Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 33
GALLERÍ Reykjavík hýsir
þessa dagana fyrstu einkasýningu
Englendingsins Dereks Charles
Mundells. Mundell sem búið hefur
á Íslandi frá því í upphafi áttunda
áratugarins hefur lengi vel stund-
að teikningu og málun í frístund-
um sínum, en sl. 15 ár hefur áhugi
þó einna mest beinst að vatnslita-
málun.
Það er því úrval vatnslitamynda
frá árunum 1994-2001 sem Mund-
ell býður sýningargestum upp á í
Gallerí Reykjavík og er þar að
finna íslenskt landslag, kyrralífs-
myndir og nektarstúdíur. Lands-
lagsverkin eru flest frá fyrri hluta
þessa tímabils og má þar sjá
Kópavogskirkju, Siglufjörð, hús í
Árbæjarsafni og Höfða, en verk
Mundells eru öll fígúratíf.
Siglufjörður síðla vetrar sýnir
þannig auðþekkjanlega húsaþyrp-
ingu bæjarins hvíla undir fjall-
garði á hafnarbakkanum og er
hverju smáatriði sýnd tilhlýðileg
virðing. Stórir, hreinir litafletir í
grænum, bláum og fjóluleitum
tónum eru hins vegar ráðandi í
Höfða.
Landslagsverkin bera það
nokkuð með sér að Mundell sé hér
að kynnast miðli sínum, færni
hans með pensilinn er umtalsverð
en svo virðist sem listamaðurinn
hafi ekki enn fundið sinn eigin stíl.
Smámyndirnar Í lystigarði og
Öskjuhlíð eru þó engu að síður
skemmtileg nálgun við landslagið
og virkar íslenska náttúran hér
framandi í augum heimamanna.
Mundell sýnir einnig kyrralífs-
myndir í Gallerí Reykjavík, en ís-
lenskir listamenn hafa sýnt þeirri
gerð mynda lítinn áhuga og þær
því velkomin viðbót við íslenska
myndlistarflóru. Mundell er þó
við gerð þeirra enn nokkuð að
fikra sig áfram og sitthvað skortir
á að kyrralífsmyndirnar nái að
halda athygli sýningargesta. Við
gerð verkanna Erica og ávextir og
Höfgi sumardags tekst Mundell
þó vel til. Pensilförin eru hér létt
og leikandi og nær hvor mynd að
verða heill heimur út af fyrir sig.
Það eru hins vegar nektarstúd-
íurnar sem sýna bestu hliðar
Mundells. Verkin sem flest voru
gerð á sl. tveimur árum bera með
sér að hér hefur listamaðurinn
náð að skapa sér sinn eigin stíl, er
einkennist jafnt af ákveðinni við-
kvæmni sem og léttleika. Lita-
notkun er stillt í hóf og hvítur
pappírsflöturinn fær hér víða að
eiga hlut í gerð verksins. Léttar
pensilstrokur móta útlínur kven-
líkama í stórum dráttum og hvítur
flöturinn fyllir inn í það sem upp á
vantar.
Verkin Hádegi lífsins og And-
artakið og elfur tímans eru góð
dæmi um þetta, en hið síðar-
nefnda virðist einnig vera undir
austurlenskum áhrifum, líkt og
gjarnan mátti sjá í verkum evr-
ópskra listamanna á síðari hluta
19.aldar. Í verkunum Byrði kon-
unnar og Upphaf og endir verða
pensildrættir Mundells síðan enn
léttari, litanotkun minni og bera
myndirnar því vitni að listamað-
urinn hafi hér fundið sína nálgun
við efniviðinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Andartakið og elfur tímans eftir Derek Mundell.
Leikandi léttir
pensildrættir
Anna Sigríður Einarsdótt ir
MYNDLIST
G a l l e r í R e y k j a v í k
Sýningunni lýkur 31. mars. Opn-
unartími virka daga frá 13–18 og
laugardaga 10–16.
YRKISFÖNG VATNS-
LITAMYNDIR DEREKS
MUNDELLS
SÝNING Jónu Thors er merkileg
fyrir margra hluta sakir. Hér er á
ferðinni allvafasöm list, sem ef til vill
fengi ekki háa dóma hjá þeim gagn-
rýnendum sem hafna smekkleysunni
– Kitsch – sem ófrjóu tjáningar-
formi.
Hvað hefði Clement heitinn
Greenberg til dæmis sagt? Hefði
hann samsinnt að þetta væri list?
Aðferðir Jónu vega vissulega salt á
mörkum listar og skrauts. Við fyrstu
sýn mætti ætla að hún hefði orðið
fyrir djúpum áhrifum frá skraut-
munahorninu á Blómaverkstæði
Binna neðar í götunni. En þegar bet-
ur er að gætt kemur ýmislegt óvænt
í ljós sem er speglaverkum Jónu til
órækra tekna.
Speglunin sjálf skiptir hér miklu
máli. Sá hluti verkanna sem er laus
við íhlutun veitir sýningunni það
vægi sem ekki liggur í augum uppi
en kemur í ljós þegar dvalið er um
stund í salnum. Þá fara speglarnir
nefnilega að endurvarpa kerjunum
sem standa við hvern spegil í salnum
auk fólksins sem gengur um salinn.
Verkið sem ber af öðrum á sýn-
ingu Jónu, eða gefur besta mynd af
því sem telja verður list hennar til
tekna, er lágrétt spegilborð eða
bekkur. Í þessu verki virkar spegl-
unin með mun óvæntari og frjórri
hætti en í hinum speglunum. Það
stafar ef til vill af því að lárétt og lág
staða spegilsins birtir okkur allt aðra
mynd af umhverfinu en venjulegir
lóðréttir speglar.
En hitt er jafnframt staðreynd að
einmitt þetta spegilverk er betur úr
garði gert en lóðréttu speglarnir.
Hér virðist Jóna leyfa sér frjálsari
vinnubrögð og meiri íhugun en í öðr-
um verkum sínum.
Ekkert gefur þó beinlínis til kynna
að listakonan ætli sér meira en efni
standa til. Það gæti valdið okkur
áhyggjum sem leggjum svo ríka
áherslu á að listamenn geri upp við
sig hvorum megin þeir vilji standa;
óháðir, sjálfum sér samkvæmir og
frjálsir, eða; vinsælir, velmegandi og
markaðsvænir. Það breytir því þó
ekki að sem hrein fyrirbæri, burtséð
frá listamanninum, er fullt af skap-
andi gildum í skuggsjám Jónu
Thors.
Spegill, spegill,
herm þú hver …
MYNDLIST
G a l l e r í M A N ,
S k ó l a v ö r ð u s t í g
Sýningin stendur til 11. apríl.
KERAMIK & BLÖNDUÐ
TÆKNI
JÓNA THORS
Halldór Björn Runólfsson
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Eitt af verkum Jónu Thors í Galleríi MAN.
UNDIRBÚNINGUR fyrir mál-
verkasýningu hins umdeilda
norska listmálara Odds Nerdrum
stendur nú sem hæst í Listasafni
Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, en
hún verður opnuð laugardaginn
7. apríl.
„Sýningin verður í vestursal
Kjarvalsstaða en hluti af und-
irbúningnum felst í því að myrkva
salinn með því að mála veggina
með dökkgrárri málningu. Odd
Nerdrum leggur ríka áherslu á
hið dramatíska umhverfi verka
sinna en með samspili þess og
beinnar lýsingar dregur hann
skýrt fram áhrifamátt málverka
sinna,“ segir Soffía Karlsdóttir
kynningarstjóri Listasafns
Reykjavíkur.
Vestursalur Kjarvalsstaða hef-
ur verið hvítmálaður í rúman ára-
tug en það er málningafyrirtækið
Harpa sem leggur Listasafni
Reykjavíkur lið með því að gefa
hinn einkennandi gráa lit Odd
Nerdrum og sömuleiðis hvíta
málningu eftir að sýningunni lýk-
ur 27. maí. Odd Nerdrum er vænt-
anlegur hingað til lands 4. apríl
og ríkir, að sögn Soffíu, mikil eft-
irvænting vegna komu hans og
verka hans enda í fyrsta skipti
sem málarinn sýnir verk sín hér á
landi.
Hinn grái
litur
Odds
Nerdrum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúningur í vestursal Kjarvalsstaða er í fullum gangi vegna fyr-
irhugaðrar sýningar norska myndlistarmannsins Odds Nerdrum.