Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 8

Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundur Umhverfis Samfélag þekk- ingar og þjónustu Morgunverðarfund-ur verður haldinnnú klukkan 8.30 í Gyllta salnum á Hótel Borg. Umhverfi Símans stendur þar fyrir kynn- ingu á þjónustu á sviði kerfisveitu, hýsingar og rekstrarþjónustu tölvu- kerfa. Magnús Orri Schram hefur haft umsjón með undirbúningi þessa fundar. Hann var spurður hvað Umhverfi merkti í þessu sambandi? „Umhverfi er sam- starfsvettvangur þar sem fyrirtæki í upplýsingaiðn- aði koma saman, nýta sér- staka hæfileika og styrk hvers annars og bjóða þannig sameiginlega upp á betri lausnir og þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Fyrsti ávöxtur samstarfsins er sam- vinna fjögurra fyrirtækja á þess- ari þjónustu sem verður kynnt í dag.“ – Hvert er markmið þessarar þjónustu? „Hún gerir fyrirtækjum kleift að einbeita sér að sinni kjarna- starfsemi en láta fagmenn um umsýslu og rekstur tölvukerfa sinna. Það er staðreynd að ódýr- ari flutningsmöguleikar á gögn- um gegnum Internetið, kröfur um meira öryggi og skortur á menntuðu fólki á sviði upplýs- ingatækni eykur eftirspurn eftir þjónustu sem þessari.“ – Hvað er kerfisveita? „Þá geta fyrirtæki í stað þess að festa kaup á dýrum forritum leigt aðgang að forritunum sem geymd eru á miðlægum stað. Innifalið er rekstur, uppfærslur og öll dagleg umsjón. Með þessu geta fyrirtækin sparað kostnað og ekki síður búið við meira ör- yggi. Rekstrarþjónusta er á hinn bóginn oft kölluð; tölvudeild til leigu. En þá tekur fagaðili yfir rekstur og umsjón tölvukerfis fyritækisins. Ör tækniþróun ger- ir fyrirtækjum erfitt að halda ut- an um þekkingu sem nauðsynleg er í nútíma tækniumhverfi. Með rekstrarþjónstu fæst aðgangur að þekkingu sérfræðinga sem sjá um að uppfylla þarfir viðskipta- vinarins. – En hvað er hýsing? „Þá leggur þjónustuaðili til fullkomið rými fyrir miðlægan tölvubúnað þar sem ýtrasta ör- yggis er gætt. Þjónustuaðili tekur þá í sína umsjón vélbúnað og/eða hugbúnað viðskiptavinarins og sér um afritun og öryggismál. Þessi lausn hentar sérstaklega vel fyrirtækjum sem krefjast full- komins öryggis svo sem fjármála- stofnana. Fyrirtæki geyma mið- lægan tölvubúnað sinn í oft ófullkomnum rýmum en geta nú leitað til fagaðila á þessu sviði. Viðskiptavinur greiðir fast gjald á mánuði og því er það í hag þjón- ustuaðila að kostnaður við um- sýslu tölvukerfisins sé sem minnstur. Það hefur í för með sér kosti fyrir alla aðila. – Hvað er á dagskrá fundarins í dag? „Á fundinum í dag kynna fjögur fyrir- tæki: Álit, Miðheimar, Þekking og Síminn, þjónustu sína á ofan- greindum sviðum og hlýtur það að teljast markvert þegar fjórir leiðandi aðilar á þessu sviði koma sameiginlega fram undir merkj- um Umhverfis. Umhverfi mun svo geta af sér í framtíðinni fleiri vörur og þjónustu þar sem sam- starfsaðilar leggja fram sína sér- fræðiþekkingu og búa þannig sameiginlega til nýjar vörur og þjónustu, svo sem á sviði farsíma- lausna og þráðlausra fjarskipta.“ – Hvað olli því að Umhverfi var komið á fót? „Innan Símans er til geysilega mikil þekking, en það er stað- reynd að við erum þó ekki bestir í öllu. Þess vegna sköpum við Um- hverfi sem vettvang fyrir sam- vinnu, nýsköpun og samstarf á sviði verkefna og viðskipta í upp- lýsingaiðnaði á Íslandi í dag. Um- hverfi er ekki lokaður hópur sér- staklega valinna fyrirtækja heldur eiga þessi fyrirtæki ein- ungis það sammerkt að vera framarlega á sínu sviði og um leið sjá Umhverfi sem vettvang til þess að ná enn lengra.“ – Færist í vöxt að fyrirtæki leiti til fagaðila til að láta sjá um tölvukerfi sín? „Já, það hefur færst mikið í vöxt á undanförnum misserum. Það hentar t.d. þeim hópi fyrir- tækja, sem ekki hafa efni á því að hafa innan sinna vébanda tölvu- deild, að leita til fagaðila sem sjá um þessi mál. Kostnaður verður fyrirsjáanlegri og þau búa við aukið hagræði.“ – Hvernig er samskiptum hátt- að innan Umhverfis? „Við setjum á fót samskipta- miðstöð á vefnum, þar sem haldið er utan um öll gögn sem snúa að sameiginlegum verkefnum og eru öll skjöl sem tengjast tilteknum verkefnum geymd á vísum stað og eru aðgangsstýrð. Einkenni Umhverfis er því sterkt innra skipulag, hraði í samskiptum og samvinna í hæsta gæðaflokki. Þannig getum við með auð- veldum og greiðum hætti fengið önnur fyrirtæki inn- an Umhverfis til samstarfs um einstök verkefni. Þá leggjum við innan Umhverfis áherslu á þróun og nýsköpun lausna í þekkingar- iðnaði. Því bjóðum við velkomnar góðar viðskiptahugmyndir sem þurfa á aðstoð að halda tveggja eða fleiri fyrirtækja innan Um- hverfis. Magnús Orri Schram  Magnús Orri Schram fæddist í Reykjavík 23. apríl 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1992 og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og háskólanum í Cork 1996. Hann hefur starfað sem íþróttafréttamaður á Sjónvarp- inu, var framkvæmdastjóri Rekstrarfélags KR þar til í sept- ember 2000 en þá tók hann til starfa hjá Símanum sem verk- efnastjóri og gegnir því starfi nú. Magnús er kvæntur Herdísi Hall- marsdóttur lögfræðingi og eiga þau tvö börn, Sigríði Maríu, 7 ára, og Hallmar Orra, 2 ára. Einbeitum okkur að því sem við gerum best Láttu ekki svona Keikó, ég ætlaði bara að kyssa þig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.