Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 29

Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 29 Kringlunni, s. 568 9017 - Laugavegi s. 511 1717 Kr inglunni Höfum opnað aftur með NÝJUM VÖRUM Nýjar vörur frá Diesel Calvin Klein jeans Kookai Tark Imitz Laura Aime Free Billi bi Vagabond Zinda The Seller French connection Matinique Mao All saints 4 you ÁVAXTAKÖRFUNNI er ætlað að kenna umburðarlyndi, fordómaleysi og vináttu. Í því skyni sýnir höfundur okkur smáheim; samfélag ávaxta í körfu. Samfélag ávaxtanna lýtur að því er virðist sömu lögmálum og víðar gilda. Virðingarröðin er skýr, mun skýr- ari en rökin fyrir því að einn sé betri en annar. Þannig eru berin undirokuð af hinum stærri ávöxtum en græn- metið „að sjálfsögðu“ í enn minni metum. En með boðskap sínum um jafnrétti og gagnkvæma vináttu tekst hinum lægstu að koma á heilnæmara samfélagi. Í leikskrá segir að verkið fjalli um einelti en eiginlega hefur það víðari skírskotun. Fordómar og ofbeldi af þeim leitt er viðfangsefnið og einelti er ein birtingarmynd þess. Leikritið sver sig mjög í ætt boð- skaparþrunginna barnaleikrita og líð- ur nokkuð fyrir það. Það er orðmargt en tíðindalítið, sigur hins góða er nán- ast engum vandkvæðum bundinn og aldrei í hættu. Víða er þó komist vel að orði og persónueinkenni einstakra ávaxta vel teiknuð. Tónlist Þorvalds Bjarna er hreinræktað popp, falleg lög sem ljá verkinu skemmtigildi til mótvægis við siðalærdóminn sem leiktextinn flytur. Það eru börn í öllum hlutverkum hjá leikfélagi Seyðisfjarðar að þessu sinni. Ávaxtakarfan er kannski ekki sérlega heppilegt viðfangsefni fyrir óreynda leikara, enda líklega ekki skrifuð með það fyrir augum. Það er hins vegar greinilegt að börnin á Seyðisfirði geta leikið og gerðu það svikalaust. Á stundum hefði leikstjóri sýningarinnar samt mátt vinna staðsetningar og umferð um sviðið betur, það hefði skerpt á sögunni og innbyrðis afstöðu persónanna. Bún- ingar og umgjörð eru einföld en rétt. Ávextirnir hafa á sér meiri manns- brag en í frumuppfærslunni í Ís- lensku óperunni og gera tengslin við einelti á skólalóðinni enn skýrari. Tónlistarflutningurinn er kapítuli út af fyrir sig. Tónlistin er eins og leiktextinn, ekki sérlega barnvæn, en hinir ungu Seyðfirðingar flytja hana af fádæma öryggi og krafti. Hrein un- un á að hlýða, hvort heldur í hóp- söngvum eða einsöngslögum. María Gaskell hefur greinilega unnið frá- bært starf og hljómsveitin var stórfín undir stjórn hennar, þar voru heldur ekki allir tiltakanlega háir í loftinu. Seyðisfjörður á hér greinilega fjár- sjóð hæfileika og kunnáttu sem vafa- laust verður ausið af í framtíðinni ef rétt verður að hlúð. Goggunarröðin hjá gróðri jarðar LEIKLIST L e i k f é l a g S e y ð i s - f j a r ð a r o g S e y ð i s - f j a r ð a r s k ó l i Höfundur: Kristlaug María Sigurð- ardóttir. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri: Snorri Emilsson. Tónlistarstjóri: María Gaskell. Seyðisfirði, sunnudaginn 25. mars 2001. ÁVAXTAKARFAN Þorgeir Tryggvason FÆRRI fengu sæti en vildu í Lit- eraturhaus í Zürich á mánudags- kvöld þegar Steinunn Sigurðardóttir las upp úr bókinni Hjartastaður eða Herzort, eins og hún heitir á þýsku. Colette Bürling þýddi skáldsöguna og Amman-útgáfu- fyrirtækið í Zür- ich hefur gefið hana út. Steinunn er nú á kynnisferð í Þýskalandi og Sviss og sagði að upplestrarnir hefðu alls staðar verið „ótrúlega vel sóttir“. Upplestur Steinunnar var vel kynnt- ur í Zürich. Hans var getið með mynd af skáldkonunni í víðlesnu vikudagskrárblaði Tages Anzeiger og Neue Züricher Zeitung (NZZ) var með heilsíðu umfjöllun um bók- ina á laugardag. Nemendur úr nor- rænudeild háskólans voru meðal áheyrenda, auk annarra áhuga- manna um norrænar bókmenntir og Íslandsvina. Andreas Doepfner, blaðamaður hjá NZZ og fyrrverandi fréttaritari dagblaðsins á Norðurlöndum, kynnti Steinunni fyrir upplesturinn og stjórnaði dræmum umræðum á eftir. Fjöldi fólks stillti sér upp í röð til að fá eiginhandaráritun skáldkonunnar í nýkeypt eintak af bókinni og til að skiptast á nokkrum orðum við hana. Og síðast en ekki síst var henni boðið að taka þátt í 6. Alþjóðlegu bók- menntahátíðinni í fjallabænum Leukerbad í júlí, en þar er lesið upp úr bókmenntum í heitum böðum, á börum og í björgum. Hjartastaður kom út á frönsku í fyrra. Tímaþjófurinn eftir Steinunni hefur einnig verið gefin út bæði á frönsku og þýsku. Troðið út úr dyrum Zürich. Morgunblaðið. Steinunn Sigurðardóttir SÝNING á mósaíkspeglum eftir Rósu Matthíasdóttur verður opnuð í dag, föstudag, í húsakynnum Kaffi 17 við Laugaveg 91 á annarri hæð. Þetta er þriðja einkasýning Rósu en í haust sem leið hélt hún tvær sýn- ingar, aðra á Akureyri og hina í Reykjavík. Speglarnir sem Rósa er með á þessari sýningu eru af ýmsum stærðum og gerðum en hver og einn hefur sinn stíl og er einungis fram- leiddur einn spegill í hverri gerð. Rósa útskrifaðist af mynd- og hand- íðabraut Verkmenntaskólans á Ak- ureyri haustið 1997 og hefur síðan stundað styttri námskeið tengd list- um og hönnun m.a við Iðnskólann í Hafnarfirði. Sýningin verður opin allan apríl- mánuð á afgreiðslutíma verslunar- innar. Á slóðinni www.rosamatt.com má sjá speglana. Mósaík- speglar á Kaffi 17 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.