössi tóku sér ból-
festu í mínu hjarta. Hún bræddi
mig með fyrsta brosi… en það var
ekki fyrr en löngu seinna sem ég
gerði mér grein fyrir að mér þótti
ekki minna vænt um hann.
Það er ekki hægt að syngja um
sólina án þess að minnast á mán-
ann. Það er ekki hægt að tala um
daginn án þess að nefna nóttina. Og
sennilega segir það meira en mörg
orð að það er ekki hægt að skrifa
um Bjössa án þess að segja frá Bíbí.
Víst virtust þau við fyrstu sýn eins
og dagur og nótt. En saman mynd-
uðu þau eina heild; hjónaband
þeirra var sterkt, hamingjusamt og
heilbrigt; saman mynduðu þau sól-
arhringinn. Hann var sterka, þögla
„týpan“, hún í eðli sínu afar lífsglöð
og minnti mig alltaf á fjörlegt fiðr-
ildi. Út á við virkaði þessi pínulitla
kona sem afar ráðsett frú þar sem
hún gekk hnarreist á háu hælunum
sínum. En heima fyrir átti hún það
alveg til að gleyma sér í leik við
Sigyn dótturdóttur sína; skríða á
fjórum fótum eftir stofugólfinu og
gelta, hneggja eða baula… allt eftir
því hvaða dýr var í mestu uppáhaldi
þá stundina. Hún var nógu lífs-
reynd til að taka sjálfa sig ekki allt
of hátíðlega; nógu stór til að dæma
fólk ekki eingöngu eftir breyskleik-
um þess en jafnframt nógu sjóuð til
að geta varað okkur við ýmsum
gildrum sem kynnu að verða á vegi
okkar. Hún var greiðvikin, örlát,
hlý og skilningsrík; lifandi sönnun
þess að styrkur og stærð manneskj-
unnar fer ekki eftir líkamsburðum
hennar.
Sennilega myndu sérfræðingar
segja að Bjössi hafi verið lokaður
maður; hann flíkaði ekki tilfinning-
um sínum. Bíbí virtist hins vegar
ekki hafa neitt val; tilfinningar
hennar leyndu sér sjaldnast. Hún
var hrifnæm með eindæmum og
þegar hún var glöð ljómuðu augun
af kátínu en þessi sömu augu kjöft-
uðu líka frá þegar henni mislíkaði
eitthvað; þá skutu þau gjarnan
gneistum. Bíbí var hins vegar ein-
hver hláturmildasta kona sem ég
hef kynnst – og þegar hún hló… þá
glotti Bjössi. Hún hafði þann
dásamlega eiginleika að geta komið
auga á spaugilegu hliðarnar á lífinu
og þá ekki síst sjálfri sér. Hún sagði
okkur ótal sögur úr eigin lífi en
hafði samt enn meiri áhuga á að
heyra sögur úr okkar lífi; sögur af
alls konar sérkennilegum uppátækj-
um okkar Möggu og vandræðaleg-
um kringumstæðum. Hvað eftir
annað fengum við óstöðvandi hlát-
ursköst saman; Magga, mamma
hennar og ég. Meðan við möluðum í
eldhúsinu, flissuðum og fífluðumst
var Bjössi inni í stofu; eitthvað að
dunda. Einhverra hluta vegna leiddi
ég aldrei hugann að því að auðvitað
heyrði hann allt sem fram fór án
þess að hann tæki beinan þátt í
samræðunum. Hans þátttaka fólst
fyrst og fremst í þessari notalegu
nærveru.
Hinn 1. desember 1992 dró ský
fyrir sólu í lífi Bjössa. Þá kvaddi
Bíbí þennan heim og satt best að
segja held ég að á þeirri stundu hafi
hann helst viljað slást í förina með
henni. Við, sem til þekktum, vorum
heldur ekkert viss um að hann
myndi lifa þetta af. En smám sam-
an rofaði til; hann flutti suður og
bjó síðustu árin í kjallaranum hjá
Möggu og Gogga. Þessi sambúð
þriggja kynslóða var til mikillar fyr-
irmyndar; það var alltaf opið á milli
hæðanna… nema þegar Bjössi tók
upp á því að sjóða siginn fisk… þá
hallaði Magga hurðinni. Bjössi var
barn síns tíma og Bíbí hafði alltaf
séð um alla matargerð á heimilinu.
Hann var því kominn á áttræðisald-
ur þegar hann fór að fletta upp-
skriftabókum og prófa sig áfram
með potta og pönnur. Hann hafði
mjög ákveðnar skoðanir á því hvað
teldist ætt og hvað ekki; pasta var
til að mynda ekki matur og það
þýddi lítið að bjóða honum upp á
sveppi og salöt. Hann borðaði nefni-
lega hvorki gorkúlur né kanínufóð-
ur. Og ekki orð um það meir. Kjöt-
súpa, bjúgu og vel feitt hangikjöt
voru hans daglega „brauð“ og allt
tal um kólesteról lét hann sem vind
um eyru þjóta. Það kom því öllum á
óvart þegar hann lenti í einhverju
úrtaki hjá Hjartavernd og í ljós
kom að hann hafði nokkurn veginn
sama kólesterólmagn í blóðinu og
kornabarn. Eftir það glotti hann
bara góðlátlega í matarveislunum
hjá Möggu þar sem hann sat fyrir
enda borðsins með hangikjöt og
uppstúf meðan við gæddum okkur á
gúrkum og grilluðu grænmeti.
Það eru fjölmörg ár síðan Bjössi
læddist inn í hjarta mitt og hreiðr-
aði þar um sig og það verður óneit-
anlega sérkennilegt að sitja í eld-
húsinu hjá Möggu og eiga ekki von
á að heyra fótatakið hans í stig-
anum, eiga ekki eftir að kíkja niður
og skoða hvaða bækur hann er að
binda inn, eiga ekki eftir að heyra
Möggu segja við Söru: „Skrepptu
nú niður og fáðu þér grjónagraut
hjá afa.“
Þessi hægláti, hógværi maður
náði að skilja eftir djúp og afar dýr-
mæt spor. Sárastur er samt sökn-
uður Möggu, Gogga, Sigynjar og
Söru, sem og hinna barna hans,
tengdabarna og barnabarna. Það er
samt huggun harmi gegn að hinum
megin bíður Bíbí, sem hann elskaði
heitar en lífið sjálft.
Um leið og ég og fjölskylda mín
sendum öllum ástvinum þessara
öndvegishjóna okkar innilegustu
samúðarkveðjur vil ég þakka þeim
fyrir einlæga vináttu og yndislegar
samverustundir. Birni óska ég svo
góðrar heimkomu.
Inger Anna Aikman.
BJÖRN
BRYNJÓLFSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
!" #!$
%&&'(&)*)%"+! *
,** # *- &'(&)*&,#!)
. ) .+). ) . ) .+)$
3
.
'
2
4
&
&
4
!
!-;;?!8* /- .
) '
.
$
5
.
)
'
&
!
5&
& 62 ,' &
"5 0
Látin er Cecilía
Heinesen, frá Klakks-
vík í Færeyjum. Hún
kom til Íslands ung að
aldri og giftist Matth-
íasi Helgasyni ættuð-
um frá Grímsey. Hún
var á áttugasta aldursári.
Þessarar konu ætla ég að minnast
nokkrum orðum. Kynni okkar hóf-
ust fyrir um það bil aldarfjórðungi,
þá varð hún tengdamóðir sonar
míns sem nú er látinn. Á þeim árum
var Cecilía á miðjum aldri, fríð kona,
örugg og hlý í fasi, ég fékk strax
traust á henni. Hún var greind og
skemmtileg, hnyttin í svörum og
frábær húsmóðir, mikil móðir og
amma, og sem slíkar náðum við best
saman þar sem barnabörnin voru
sameiginleg. Þau kunnu líka vel að
meta hana og hún var næm á þarfir
þeirra og tilfinningar. Syni mínum
og hans fjölskyldu reyndist hún
ómetanleg í blíðu og stríðu og milli
hans og hennar var djúp og einlæg
vinátta, og henni því mikið áfall og
sorg þegar hann féll frá á besta
CECILIA
HEINESEN
✝ Cecilia Heinesenfæddist í Klakks-
vík í Færeyjum 15.
maí 1921. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 7. mars síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram í kyrr-
þey 19. mars.
aldri. Á þeim tíma var
farið að bera á þeim
sjúkdómi hennar sem
stigmagnaðist þar til
yfir lauk.
Cecilía varð fyrir
mikilli lífsreynslu, hún
missti ungan son sinn á
fyrstu hjúskaparárum
sínum, síðan eigin-
manninn, þá tengda-
soninn og síðan tvo
syni, með fárra ára
millibili, á besta aldri
frá fjölskyldum og
ungum börnum. Báða
sérstaklega væna og
vel gerða menn, og báðum sérstak-
lega annt um móður sína, enda
harmdauði öllum sem kynntust
þeim. En hún bar öll áföll eins og
hetja þrátt fyrir allt og erfiðleika
þeim samfara. Féll henni mörg gæfa
í skaut, hún átti stóran frænda- og
vinahóp bæði hér og í Færeyjum,
sem hún heimsótti oft, og líka átti
hún góð og traust börn og tengda-
börn sem sýndu henni hlýju og
umönnun eftir bestu getu.
Börnum hennar, barnabörnum og
öðrum ættingjum og vinum votta ég
og fjölskylda mín innilega samúð og
hinni látnu djúpa virðingu og þökk
fyrir ómetanlegan kærleika okkur
til handa.
Ég bið góðan Guð að ljá henni
leiðsögn sína til farinna ástvina.
Auður Thoroddsen.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli,
ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu).
Birting afmælis-
og minningargreina