Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLUGMÁLASTJÓRI hefur í bréfi til samgönguráðherra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að segja upp flugrekstrarleyfi eða samningum samgönguráðu- neytisins um áætlunarflug við Leiguflug Ísleifs Ottesen, LÍO, þrátt fyrir þær ávirðingar á hendur félaginu sem fram koma í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Ráðherra bað um umsögn Flug- málastjórnar og í tilefni þess fór fram sérstök úttekt á LÍO dagana 27. og 28. þessa mánaðar. Tekið var á tæpum 50 atriðinum í rekstrin- um, allt frá viðhaldssamningum, farþegalistum til þjálfunar í neyð- artilvikum. Vart varð nokkurra frávika, eins og það er orðað, en ekkert þeirra var talið nógu alvar- legt til að svipta félagið leyfi eða segja upp samningum um áætlun- arflug. Markvisst hafði verið unnið frá því í haust að bæta stjórn flug- rekstrarins með tilliti til flugörygg- is. Áfram verður þó fylgst með rekstri flugrekandans og frekari úttektir gerðar. Alvarlegar ávirðingar á flug- rekstrarstjóra LÍO Hins vegar kemur fram í svari flugmálastjóra til ráðherra að þær ávirðingar sem hafa verið bornar á flugrekstrarstjóra LÍO, vegna flugs milli Eyja og Selfoss sama dag og slysið varð í Skerjafirði í fyrra, séu svo alvarlegar „að til hæfisbrests hans til að gegna þessu starfi kann að koma“. Bent er á að hæfisbrestur flugrekstrar- stjóra leiði af sér afturköllun á flugrekendaskírteini félagsins, nema að nýr verði til þess ráðinn og þá aðili sem Flugmálastjórn samþykkir og getur borið óskorað traust til. Í bréfi til samgönguráðherra kemur jafnframt fram að allt frá því að slysið varð í Skerjafirði hafi legið fyrir að flugrekandinn, LÍO, hafi ekki fylgt nægjanlega gildandi starfsreglum. Til dæmis hafi leið- arflugáætlanir ekki verið gerðar. Í þessu felist alvarleg vanræksla á faglegum grundvallarþætti í flug- rekstri, eins og flugmálastjóri orðar það í bréfinu. Bréfið til ráðherra var kynnt á fundi með blaðamönnum síðdegis í gær um leið og greinargerð Flug- málastjórnar vegna flugslyssins í Skerjafirði var lögð fram. Í grein- argerðinni, sem birt er í heild sinni á bls. 34-37 í blaðinu í dag, eru rak- in afskipti Flugmálastjórnar af flugvélinni sem fórst í Skerjafirði og af flugrekandanum, LÍÓ. Þar kemur m.a. fram að útekt hafi ver- ið gerð á flugrekstri LÍO í janúar 1998 og voru þá engar alvarlegar athugasemdir gerðar. Þau atriði sem gerðar voru athugasemdir við lagfærði flugrekandinn fljótlega, samkvæmt greinargerðinni. Í júlí 1999 voru tvívegis höfð formleg af- skipti af rekstri LÍO og í þriðja sinn í október sama ár. Á þessu tímabili voru töluverð óbein af- skipti af rekstrinum vegna gerðar nýrrar flugrekstrarhandbókar. Þá voru tvær úttektir gerðar hjá tæknistjóra félagsins varðandi við- haldsmál á árinu 1999 svo og ein árið 2000 sem úttektarlið á vegum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA, tók einnig þátt í. Á sama tíma gerði JAA úttekt á flugöryggissviði Flugmálastjórnar þar sem niður- stöður reyndust jákvæðar. Á blaðamannafundinum kom fram í máli Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra að strax í kjölfar flugslyssins hefði eftirlit með litlum flugrekendum verið hert. Álagið á stofnunina væri hins veg- ar mikið og full þörf væri að fjölga í starfsliði flugmálastjóra. Þorgeir sagði fjárlagavaldinu hafa verið bent á þetta undanfarin ár en við- brögð ekki verið mikil. Hann sagði 11 starfsmenn Flugmálastjórnar, auk eins til viðbótar í hlutastarfi, hafa eftirlit með lofthæfi og við- haldi 43 stærri flugvéla og 27 minni véla hjá 14 flugrekendum. Þá hefði Flugmálastjórn eftirlit með hand- höfum ríflega 2.500 flugskírteina. Þorgeir sagði starfsemi Flugmála- stjórnar í öryggismálum jafnast á við það besta sem þekktist í heim- inum en alltaf mætti auka og bæta eftirlit með flugvélum. Hann von- aðist til þess að það yrði gert. Þá sagði flugmálastjóri að skýrar regl- ur væru ekki til um það hvenær hægt væri að svipta flugrekanda leyfi. Það væri matsatriði í hvert sinn. Í greinargerðinni kemur einnig fram að viku fyrir slysið fór flugvél LÍO í 50 tíma skoðun. Helstu kerfi hennar voru skoðuð, loftsía og kerti hreinsuð og prófuð, skipt um olíusíu og ýmislegt annað yfirfarið. Engar bilanir höfðu verið skráðar í gögn flugvélarinnar né tilkynntar til Flugmálastjórnar. Þá kemur fram í greinargerðinni að á vegum Flugmálastjórnar voru 7 menn að störfum á Þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum. Þorgeir sagði að meginhlutverk þeirra hefði verið að stjórna umferð fólks á flughlaði og í flugstöðinni sem og að líta eftir því hvort flugmenn án flugréttinda væru að fljúga með fólk gegn gjaldi. Þorgeir sagði að því miður kæmu upp nokkur slík tilvik, sem ástæða hefði verið til að fylgjast sérstaklega með. Ráðherrar tjá sig ekki Heilbrigðisráðherra leitaði, líkt og samgönguráðherra, umsagnar Flugmálastjórnar vegna samninga um sjúkraflug við LÍO. Þegar leit- að var viðbragða ráðherranna við greinargerð og svörum Flugmála- stjórnar í gærkvöldi fengust þau svör að þeir myndu ekki tjá sig fyrr en að loknu samráði við embætt- ismenn í ráðuneytunum. Yfirlýs- inga væri að vænta frá þeim í dag. Ekki leyfissvipting þrátt fyrir alvarlega vanrækslu Morgunblaðið/Ásdís Þorgeir Pálsson flugmálastjóri kynnir greinargerð Flugmálastjórnar og við hlið hans er Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs stofnunarinnar. Flugmálastjórn leggur fram greinargerð um flugslysið í Skerjafirði og svar til samgönguráðherra um rekstur LÍO ÍSLEIFUR Ottesen, eigandi Leiguflugs Ísleifs Ottesen, LÍO, kom til landsins frá Bandaríkjun- um í gær og átti fund í gærkvöldi með starfsmönnum sínum. Að þeim fundi loknum sagði Ís- leifur í samtali við Morgunblaðið að hann ætlaði á þessu stigi ekki að tjá sig efnislega um greinar- gerð Flugmálastjórnar eða svar- bréf flugmálastjóra til samgöngu- ráðherra. Ísleifur sagðist vera að meta stöðuna og hann ætti eftir að hitta fleiri aðila að máli í dag og ráðfæra sig við þá. Að því loknu yrðu frekari viðbrögð ákveðin og gefin upp. Aðspurður um áhrif eftirmála flugslyssins á rekstur LÍO sagði Ísleifur málið í heild sinni vera orðið farsakennt. „Ljóst er að minn rekstur hefur beðið alvarlegan hnekki og víða er beint spjótum að honum. Það hlýtur að vera alvarlegt fyrir hvaða fyrirtæki sem er, og sér- staklega í jafnviðkvæmum flutn- ingi, að verða fyrir ítrekuðum árásum. Þetta eru mikilsverðir hagsmun- ir og líf starfsmanna í húfi. Það er sorglegt hvernig fjölmiðlar hafa farið höndum um þetta mál með algjörlega órökstuddum dylgjum og án þess að hirða um það að leita svara. Þetta er mikill harmleikur en hefur snúist upp í fjölmiðlafarsa sem ég hef ekki viljað taka þátt í,“ sagði Ísleifur. Flugrekstrarstjórinn enn að störfum Í svarbréfi flugmálastjóra til samgönguráðherra er vikið að máli flugrekstrarstjóra LÍO vegna til- tekinnar flugferðar félagsins sama dag og flugslysið varð í Skerja- firði. Talar flugmálastjóri um að ávirðingarnar séu það alvarlegar að til hæfisbrests kunni að koma. Aðspurður hvort viðkomandi flug- rekstrarstjóri væri enn að störfum hjá félaginu sagði Ísleifur svo vera. Hans mál væru í skoðun og félagið væri ekki að takast á við það á þessu stigi. Ísleifur Ottesen kominn til landsins Minn rekstur hefur beðið alvarlegan hnekki FRIÐRIK Þór Guðmundsson, fað- ir eins fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði, sem farið hefur sjálfur ofan í saumana á málinu, fékk að vera viðstaddur blaðamannafund Flugmálastjórn- ar í gær. Að fundi loknum sagði hann við Morgunblaðið að við fyrstu sýn virtist greinar- gerðin vera al- mennur fróðleik- ur um starfsemi Flugmálastjórnar við eðlilegar aðstæður. Ekkert nema gott væri um það að segja en það gilti ekki við óeðlilegar að- stæður sem þessar. Höfum gagnrýnt skráningarmál „Við höfum gagnrýnt skráning- armál flugvélarinnar og ég hef ekki komið auga á það í grein- argerðinni að athugasemdum okk- ar sé svarað öðruvísi en að allt hafi verið í lagi. Svo var ekki. Ef papp- írarnir væru prófúrlausn þá væri nemandinn fallinn,“ sagði Friðrik Þór. Hann sagði að varðandi eftirlit Flugmálastjórnar á Þjóðhátíðinni í Eyjum væri það enn verra en hann hélt, samkvæmt greinargerðinni. Alls hefðu verið 11–12 manns í eft- irlitinu, ásamt tveimur sérþjálfuð- um lögreglumönnum. „Það er mikill áfellisdómur að svona sveit manna skuli ekki hafa með nærveru sinni komið í veg fyr- ir það sem gerðist fyrr og síðar þennan dag sem slysið varð,“ sagði Friðrik Þór. Ábyrgð sé komið á réttar hillur Hann sagði það aukaatriði í sín- um huga að flugmálastjóri svipti einhvern leyfi á þessari stundu. Hann hefði talið það sjálfgefið að svipta viðkomandi flugrekanda, LÍO, öllum leyfum. „Hafi flugmálastjóri ekki úrræði til þess er það athyglisvert og væntanlega þarf að bregðast við því. Aðalatriðið í mínum huga er aftur á móti að allri ábyrgð sé komið á réttar hillur.“ Friðrik Þór Guðmunds- son um greinargerð Flugmálastjórnar Nemandinn fallinn ef pappírarnir væru próf- úrlausn Friðrik Þór Guðmundson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.