Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 54
LÁRÉTT: 1 berja, 4 skipa fyrir, 7 falla í dropum, 8 mjólk- urafurð, 9 brún, 11 um- rót, 13 sjávardýrið, 14 gretta sig, 15 himna, 17 úrkoma, 20 púka, 22 skoðunar, 23 stórs nagla, 24 annríki, 25 peningar. LÓÐRÉTT: 1 hörfar, 2 einkennis, 3 mjög, 4 bakki, 5 óglatt, 6 flýtirinn, 10 litlar öldur, 12 ætt, 13 forfeður, 15 batna, 16 spilið, 18 bál, 19 þefar af, 20 hæðir, 21 sál- ar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 andhverfa, 8 gutla, 9 aflar, 10 lin, 11 spils, 13 staka, 15 hross, 18 spaði, 21 kát, 22 skapa, 23 angur, 24 rauðaldin. Lóðrétt: 2 nýtni, 3 hvals, 4 efans, 5 falla, 6 agns, 7 hráa, 12 las, 14 tap, 15 hass, 16 okana, 17 skarð, 16 stagl, 19 angri, 20 iðra. DAGBÓK 54 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag, Sveabulk kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pét- ur Jónsson kom í gær. Selfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. kl. 14–17. S. 551 4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði kl. 14–17, s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í s. krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíða- stofan opin, trésmíði/ útskurður og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Heimboð á bókamarkað Iðunnar og Fróða, Suðurlands- braut 8, miðvikudaginn 25. mars. Lagt af stað frá Aflagranda kl. 13.15, upplýsingar og skráning í afgreiðslu, s. 562 2572. Framtalsaðstoð verður veitt fimmtudaginn 22. mars. Upplýsingar í af- greiðslu. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fót- anuddi, s. 566 8060 kl. 8– 16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer 565 6775. Félagsvist á Garðaholti í boði Kvenfélags Garða- bæjar 22. mars kl. 19.30. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Vorfagnaður í Kirkjuhvoli í boði Odd- fellow 29. mars kl. 19.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, byrj- endur velkomnir. Mynd- mennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Á morgun, fimmtudag, eru púttæf- ingar í Bæjarútgerð kl. 10–11.30 og félagsvist kl. 13.30. Dansleikur á föstudag, 23. mars, kl. 20.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði kl. 10 í dag. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Allra síðasta sýning í dag kl. 14 í Ás- garði, Glæsibæ. Mið- apantanir í símum 588- 2111, 568-9082 og 551- 2203. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Ath.: Línudanskennsla Sig- valda fellur niður. Bald- vin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 22. mars kl. 11–12. Panta þarf tíma. Dagsferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið-Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði, Glæsibæ. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun, kl. 13.30 samverustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn. Tónhornið fellur niður. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Föstudag- inn 23. mars kl. 15 syng- ur Gerðubergskórinn í Eden í Hveragerði, allir velkomnir. Miðvikudag- inn 28. mars verður farið í heimsókn til Þorláks- hafnar og samvera með eldri borgurum þar. Skráning hafinn. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17. Kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Söngfugl- arnir taka lagið kl. 15.15. Guðrún Guðmundsdóttir mætir með gítarinn. Einmánaðarfagnaður og handverksmarkaður verða í Gjábakka fimmtudaginn 22. mars. Þeir sem áhuga hafa á að selja þar handverk sitt vinsamlegast bókið sem fyrst. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramikmálun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grens- áslaug, kl. 15 teiknun og málun. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag, kl. 10 í Keilu í Mjódd. Spiluð keila, spjallað, kaffi. Allir vel- komnir. Nánari upplýs- ingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdóttir í síma 545-4500. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13–16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Fyrirbæna- stund verður fimmtu- daginn 22. mars kl. 10.30 í umsjón sr. Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Allir vel- komnir. Föstudaginn 23. mars kl. 14.30 leikur Ragnar Páll Einarsson á hljómborð fyrir dansi. Gott með kaffinu. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðakirkja, starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30, spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Barðstrendingafélagið. Spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105, 2. hæð, kl. 20.30. Allir vel- komnir. Kvenfélag Kópavogs. Aðalfundur verður hald- inn fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 í Hamra- borg 10. Venjuleg aðal- fundarstörf. Kvenfélagið Aldan. Munið góugleðina í kvöld, miðvikudaginn 21. mars, í Sóltúni 20 kl. 20. Fjölmennið. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í kvöld, mið- vikudagskvöld, í bók- menntaklúbbi Hana-nú. Fundurinn er haldinn á lesstofu Bókasafns Kópavogs kl. 20–21.30. Allir velkomnir. Í dag er miðvikudagur 21. mars, 80. dagur ársins 2001. Benedikts- messa. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a Víkverji skrifar... NÝVERIÐ fékk Víkverji ábend-ingu um að upplýsingagjöf mætti betur fara á Listasafni Íslands varðandi hversu lengi þar er opið. Kom þessi ábending bréflega og er bréfritara gefið orðið: „Um hádegisbilið hringdi ég í safnið til að fá um það vitneskju hversu lengi opið væri þann daginn. „Það er opið til klukkan fimm,“ svar- aði kvenmannsrödd. Klukkan átta mínútur í fimm kom ég þangað, reiknaði að sjálfsögðu með að fá að ljúka hringnum um sal- ina þótt það drægist aðeins fram yfir eins og títt er um þjónustustaði yfir höfuð. Þeir sem koma fyrir lokun fá afgreiðslu. En, nei. Fyrst verður á vegi mín- um öryggisvörður, risi vexti, sem sagði mér að ég mætti ekki fara inn, þeir væru „að rýma húsið, klukkan væri 8 mínútur í fimm“. Ég varð heldur fúll við þessar móttökur og tjáði manninum að ég hefði hringt og mér verið sagt að það væri opið til klukkan fimm. Hann endurtók þá að þeir væru að rýma húsið og spurði ég þá hinn stífasti á móti hvort hann ætlaði að vísa mér frá þegar húsið væri enn opið sam- kvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Hann sagði þá: „Ég ætla ekki að vísa þér frá, farðu þá bara inn og talaðu við konurnar í afgreiðslunni.“ Ég inn (og frúin með) og spyr þessar konur hvort það geti rétt verið að það sé hætt að selja inn í húsið þótt klukkan sé ekki slegin. „Já, við erum hætt að selja inn,“ svarar hún þá ákveðin. Ég er að verða æ reiðari og spyr [konuna] hvernig það megi standast að ég hafi hringt til að fá upplýsingar um opn- unartíma og verið sagt að opið væri til fimm, en svo væri hún að segja mér að klukkan átta mínútur í fimm væri ekki hægt að komast inn. Húsið væri enn opið, en það væri hætt að selja inn. Jæja, þá spyr ég hana hvenær þau hætti að selja inn í húsið og þá kemur aðeins hik á hana, en svo segir hún: „Við hættum að selja inn klukkan kortér í fimm.“ „Af hverju stendur það hvergi og af hverju er manni ekki sagt það þegar eftir er leitað,“ spyr ég þá, en þá brá svo við að ekk- ert var svarið. Þetta er alveg ótrúleg uppákoma,“ segir bréfritari og nefnir í lokin að hann hafi sjaldan orðið jafnsleginn yfir „stælum“ í opinberum starfs- mönnum. Tekur Víkverji undir að hér mætti eitthvað betur fara. En til að draga aðeins úr gagnrýn- inni getur Víkverji staðhæft að smá- réttir á veitingastað Listasafnsins eru bragðgóðir og þar er hægt að una sér vel og lengi. VÍKVERJI er sammála nafnasínum í gær um ágæti þáttarins Gettu betur. Oft hefur hann furðað sig á því hversu ótrúlegum hlutum keppendur geta svarað. Nöfn íþróttamanna, félaga, meistara og sigurvegara í hinum og þessum íþróttum ákveðin ár langt aftur í tím- ann, sögufrægar persónur mann- kynssögunnar (sem var ekki beint uppáhaldsfag Víkverja) og stjórn- málamenn eða frægar persónur fyrir einhver afrek eru þeim ofarlega í minni um leið og örlítil vísbending er gefin. Þetta er skemmtileg íþrótt og eflir áreiðanlega metnað framhalds- skólanema til að fylgjast með og hafa augu og eyru opin fyrir því sem ger- ist í kringum okkur og öðru sem þeir rekast á í fræðum sínum. Yfirleitt eru þættirnir nokkuð líf- legir og léttir og á stundum spenn- andi. Minna gaman er þegar annað liðið bakar hitt í stigum en svo virðist sem munur á stigum hafi verið meiri í keppninni í ár en oft áður. Vonandi verður framhald á þess- ari keppni enn um sinn en þó ber kannski að huga að því að hætta beri hverjum leik þá hæst hann stendur. Spurning er hvort og hvernig eitt- hvað mætti breyta uppbyggingu keppninnar til að halda henni ferskri. Því hljóta hinir vísu stjórn- endur að geta ráðið framúr. MÉR datt í hug í fram- haldi af auglýsingu Olíu- félagsins hvort ekki ætti betur við að segja „Lífið er of skemmtilegt til að taka bensín“. Tilefnið er hversu erf- iðlega gengur að greiða fyrir bensín á þessum nýju þjónustustöðvum ol- íufélaganna. Koma þarf upp sér kassa þannig að eingöngu sé hægt að greiða fyrir bensín, að ekki þurfi að bíða eftir fólki við pylsu- kaup og fleira. Því lífið er of skemmti- legt til að hanga í biðröð á bensínstöð. Gísli. Þakkir GUÐMUNDUR hafði samband við Velvakanda og langaði að senda þakk- læti til Ellerts B. Schram fyrir síungar og mann- eskjulegar greinar í Morgunblaðinu um helg- ar. Þökk fyrir lífið ÞAÐ var föstudagurinn 16. mars sl. Klukkan lið- lega tólf á hádegi. Ég stóð við gatnamót Laugavegar og Nóatúns. Það var rautt ljós á móti mér og ég að verða of sein. Leit snöggt í kringum mig. Strætis- vagn kom frá vinstri, hægði ferðina og virtist ætla að stansa við gatna- mótin. Ef ég hlypi strax af stað næði ég áreiðan- lega yfir áður en beygju- ljósið birtist. Ég gleymdi að fullvissa mig um að vagninn hefði stöðvast. Hann hafði ekki gert það. Ég hafði ekki rænu á að þakka manninum sem stóð á gangstéttinni og hrópaði á eftir mér svo ég stoppaði og slapp við að verða fyrir strætisvagn- inum. Ég skammaðist mín þegar ég fór að hugsa sæmilega skýrt, lífið er þó ekki svona lítils virði. Ég vil þakka honum núna og vona að hann komist að því. Munum græna kall- inn, ekki hlaupa án þess að hugsa. Þökk fyrir lífið. Þórdís. Tapað/fundið Bláir Ecco- götuskór BLÁIR lágbotna Ecco- götuskór með spennu of- an á ristinni töpuðust fyr- ir stuttu. Skórnir voru í bleikum pappírspoka. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 581-2949. Dýrahald Babúska er týnd BABÚSKA hefur ekki sést síðan um hádegi 10. mars sl. Hún er svört og hvít með þykkan feld, of- urlítið flatt andlit og mjög gæf. Babúska er eyrna- merkt og með hálsól merkt Babúska, Blöndu- hlíð 4, 105 Rvík. Fólk er vinsamlegast beðið að at- huga kjallara og geymslur hjá sér. Ef einhver veit eitthvað um ferðir hennar, vin- samlegast látið vita í síma 562-2390 eða 694-5917. Duna er týnd DUNA er grár, mjög loð- inn fjögurra mánaða kett- lingur. Hún hvarf fimmtudagsmorguninn 15. mars sl. frá Öldugötu 30a kj. Duna er með rauða ól. Ef einhver hefur orðið hennar var, vinsamlegast látið vita í síma 551-3122 eða 699-1165. Vegna þjón- ustuleysis á bensínstöðvum VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.