Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 53
FRÉTTIR herma að talíbanar í
Afganistan séu að eyðileggja allar
búddastyttur landsins, m.a. þá í
Bamian en í fréttunum er sagt að
hún sé stærsta búddastytta í heimi,
53 m há. Styttan í Bamian er reynd-
ar ekki stærst, heldur næststærst,
því stærsta búddastytta heims er í
Kína, við bæinn Leshan í Sechuan-
héraði, og er hún 71 metri á hæð.
Styttan í Kína er nefnd Stóri
Búdda, á kínversku DAFÓ. Hún er
höggvin inn í fjallið við Leshan, þar
sem árnar Dadu og Min renna sam-
an, en í samrennsli þeirra myndast
mikil og kröftug straumköst.
Það var árið 713, sem hafist var
handa við að reisa þetta mikla
mannvirki, en það var búddamunk-
urinn Haitong, sem fékk þá hug-
mynd að myndarleg búddastytta
hér myndi hafa lægjandi áhrif á
strauminn, sem kæmi bátum og
mönnum þeirra vel, því títt var um
að bátar færust hér með tilheyrandi
mannskaða.
Haitong entist ekki aldur til að
sjá verk sitt fullkomnað, það tók 90
ár að fullgera það.
Segja má að DAFÓ sé meirihátt-
ar, sem dæmi um stærð hennar má
nefna að eyrun eru 7 m löng, tærn-
ar 8½ m langar og táneglurnar 1½
m langar.
UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Njálsgötu 33, Rvík.
Stærsta Búdda-
stytta í heimi
Frá Unni Guðjónsdóttur:
ÞAÐ var nokkru fyrir jól, sem for-
sætisráðherra tilkynnti að aldraðir og
öryrkjar fengju 4% hækkun í des-
ember, þegar laun almennt hækkuðu
ekki nema um 3% og þóttist sýnilega
vera góður strákur. En hann hafði
gleymt að geta þess hve lífeyrir þess-
ara hópa hafði lækkað mikið í stjórn-
artíð Davíðs og co. við það að lækka
skattleysismörkin niður í 63 þúsund
og kippa greiðslum til þessa fólks úr
sambandi við almenna launaþróun í
landinu en haga þessum greiðslum
eftir eigin geðþótta, sem hefir vægast
sagt verið siðlaust og haft þær afleið-
ingar að þessir hópar hafa dregist
langt aftur úr launum miðað við það
sem áður var, svo nemur 20%, svo við
þetta risastökk forsætisráðherra er
aðeins 1% sem munar svo enn standa
eftir 19%. Þetta er að sjálfsögðu gert
til að lítillækka þetta fólk og þrýsta
því niður í örbyrgð, og verkalýðs-
hreyfingunni til ævarandi skammar
að hreyfa ekki mótmælum, hún hafði
þó áður samið um þessa tengingu við
almenna launaþróun. Um verkalýðs-
hreyfinguna mætti margt segja, þó að
það verði ekki gert hér, kannski síðar
á öðrum vettvangi, en sem verkalýðs-
hreyfing eða barátta virðist hún búin
að vera. Er það ekki svo að foringj-
arnir uni bara glaðir við sitt – og skítt
svo með hina sem í litlum mæli sækja
fundi.
Hvað er til ráða?
Í grein í Morgunblaðinu 7. desem-
ber 2000 lýsir Ólafur Ólafsson fyrr-
verandi landlæknir hörmulegu
ástandi margra sem fá aðeins lífeyri
frá Tryggingastofnun og hann spyr:
„Hvað er til ráða? – Þarf að fara með
málið til Mannréttindadómstóls Evr-
ópu til að úrbætur fáist?“ Er það ekki
einmitt rétta leiðin að stjórn félags
eldri borgara sendi málið þangað, ef
ríkisstjórnin vill ekki strax nú í byrj-
un nýrrar aldar skila til réttra eig-
enda þessum 19% sem þeir hafa með
rangindum af þeim haft? Það ætti
ekki að vera svo mjög erfitt með allan
tekjuafganginn á fjárlögum og miðað
við margt annað sem ríkisstjórnin
hefur gert sýnist þetta beinlínis óhjá-
kvæmilegt. Voru þeir ekki að hækka
lífeyri Vigdísar Finnbogadóttur um
helming úr 500 þúsund upp í milljón
og Halldóru Eldjárn úr 300 þúsund
upp í 600 þúsund? Þeir munu þó ekki
hafa áður verið búnir að skerða lífeyri
þessara kvenna einsog venjulegs
fólks, sem áður var minnst á. Nú
mætti kannski halda að ég öfundaði
þessar blessaðar konur en svo er þó
ekki, heldur nefni ég þetta til að
benda á réttlætiskennd ríkisstjórnar-
innar. – Þó er eitt, sem ekki má
gleymast að ríkisstjórnin hækkaði
eigin laun og laun handhafa forseta-
valds rétt eftir að forsætisráðherra
tilkynnti að engar launahækkanir
yrðu þótt laun forseta Íslands hækk-
uðu sem næmi þeim tekjuskatti sem
honum yrði gert að greiða.
Erfiður biti að kyngja
Hlýtur ekki forsætisráðherra, sem
gerir sjálfan sig að ósannindamanni
og verður uppvís að því að hygla sjálf-
um sér og öðrum sem næstir standa í
svokölluðum metorðum, þvert oní töl-
uð orð að vera ofurlítið miður sín? Ó,
nei. Hann þarf þess ekki, rétt á eftir
var hann kjörinn stjórnmálamaður
ársins af meiri hluta aðspurðra Ís-
lendinga. Já, það er nú svo, oft mætti
halda ef tekið er mið af skoðanakönn-
unum að Íslendingar væru mestu
furðufuglar veraldar. Nú verður fróð-
legt að sjá hvort forsætisráðherra
tekst að einhverju leyti að sniðganga
dóm Hæstaréttar í máli öryrkja gegn
ríkisvaldinu og greiða þeim minna en
Hæstiréttur dæmdi þeim; sýnilega er
öllum brögðum beitt til að sniðganga
þann dóm, fyrst forsætisráðherra
hefur skipað nefnd til að kanna málið.
Já, það er ekki á þennan stjórnmála-
mann aldarinnar logið, þó að sagt sé
að hann hafi ekki löngun til að skipta
þjóðarkökunni réttlátlega. Óviður-
kvæmileg orð forsætisráðherra um
dóm Hæstaréttar sýna svo ekki verð-
ur um villst að þetta er erfiður biti að
kyngja fyrir stjórnmálamann aldar-
innar. En örugglega mun þessi dóm-
ur Hæstaréttar gleðja alla þá, sem
óska að í þessu þjóðfélagi ríki réttlæti,
hvort sem málið er þeim viðkomandi
eður ei. Því ber vissulega að fagna að
Hæstiréttur sýni það að hann lætur
ekki stjórna sér, því vissulega er sú
þjóð í nauðum stödd, sem hvorki get-
ur treyst ríkisstjórn sinni né Hæsta-
rétti. Að svo mæltu óska ég Hæsta-
rétti allra heilla á komandi öld og
megi hann ávallt kveða upp dóma
með réttlætið að leiðarljósi.
Lokaorð
Greinin hér á undan er ekki alveg í
takt við tímann og af sérstökum
ástæðum ekki farið fyrr frá höfundi
hennar. Hún er skrifuð á þeim tíma,
er Hæstiréttur hafði dæmt í máli Ör-
yrkjabandalagsins. Síðan hafa hinir
ótrúlegustu hlutir gerst; þar sem eru
bréfaskriftir forseta Alþingis og for-
seta Hæstaréttar. Um þau hafa lög-
skipaðir sagt margt en ekki verið
sammála, lögspekingar fram-
kvæmdavaldsins telja það hið besta
mál þar sem framkvæmdavaldið gat
ekki skilið dóminn, en hinir voru
furðulostnir og eru þessar bréfa-
skriftir búnar að vera í brennidepli.
En að lokum vil ég endurtaka það að
sú þjóð er vissulega í nauðum stödd
sem hvorki getur treyst fram-
kvæmdavaldinu né Hæstarétti.
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Furugerði 1.
Barátta um brauðið
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Suðurlandsmót
í tvímenningi
Suðurlandsmót í tvímenningi fór
fram á Þingborg laugardaginn l7.
mars. Sextán pör tóku þátt í mótinu
og urðu úrslit þessi:
Guðl. Sveinss. – Erl. Jónss. (Gestapar) 77
Kristján M. Gunnarss. – Vilhj. Þór Pálss. 60
Þröstur Árnas. – Ólafur Steinas. 36
Sigurður Vilhjálmss. – Björn Snorras. 3l
Gunnar Þórðars. – Runólfur Þ. Jónss. l7
Kristinn Þóriss. – Helga Sturlaugsd. l7
Sigfinnur Snorras. – Brynjólfur Gestss. ll
Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðars.7
Þröstur Árnason og Ólafur Steina-
son unnu sér rétt til að spila í úrslit-
um í tvímenningskeppni Íslands-
mótsins í brids, þar sem tvö efstu
pörin spiluðu ekki um réttinn.
Á þessu móti var einnig spilað um
réttinn til að spila á næsta landsmóti
UMFÍ í sumar. Spilarar verða valdir
á næstunni af bridsnefndinni. Mótið
fór vel fram undir góðri stjórn spila-
stjórans Eiríks Hjaltasonar.
Bridsfélag Suðurnesja
Mánudaginn 5. mars lauk þriggja
kvölda loðnutvímenningi. Þrjú efstu
pör:
Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss.
Garðar Garðarss. – Óli Þ. Kjartanss.
Karl G. Karlss. – Guðjón S. Jensen
Nú stendur yfir Butler-tvímenn-
ingur. Minningarmót um Guðmund
Ingólfsson. Staðan er þessi þegar
einu kvöldi er ólokið.
Garðar GArðarss. – Óli Þ. Kjartansson 115
Randver Ragnarss. – Svala Pálsd. 108
Gunnar Guðbjörnss. – Elías Guðmundss 108
Jóhannes Sigurðss.– Gísli Torfason 108
Félag eldri borgara í Kópavogi
Þriðjudaginn 13. marz mættu 23
pör til keppni og urðu úrslit þessi í
N/S:
Ólafur Ingimundars. - Jón Pálmason 263
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 239
Ingibjörg Kristjánsd. - Þorst. Erlingss. 238
Hæsta skor í A/V:
Bragi Björnsson - Magnús Halldórss. 267
Þórður Jörundss. - Guðm. Magnússon 244
Einar Guðnason - Leifur Jóhannsson 241
Á föstudag spiluðu 20 pör og þá
urðu úrslitin þessi í N/S:
Eysteinn Einarss. - Sigurður Pálsson 278
Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 227
Heiður Gestsd. - Ingiríður Jónsd. 219
Hæsta skor í A/V:
Alfreð Kristjánss. - Fróði B. Pálss. 293
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 244
Helga Helgadóttir - Þorleifur Þórarinss. 237
Meðalskor báða dagana var 216.
Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ
Mjög góð þátttaka er á mánudög-
um hjá Hjálmtý og spila að jafnaði 18
pör. Mánudaginn 12. mars urðu úr-
slit þessi:
N-S-riðill
Sjöfn Sigvaldad. – Guðm. Luðvigsson 113
Eiríkur Þorsteinss. – Páll Guðmundss. 94
Ásbjörn Þorleifss. – Kristín Hilmarsd. 93
A-V-riðill
Heiða Sigmundsd. – Hildur Eysteinsd. 101
Benedikt Franklínsson – Magnús Waage 89
Guðbjörn Sandholt – Herdís Þorgrímsd. 89
Spilað er öll mánudagskvöld í
Þönglabakka 1, 3. hæð. Spila-
mennska hefst kl. 20.00.
Eldri borgara brids í Gullsmára
Eldri borgarar spiluðu tvímenn-
ing á 8 borðum á vegum bridsdeildar
FEBK að Gullsmára 13, mánudag-
inn 19. marz sl. Miðlungur 126. Bezt-
um árangri náðu:
NS
Sigurþór Halldórss. - Viðar Jónss. 153
Helga Ámundad. - Hermann Finnbogas. 149
Sigurp. Árnas. - Sigurjón H. Sigurjónss 146
AV
Karl Gunnarsson - Ernst Backman 166
Unnur Jónsd. - Jónas Jónss. 165
Kristján Halldórsd. - Eggert Kristinss. 145
-- Eldri borgara brids að Gull-
smára 13 alla mánudaga og fimmtu-
daga. Skráning kl. 12.45.
annan hvern miðvikudag