Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 39
mvarnargarðurinn er um 500 metra
og er um 620.000 rúmmetrar. Hann
ur á klöppum þar sem dýpið er breyti-
n fremsti hlutinn stendur á sandbotni
er um 18 metra dýpi. Sigurður og Gísli
sson hjá Siglingastofnun, auk Ómars
a hjá Stapa, hófu vinnu við hönnun
ns og jarðfræðirannsóknir haustið
g skiluðu verkinu um mitt ár 1999. Þá
rkið boðið út og komust tveir íslenskir
gegnum forval í að bjóða í verkið; Pihl
n/Ístak og Suðurverk. Alls komu sex
garðinn og var Pihl og Søn, móðurfyr-
Ístaks í Danmörku, lægstbjóðandi.
ögn Sigurðar hafa íslenskir stjórnend-
Pihl og Søn stjórnað framkvæmdum
rðinn frá upphafi, auk þess sem Sigl-
ofnun og Jarðfræðistofan Stapi taka
virkan þátt í eftirliti með byggingu garðsins
og vinnslu grjótnámanna. Framkvæmdir við
garðinn hafa gengið vel og var garðurinn
kominn í fulla lengd núna í febrúar en verk-
lok eru áætluð í haust.
Sigurður segir ekkert fast í hendi varðandi
önnur verkefni erlendis en menn leggi heil-
mikið á sig við að koma þessari hönnun á
framfæri. „Á síðasta ári vorum við með lyk-
ilfyrirlestur sem framlag Íslands á Norræna
jarðtækniþinginu í Helsinki og við tókum að
okkur að halda seminar um hönnun bermu-
garða á stórri alþjóðlegri hafnargerðarráð-
stefnu í Sydney. Nýlega var okkur boðið á
vinnufund í Japan um hönnun brimvarnar-
garða, en þangað var tíu mönnum í heiminum
boðið, sérfræðingum á mismunandi sviðum
brimvarnargarða og vorum við þar á meðal.“
mvarnargarð fyrir Norðmenn
sér sérstöðu
rmugarða
vinnu við gerð brimvarnargarðsins í Noregi. Stórvirk grafa tekur stórar steinblokkir
af sérstökum flutningapramma sem flytur grjótið frá námunum í garðinn.
ar garðurinn var kominn í fulla lengd héldu menn upp á áfangann með því að reiða
am íslenskar pönnukökur, kleinur og heitt kakó að íslenskum sið á stórri járnplötu.
Sigurður Sigurðarson á brimvarnargarðinum, sem komst í fulla lengd í febrúar.
Í LJÓSI átaka undanfarinnavikna í Makedóníu er vert aðíhuga orsakir og líklegar af-leiðingar þeirra, bæði innan
Makedóníu og á Balkanskaga í
heild. Makedónía var eina sam-
bandsríki gömlu Júgóslavíu sem
braust átakalaust til sjálfstæðis
snemma á síðasta áratug. Ástæð-
urnar fyrir því eru margvíslegar en
helst ber að nefna að það eru til-
tölulega fáir Serbar búsettir í ríkinu
og auk þess óttuðust þeir ekki mis-
munun og jafnvel ofsóknir líkt og
þeir gerðu í Króatíu og Bosníu. Því
voru í raun aldrei miklar líkur á
hörðum aðgerðum af hálfu Júgó-
slavíuhers í kjölfar sjálfstæðisyfir-
lýsingar Makedóníu. Einnig má
gera ráð fyrir að stjórnvöld í Bel-
grad hafi gert sér fyllilega grein
fyrir viðkvæmu ástandi Make-
dóníu og því haldið að sér hönd-
um frekar en að bera eld að
hættulegustu púðurtunnu
Balkanskaga.
Það er ekki að ástæðulausu
sem Vesturlönd óttast mjög
óstöðugleika innan Makedóníu.
Albanska þjóðarbrotið nýtur
stuðnings albanskra íbúa
heimalandsins sem og ná-
granna sinna í Kosovo. Einnig
eru Tyrkir líklegir til að bregð-
ast hart við ofsóknum gegn trú-
bræðrum sínum í Makedóníu. Á
móti kemur að slavneski meiri-
hlutinn í Makedóníu á vísa að-
stoð frá Búlgörum og jafnvel
Grikkjum sem voru mjög svo
mótfallnir loftárasum NATO á
Júgóslavíu í fyrrasumar. Einn-
ig er ljóst að Rússar og Úkr-
aínumenn líta á slavneska íbúa
Balkanskaga sem frændur sína
og þeir munu leggja sitt af
mörkum til að styrkja Make-
dóníustjórn komi til alvarlegra
átaka.
Þjóðfrelsisher Albana
Aðferðir skæruliðanna sem
kalla sig Þjóðfrelsisherinn eru
þær sömu og albanskir skæru-
liðar í Kosovo beittu gegn Júgóslav-
íuher frá 1995 fram á mitt síðasta
ár. Skammtímamarkmið þeirra eru
skýr og miða að því að kalla fram
hörð viðbrögð yfirvalda til að auka
stuðning við málstaðinn meðal alb-
anskra íbúa Makedóníu. Líkt og í
Kosovo beittu skæruliðarnir í
fyrstu árásum á lögreglu og stjórn-
völd en á undanförnum vikum hefur
þeim vaxið ásmegin og með batn-
andi veðri var hægt að blása til upp-
reisnar og umsátursins um Tetovo.
Þó svo að Frelsisher Kosovo (KLA)
hafi formlega verið leystur upp í
kjölfar íhlutunar NATO er ljóst að
hugmyndafræðin og stór hluti
vopnabúrs þeirra hafa verið flutt út,
bæði til Presevo-dals í Serbíu og til
Norðvestur-Makedóníu. Skæru-
liðarnir eru alls ekki færir um að
takast á við Makedóníuher, þótt
vanbúinn sé, vegna þess að þeir eru
fyrst og fremst hryðjuverkahreyf-
ing. Þeir eru einungis vopnaðir
árásarrifflum, handsprengjum,
sprengjuvörpum og léttum, bryn-
skæðum eldflaugum og þótt þeir
geti beitt leyniskyttum til að myrða
her- og lögreglumenn þá geta þeir
alls ekki haldið landsvæði ef til
harðra átaka kemur. Átökin í Kos-
ovo gefa skýra fyrirmynd á þessu
stigi málsins og það virðist oft
gleymast að KLA vann enga sigra á
Júgóslavíuher þar, nema hvað hon-
um tókst að tendra ófriðarbálið og
draga NATO-ríkin inn í átökin sín
megin. Þótt vígstaða skæruliðanna
sé afleit má alls ekki draga þá álykt-
un að þeir muni tapa átökunum sem
þeir hafa stofnað til á undanförnum
vikum. Eins og sagan hefur kennt
okkur er nær ómögulegt að vinna
sigur á skæruliðum sem njóta
stuðnings og verndar íbúanna. Því
liggur lausn þessarar deilu hvorki í
fjallahlíðunum norðan við Tetovo né
mun hún fást keypt fyrir stórskota-
liðsárásir eða áhlaup skriðdreka.
Líkt og í Kosovo eru skæruliðarnir
ekki hættulegir vegna getu sinnar
heldur vegna þess að þeir geta kom-
ið af stað raunverulegu borgara-
stríði.
Óvæntasti fengur skæruliðanna
er mótherjinn. Makedóníuher er al-
gerlega vanbúinn til að takast á við
skæruhernað af þessu tagi og öllum
sem á horfa er einnig ljóst að að-
ferðum þeirra og þjálfun er mjög
svo ábótavant. Makedónía erfði að-
eins örfáa úrelta skriðdreka og fall-
byssur frá Júgóslavíu og þó að her-
inn hafi verið í uppbyggingu
undanfarin tíu ár er árangurinn
illsjáanlegur. Þeim hefur þó tekist
að afla sér 120 skriðdreka af T-55
gerð (líklegast frá Búlgaríu) sem
eru 50 ára gömul hönnun en skæru-
liðana skortir brynskæð vopn til að
vinna á þeim. Einnig bættist hern-
um dýrmætur liðsstyrkur fyrir
tæpum tveim vikum er tvær árás-
arþyrlur voru fengnar að láni frá
Úkraínu. Þyrlurnar, sem eru af
Mi-24 gerð, eru vel brynvarðar og
henta mjög vel í fjallendi Norður-
Makedóníu þar sem þær geta borið
mikið magn skotfæra og einnig
sveitir hermanna. Herinn á auk
þess þrjár fjölnota þyrlur af Mi-17
gerð sem í samvinnu við þær úkr-
aínsku veita þeim mikla hernaðar-
lega yfirburði. Þjálfun og aðferðir
eru þó öllu mikilvægari en búnaður,
sérstaklega í skógivöxnu fjallendi,
og hikandi og klaufalegar aðgerðir
hersins gegn skæruliðum Albana
eru mikið áhyggjuefni. Undanfarn-
ar vikur hafa þeir setið í sandpoka-
virkjum sínum í miðborg Tetovo og
skotið óskipulega upp í hlíðarnar án
þess að ljóst væri hvert skotmarkið
var. Sóknin upp að höfuðstöðvum
skæruliðanna í Selce var ákaflega
illa framkvæmd og helst til þess
fallin að auka kjark óvinarins. Vest-
rænir fréttamenn sem voru á vett-
vangi sáu greinilega hversu ótta-
slegnir og hikandi makedónsku
hermennirnir voru er þeir sóttu
gegn örfáum leyniskyttum Albana.
Einu afleiðingarnar af þessari
klaufalegu aðgerð eru að veita
skæruliðunum frekari stuðning íbú-
anna og að magna átökin enn frek-
ar. Í kjölfar sóknarinnar hyggst
Makedóníuher draga sig til baka frá
Tetovo þar sem hann telur sig hafa
hrakið skæruliðana á brott en í raun
hafa þeir einungis hörfað tímabund-
ið. Frekari aðgerðir hersins gegn
stöðvum skæruliða í Norður-Make-
dóníu eiga eftir að reynast jafnár-
angurslitlar til lengri tíma litið.
Þó má geta þess að brezk sendi-
nefnd, skipuð reyndum herforingj-
um, sem send hefur verið til Skopje
til skrafs og ráðagerða, mun veita
Makedóníuher óformlega ráðgjöf.
Löng reynsla brezka hersins af bar-
áttu við skæruliða á Norður-Írlandi
gæti því reynst Makedóníu ákaflega
dýrmæt ef átökin magnast frekar.
Eftir því sem skæruliðunum
fjölgar aukast einnig líkurnar á að
þolinmæði slavneska meirihlutans
þverri. Líkt og í Bosníu er mikil
hætta á að upp úr sjóði og til voða-
verka af hálfu beggja aðila
komi. Stofnun borgaralegra
hersveita, að fyrirmynd Tígra
Arkans í Bosníu, myndi fylgja í
kjölfarið á auknu ofbeldi og þá
eru friðarvonirnar að engu
orðnar.
Ábyrgð NATO
Ummæli Trajkovski Make-
dóníuforseta um að NATO hafi
stofnað hálfgert talibanaríki á
Balkanskaga og þar með grafið
undan stöðugleika svæðisins
eru í raun ekki svo fjarri lagi.
Íhlutun NATO í Kosovo til að
stöðva ofsóknir Serba á hendur
Albönum búsettum þar hefur
haft margvíslegar afleiðingar.
Mjúkhentar aðferðir KFOR
(hersveitir NATO í Kosovo) og
ótti við að ávinna sér hatur íbú-
anna þýðir í raun að lögum og
reglu í Kosovo hefur verið
ábótavant og albönskum þjóð-
ernissinnum hefur reynst mjög
auðvelt að flytja skæruhernað
sinn út fyrir galopin landamær-
in. Fyrst beindu þeir athygli
sinni að Serbíu og hafa komið
sér ákaflega vel fyrir í Presevo-
dal sem er innan öryggissvæðis
NATO. Nú er ljóst að NATO
hyggst hleypa Júgóslavíuher
aftur inn á þetta öryggissvæði til að
loka landamærum Serbíu við Kos-
ovo og Makedóníu og má búast við
hörðum átökum í kjölfarið. Einnig
hafa landamæri Kosovo og Make-
dóníu verið undir mjög litlu eftirliti
friðargæsluliðanna (svæði Banda-
ríkjanna og Þýskalands liggja að
landamærum Makedóníu) og því
hefur mikið magn vopna borist til
albanskra skæruliða í Makedóníu
og gert þeim kleift að hefja átök
undanfarinna vikna. Fyrst nú hefur
NATO reynt að auka eftirlit með
landamærunum en það gæti reynst
of seint þar sem skæruliðarnir í
Makedóníu eru nú þegar búnir til
langvarandi átaka. Þó er mikilvægt
að NATO sýni samstöðu með yfir-
völdum í Makedóníu og geri það
sem er í þess valdi til að auka samn-
ingsvilja beggja aðila.
Lausn í sjónmáli?
Ef takast á að stilla til friðar í
Makedóníu áður en borgarastríð
brýst út er mikilvægt að stjórnvöld í
Skopje sýni jafnaðargeð og boði taf-
arlaust til viðræðna við stjórnar-
flokk Albana. Kröfur Albana eru
margvíslegar en ljóst er að ef
stjórnvöld sýna vilja til að koma
fljótt til móts við þær mun draga úr
líkum á alvarlegum átökum. Slíkar
viðræður verða þó að eiga sér stað
áður en harkalegar aðgerðir hers-
ins leiða til þess að lýðræðislega
kjörnir fulltrúar Albana missi um-
boð sitt til að semja fyrir hönd kjós-
enda sinna og auki almennan stuðn-
ing við Þjóðfrelsisher Albana. Því
miður virðast stjórnvöld í Skopje
hafa dregið rangar ályktanir af her-
ferðinni við Tetovo og í Norður-
Makedóníu og í kjölfarið hefur
samningsvilji þeirra minnkað veru-
lega. Ef sú er raunin þá er ákaflega
erfitt og hættulegt sumar fram und-
an í Makedóníu.
Framvindan í Make-
dóníu ræðst af því
hvort stjórnvöld í
Skopje taka upp raun-
verulegar viðræður um
réttindamál albanska
minnihlutans í landinu
segir Erlingur Erlings-
son. Geri þau það ekki
eru hættulegir tímar
fram undan í landinu.
Höfundur stundar nám í sagnfræði
við háskólann í Oxford, m.a. hern-
aðarsagnfræði, og fjallaði um frétta-
flutning af borgarastyrjöldinni á
Balkanskaga í BA-ritgerð sinni við
Suffolk-háskólann í Boston.
Makedóníumaður af albönskum ættum
við styttu til minningar um makedónska
hermenn í síðasta stríði.
AP
Stormur í aðsigi