Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson ut-anríkisráðherra gerði al-þjóðavæðinguna að um-
talsefni í skýrslu sinni um
utanríkismál sem hann flutti Al-
þingi í gær. Lítið fór hins vegar fyr-
ir umræðum um Evrópumál sem
var aðalefni skýrslu ráðherra til Al-
þingis fyrir einu ári. Hann sagði að
með þeirri ræðu hefði hann viljað
hvetja til umræðna á Alþingi um
þessa veigamestu hlið íslenskra ut-
anríkismála.
Halldór skipaði á sínum tíma
starfshóp til að huga að framtíð Ís-
lands með tilliti til alþjóðavæðing-
arinnar. Hann sagði að tilgangur
sinn með því að ræða þetta mál nú á
Alþingi núna væri að hvetja til um-
ræðna um þá margvíslegu og bylt-
ingarkenndu þróun sem einu nafni
hefur verið nefnd alþjóðavæðing
eða hnattvæðing.
„Á því er enginn vafi að við lifum
nú eina af hinum stóru byltingum
mannkynssögunnar. Umfang og
dýpt þeirra breytinga sem nú eiga
sér stað er erfitt að ýkja. Þess
vegna er nauðsynlegt að nýta þau
tækifæri sem okkur bjóðast á al-
þjóðavettvangi og verjast þeim
hættum sem þar kunna að leynast.
Þegar aðstæðurnar breytast með
jafnörum og róttækum hætti þurf-
um við sífellt að endurmeta stöðu
okkar. Það þýðir hins vegar ekki að
kasta þurfi fyrir róða gömlum gild-
um og hugsjónum. Þvert á móti er
nauðsynlegt að byggja aðlögun okk-
ar að nýjum raunveruleika á traust-
um undirstöðum menningar okkar
og menntunar. Allar byggingar þarf
að reisa á traustum grunni og á það
einnig við um framtíð okkar í hnatt-
væddum heimi.“
Þörf á aukinni
erlendri fjárfestingu
Halldór sagði að bein fjárfesting
íslenskra fyrirtækja erlendis, sem
fyrir fáum árum hefði verið aðeins
tíundi hluti þess sem algengt var í
ríkjum OECD, hefði margfaldast á
nokkrum árum. „Nú vinna um 11
þúsund starfsmenn hjá íslenskum
fyrirtækjum erlendis, sem er þre-
földun á fimm árum. Í eina tíð hefði
vafalítið verið fundið að þessari þró-
un og sagt að það væri ekki hlut-
verk íslenskra fyrirtækja að sjá út-
lendingum fyrir atvinnu. Þessi
sjónarmið hafa breyst og nú sjá
flestir þetta sem tákn um styrk. Út-
vegsfyrirtæki í eigu Íslendinga
stunda nú veiðar við strendur
flestra heimsálfa og íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki selja framleiðslu
sína um víða veröld í gegnum öflug
markaðsnet sem þau hafa byggt á
heimsvísu,“ sagði ráðherra.
„Eitt af því sem við þurfum jafn-
framt að huga að er hvernig við get-
um aukið erlenda fjárfestingu á Ís-
landi, ekki síst á fleiri sviðum en
hingað til. Um leið og íslenskt at-
vinnulíf hefur af miklum þrótti leit-
að uppi tækifæri erlendis sem koma
okkur til góða hér heima hefur á
það skort að erlend fyrirtæki leiti
hingað til lands. Aukin erlend fjár-
festing er okkur nauðsynleg af
mörgum ástæðum. Hún eykur fjöl-
breytni atvinnulífsins, skapar ný at-
vinnutækifæri hér heima og eykur
velmegun.
Erlend fjárfesting á Íslandi og ís-
lensk fjárfesting erlendis eru því
tvær hliðar á sama máli. Hvort
tveggja stuðlar að nýtingu þeirra
tækifæra sem hnattvæðingin felur í
sér, hvort tveggja er forsenda vel-
megunar á næstu árum, og hvort
tveggja stuðlar að því að það geti
farið saman að fólkið okkar verði
sem gjaldgengast í veröldinni, en
geti um leið með sem auðveldustum
hætti valið Ísland sem sitt heima-
land.“
Halldór sagði að alþjóðavæðingin
færði fyrirtækjum á landsbyggðinni
aukin tækifæri. „Þótt algeng gagn-
rýni á hnattvæðingu beinist að
drottnun fáeinna stórfyrirtækja
hefur hún opnað möguleika til al-
þjóðaviðskipta fyrir smærri fyrir-
tæki. Jafnvel lítil fyrirtæki á af-
skekktum stöðum stunda nú
alþjóðleg viðskipti með góðum ár-
angri. Oft er þetta spurning um
áræði, en alltaf spurning um þekk-
ingu.“
Hnattvæðingu fylgja
einnig vandamál
Halldór sagði að hnattvæðingin
hefði haft í för með sér margvísleg
vandamál. Hann nefndi í því sam-
bandi hættuna af auknu fíkniefna-
smygli, peningaþvætti og smygl á
fólki. Þá hefði hættan af smitsjúk-
dómum aukist samhliða greiðari
samgöngum og auknum samskipt-
um.
Halldór sagði að hnattvæðingin
hefði skerpt vitund okkar um að við
ættum aðeins eina jörð. Jafnframt
gerðu margir sér betur grein fyrir
margvíslegum vandamálum sem við
væri að eiga í umhverfismálum.
„Meðal þeirra sem berjast gegn
hnattvæðingu eru fjölmennir hópar
umhverfisverndarsinna sem álíta að
vaxandi mengun og eyðileggingu
náttúrunnar megi rekja til hnatt-
væðingar. Í þessu er nokkurn sann-
leik að finna, en oft er einnig um að
ræða grundvallarmisskilning.
Á því er enginn vafi að vaxandi
samgöngur í heiminum og vaxandi
velmegun víða um lönd sem rekja
má til hnattvæðingar hafa aukið á
losun mengandi efna í andrúmsloft-
ið og aukið á þrýsting á viðkvæm
vistkerfi víða um heim.
Samhengið á milli vaxandi meng-
unar og hnattvæðingar er hins veg-
ar ekki eins einfalt og ætla mætti.
Það verður að gera greinarmun á
því hvort verið er að tala um afleið-
ingar hagvaxtar eða hnattvæðingar.
Ef menn vilja draga úr hagvexti
til að draga úr umhverfisspjöllum
er það sjónarmið út af fyrir sig. Ef
menn vilja draga úr hnattvæðingu
til að draga úr mengun hafa þeir
sennilega rangt fyrir sér. Við getum
séð það með því að líta í kringum
okkur. Hvar er ástand umhverfis-
mála verst í heiminum? Er það ekki
einmitt í mörgum þeirra ríkja sem
lengst voru lokuð fyrir alþjóðavæð-
ingu? Hvar er ástand umhverfis-
mála best? Er það ekki einmitt í
nokkrum þeirra ríkja sem hafa af
mestum þrótti tekið þátt í alþjóða-
samstarfi og alþjóðavæðingu á öll-
um sviðum?
Ég er ekki með þessu að halda
því fram að hnattvæðingin bjargi
umhverfinu. En hnattvæðing sem
slík eykur ekki við umhverfisvand-
ann. Umhverfisvandinn er ekki til
kominn vegna hnattvæðingar og
lausnir á umhverfisvandanum verða
ekki fundnar án öflugs alþjóðlegs
samstarfs. Barátta umhverfis-
verndarsinna er einmitt dæmi um
það atriði. Sennilega er engin
hreyfing eins hnattvædd og hreyf-
ing umhverfisverndarsinna,“ sagði
Halldór.
Þörf á staðbundinni samvinnu
Halldór sagði að hann hefði lagt
ríka áherslu á að íslensk stjórnvöld
beittu sér fyrir því á alþjóðavett-
vangi, og þá ekki síst innan Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar, að mark-
aðshöft í sjávarútvegi, eins og
ríkisstyrkir og tollar, yrðu afnumin.
Hann sagði af og frá að bregðast
ætti við þessum vandamálum með
alþjóðlegri ofstjórn. Hnattvæðing
krefðist stundum hnattrænna
lausna og stundum staðbundnari
samvinnu.
„Þess vegna verðum við að vinna
gegn hugmyndum um hnattræna
stjórn fiskveiða og leggja þess í stað
áherslu á svæðisbundna samvinnu á
grundvelli úthafsveiðisamninga og
svæðisbundinna stofnana,“ sagði
ráðherra.
„Meðan sumir líta þannig á að í
hnattvæðingunni felist margvísleg-
ar hættur fyrir Ísland tel ég að í
henni felist miklir möguleikar og
sóknarfæri. Árangurinn veltur
mest á okkur sjálfum og hvernig við
vinnum úr tækifærunum. Íslend-
ingar eru vel menntuð þjóð sem er
meðvituð um eigin getu og vilja til
að vera ávallt í fremstu röð meðal
þjóða. Íslensku samfélagi hefur
alltaf vegnað best, bæði í menning-
arlegu og efnahagslegu tilliti, þegar
tengslin við útlönd hafa verið hvað
mest. Það skiptir sköpum fyrir
framfarir og velmegun á Íslandi
hvernig okkur tekst til í alþjóðlegri
samvinnu. Öflugt atvinnulíf sem
stenst samkeppni á alþjóðamarkaði
og virkt samstarf Íslands við önnur
ríki sem tryggja jafnræði og tæki-
færi fólks og fyrirtækja er forsenda
þess að íslenskri þjóð farnist vel á
nýrri öld,“ sagði Halldór að lokum.
Fagnaði nýjum
tón í ræðu ráðherra
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, fagnaði
þeim nýja tón sem fram hefði komið
hjá utanríkisráðherra en sagðist
jafnframt sakna umræðu um Evr-
ópumálin. Hún sagði að hnattvæð-
ingin væri mikilvæg. Að sumu leyti
hefði þjóðríkið verið kúgunartæki,
en alþjóðavæðingin hefði losað um
upplýsingar og gefið kúguðum nýja
von.
Rannveig lýsti ánægju með að ut-
anríkisráðherra hefði ákveðið að
taka sérstaklega fyrir alþjóðavæð-
inguna. Hún sagði alþjóðavæð-
inguna kalla á breytt vinnubrögð af
hálfu íslenskra stjórnvalda. Hún
tók sem dæmi að alþjóðavæðingin
hefði orðið til þess að íslensk stjórn-
völd hefðu neyðst til að breyta
peningamálastefnu sinni. Í mörg ár
hefði peningamálastefna miðast við
að verja gengi krónunnar. Á síðustu
árum hefði þróunin orðið sú að
íslenskir aðilar hefðu flutt út
fjármagn í stórum stíl en á sama
tíma hefði sáralítið fjármagn komið
inn í landið á móti. Við þessu yrðu
Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál
Fjallaði fyrst og fremst
um alþjóðavæðinguna
Utanríkisráðherra gerði alþjóðavæðinguna
að umtalsefni í skýrslu sinni um utanríkismál
sem hann flutti á Alþingi í gær. Hann segir
að þau málefni muni hafa úrslitaþýðingu fyr-
ir þróun íslensks samfélags á komandi árum.
MÁLEFNI Þjóðhagsstofnun-ar voru rædd í upphafiþingfundar í gær undir
liðnum um störf þingsins. Formaður
Samfylkingarinnar, Össur Skarp-
héðinsson, tók þá upp ummæli for-
sætisráðherra í fjölmiðlum um að til-
lögur væru til vinnslu í forsætis-
ráðuneytinu sem miðuðu að því að
leggja Þjóðhagsstofnun niður.
Sagði Össur að með ólíkindum
væri að forsætisráðherra reifaði slík-
ar tillögur aðeins tveimur dögum eft-
ir að hafa snuprað stofnunina opin-
berlega fyrir glannalegt orðalag í
nýrri skýrslu um þjóðarbúskapinn
og sagði einsýnt að hér væri ráð-
herra að mæla stofnuninni út refs-
ingu fyrir að hafa rispað þá glans-
mynd sem forsætisráðherra hefði
dregið upp af stöðu efnahagsmála.
Lýst eftir afstöðu
Framsóknar
Gagnrýndi Össur einnig að starfs-
fólk stofnunarinnar hefði fyrst heyrt
af hugmyndum um að leggja hana
niður í fjölmiðlum. „Svona gera
menn ekki,“ bætti hann svo við.
Í umræðunni lýsti Össur sérstak-
lega eftir afstöðu hins stjórnar-
flokksins í þessu máli, þ.e. Fram-
sóknarflokksins. Og hver væri
afstaða Halldórs Ásgrímssonar, ut-
anríkisráðherra og varaforsætisráð-
herra, til þessa máls? Enginn þing-
manna Framsóknarflokksins tók þó
til máls í þessari umræðu.
Það gerðu hins vegar nokkrir aðr-
ir þingmenn og m.a. sagði Stein-
grímur J. Sigfússon framgöngu for-
sætisráðherra í málefnum Þjóð-
hagsstofnunar vera sannarlega
stórbrotna og að refsivöndur stjórn-
valda gegn óþægum stofnunum og
embættismönnum hefði komist á
nýtt hástig með því að nú væri ætl-
unin að leggja Þjóðhagsstofnun nið-
ur. Lagði hann til, að þar sem sýnt
væri að forsætisráðherra væri ekki
treystandi til að hafa með höndum
stjórn Þjóðhagsstofnunar yrði starf-
semi hennar færð undir stjórn Al-
þingis.
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks,
þau Sigríður Anna Þórðardóttir og
Einar K. Guðfinnsson, sögðu fram-
göngu stjórnarandstöðunnar í þessu
máli með ólíkindum. Minntu þau á að
forsætisráðherra hefði fyrst orðað
áðurnefndar hugmyndir um stofn-
unina á ársfundi Seðlabankans fyrir
ári og því væri fáránlegt nú að stilla
málum upp með tortryggilegum
hætti og tengja þau umræðu allra
síðustu daga.
Málið oft rætt við forstjóra
Þjóðhagsstofnunar
Sjálfur sagði forsætisráðherra
undarlegar þær samsæriskenningar
sem sprottið hefðu upp í tilefni um-
mæla sinna. Sagði hann rangt að sett
hefði verið niður sérstök nefnd, eins
og haldið væri fram, en hins vegar
hefði verið ljóst að allir þeir aðilar
sem kæmu að þeim stofnunum sem í
hlut eiga myndu koma að þessum
málum. Benti hann á að ráðuneyt-
isstjórinn í forsætisráðuneytinu
hefði á undanförnu ári rætt þessi mál
oftsinnis við alla þessa aðila og meira
að segja hefði þjóðhagsstofustjóri
skilað tillögum sínum varðandi þessi
mál. Þess vegna væri alveg fráleitt
að halda því fram að málið væri ekki
rætt með málefnalegum hætti.
„Auðvitað er undarlegt fyrir mig
að heyra að þjóðhagsstofustjóri hafi
ekki vitað af þessum málum vegna
þess að það hafa farið fram marg-
sinnis viðræður við hann, um hans
launakjör og vikið að hans starfs-
lokasamningum. Þess vegna átta ég
mig ekki alveg á hvernig stendur á
því að menn segja þetta með þessum
hætti,“ sagði Davíð.
Hann bætti því við að Þjóðhags-
stofnun væri fyrst og fremst hæft og
gott fólk og auðvitað væri ætlunin að
nýta áfram starfskrafta þess, en
nýta þá vel og spara um leið með því
að sameina þau verkefni sem eiga
saman hjá Hagstofu og Þjóðhags-
stofnun annars vegar og svo Þjóð-
hagsstofnun og Seðlabanka hins veg-
ar.
Forsætisráðherra lagði að lokum
áherslu á að tímarnir hefðu breyst og
Þjóðhagsstofnun sæi ekki lengur ein
um spár, það gerðu bankarnir, fjár-
málafyrirtæki, Alþýðusambandið og
atvinnurekendur. Tímarnir væru því
gjörbreyttir og auðvitað yrðu menn
að laga sig að breyttum aðstæðum.
Fyrirspurn um
Þjóðhagsstofnun
Þá var á Alþingi í gær lögð fram
fyrirspurn frá Ástu Ragnheiði Jó-
hannesdóttur, Samfylkingunni, um
málefni Þjóðhagsstofnunarinnar, til
forsætisráðherra. Fyrirspurnin er
svohljóðandi: „Hvenær hófst undir-
búningur að því að leggja Þjóðhags-
stofnun niður?
Hverjir hafa komið að þeim und-
irbúningi? Hvað hefur verið gert til
þess að undirbúa aðrar stofnanir til
að taka við verkefnum stofnunarinn-
ar? Hvaða útgjöld eða sparnað mun
þessi breyting hafa í för með sér fyr-
ir ríkissjóð?“
Hart deilt um framtíð
Þjóðhagsstofnunar