Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG KANN vel við mig viðsérstakar kringumstæðureins og þessar. Tíma-pressan er mikil, allir eru
einbeittir og æfingarnar ekki nema
fjórar. Laugardalshöllin er sérkenni-
legur tónleikastaður en andrúmsloft-
ið er þægilegt,“ segir rússneski
stjórnandinn Alexander Anissimov,
sem hljóp snarlega í skarðið fyrir
Rico Saccani, aðalhljómsveitarstjóra
Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem
stjórna átti flutningnum en varð frá
að hverfa vegna veikinda.
Fyrirvarinn var skammur en svo
vel vildi til að Anissimov hafði einmitt
fimm daga eyðu í annars þéttskipaðri
dagskrá sinni. Að vísu hafði hann
hugsað sér að verja þeim tíma með
fjölskyldu sinni í París – en hann
stóðst ekki mátið. Síðastliðinn sunnu-
dag lauk mikilli Verdi-hátíð í Minsk,
þar sem hann stjórnaði sjö óperuupp-
færslum á tíu dögum. Eldsnemma á
mánudagsmorgni flaug hann svo til
Stokkhólms og þaðan til Íslands og
fyrsta æfingin var strax þá um kvöld-
ið.
Næsta verkefni er svo í Berlín, hjá
Berlin Komische Oper, og raunar
stóð til að hefja æfingar þar á morg-
un. „En þar sögðu menn bara þegar í
ljós kom að ég væri upptekinn hér:
„Allt í lagi, Maestro, fyrst þú ert að
stjórna í Reykjavík getum við ekki
annað en hliðrað til. Þú kemur bara á
mánudaginn.“ Ég gat einfaldlega
ekki staðist það. Í fyrsta lagi vegna
þess að mér þótti áhugavert að fá að
stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Og í öðru lagi vegna þess að Carmen
er engu lík,“ segir Alexander Aniss-
imov. Þetta er langt frá því að vera í
fyrsta sinn sem hann stjórnar Carm-
en. Raunar segist hann ekki hafa tölu
á því hversu oft hann hefur komið ná-
lægt þeirri óperu.
Söngvarana segir hann hvern öðr-
um betri. „Og svo eru þau mjög góðir
leikarar líka,“ bætir hann við. Sylvie
Brunet, sem syngur hlutverk Carm-
en, kveðst hann þekkja ágætlega.
„Við höfum unnið saman í óperunni í
Dublin, í Cavalleria Rusticana.
Bassabarítoninn Christopher Ro-
bertson, sem fer með hlutverk
Escamillo, þekki ég líka,“ segir hann.
Íslensku söngvarana þrjá segir hann
afar góða en þeir eru Hulda Björk
Garðarsdóttir, Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðar-
son. Hann lýkur lofsorði á hljómsveit-
ina og segir andrúmsloftið allt
sérlega vinsamlegt.
Tuttugu ára
stjórnandaferill að baki
Anissimov hlaut tónlistarmenntun
sína í tónlistarháskólunum í Sankti
Pétursborg og Moskvu og þykir hann
gott dæmi um þá hæfileikaríku og vel
menntuðu listamenn sem komið hafa
úr austurvegi og getið sér gott orð
um víða veröld. Anissimov á að baki
tuttugu ára feril við stjórnvölinn og
hefur meðal annars stýrt 36 óperu-
og ballettuppfærslum víðsvegar um
heim. Árið 1980 fékk hann stöðu að-
alstjórnanda Ballet- og óperuhúss
Hvíta-Rússlands og má segja að það
hafi verið vendipunktur á ferli hans.
Síðan þá hefur hann tekið þátt í flest-
öllum hátíðum og samkeppnum sem
máli skiptu í Sovétríkjunum og síðar í
Rússlandi.
Meðal merkra hljómsveita sem
hann hefur stjórnað má nefna Sinfón-
íuhljómsveit Lundúna og þá hefur
hann unnið við og stjórnað óperuupp-
færslum í San Fransisco-óperunni,
Bastilluóperunni í París, Liceu-óp-
eruhúsinu í Barcelona og Staatsoper í
Hamborg.
Anissimov hefur sem áður sagði
verið aðalhljómsveitarstjóri RTÉ-
þjóðarhljómsveitarinnar í Dublin frá
1988 og á döfinni hjá honum eru upp-
færslur á óperum í Berlin Komische
Oper, í Liceu og Bolshoi auk tónleika
með Orchestra Arena di Verona.
Kona á undan sinni samtíð
„Carmen er kona sem er á undan
sinni samtíð. Kona sem gerir fyrst og
fremst það sem hún vill sjálf – frjáls
kona. Hún segir: Ég var fædd frjáls
og ég mun deyja frjáls. Ég læt ekki
aðra dæma mig,“ segir leikstjórinn
Sonia Frisell-Schröder, en hún á
heiðurinn af sviðsetningunni. Hún er
einkum þekkt fyrir óperuuppfærslur
sínar, en hún hefur leikstýrt óperum í
þekktustu óperuhúsum heims. Á síð-
ustu árum hefur hún m.a. sett upp óp-
erurnar Don Carlo í Chicago-óper-
unni, La Gioconda í Scala-óperunni,
Un ballo in mascara í Bologna-óper-
unni, Khovanschina í San Francisco-
óperunni og Aidu á Metropolitan.
Hingað kemur Sonia Frisell-
Schröder beint frá Bandaríkjunum
þar sem uppsetning hennar á Don
Carlo eftir Verdi í Washington Nat-
ional Opera var frumsýnd um síðustu
helgi, en í því óperuhúsi hefur hún
m.a. sviðsett Töfraflautuna, Othello
og Vald örlaganna.
Lifir í núinu
Í hlutverki sjálfrar Carmen er
franska söngkonan Sylvie Brunet,
sem nú er af mörgum talin einn
fremsti túlkandi á því hlutverki. Sjálf
segist hún eiga sér tvö sérstök upp-
áhaldshlutverk; Carmen og Dalilu.
Hún geti ekki gert upp á milli þeirra
tveggja. Þegar hún er spurð hvað það
sé sem hafi gert Carmen að jafnvin-
sælli óperu og raun ber vitni telur
hún að það séu hinir mörgu fletir og
litir, í tónlistinni jafnt sem Carmen
sjálfri. „Tónlistin er svo rík og svo
fjölbreytileg og það er persónuleiki
Carmen einnig. Hún er kona en hag-
ar sér stundum eins og lítil stelpa – og
stundum eins og karlmaður. Í hennar
augum er allt mögulegt. Hún lifir í
núinu og getur ekki lifað án ástríð-
unnar. Þegar hún sér karlmann elsk-
ar hún hann. Ég er alveg sannfærð
um að hún elskar Don José,“ segir
hún. Sylvie Brunet lærði fyrst við
Tónlistarháskólann í París og vann til
fjölda verðlauna þar meðan á náminu
stóð. Hún stundaði síðan nám við óp-
erustúdíó Parísaróperunnar og sótti
ennfremur einkatíma, m.a. hjá Hans
Hotter og Christu Ludwig.
Sylvie Brunet vakti verulega at-
hygli þegar hún varð tvívegis sigur-
vegari í stórri söngkeppni í heima-
landinu, og voru henni þá boðin
sópranhlutverk við virt óperuhús er-
lendis eins og San Francisco-óp-
eruna, og La Scala í Mílanó. Eftir að
hún færði sig yfir á mezzósópran-
sviðið hefur hún sungið öll helstu óp-
eruhlutverk af því tagi, svo sem í
Samson og Dalilu og Carmen. Af öðr-
um verkefnum má nefna Sálumessu
Verdis, Stabat mater Rossinis, og
Damnation de Faust eftir Berlioz.
Sylvie Brunet er gjarnan á faralds-
fæti, hún syngur jafnt í París, Aix-en-
Provence, Sevilla og Vínarborg – og
hingað kemur hún eftir að hafa sung-
ið Berlioz í Prag og Sálumessu Verdis
í Monte Carlo. Næst liggur leiðin til
Bonn þar sem hún syngur Carmen –
enn og aftur. En fyrst segist söng-
konan ætla að taka sér smáfrí, það sé
orðið langt síðan hún slakaði á síðast.
Viðamesta verkefni hljóm-
sveitarinnar á starfsárinu
Í hlutverki Don José er ítalski ten-
órinn Mario Malagnini, bandaríski
barítonsöngvarinn Christopher Ro-
bertson syngur Escamillo, franska
sópransöngkonan Iane Roulleau fer
með hlutverk Frasquitu, ungverski
barítonsöngvarinn Sándor Egri er
Zuniga, franski tenórinn Laurent Alv-
aro syngur Le Dancaire og franski
tenórinn Georges Gautier Le Rem-
endado. Þrír íslenskir söngvarar taka
þátt í uppfærslunni, Hulda Björk
Garðarsdóttir sópran syngur hlut-
verk Michaelu, Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir mezzósópran syngur Mercédes
og Ólafur Kjartan Sigurðarson barí-
ton fer með hlutverk Morales. Kór
Íslensku óperunnar ásamt barnakór
tekur virkan þátt í uppfærslunni og
er kórstjóri Garðar Cortes. Alls koma
um 200 manns að uppsetningunni,
sem er viðamesta verkefni Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á þessu starfsári.
Carmen á sviðsettum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll
„Hún getur
ekki lifað án
ástríðunnar“
Sinfóníuhljómsveit Íslands setur nú á svið
Laugardalshallarinnar óperuna sívinsælu um
sígaunastúlkuna Carmen. Sýningarnar verða
tvær, í kvöld kl. 19.30 og á morgun kl. 17, og
mun nú vera svo til uppselt á þær báðar.
Margrét Sveinbjörnsdóttir mælti sér mót við
hljómsveitarstjórann Alexander Anissimov,
leikstjórann Soniu Frisell-Schröder og mezzó-
sópransöngkonuna Sylvie Brunet.
Morgunblaðið/Þorkell
Sylvie Brunet í hlutverki Carmen og Laurent Alvaro sem Le
Dancaire. Að baki þeim eru félagar úr Kór Íslensku óperunnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Hljómsveitarstjórinn Alexander Anissimov.
CARMEN eftir Georges Bizet.
Ópera í fjórum þáttum. Óperu-
texti eftir Henri Meilhac og
Ludovic Hallévy eftir sögu
Prosper Mérimée. Í kvöld kl.
19.30 og laugardag kl. 17 í
Laugardalshöll. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, einsöngv-
arar, Kór Íslensku óperunnar
og barnakór.
Einsöngvarar:
Sylvie Brunet (Carmen),
Mario Malagnini (Don
José), Christopher Robert-
son (Escamillo), Hulda
Björk Garðarsdóttir
(Michaela), Iane
Roulleau (Frasquita),
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
(Mercedes), Sándor Egri
(Zuniga), Ólafur Kjartan
Sigurðarson (Moreles),
Laurent Alvaro (La Dan
caire), Georges Gautier
(Le Remendado).
Hljómsveitarstjóri:
Alexander Anissimov.
Sviðsetning:
Sonia Frisell-Schröder.
Kórstjóri:
Garðar Cortes.
Sviðsmynd og ljósahönnun:
Jóhann Bjarni Pálmason.
Sýningarstjóri:
Kristín S. Kristjánsdóttir.
Hljóðblöndun:
Gunnar Smári Helgason.
Umsjón með búningum:
Hulda Kristín Magnús-
dóttir.
Skrifta:
Ingveldur Ólafsdóttir.
Hljóð og ljós:
Exton.
Leikmunir:
Guðrún Lára Pálmadóttir.
Sviðsstjóri:
Þjóðólfur Gunnarsson.
Söngvarar
og listrænir
stjórnendur
EINN af íslensku einsöngvurunum þremur í Carmen er sópr-
ansöngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir. Hún fer með hlut-
verk Michelu, sveitastúlkunnar saklausu sem er ástfangin af
Don José.
„Þetta er mjög krefjandi hlutverk sönglega og hentar mér
vel. Ég er mjög ánægð með að fá að glíma við þetta hlutverk
og vonandi á það eftir að nýtast mér í framtíðinni. Eiginlega
má segja að þetta sé hin hliðin á lýríska sópraninum,“ segir
Hulda Björk.
„Mér finnst söngvararnir allir vera mjög góðir og skila
sínu vel og það er gaman að vinna með þeim. Stjórnandinn
gefur manni mikið svigrúm og er mjög jákvæður,“ segir hún.
„Hin hliðin á lýríska
sópraninum“
ÞÓTT Carmen sé nú eitt vinsælasta verk óperubókmenntanna var
henni fálega tekið á frumsýningunni 3. mars 1875, skrifar Hanna G.
Sigurðardóttir í efnisskrá tónleikanna.
Í efnisskránni segir hún ennfremur um viðtökurnar: „Hinir íhalds-
sömu góðborgarar í París áttu ekki að venjast því sem boðið var upp
á í Opéra Comique þetta kvöld, og sennilega kemur helst á óvart hve
margt menn fundu tónlistinni sjálfri til foráttu. Gagnrýnendur flestir
sögðu hana vera litlausa og skorta dramatíska spennu, fyrir utan að
í verkinu væri sorglega lítið um sönghæfar og eftirminnilegar laglín-
ur. Einn þeirra sagði þó með semingi í lok greinar sinnar að líklega
væri Carmen samt ekki búin að vera, og reyndist þar sannspár.
Líkist meira boðskap ’68-kynslóðarinnar
Hitt er mun skiljanlegra, að sagan væri mönnum stór biti að
kyngja. Fram til þess tíma höfðu flestar aðalpersónur óperanna stað-
ið fyrir háleit siðferðileg gildi á mælikvarða hvers tíma, en þær
þeirra sem sýndu verulega bresti og veikleika voru alla jafna karl-
kyns; nefna má Giovanni Mozarts í þessu sambandi. Kvenkyns sögu-
hetjur voru þar að auki yfirleitt sungnar af sópranrödd frekar en
mezzósópran eða alt. Vissulega var Violetta í La Traviata Verdis
lagskona aðalsmanna, en fyrir tilstilli ástarinnar freistar hún þess að
snúa frá villu síns vegar og fær þar með uppreisn æru. Viðhorf hinn-
ar ögrandi Carmenar til ástarinnar líkist hins vegar meira boðskap
’68-kynslóðarinnar á tuttugustu öld en því sem góð latína þótti í lok
þeirrar nítjándu.“
Sagan þótti stór biti að kyngja
masv@mbl.is