Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. HÁKON ÞH fékk um 200 tonna loðnukast út af Kjalarnesi í gær og Örn KE álíka mikið magn í einu kasti við Gróttu, en í gærkvöldi bár- ust auk þess fregnir af loðnuveiði í grennd við Dyrhólaey og Hjörleifs- höfða. Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni, segir að það sé torfa við Kjalarnesið en hann hafi ekki þorað að kasta aftur þar sem hann þekki ekki botninn. Hann segir að hún sé óhrygnd en ekki verðmikil. „Það má kannski fá 3.000 krónur fyrir tonnið,“ segir hann og bætir við að hann sé aðeins fimm til 10 mínútur að stíma í land í Reykjavíkurhöfn. Hrygnd loðna en spræk við Hjörleifshöfða Beitir NK fékk 250 tonn í fyrsta kasti við Hjörleifshöfða í gær- kvöldi. Sigurjón Valdimarsson skipstjóri segir að þetta sé hrygnd loðna en hún sé spræk. „Það hefði frekar átt að banna að veiða hana núna en leyfa,“ segir hann og bætir við að loðnan komi vestan að og gangi austur eftir. 25 loðnubátar voru á sjó í gær- kvöldi og stefndu flestir að svæði við Dyrhólaey þar sem heyrðist af veiði í gærkvöldi. Hins vegar var ekkert að fá í Kolluálnum út af Snæfellsnesi. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir að verið sé að kanna hvort útgerðir hafi brotið lög með því að senda loðnu- skip á veiðar fyrir miðnætti í fyrra- kvöld og reynist það raunin ætlar félagið að kæra viðkomandi útgerð- ir. „Það eru áhöld um það hvenær lögin um frestun verkfallsins tóku gildi,“ segir Helgi. Hann bætir við að mestar líkur séu á að þau hafi ekki tekið gildi fyrr en eftir mið- nætti á mánudag, þótt lögin hafi verið sett um klukkan tíu um kvöld- ið því þau þurfi að hafa birst í Stjórnartíðindum fyrir formlega gildistöku. Að sögn Helga er gert ráð fyrir að þetta liggi fyrir í dag, en sekt vegna brots á kjarasamningum Vél- stjórafélagsins nemur rúmlega 300.000 kr. Hann segir könnun á kæru gerða til að fullnægja réttlæt- inu. „Við erum súrir yfir þessu inn- gripi og þessum djöfulgangi og er ekki rétt að fara að lögum fyrst beðið er um þau?“ Enginn fundur var hjá viðsemj- endum í sjómannadeilunni í gær en sáttasemjari hefur boðað nýjan fund eftir hádegi í dag. Loðnuveiðin fór hægt af stað í kjölfar frestunar sjómannaverkfalls í fyrrinótt Loðna veiddist við Gróttu og Kjal- arnes Morgunblaðið/RAX Örn KE fékk um 200 tonn af loðnu við Gróttu í gær og er það óvenjulegur veiðistaður rétt eins og við Kjalarnesið þar sem Hákon ÞH fékk svipaðan afla.  Treg loðnuveiði/B2 EDDA – miðlun og útgáfa, sem varð til við samruna Vöku/ Helgafells og Máls og menn- ingar, hefur sett á laggirnar hljóð- og mynddeild. Hyggst hún þegar á þessu ári láta veru- lega til sín taka í útgáfu á ís- lenskri tónlist. Að sögn Skúla Helgasonar útgáfustjóra Eddu – hljóðs og myndar verða gefnar út á árinu a.m.k. 20 breiðskífur með ís- lenskum listamönnum af ýms- um toga en þegar hafa verið gerðir útgáfusamningar við Megas, saxófónleikarann Jóel Pálsson og hljómsveitirnar Jagúar og Úlpu. Áður óútgefið efni með Megasi gefið út Áformað er m.a. að gefa út safn af áður óútgefnu efni með Megasi, efni sem spannar allar feril listamannsins. Fyrsta út- gáfa Eddu – hljóðs og myndar, sem verður önnur sólóskífa Jó- els Pálssonar djassista, Klif, kemur út innan tíðar. Edda – hljóð og mynd Gefur út 20 íslensk- ar skífur á árinu  Edda kveður/60 EKKERT verður slakað á öryggis- eftirliti lögreglu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar þrátt fyrir afnám vega- bréfaeftirlits með aðild Íslands að Schengen, að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar, sýslumanns á Keflavík- urflugvelli. Meðal ráðstafana sem gerðar hafa verið er fjölgun eftirlitsmyndavéla í flugstöðinni úr 24 í 64. Þetta kemur fram í greinaflokki Morgunblaðsins um aðild Íslands að Schengen í blaðinu í dag. Einnig er verið að kanna kaup á fullkomnum hugbúnaði sem tengdur verður við myndavélakerfið. „Bún- aðurinn gefur ýmsa möguleika við að hafa hendur í hári brotamanna. Hugsa mætti sér að eftirlýst fólk eða fólk í farbanni yrði sett inn í kerfið og ef það bæri fyrir vélarnar gæfi búnaðurinn merki. Ef af þessum kaupum verður, verður vitaskuld fyrst að leita leyfis Persónuverndar varðandi notkun. Þetta er mjög spennandi mál og mun skýrast á næstu vikum hvort af þessu verður. Breska lögreglan er þegar farin að nota þennan búnað með góðum ár- angri,“ segir Jóhann. Vopnuð 12 manna sveit Nýtt skipurit hefur verið tekið í notkun hjá sýslumannsembættinu vegna aukinna verkefna í tengslum við aðild Íslands að Schengen. Komið hefur verið á fót örygg- isdeild og er verið að þjálfa upp tólf manna vopnaða sveit, í sam- vinnu við ríkislögreglustjóra, sem tekur til starfa innan tíðar. Einnig verða óeinkennisklæddir lög- gæslumenn við eftirlit í flugstöð- inni, að sögn Jóhanns. Verklok við flugstöð 5 mán- uðum fyrr en áætlað var Ný suðurbygging flugstöðvar- innar verður tekin í notkun að hluta næstkomandi sunnudag þegar aðild Íslands að Schengen gengur í gildi. Verða miðbygging og vesturálma flugstöðvarinnar þá opnaðar fyrir farþegum. Unnið verður áfram að framkvæmdum við austurálmu byggingarinnar en ákveðið hefur verið, að tillögu verktaka, að hraða framkvæmdum þannig að unnt verði að taka hana í notkun um miðjan júlí. Skv. upplýsingum Óskars Valdi- marssonar, forstjóra Framkvæmda- sýslu ríkisins, voru verklok áætluð 1. desember en nú er stefnt að því að byggingin verði fullbúin 5 mánuðum fyrir þann tíma. Einnig kemur fram í greininni að Íslendingar eru skuldbundnir til að taka upp sprengjuleit í öllum far- angri farþega sem fara um flugstöð- ina, skv. reglum í alþjóðasamningi sem taka gildi innan tveggja ára. Mun sprengjuleitin fara fram í kjall- ara nýbyggingarinnar og þarf að kaupa sérstakan sprengjuleitarbún- að, sem áætlað er að kosti nálægt 100 millj. kr. Kaup á hugbúnaði í eftirlitsmyndavélar eru til skoðunar í Leifsstöð Gefur merki ef eftirlýst fólk ber fyrir myndavélarnar  Haldið/26–28 Nýir landgangar verða brátt teknir í notkun á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.