Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVARFDÆLSKUR mars er yfir- skrift menningarhátíðar sem haldin verður í Dalvíkurbyggð nú um helgina. Að henni standa nokkrir áhugamenn um svarfdælska menn- ingu en hugmyndina á Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður. Hún fékk þá Hjörleif Hjartarson og Friðrik Friðriksson til liðs við sig og í sam- einingu hafa þau undirbúið vandaða dagskrá sem stendur alla helgina. Meðal þess sem á dagskrá er má nefna heimsmeistaramót í brús, mál- þing um menningu, stiginn verður svarfdælskur mars og þá verða gönguferðir, tónleikar og leiksýning- ar í boði. Svanfríður sagði að heiti hátíðar- innar hefði tvíþætta skírskotun, ann- ars vegar væri vísað í mánuðinn mars en einnig hefði í Dalvíkurbyggð við- haldist sá gamli og góði siður að taka marsinn. „Þetta er enn lifandi hefð í byggðalaginu en víðast hvar annars staðar hefur þessi siður lagst af,“ sagði Svanfríður. Hún sagðist hafa uppgötvað þennan skemmtilega sið þegar hún hóf að kenna í byggðalag- inu árið 1974. „Eftir að skemmtiatrið- um lauk, t.d. á þorrablótum, byrjaði fólk að dansa mars og á því gekk klukkutímum saman, þetta var mjög gaman og ég heillaðist af þessu,“ sagði Svanfríður. Svarfdælskur mars verður stiginn í félagsheimilinu Rim- um á laugardagskvöld frá kl. 21. Fyrr um daginn verður málþing þar sem fjallað verður um svarf- dælska menningu en framsögumenn eiga það sameiginlegt að rekja upp- runa sinn til svæðisins. Þórarinn Eld- járn flytur erindi sem hann nefnir „-víska, -dælska, - firska, - vetnska og – lenska“. Þá fjallar Árni Daníel Júl- íusson um gullöldina í Svarfaðardal og Gunnar Stefánsson um Svarfdæla og fleiri sögur en að lokum flytur Guðrún Kristinsdóttir erindi um Kristján Eldjárn og fornminjarann- sóknir í Svarfaðardal. Málþingið hefst kl. 13 og verður í Dalvíkurskóla. Handverkskonur verða með muni sína til sýnis og sölu og einnig mun ganga myndband um marsinn allt síðdegið. Þennan sama dag kl. 17 og 21 sýnir Leikfélag Dalvíkur leikritið „Allt sem þér viljið“ og þá má nefna að Byggðasafnið verður opið um helgina. Á sunnudeginum kl. 11 verður boð- ið upp á gönguferð um Dalvík undir leiðsögn Sveinbjörns Steingrímsson- ar þar sem m.a. verður litið á gömul hús í bænum. Lagt verður af stað frá ráðhúsinu og tekur gangan um klukkustund. Síðar um daginn, eða kl. 14, verður kóramót í nývígðri og endurbættri Dalvíkurkirkju, en Svanfríður sagði að hljómburður í kirkjunni væri enn betri nú en áður. Alls koma fram fimm kórar, Samkór Svarfdæla, Kór Dalvíkurkirkju, Karlakór Dalvíkur, Kór aldraðra og Kór Svarfdæla sunnan heiða. Svan- fríður sagði stefnt að því að kórarnir syngju saman í lok tónleikanna „Svarfaðardalur“. Svanfríður sagði að hugmyndin væri að efna til slíkra menningardaga árlega héðan í frá. „Hugmyndin er sú að með þessu skerpum við sjálfs- ímynd okkar, við segjum okkur hversu merkileg og mikilvæg við er- um íslensku samfélagi og sýnum hversu mikill fjölbreytileiki er í þessu byggðalagi.“ Skerpum okkar sjálfsímynd Heimsmeistara- mót, málþing, leiksýningar, kóramót og svarfdælskur mars á meðal dagskráratriða ÞAÐ var sannarlega fjölmennt og líflegt í Hlíðarfjalli á Akureyri í gærmorgun, þar sem börn úr fjór- um skólum voru saman komin ásamt kennurum sínum. Hefð- bundið skólastarf var lagt til hliðar en þess í stað haldið í fjallið með skíði, snjóbretti, snjóþotur og sleða. Börnin sem komu úr þremur ak- ureyskum grunnskólum, Oddeyr- arskóla, Brekkuskóla og Gler- árskóla sem og Stórutjarnarskóla í S-Þingeyjarsýslu skemmtu sér kon- ungslega enda veður og aðstæður með allra besta móti. Börnin sýndu mörg hver skemmtileg tilþrif og þá ekki síst brettakrakkarnir, sem fóru í loftköstum um fjallshlíðina. Brettastrákarnir úr Brekkuskóla, þeir Viktor Hjartarson, Ingólfur Bragi Guðmundsson og Guðlaugur Hólm Guðmundsson, sýndu skemmtileg tilþrif. Hér er Viktor í léttu svifi. Morgunblaðið/Kristján Ingólfur Bragi Guðmundsson grípur undir brettið í miðju stökki. Guðlaugur Hólm gerir sér lítið fyrir og skoðar heiminn á hvolfi.Viktor Hjartarson þyrlar upp púðursnjó þótt lendingin væri mjúk. Líflegt í Hlíðar- fjalli FYRSTA heimsmeistarakeppnin í brús verður haldin í félagsheim- ilinu Rimum í kvöld, föstudags- kvöldið 30. mars, og hefst hún kl. 20.30. Keppnin er liður í menning- arhátíðinni Svarfdælskur mars sem stendur yfir um helgina. Hjörleifur Hjartarson, einn þeirra sem standa að hátíðinni, sagði að brús væri um margt merkilegt spil og væri fyrir því löng hefð í Svarfaðardal. Áhuga- menn um þetta spil hafa hist einu sinni í viku á Dalvík til að spila og er þetta annar veturinn sem spila- mennskan er stunduð reglulega. Brús var á árum áður spilað víða um land en spilamennskan nú er einkum bundin við Svarf- aðardal og Grýtubakkahrepp. Hjörleifur sagði að óvíða hefði spilið verið spilað af jafnmiklum tilfinningahita og í Svarfaðardal og margt hefði skemmtilegt gerst við spilaborðið. Spilinu fylgdi há- vaði og hamagangur og þættu háðsglósur nauðsynlegur og eðli- legur spilamáti. Brús er fjögurra manna spil og spila tveir og tveir saman. Alls eru notuð 36 spil en tvistum, þristum, fjörkum og fimmum er kastað. Spilin hafa önnur gildi en venja er en laufagosinn er hæstur, þá hjartakóngur og loks spaðaátta sem kölluð er brúnka. Mörg spilanna í stokkunum eru verðlaus. Hver þátttakandi fær þrjú spil en afgangur bunkans er lagður á borðið með bakið upp. Forhönd gefur út en síðan gildir líkt og í öðrum spilum að reyna að yfirtrompa andstæðinginn. Sá sem á slaginn tekur efsta spilið úr bunkanum og svo koll af kolli þannig að jafnan hafa allir þrjú spil á hendi. Það lið sem fyrr hlýt- ur 5 slagi vinnur spilið og fær eitt prik á kambinn. „Það getur komið upp sú staða í þessu spili að leyfilegt er að klóra andstæðing sinn í hnakkann og eru dæmi þess að menn hafi lagt á flótta undan slíku og eins hafa menn verið eltir á milli bæja vegna þessa,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði að fín stemmning værifyrir heimsmeistaramótinu og væri þegar búið að skrá þátttak- endur á 10 borð en hægt væri að skrá þátttöku sína allt fram að því að mótið hæfist. „Þessi spila- mennska er eitt af því sem við vilj- um kalla svarfdælskt og við viljum því endilega halda lífi í þessari hefð,“ sagði Hjörleifur. Hávaði og hama- gangur fylgir spilamennskunni Menningarhátíðin Svarfdælskur mars stendur yfir alla helgina í Dalvíkurbyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.