Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 11 & Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Grensásvegi 16 íslensk stjórnvöld að bregðast. Halldór Ásgrímsson tók undir þetta og sagði nauðsynlegt að auka erlenda fjárfestingu hér á landi. Með uppbyggingu álvers í Straums- vík og á Grundartanga og með upp- byggingu Íslenskrar erfðagreining- ar hefði mikið fjármagn verið flutt til landsins. Mikilvægt væri að halda áfram að laða fjármagn til landsíns í stóriðju, fiskeldi og fleiri atvinnugreinar. Hann sagði að um þessa stefnu ríkti hins vegar alls ekki nein samstaða á Alþingi. Neikvæðar hliðar hnattvæð- ingar harðlega gagnrýndar Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar, tók undir með Rannveigu og sagði að það væri löngu tímabært að ræða um alþjóðavæðinguna. Hann sagði að það gleymdist hins vegar stund- um að alþjóðavæðingin hefði bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. „Það eru uppi kröfur um algjört frelsi fjármagnsflutninga. Kröfur um algjört frelsi til fjárfestinga. Kröfur um algjört frelsi til við- skipta með vöru og þjónustu. Marg- ir telja aftur á móti að hnattvæð- ingin sé ranglæti og hér eigi betur við að tala um hnattvæðingu alþjóð- legu auðhringanna því þetta sé í raun ekki hnattvæðing almennings og smáfyrirtækjanna. Það er ljóst að um 30 alþjóðlegir auðhringar eru algjörlega ráðandi aðilar í heimsvið- skiptum á þessum sviðum. Aðrir segja að hér sé fyrst og fremst um að ræða hnattvæðingu áhættufjár- magnsins, þ.e. braskfjármagnsins, sem leikur æ stærra hlutverk á hin- um alþjóðlegu fjármálamörkuðum. Þetta er fjármagn sem virðir engin landamæri og gefur lítið fyrir efna- hagslegan stöðugleika ríkja og ein- stakra svæða eins og menn sáu í As- íu á sínum tíma. Það eru því talsverðar aukaverkanir sem fylgja hinum jákvæðu þáttum alþjóðavæð- ingarinnar, en þeir eru vissulega fyrir hendi,“ sagði Steingrímur. Steingrímur gerði einnig að um- talsefni mikla misskiptingu auðs í heiminum. Hann sagði að næstum helmingur mannkyns hefði minna en 200 kr. sér til viðurværis á hverj- um degi. Steingrímur gagnrýndi þann kafla ræðu utanríkisráðherra þar sem fjallað er um umhverfismál. Hann sagði að nýfrjálshyggjan væri ekki lausnarorðið þegar kæmi að þeim vanda sem heimurinn stæði frammi fyrir í umhverfismálum. Hann gagnrýndi einnig harðlega af- stöðu stjórnvalda í Bandaríkjunum til umhverfismála og sagði hana dragbít á framþróun í þessum mála- flokki. Tómas Ingi Olrich, formaður ut- anríkismálanefndar, sagði að hnatt- væðingin hefði skapað ný tækifæri fyrir smáríki og komið þeim undan skugga stórra ríkja. Írland væri dæmi um slíkt ríki sem hefði komist undan skugga Stóra-Bretlands og blómstrað, m.a. vegna samstarfs við ESB. Ísland væri einnig dæmi um þetta sama. Staða landsins hefði styrkst á síðustu árum og þar skipti einnig máli aðild landsins að EES þótt með öðrum hætti væri. Vonir bundnar við breytta afstöðu til Íraks Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að vissrar kyrrstöðu gætti í utanrík- ismálum. Hún gagnrýndi sérstak- lega þann kafla ræðu utanríkisráð- herra þar sem fjallað var um umhverfismál. Hún sagði hnattvæð- inguna einmitt hafa haft þær nei- kvæðu afleiðingar að hún hefði gef- ið fjölþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að ganga illa um jörð- ina. Þessi fjölþjóðlegu fyrirtæki hefðu gengið á lagið án tillits til um- hverfisins. Um það væri hægt að nefna mörg dæmi. Þórunn gerði málefni Íraks m.a. að umfjöllunarefni. Hún gagnrýndi viðskiptabannið á Írak og sagði tímabært að gera þar breytingu á. Hún sagði sérstakt fagnaðarefni að Norðmenn hefðu sýnt ákveðið frumkvæði í þá átt að koma vest- rænum þjóðum út úr því öngstræti sem stefna þeirra hefði ratað í. Óbreytt ástand gagnaðist aðeins Hussein, forseta Íraks, og yki enn á þjáningar þjóðarinnar. Halldór gagnrýndi Þórunni nokk- uð harkalega fyrir að tala um kyrr- stöðu í utanríkisráðuneytinu. Hann sagði að ef stefna hennar hefði náð fram að ganga hefði ríkt kyrrstaða á Íslandi. Hún hefði m.a. barist gegn því að Ísland næði fram mark- miðum sínum á Kyoto-loftslagsráð- stefnunni. Íslensk stjórnvöld hefðu lagt áherslu á að tryggja hagsmuni Íslands til þess að við gætum haldið áfram að nýta endurnýjanlegar orkulindir landsins. Þórunn mót- mælti þessum orðum ráðherra og sagði að hún hefði fyrst og fremst verið á móti því að Ísland notfærði sér sérákvæði Kyoto-bókunarinnar til að byggja á Íslandi upp stóriðju. Hún spurði hver ætlaði að greiða kostnaðinn við beitingu þessa ákvæðis hér á landi. Hún sagði slæmt að í þessu máli hefði Ísland skipað sér í hóp þjóða sem menguðu mest í heiminum. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri-grænna, tók undir orð Þórunnar og gagnrýndi harð- lega afstöðu Íslands til Kyoto-bók- unarinnar. Hún sagði að það væri alls ekkert lífsspursmál fyrir Ís- land, eins og haldið hefði verið fram, að landið nýtti orkulindir þjóðarinnar í þágu stóriðju. Ísland ætti að leggja áherslu á uppbygg- ingu vetnisframleiðslu og spurði ráðherra hvort hann hefði ekki trú á hugmyndum flokkssystkina sinna um vetnisvæðingu samfélagsins. Tómas Ingi tók undir orð utan- ríkisráðherra um Kyoto og sagði ekki ástæðu fyrir íslensk stjórnvöld til að hverfa frá markaðri stefnu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra gerði alþjóðavæð- inguna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði á Alþingi í gær að þörf væri á að herða alþjóðlegar reglur um flutning á hættulegum eiturefnum. Það yrði hins vegar ekki gert nema í alþjóðlegum samningum. Tilefni ummælanna var umræða um hugsanlegan flutning Japana og Rússa á geisla- virkum efnum um Norður-Íshafið. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, hóf um- ræðuna og sagði að það hefði kom- ið fram í Ríkisútvarpinu að umleitanir hefðu átt sér stað milli Japans og Rússlands um um- fangsmikla flutninga á geislavirk- um úrgangi um Norður-Íshafið sem færu að lokum í gegn um Grænlandssund á milli Íslands og Grænlands. „Við vitum að á þessu hafsvæði er bæði lagís og borgarís og það er hættulegt að fara um þetta svæði enda er það svo að Japanir hyggj- ast stunda þessa flutninga fyrir at- beina rússneskra ísbrjóta. Það segir sitt um stöðuna á þessum hafsvæðum.“ Össur vitnaði til orða Sigurðar Magnússonar, framkvæmdastjóra Geislavarna ríkisins, sem sagði í samtali við RÚV að þessir flutn- ingar gætu verið ákaflega vara- samir. „Sigurður tók svo djúpt í árinni að segja að ef að einhvers konar slys yrðu meðan á flutning- um stæðu gæti það stórskað efna- hagslega hagsmuni Íslendinga.“ Össur spurði um viðbrögð utan- ríkisráðuneytisins og minnti á að vegna harðra viðbragða Norð- manna hefði verið horfið frá því að sigla með úrganginn með strönd- um Noregs. Halldór sagði að utanríkisráðu- neytið hefði leitað eftir upplýsing- um um þetta mál. „Það hefur feng- ist staðfest frá samgöngu- ráðuneyti Japans að engar slíkar samningaviðræður eiga sér stað milli japanskra og rússneskra stjórnvalda. Það hefur jafnframt borist staðfesting frá rússneskum yfirvöldum að engar slíkar samn- ingaumleitanir eigi sér stað milli þessara þjóða. Hvort einhverjar hugleiðingar kunna að vera uppi milli einstakra fyrirtækja hef ég ekki enn fengið upplýsingar um, en bæði japönsk og rússnesk stjórnvöld hafa borið þessar frétt- ir til baka. Ég tel ástæðu til að gleðjast yfir því. Ef eitthvað slíkt er í uppsiglingu er ljóst að bæði ís- lenska utanríkisþjónustan og ut- anríkisþjónusta margra annarra ríkja mun bregðast mjög harka- lega við.“ Össur kvaðst óttast að flutning- ur á geislavirkum úrgangi væri til umræðu í þessum löndum þó að umræðan hafi ekki enn náð á formlegt viðræðustig milli ríkjanna. Málið væri engu að síður það alvarlegt að það hefði verið lögð fram formleg fyrirspurn í danska þinginu. „Ég óttast að efnahagsástandið í Rússlandi sé með þeim hætti að þar geti ýmislegt gerst án þess að ríkisstjórnin hafi fulla vitneskju um það. Hér er því sá möguleiki fyrir hendi að um sé að ræða við- skipti milli fyrirtækja sem ekki hafi náð inn á borð stjórnvalda í löndunum. Ég hvet utanríkisráð- herra til að láta ráðuneytið halda vöku sinni og efast raunar ekki um að það mun gerast.“ Halldór sagði að utanríkisráðu- neytið myndi halda vöku sinni í þessu máli. Hann bauð alþingis- mönnum að skoða þau gögn sem ráðuneytið hefði aflað sér í málinu, m.a. reglur um heimildir alþjóð- legra fyrirtækja til að flytja hættuleg efni. „Það er ljóst að það þarf harðari og ákveðnari reglur sem takmarka flutninga á ýmsum eiturefnum. Það er eitt þeirra við- fangsefna sem ekki verða leyst nema með alþjóðlegum samning- um,“ sagði Halldór. Áhyggjur af flutn- ingi geislavirkra efna um N-Íshaf STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, VG, fagnar mjög ákvörðun Ragnars Arnalds um að ganga til liðs við VG. „Mér þykir persónulega vænt um ákvörðun Ragnars, því hann er góður kunn- ingi minn og baráttufélagi til langs tíma,“ segir Steingrímur. „Þá hef- ur ákvörðun hans auðvitað ákveðna málefnalega skírskotun. Meðal þeirra mála sem hann til- greinir eru ekki síst Evrópumálin og sjálfstæðismálin og það að hann vilji vera í liðssveit okkar í þeirri varðstöðu sem við stöndum fyrir í þeim efnum. Það þykir mér ákaf- lega mikilsvert, því hann er geysi- lega öflugur og á langa sögu að baki í þeirri baráttu frá því hann hóf afskipti af þjóðmálum, korn- ungur maður. Þessi málaflokkur hefur verið honum ákaflega hug- leikinn alla tíð og ég þykist vita það að að svo miklu leyti sem hann hef- ur tíma til að gefa af sér í stjórn- málastörfum og þjóðmálabaráttu hyggist hann ekki síst leggja þess- um málaflokki lið og það er sér- staklega gleðilegt.“ Steingrímur J. fagnar ákvörðun Ragnars Arnalds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.