Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á
RLA MORGUNS 11.
janúar 1993 var
slökkvilið kallað að
húsi í smáþorpi í
Júrahéraði Frakk-
lands, skammt frá svissnesku
landamærunum. Úr eldinum báru
menn lík Florence Romand og
tveggja barna hennar og
Jean-Claude Rom-
and, sem var
bjargað á lífi en
meðvitund-
arlausum úr
brunanum. Þegar
frændi Jeans-
Claudes hélt síð-
an til foreldra
hans til að skýra
þeim frá því hvað
hefði borið við
kom hann að
gömlu hjónunum
látnum, þau höfðu
verið skotin til
bana daginn áður
en eldurinn kvikn-
aði.
Nágrannar Rom-
and-hjónanna óskuðu
þess helst að Jean-Claude Rom-
and myndi ekki lifa til að þurfa
ekki að bera þá sorg að hafa misst
konu sína og börn á svo hræðileg-
an hátt. Þegar þeir svo heyrðu að
Florence og börnin hefðu verið
látin áður en eldurinn kviknaði og
að Jean-Claude hefði myrt for-
eldra sína óskuðu þeir þess að
Jean-Claude myndi ekki vakna úr
dáinu til að þau þyrftu ekki að
horfast í augu við það að hafa ver-
ið nágrannar hans og vinir árum
saman.
Skyggnst inn í höfuð
morðingja
Vísast muna margir eftir þess-
um viðburðum enda ekki nema
átta ár síðan þeir áttu sér stað.
Franski rithöfundurinn Emmanuel
Carrére var meðal þeirra sem
fylgdust með málinu og langaði að
skyggnast inn í höfuð svo kaldrifj-
aðs morðingja, ekki síst eftir að
kom í ljós að í þrjátíu ár hafði
Jean-Claude Romand blekkt alla
sína nánustu á svo ótrúlegan hátt
sem rannsókn málsins leiddi í ljós.
Hann skrifaði því Romand bréf,
en fékk ekki svar fyrr en búið var
að dæma í málinu, en Romand
fékk ævilangt fangelsi með mögu-
leika á reynslulausn eftir 22 ár. Í
kjölfarið hitti Carrére Jean-
Claude Romand og skrifaði á end-
anum bókina L’Adversaire, sem
Bloomsbury gaf út á ensku undir
nafninu The Adversary.
Carrére lýsir því í The Advers-
ary að hann hafi langað að hitta
Romand þegar hann las í blaði að
í átján ár hefði hann farið í „vinn-
una“ á hverjum degi, en í stað
þess að vinna hefði hann eytt deg-
inum í að sitja á kaffihúsi, eða í
bílnum sínum eða að ganga um í
nálægum skógi.
Eins og Carrére rekur söguna
var Jean-Claude Romand upp-
burðarlítill sem ungmenni, ekkert
sérstaklega klár, en ekki heimsk-
ur. Hann ákvað að verða læknir
og hóf nám í læknisfræðum. Þar
kynntist hann stúlkunni Florence,
en hún hafnaði honum við nánari
kynni. Í kjölfar þess lagðist Rom-
and í þunglyndi og mætti ekki í
lokapróf annars árs í læknisfræð-
inni. Daginn eftir hringdi hann í
foreldra sína og sagði þeim að
honum hefði gengið vel, sem var
upphaf lygavefjarins sem endaði
með harmleiknum í janúar 1993.
Í stað þess að taka upptökupróf
síðar skráði Romand sig aftur á
annað ár í læknisfræði og aftur og
aftur, alltaf án þess að taka próf
eða skila verkefnum. Á næstu ár-
um lét hann sem hann stundaði
námið, las kennslubækur og um-
gekkst samstúdenta sína eins og
væri hann í námi. Hann gætti þess
að mæta aðeins í þá tíma sem
væru nógu fjöl-
mennir til þess
að enginn tæki
eftir honum og
lét vel af próf-
árangri sínum
væri hann
spurður.
Gerði sér
upp krabba
Florence
átti hug hans
áfram og þeg-
ar hann laug
því að að
hann væri
með ban-
vænan
krabba fékk
hún svo mikla
samúð með honum að þau
urðu par og síðan hjón. Eftir að
þau luku námi sagðist Romand
síðan hafa fengið vinnu hjá Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnuninni,
WHO, og næstu árin fór hann síð-
an til „vinnu“ sinnar daglega, eins
og getið er. Þegar hann svo þurfti
að fara í ferðalög á vegum WHO
ók hann út á flugvöll, leigði sér
herbergi á flugvallarhóteli og las
ferðabækur til að vera með ferða-
söguna á hreinu.
Til að afla fjár lét Romand það
berast að hann gæti í krafti starfs
síns ávaxtað fé með hærri vöxtum
en almennt var, en féð rann inn á
reikning hans og fór í að fjár-
magna þægilegt líf fjölskyldunnar,
dýrt hús á góðum stað, glæsibíl og
ferðalög. Romand fékk sér meira
að segja hjákonu sem hann féfletti
einnig, tók að sér að ávaxta mikið
fé fyrir hana og eyddi því svo
meðal annars í að gefa henni gjaf-
ir og bjóða á glæsistaði.
Lygavefurinn raknar
Síðla árs 1992 fór lygavef-
urinn að rakna. Romand,
sem annars gætti þess að
hafa ekki skoðun á neinu,
lenti í deilum við skóla-
nefnd skóla barna sinna
og einn deiluaðila
komst að því að eng-
inn kannaðist við
Jean-Claude Rom-
and þegar hann ætl-
aði að ná tali af hon-
um hjá WHO.
Stuttu síðar
hringdi móðir
hans og hafði
áhyggjur af yf-
irdrætti á
bankareikningi
sínum sem
Romand
hafði að-
gang að og
þegar
við bættist að hjákonan Corinne
heimtaði að fá fé sitt endurgreitt
ákvað Jean-Caude að leysa málin í
eitt skipti fyrir öll.
Romand deildi við eiginkonu
sína kvöldið 10. janúar, enda var
hana tekið að gruna að ekki væri
allt með felldu. Morguninn eftir er
hún var sofandi barði hann hana
til bana með kökukefli. Síðan vakti
hann börnin, sagði þeim að móðir
þeirra væri sofandi, gaf þeim
morgunmat og fékk sér með þeim
skál af Cocoa Pops á meðan þau
horfðu á teiknimyndir í sjónvarp-
inu. Síðan fór hann með dóttur
sína upp á loft og skaut hana.
Kallaði síðan á son sinn, sem var
yngri, og skaut hann líka. Að
voðaverkinu loknu þvoði hann sér
og fór út í búð að kaupa morg-
unblöðin.
Síðar þennan dag fór Romand
að heimsækja foreldra sína og
borðaði með þeim kvöldverð.
Hann fékk föður sinn upp á háa-
loft með sér og skaut hann þar.
Kom síðan niður og myrti móður
sína, en hún var sú eina sem sá
hvað í vændum var, því hann
skaut hana í brjóstið.
Að þessum verkum loknum hélt
Romand til Parísar að myrða Cor-
inne, en guggnaði á því er hún
veitti mótspyrnu. Fyrir einhverjar
sakir kærði hún ekki árásina, en
hann hélt heim og ákvað á end-
anum að svipta sig lífi, tók stóran
skammt af róandi töflum og
kveikti í húsinu þegar hann heyrði
í sorphirðumönnum í götunni, en
Carrére segir það benda til þess
að hann hafi aldrei ætlað að svipta
sig lífi.
Jean-Claude Romand frelsaðist
í fangelsinu, er í kaþólskum bæna-
hring og segist iðrast þess sem
hann hefur gert. Það skín þó í
gegn að Carrére efast um iðrun
Romands því að hann gæti eins
verið að ljúga líkt og þegar hann
mætti ekki í prófið forðum.
The Adversary: A True Story
of Murder and De-
ception eftir
Emmanuel
Carrére.
Bloomsbury
gefur út
2000. 183
síðna kilja
sem kostar
2.250 í Máli
og menningu.
Prófskrekkur leiddi Romano til að fremja fjöldamorð
Lygi á lygi ofan
Jean-Claude Romand eins og rétt-
arteiknarinn sá hann.
BÓK ER saman sett út ótal
þáttum eins og bókabéusar vita,
en taka þó sjaldnast eftir. Bók
er ekki bara textinn í henni, þ.e.
meginmálið, heldur kemur ótal
margt til, inngangur, aðfaraorð,
neðanmálsgreinar, registur,
nafnaskrá, tileinkanir, viðbætur,
eftirmálar og svo má telja. Kev-
in Jackson er áhugamaður um
allt þetta sem hann segir menn
jafnan ekki taka eftir, en segi þó
oft meira um bókina og höfund
hennar en meginmálið.
Jackson tekur meira fyrir en
áður er talið, því einnig er fróð-
legur kafli um spássíugreinar,
sem er bókmenntagrein út af
fyrir sig, sérstaklega ef sá sem
krotar er beittur penni, eins og
til að mynda Graham Greene,
sem átti það til að skrifa mein-
legar athugasemdir um höfunda
í spássíuna, og Samuel Taylor
Coleridge, sem var svo snjall
spássíugreinahöfundur að sumir
vina hans lögðu sig fram um að
lána honum bækur í von um að
hann páraði eitthvað í þær.
Menn hafa safnað saman spáss-
íugreinum Coleridges og hermir
Jackson að þær verði gefnar út í
fimm bindum þykkum.
Annar kafli fjallar um leikleið-
beiningar, sem eru oft meira og
minna út í hött, sjá til að mynda
þegar Lavinia birtist í öðrum
þætti, fjórða atriði í Títusi Andr-
oníkusi eftir Shakespeare. Jack-
son tekur einnig fyrir skálda-
heiti og í kafla um samheiti
nefnir hann það mæta skáld
Fernando Pessoa, sem var ekki
bara eitt helsta skáld Evrópu á
öldinni sem leið, heldur einnig
þrjú stórskáld til viðbótar, Al-
berto Caeiro, Ricardo Reis og
Alvaro de Campos. Georges Pe-
rec fær líka drjúga umfjöllun,
enda gerði hann mikið af því að
leika sér með form og stíl, skrif-
aði til að mynda bók án bók-
stafsins e, og svo má telja, en
kaflinn um Perec er einn sá
skemmtilegasti í bókinni fyrir
stílbrögð Jacksons. Skemmti-
legur er kafli Jacksons um
fyrstu línur, enda skiptir fátt
meira máli en fyrstu línur,
fyrsta setning, bókar. Hann tín-
ir til mörg dæmi um góðar upp-
hafslínur og veltir því fyrir sér
hvað geri þær góðar. Lokaorð fá
einnig sinn kafla, enda skipta
þau litlu minna máli en upphafs-
orð. Þótt Invisible Forms höfði
einna helst til bókavina er hún
framúrskarandi skemmtileg af-
lestrar fyrir flesta.
Forvitnilegar bækur
Bók um
innihald
bóka
Árni Matthíasson
Invisible Forms eftir Kevin
Jackson. Picador gefur út
1999. 310 síður innb. með reg-
istri, formála, inngangs-
orðum, eftirmála, viðaukum
og nafnaskrá. Kostar 1.995 kr.
í Máli og menningu.
STUNDUM áttar maður sig
ekki alveg á því hvernig rithöf-
undar fara að því að halda yf-
irsýn yfir verk sín á meðan setið
er að skriftum. Skrifa menn og
skrifa og átta sig á því um síðir
hvert stefnt er eða hafa þeir
kortlagt strax í byrjun afdrif
helstu sögupersóna og þurfa því
aðeins að feta markvisst stíginn
að fyrirfram ákveðnu niðurlagi?
Sjálfsagt er það ein af ástæðum
þess, hversu frábærar viðtökur
frumraun bresku skáldkonunn-
ar Zadie Smith hefur fengið, að
saga hennar White Teeth er
ekki aðeins víðfeðm heldur einn-
ig snilldarlega vel stíluð. Af öllu
má ráða að höfundurinn sé lífs-
reyndur mjög og sigldur og vek-
ur því eftirtekt að Smith var í
reynd ekki nema hálfþrítug þeg-
ar bókin kom út í fyrra. Jafn-
framt verður að dást að því
hversu henni gengur vel að
halda þræðinum í svo marg-
slunginni fjölskyldusögu þar
sem rakin er ævi tveggja manna
af ólíkum uppruna, niðja þeirra
og nánustu ættingja. Leiðir
þeirra Archie Jones og Samads
Iqbals ber fyrst saman í síðari
heimsstyrjöld. Við fylgjum þeim
eftir allt fram á þennan dag,
skrautlegri vináttu þeirra þegar
báðir eru komnir til Lundúna,
Jones kvæntur konu af jama-
ísku bergi brotinni og Iqbal
genginn í fyrirfram ákveðið
hjónaband með stúlku frá Beng-
al. White Teeth segir þó ekki
síður sögu barna þeirra, Irie
Jones og tvíburanna Magids og
Millats Iqbal sem þurfa að alast
upp í samfélagi sem sýnir mis-
mikið umburðarlyndi gagnvart
þeim sem eiga rætur að rekja til
fjarlægra landa. Sannarlega er
White Teeth athyglisverð saga
og skemmtileg á köflum. Hún
var víst ekki nema hársbreidd
frá því að verða tilnefnd til hinna
eftirsóttu Booker-verðlauna og
hefur fengið fjölda annarra
minni verðlauna. Vandinn er
hins vegar á endanum sá að hún
reynist of víðfeðm, of metnaðar-
full, of löng! Lesandinn kemst
yfir fyrstu 250 síðurnar á ör-
skammri stundu enda stíllinn
kómískur og sögupersónurnar
áhugaverðar. Seinni hlutinn
reynist aftur á móti erfiðari við-
ureignar og mann fer að gruna
að Smith hafi einfaldlega svo
geislandi gaman af að skrifa (og
sannarlega fer henni það vel) að
hún vilji ekki hætta. Allar sögur
þurfa þó að eiga sitt niðurlag og
í þessu tilfelli hefði það einfald-
lega mátt koma örlítið fyrr.
Hvað um það, Smith veit þá
bara næst að stundum er minna
betra en meira.
Forvitnilegar bækur
Minna er
betra en
meira
Davíð Logi Sigurðsson
White Teeth eftir Zadie Smith.
London 2000. 542 bls. Kostaði
u.þ.b. eitt þúsund íslenskar
krónur í flughöfninni í Genf.