Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 47 DR. JENS Eike Schnall kennari frá háskólanum í Bonn flytur opinberan fyrirlestur fimmtudaginn 22. mars kl. 17.15 í boði heimspekideildar Há- skóla Íslands í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist: Konungs skuggsjá and Disticha Catonis. Í fyrirlestrinum mun hann ræða um Konungs skuggsjá sem kennslu- rit. Hann mun fjalla um upphaf Kon- ungs skuggsjár í ljósi Disticha Cat- onis og sýna fram á hvernig þær heimildir sem höfundi voru tiltækar höfðu áhrif á niðurskipan efnis og byggingu Konungs skuggsjár sem kennslurits. Dr. Jens Eike Schnall er staddur hér á landi vegna Sókrates-sam- starfs Háskóla Íslands og háskól- anna í Bonn, Cagliari, Durham og kennir í tvær vikur við íslenskuskor. Hann stundaði nám í germönskum og norrænum fræðum ásamt heim- speki í Vín, Kaupmannahöfn og Göttingen, en þaðan lauk hann dokt- orsprófi árið 1997. Ritgerð hans fjallaði um Konungs skuggsjá og nefndist „Didaktische Absichten und Vermittlungsstrategien im altnor- wegischen Königsspiegel (Konungs skuggsjá)“. Ritgerðin kom út á bók árið 2000. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og allir eru velkomnir. Háskólafyr- irlestur á fimmtudag VIÐ SETNINGU Skátaþings 2001 á Ak- ureyri voru þrír ungir skátar frá Blönduósi heiðraðir fyrir fræki- legt björgunarafrek er þeir björguðu ungum vini sínum úr snjóflóði í byrjun mánaðarins. Þóttu þeir bregðast sérstaklega rétt við miðað við aðstæður þrátt fyrir ungan ald- ur. Þessir ungu dreng- ir eru allir starfandi í skátafélaginu Bjarma á Blönduósi. Í fréttatilkynningu segir: „Eins og flestum er kunnugt féll snjó- flóð á drengina er þeir voru að leik rétt fyrir ofan Blönduós og grófst Brynjar Árni Stefánsson undir í því snjóflóði. Félagar hans og skáta- bræður voru þeir Andri Þorleifs- son, Daníel Valgeir Stefánsson og Svanur Ingi Björnsson en þeim voru veitt Afreks- og hetjudáða- merki Bandalags íslenskra skáta úr silfri fyrir framgöngu sína og snarræði en stjórnendur lögreglu og sjúkraliðs höfðu sérstaklega orð á því hvað þeir brugðust rétt við öllum aðstæðum, rétt eins og um sérþjálfað fullorðið fólk væri að ræða. Við sama tækifæri veitti stjórn BÍS fórnarlambinu, Brynjari Árna Stefánssyni, Silfurliljuna og smár- ann fyrir sinn þátt, en án hans hefði afrek félaga hans ekki orðið að veruleika og eins þótti mönnum vasklegt, þegar allt var yfirstaðið, hvað Brynjar bölvaði hressilega öllu saman því honum þótti vistin í snjónum ekki neitt skemmtileg.“ Skátaþing 2001 var haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 16.–18. mars að við- stöddum fulltrúum allra skátafé- laga á landinu. Skátahöfðingi Ís- lands, Ólafur Ásgeirsson, var endurkjörinn til þriggja ára. Mik- ill uppgangur hefur verið í skáta- starfi að undanförnu og er stefnt að því að ljúka byggingu nýrrar skátamiðstöðvar á miðju næsta ári. Auk þess má geta að dagana 16. til 23. júlí á næsta ári verður Landsmót skáta haldið á Hömrum við Akureyri og er búist við allt að 6.000 íslenskum og erlendum skátum á mótið. Ungir skátar heiðraðir fyrir björgunarafrek Skátarnir ungu frá Blönduósi sem heiðraðir voru ásamt Ólafi Ásgeirssyni, Skátahöfðingja Íslands (t.v.), Margréti Tómasdóttur vara- skátahöfðingja og sjúkrabílstjóranum sem fyrstur kom á staðinn, en hann er einnig skáti. Ljósmynd/Guðmundur Jónsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ANNAR fundurinn í röð fræðslu- funda fyrir almenning um veirur og veirusjúkdóma verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl 20 í Lög- bergi, stofu 101. Örverufræðifélag Íslands stendur fyrir röð fræðslufunda fyrir almenn- ing um veirur og veirusjúkdóma. Stuttir útdrættir úr fyrirlestrunum munu birtast fyrirfram í Morgun- blaðinu og samantekt auk upplýs- inga um félagið munu birtast í tíma- ritinu Lifandi vísindi að fundaröðinni lokinni. Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Á fundinum mun Guðrún Erna Baldvinsdóttir læknir fjalla um herpesveirur og að loknu hléi ræðir Sigríður Elefsen líffræðingur um inflúensu. Rætt um herpesveirur og inflúensu HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 frá Lista- safni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu), Miðbakkamegin. Farið verður yfir að anddyri Borgarbókasafns Reykavíkur, Grófarhúsinu, og upp Grófina og Aðalstræti. Við grunn Aðalstrætis 16 mun Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðing- ur sýna hópnum það sem komið hefur í ljós við uppgröft í grunni hússins. Að því loknu verður geng- ið upp á Landakotshæðina og það- an vestur í Ánanaust og út í Reykjanes í Örfirisey. Til baka um Hafnarsvæðið og yfir gamla Hlíð- arhúsasandinn að Borgarbókasafn- inu. Í lok ferðarinnar verður boðið upp á sýrudrykk. Allir velkomnir. Kvöldganga á söguslóðir LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stend- ur fyrir fyrirlestri miðvikudaginn 21. marz. Þar mun dr. Jón Jóhannes Jónsson, dósent við læknadeild og yfirlæknir meinefnafræðideildar Landspítalans, halda fyrirlestur sem hann nefnir: Genalækningar. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 20 stundvíslega. Aðgangur er ókeypis og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur um genalækningar ♦ ♦ ♦  STREITUVALDAR: Álag, samskipti, einelti, fjárhagsáhyggjur, sjúkdómar ➨  STREITUEINKENNI: Einbeitingarskortur, svefntruflanir, átröskun, kvíði, depurð, uppgjöf ➨ NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ÍSLANDS efnir til málþings í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, FIMMTUDAGINN 22. MARS 2001 kl. 20:00. Fundarstjóri: Árni Gunnarsson, framkvstjóri HNLFÍ Frummælendur: 1. Margrét Arnljótsdóttir, sálfræðingur 2. Þórhallur Heimisson, prestur 3. Ólafur Mixa, heimilislæknir 4. Bridget McEvoy, verkefnisstjóri í hjúkrun HNLFÍ Umræður og fyrirspurnir. Auk frummælenda taka þátt í umræðunum: Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur HNLFÍ Helga Mogensen, jógakennari Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar ehf. Allir velkomnir Aðgangseyrir 600 kr. FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN STREITA Afleiðing atorku, dugnaðar og áfalla?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.