Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 21 STÆRSTA tryggingafélag Þýska- lands, Allianz, hefur staðfest að við- ræður um yfirtöku á Dresdner Bank, þriðja stærsta banka í Þýskalandi, séu á lokastigi. Samn- ingur þessa efnis er metinn á 19,9 milljarða evra, um 1.600 milljarða króna. Við sameiningu fyrirtækj- anna yrði til risi á sviði banka- og tryggingastarfsemi, að markaðs- verðmæti um 100 milljarðar evra eða um 8.000 milljarðar króna. Nú þegar á Allianz 21,4% hlut í Dresdner. Hlutabréf Allianz hækk- uðu um 2% í kjölfar tilkynningar- innar en hlutabréf Dresdner lækk- uðu um 2%. Búist er við að stofnað verði eign- arhaldsfélag í kjölfar samrunans og sérstök dótturfélög um hvern þátt starfseminnar: tryggingafélag, við- skiptabanki, einkabanki, eignastýr- ingarfyrirtæki og fjárfestingar- banki. Ýmis eignatengsl eru á milli banka og tryggingafélaga í Þýska- landi og er mat sérfræðinga að ekki sé vanþörf á endurskipulagningu og hagræðingu á þessum markaði. Allianz á t.d. 17,4% í HypoVereins- bank og yfir 20% í Munich Re tryggingafélaginu. Munich Re á 5,9% í Dresdner, 5% í HypoVer- einsbank og yfir 20% í Allianz. Einnig eru uppi áform um að Munich Re, annað stærsta trygg- ingafélag Þýskalands, sameinist HypoVereinsbank, öðrum stærsta banka landsins, og ennfremur eru á frumstigi viðræður trygginga- félagsins Axa og stærsta þýska bankans, Deutsche Bank, að því er fram kemur í Financial Times. Samrunaviðræður Allianz og Dresdner Bank á lokastigi ÁSTA Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, fjallaði um börn og auglýsingar á hádegisverð- arfundi Ímark, sem bar yfirskift- ina Hvað má auglýsa?. Ásta sagð- ist telja að Íslendingar hafi verið nokkuð umburðarlyndir gagnvart því sem snúi að börnum og þetta gildi einnig um auglýsingar sem beint sé sérstaklega til barna. „En ég held að það sé nauðsynlegt að við tökum okkur á í þessum efnum. Við þurfum að átta okkur á í hvaða farvegi þessi mál eru. Þegar horft er til þróunarinnar erlendis held ég að það sé ljóst að við þurfum að setja ákveðnar reglur um auglýs- ingar sem beint er til barna. Regl- urnar á að setja til þess að vernda börnin og ég er þeirrar skoðunar að yfirleitt bregðist fólk og fyr- irtæki vel við ábendingum sem snerta þetta og önnur mál sem snúa að börnum.“ Í erindi Gunnars Smára Egils- sonar kom fram að hann teldi það almennt ekki vera eðlilegt að stjórnvöld færu að setja reglur um hvað megi auglýsa og hvað ekki. Ríkisvaldið eigi ekki að taka frá foreldrum þá uppeldisskyldu sem óhjákvæmilega hvíli á þeim og þá einnig gagnvart fjölmiðlum. Gunn- ar sagðist telja eðlilegt að fyr- irtækin og fjölmiðlarnir settu sér sínar eigin reglur varðandi birt- ingu auglýsinga og þeir þyrftu ekki að vera þær sömu fyrir hvern aðila. Almennt mætti segja að fyr- irtækin væru íhaldssöm og gerðu sér að minnsta kosti ekki leik að því að brjóta gegn því sem kalla mætti almennt velsæmi enda væri það ekki í þeirra þágu að gera það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður fjölluðu um áhrif auglýsinga á börn á fundi Ímarks í gær. Hvað má auglýsa og hvað ekki? NORSKA ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu í peningamálum og beinir þeim tilmælum til Seðlabanka Nor- egs að setja verðbólgumarkmið fram- ar gengismarkmiðum, líkt og Seðla- banki Íslands hefur nú gert. Í tengslum við þessa ákvörðun var einnig tilkynnt að norska ríkisstjórn- in hefur ákveðið að nota vextina af ol- íusjóðnum svokallaða og koma fjórir milljarðar norskra króna þaðan á fjárlög næsta árs. Í Dagens Næringsliv kemur fram að markmið Seðlabankans er að verð- bólga í Noregi verði 2,5% með 1% frá- viki í hvora átt og er það hluti af lang- tímamarkmiði fyrir tímabilið 2002– 2005. Fyrra markmið Seðlabankans var að halda genginu stöðugu gagn- vart evrunni. 2,5% verðbólga er ívið hærra markmið en er í Svíþjóð og á evrusvæðinu en í samræmi við mark- mið t.d. í Bretlandi. Sérfræðingar innan norsku bank- anna eru sammála um að það að taka upp verðbólgumarkmið sé nauðsyn- leg afleiðing af stefnu ríkisstjórnar- innar að tengja hluta af olíusjóðnum við fjárlögin. Hingað til hefur tekjum norska ríkisins af olíuvinnslu verið haldið aðskildum frá öðrum ríkis- tekjum. Eftir marga fundi með skattasérfræðingum, hagfræðingum og æðstu mönnum atvinnulífsins hef- ur fjármálaráðherrann og Verka- mannaflokkurinn ákveðið að breyta stefnunni aðeins, en hann hefur hing- að til þvertekið fyrir að taka olíusjóð- inn inn á fjárlög vegna þess hve það gæti aukið þrýsting á hagkerfið. Um síðustu áramót var olíusjóður- inn um 386 milljarðar norskra króna, um 3.800 milljarðar íslenskra króna. Á þessu ári er búist við að olíusjóð- urinn vaxi í um 600 milljarða norskra króna og verði orðinn um 1.400 millj- arðar norskra króna árið 2005. Samkvæmt nýrri tillögu ráð- herrans er gert ráð fyrir að framlag olíusjóðsins á fjárlögum nemi um sem samsvarar 0,4% af landsframleiðslu á hverju ári fram til ársins 2010. Þetta nemur fjórum milljörðum norskra króna á næsta ári, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. „Með auknum olíutekjum skapast grundvöllur fyrir betra velferðarkerfi og lækkun skatta og gjalda,“ segir fjármálaráðherrann í yfirlýsingu. Ný stefna í peningamálum og fjárlaga- málefnum er góður grundvöllur fyrir stöðugleika í gengismálum, litla verð- bólgu og stöðuga þróun í framleiðslu og atvinnumálum, segir hann. Að mati Jens Stoltenberg forsætis- ráðherra er kominn tími til þess að nota tekjurnar af olíunni og móta skýra stefnu í rekstri olíusjóðsins. Breytt pen- ingamála- stefna í Noregi Ósló. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.