Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 37
GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 37 FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson TF-GTI-flugvélin sem fórst í ágústmánuði í fyrra var af Cessna-gerð, 210 Centurion II. Viðbrögð Flugmála- stjórnar við slysinu Starfsmenn flugrekstrardeildar flugöryggissviðs fóru tveimur dög- um eftir slysið til LÍO og skoðuðu gögn varðandi rekstur annarra loft- fara LÍO. Þar kom fram að kerfið til að fylgjast með rekstri þeirra loft- fara sem þá voru í rekstri var virkt.. Sú heimsókn gaf ekki tilefni til frek- ari aðgerða að svo stöddu. Hinn 14. ágúst var sent út bréf til flugrekstr- arstjóra allra litlu flugfélaganna þar sem ítrekuð er skylda á fyrirflugs- skoðun, gerð massa og jafnvægis- skrár fyrir hvert flug og að nákvæm- ur farþegalisti sé gerður. Á fundi sem RNF boðaði til 17. ágúst var þeirri spurningu beint til RNF hvort eitthvað hefði komið fram í rannsókn slyssins sem gæfi tilefni til stöðvun- ar á flugrekstri LÍO. RNF svaraði því til að svo væri ekki. Fundir sem þessir eru mjög nauðsynlegir þar sem Flugmálastjórn kemur ekki að rannsókn slyssins og er algjörlega háð RNF um upplýsingar, sem tengjast slysinu. Formleg úttekt var gerð á LÍO 19. september. Eðli frávika sem fram komu, var ekki slíkt að ástæða væri til að stöðva reksturinn. Niðurstöð- um var fylgt eftir með bréfi 20. og 26. september og 3. október og unnið var að úrbótum hjá LÍO. Eftirlits- ferðir voru síðan farnar að nýju 22. og 27. desember og 10. janúar er staðfest að öllum frávikum frá í út- tektinni í september væri lokið og þeim atriðum sem fram komu í eft- irlitsferðunum í desember var veitt- ur frestur til 20. janúar að ljúka. Ábendingar RNF til FMS í skýrslu um slysið Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er eftirfarandi atriðum í öryggisátt beint til Flugmálastjórn- ar. 4.2 Að verklagsreglur flugöryggis- sviðs Flugmálastjórnar ... Flugmálastjórn getur tekið undir þessar tillögur RNF um endur- skoðun á verklagi við skráningu og útgáfu fyrsta lofthæfiskírteinis hérlendis. Breytingin mun miða að því að tryggja öryggi allra gagna sem berast með flugvélum úr bandarísku umhverfi, þrátt fyr- ir að þær hafi verið undir eftirliti FAA. 4.3 Að hún komi á gæðakerfi fyrir starfsemi flugöryggissviðs stofn- unarinnar. Flugmálastjórn hefur verið að vinna að því að koma á gæða- stjórnun hjá flugöryggissviði eins og vikið er að annars staðar. Nú þegar er til staðar gæðakerfi sem tekur á ýmsum þáttum starfsem- innar, einkum í skírteinamálum. Þessu starfi verður haldið áfram af fullum krafti. 4.4 Að flugrekstrardeild flugörygg- issviðs Flugmálastjórnar geri áætlun um formlegar úttektir á flugrekendum. Úttektirnar séu samkvæmt viðurkenndum aðferð- um gæðastjórnunar. Þetta var þegar gert á síðasta ári fyrir seinni hluta ársins 2000 og fram á árið 2001. Því verður haldið áfram. Starfsmenn hafa farið á námskeið í slíkum úttektum og nýráðnir starfsmenn munu sækja slík námskeið. 4.5 Að hún leggi sérstaka áherslu á að viðhaldsaðilar flugvéla haldi nákvæma skráningu um það við- hald sem framkvæmt er, þ.á m. að þeir skrái allar niðurstöður mæl- inga sem gerðar eru. Flugmálastjórn telur að almennt sé skráning mikilvægra verka ótvíræð og skýr en mun fylgja því eftir með skoðunum og ganga eftir því við þá, sem þetta gæti átt við, að skráning frávika/aðgerða sé í samræmi við viðurkenndar að- ferðir flugiðnaðarins. Flugmála- stjórn mun ítreka við viðhalds- aðila að þar sem við á séu mælingar skráðar sem talnagildi en ekki eingöngu að staðfesta að mæling sé innan marka. 4.6 Að hún sjái til þess að þeir flug- rekendur sem hafa ekki þegar sett ákvæði í flugrekstrarhandbækur sínar, er varða aðgang farþega að framsæti við virk stýri þegar einn flugmaður er á flugvélinni, geri það. Flugmálastjórn mun taka þetta mál upp á vettvangi JAA, kanna reglur í nágrannalöndum okkar hvað þetta varðar og taka ákvörð- un með hliðsjón af því. 4.7 Að hún efli eftirlit með flugi tengdu þeim miklu mannflutning- um sem eiga sér stað við þjóðhá- tíðina í Vestmannaeyjum. Flugmálastjórn mun taka til end- urskoðunar frá grunni alla stjórn sína á umferð og eftirlit með flugi til og frá Vestmannaeyjum á þjóðhátíð. Úttekt FMS á LÍO eftir að skýrslan kemur út Flugöryggissvið gerði ítarlega út- tekt á LÍO dagana 27. og 28. mars. Tekið var á tæpum 50 atriðum í rekstrinum, allt frá viðhaldssamn- ingum, farþegalistum til þjálfunar í neyðartilvikum. Vart var nokkurra frávika en ekkert þeirra var alvar- legt. Markvisst hafði verið unnið frá því í haust að bæta stjórn flugrekstr- arins með tilliti til flugöryggis. Að tilhlutan Flugmálastjórnar rannnsakar lögreglan í Reykjavík meint brot flugrekstrarstjóra félags- ins sem flugstjóra í tiltekinni ferð sama dag og slysið varð í Skerjafirði og varðar sú rannsókn m.a. flutning farþega án tilskilins öryggisbúnaðar. Niðurstöður Flugslys á Íslandi eru fátíð og al- mennt er öryggi í flugi á Íslandi mjög mikið. Það er ákaflega mikil- vægt að almenningur í landinu ber traust til þeirra sem stunda flug- rekstur og þeirra sem eiga að sinna viðhaldi og eftirliti með rekstrinum og flugmálum í heild. Þegar mann- skæð slys verða er mikilvægt að rétt sé að rannsókn mála staðið sam- kvæmt lögum og þeim sem sjá eiga um rannsóknina tryggð sú aðstaða sem til þarf. Það er einnig mjög mikilvægt þeg- ar rætt er um flugöryggismál, ekki hvað síst í fjölmiðlum, að gætt sé hófs í yfirlýsingum og fullyrðingum, þótt á engan hátt sé verið að hvetja til þess að réttmæt gagnrýni fái ekki að koma fram. Það þjónar einmitt öryggismálum í flugi að rökstudd gagnrýni sé sett fram og mál skoðuð ofan í kjölinn. Þannig er beinlínis ætlast til þess að skýrslur Rann- sóknarnefndar flugslysa séu úr garði gerðar, að allir sem málið varðar geti dregið af þeim lærdóm sem gagnast til að færa öryggismál til enn betri vegar. Saga flugs í heiminum er vörðuð lærdómi sem menn hafa dregið af þeim slysum sem orðið hafa. Það er greinileg krafa almennings að eftirlit Flugmálastjórnar með flugrekendum, viðhaldsaðilum og flugmönnum verði eflt. Flugmála- stjórn hefur um langt skeið óskað eftir því að fjölga eftirlitsmönnum á sínum snærum og óskað eftir aukn- um fjárframlögum til þess. Hins veg- ar er mjög erfitt að fá hæft fólk til starfa á þessu sviði þar sem um er að ræða menntaða og reynslumikla ein- staklinga sem yfirleitt bjóðast betri kjör annars staðar. Flugmálastjórn mun ekki skorast undan því, fremur en áður, að fara eftir þeim tillögum sem RNF gerir í öryggisátt. Þar má nefna að stofn- unin mun skoða vandlega hvort treysta megi með sama hætti og áð- ur gögnum og vinnubrögðum frá svæði bandarísku flugmálastofnun- arinnar (FAA). En hingað til hefur Flugmálastjórn getað treyst slíkum gögnum enda hefur FAA verið leið- andi í flugöryggismálum í heiminum í áratugi. Hvergi verður hvikað frá áætlun- um um að taka JAR-OPS 1 reglur Flugöryggisstofnunar Evrópu í gildi fyrir lok þessa árs fyrir smærri flug- rekendur og haldið áfram að vinna að gerð nýrra flugrekstrarhandbóka með þeim. Þar með munu Íslending- ar halda áfram að vera í röð þeirra ríkja sem lengst eru komin í innleið- ingu þessara reglna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.