Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 42

Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á Íslandi líkt og í öðr- um hálf-sósíalískum ríkjum hefur verið þróað fram geysilega flókið og viðamikið eftirlitskerfi á flestum sviðum samfélagsins. Oftast býr góður ásetningur að baki og í sumum til- fellum er slíkt eftirlit talið til rétt- inda almennings. Á seinni árum hafa hins vegar komið fram sífellt fleiri vísbend- ingar um að eftirlitsiðnaðurinn, sem sprottið hefur upp á Íslandi, sé í senn óskilvirkur og íþyngjandi jafnt fyrir atvinnulíf sem einstak- linga. Þrátt fyrir nánast lygilega um- svifamikið eftirlit með matvælum komast sýktar vörur ítrekað á markað og ógna heilsu almenn- ings. Neytendur fylgjast jafnan furðu lostnir með þegar embættis- og stjórnmálamenn keppast við að vísa frá sér ábyrgðinni. Og alltaf koma fram í dags- ljósið nýjar stofnanir og ný embætti, sem hægt er að kenna um það, sem úrskeiðis fór. Niðurstaðan er enda yfirleitt sú að neytendur standa eftir og eru engu nær um það kerfi, sem smíð- að hefur verið til að tryggja að sýkt matvæli komist ekki á borð þeirra. Skýrsla um flugslys, sem varð í Skerjafirði á liðnu sumri, hefur leitt í ljós að eftirlit með flug- öryggi er ekki sem skyldi á Íslandi þrátt fyrir að um það hafi verið smíðað mikið kerfi og kostn- aðarsamt. Í því tilfelli hefur og komið fram að eldri ábendingum um úrbætur var ekki sinnt þó ær- in ástæða virtist til. Jafnframt hef- ur verið upplýst að samgöngu- ráðuneytið frestaði tvívegis gildistöku reglna, sem hefðu tekið á flestum þeim atriðum, er fram komu við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Þau dæmi, sem hér hafa verið rakin, renna stoðum undir þá skoðun að eftirlitskerfið á Íslandi sé í heild sinni bæði óskilvirkt og óhóflega umfangsmikið. Leitun er að fólki, sem hefur skýra yfirsýn yfir þau kerfi, er ætlað er að hafa eftirlit með matvælum og flug- öryggi svo vísað sé til dæmanna hér að framan. Helsta ástæða þessa er sú, að eftirlitskerfi á Íslandi eru ekki hönnuð með skilvirkni í huga. Sá mikli fjöldi stofnana og embætta, sem sinnir sömu eða ámóta svið- um sýnir ljóslega að hagkvæmni hefur ekki verið höfð að leið- arljósi. Í mörgum tilfellum hafa stjórnmálamenn beinlínis stuðlað að slíkri óskilvirkni með óvandaðri lagasetningu. Þá hefur for- sjárhyggjan, það fyrirbrigði sálar- lífsins, sem sameinar stjórn- málastéttina á Íslandi, tilhneigingu til að geta af sér sí- fellt fleiri eftirlitsstofnanir. Oftar en ekki sinna þær stofnanir síðan verkefnum, sem ýmist eru óþörf, illa skilgreind eða rekast á við þau, sem önnur embætti eftirlitsiðn- aðarins hafa með höndum. Niðurstaðan verður sú að eng- inn hefur heildaryfirsýn og þar af leiðandi getur enginn sætt ábyrgð þegar kerfið sinnir ekki skyldum sínum. Eftirlitsiðnaðurinn er því sér- lega vel fallinn til að bregða ljósi á sameinandi sálarhræringar ís- lensku stjórnmálastéttarinnar þ.e.a.s. vantraust á dómgreind al- mennings, sem lýsir sér í þrúg- andi forsjárhyggju og viðvarandi ótta við ábyrgð. Af þeim sökum er nánast óþekkt að embættis- og stjórnmálamönnum sé gert að taka afleiðingum gerða sinna eða aðgerðarleysis. Kerfið er enda hannað til þess að slíkt gerist ekki. Að þessu leyti greinir Ísland sig frá flestum vestrænum ríkjum, einnig þeim, sem eru hálf- sósíalísk. Hver telja lesendur að viðbrögðin yrðu í öðrum ríkjum Evrópu ef þar lægju fyrir sam- bærilegar upplýsingar um ástand eftirlitskerfis með matvælum eða flugöryggi? Á sama tíma og sífellt viðameiri og óskilvirkari eftirlitskerfi eru gangsett til þess eins að koma að sem minnstu gagni er skipulega unnið að því að auka eftirlit með almenningi á Íslandi. Mikla furðu hefur vakið að engin umræða fór fram um áhrif Schengen-aðildar Íslands á persónuvernd og rétt- indi almennings í þessu landi. Í Noregi komu fram um 200 fyr- irspurnir á þingi, sem flestar tengdust persónuvernd innan Schengen. Í þessu efni brugðust íslenskir stjórnmálamenn einu sinni enn umbjóðendum sínum. Svo virðist sem stór hluti þeirra ráði einfaldlega ekki við þau efn- istök, sem krafist er í þjóðfélagi á tímum mikilla breytinga og tækniframfara. Það á ekki síst við um almenna löggæslu í landinu. Því er gagn- rýnislaust haldið að almenningi að aukin og öflugri löggæsla sé af hinu góða og því beri lands- mönnum að taka þeirri þróun fagnandi. Stjórnmálamenn, fulltrúar venjulegs fólks í þessu landi, taka gagnrýnislaust undir þennan áróður enda flestir boð- berar hinna viðteknu sanninda. Aukin og efld löggæsla getur aldrei verið sérstakt fagnaðarefni í lýðræðisríki því henni fylgir jafn- an að mörkin á milli hinna heið- arlegu og hinna, sem brjóta lögin verða óskýrari. Þannig sæta venjulegir borgarar í þessu landi í síauknum mæli rafrænu eftirliti og gæslu með myndavélum. Við- leitni til að hefta svigrúm glæpa- manna verður því til þess að skerða persónufrelsi hinna heið- arlegu. Skerðingin verður enn al- varlegri þegar haft er í huga að glæpamennirnir geta brugðist við nýjum aðstæðum með því að breyta aðferðum sínum en hið sama geta hinir heiðvirðu ekki. Þeir eru dæmdir til að sæta eft- irliti; dæmdir til að sætta sig við að utanaðkomandi vald fylgist með ferðum þeirra og gjörðum. Það er að sönnu hryggilegt hversu takmörkuð umræða fer fram á Íslandi um eftirlitshyggju og persónuvernd. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum eru landsmenn langt á eftir öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum. Þrátt fyrir tal um „frelsið“ eru ís- lenskir stjórnmálamenn almennt ekki færir um þau efnistök, sem nútíminn krefst í þessu tilliti. Gagnrýnislaus þjónkun við sífellt umsvifameiri eftirlitskerfi er glögglega til marks um það. Frelsið snýst nefnilega um ann- að og meira en kennitölusöfnun og afgreiðslutíma tískuverslana. Eftirlits- hyggja Viðamikil og óskilvirk eftirlitskerfi sæta ekki þeirri gagnrýnu skoðun, sem nauðsynleg er. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is INN á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði gekk ungur félagsmaður sem vinnur í fiski, ættaður að austan. Þetta austur er heldur lengra í burtu en Austfirðirnir og flækir málið verulega. Það er víst sitt hvað Reyðar- fjörður og Raufarhöfn eða Rúmenía. Erindi þessa geðþekka pilts var að spyrjast fyrir um réttindi sín ef til vinnslustöðvunar kæmi vegna sjó- mannaverkfalls. Ég verð að játa að orðaforði minn í enskri tungu dugði mér ekki til að skýra það fyrir piltinum að samkvæmt túlkun Atvinnuleys- istryggingasjóðs og Samtaka at- vinnulífsins væri það löglegt að mismuna starfsmönnum fyrirtækja eftir þjóðerni. Reyndar skipta tungumálaörðugleikar minnstu máli í þessu sambandi. Mismunun á grundvelli þjóðernis er óútskýr- anleg á hvaða tungumáli sem er. Erlent verkafólk í fiskvinnslu á Íslandi er á annað þúsund. Frá ríkjum utan EES eru þetta um níu hundruð manns. Þetta ágæta fólk greiðir skatta af launum sínum og atvinnurekendur greiða trygginga- gjald af þeirra launum rétt eins og launum þeirra Íslendinga og EES- borgara sem hjá þeim starfa. At- vinnuleysistryggingasjóður er fjár- magnaður af tryggingagjaldi. Atvinnuöryggi verkafólks er lítið sem ekkert. Fiskvinnslufólk er þar þó verst sett af öllum. Lögin nr. 19 frá 1979, sem fjalla um rétt verka- fólks til uppsagnarfrests frá störf- um og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, fjalla í þriðju grein um réttleysi fólks. Eðlilegt væri að takmarka þetta réttleysi við ófyrirsjáanleg áföll, s.s. stór- bruna, skiptapa eða náttúruham- farir, en því miður er það víst miklu fleira sem löggjafinn telur að séu réttlætanlegar ástæður til að heimila atvinnurekendum að setja starfsfólk út af launaskrá fyrirvara- laust. Í lögunum seg- ir: Nú fellur niður vinna hjá atvinnurek- enda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri,…. Þetta ,,svo sem“ hefur á síðari tímum gefið mönnum tilefni til að túlka leyfilegar ástæður víðar í reglu- gerðum, jafnvel blandað rekstrarleg- um aðstæðum og verði á hráefni inn í þessar heimildir. Ógna vindaský, eða verður blíða? Þessi galopna túlkun á þriðju grein laga nr. 19/1979 gerir það að verkum að fiskvinnslufólk er al- gjörlega varnarlaust, jafnvel spyr maður sig, eftir að hafa séð dreifi- bréf frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva til sinna félagsmanna, hvort kauptryggingasamningar fisk- vinnslufólks séu algjörlega gagns- lausir pappírar. Það er óþolandi að það skuli vera háð geðþóttaákvörðun fyrir- tækis að velja á milli þess að setja fólk út af launaskrá fyrirvaralaust, með fjögurra vikna fyrirvara eða notfæri sér svo kallaða þriggja- dagareglu. Þriggjadagareglan þýð- ir að starfsmenn eru á launaskrá fyrirtækisins og fyrirtækið fær andvirði atvinnuleysisbóta og hluta launatengdra gjalda frá Atvinnu- leysistryggingasjóði. Þetta geta fyrirtækin gert í 60 vinnudaga á ári, 30 daga í senn. Fyrirtækin þurfa að greiða mismuninn á bót- um og dagvinnulaunum verkafólks, sem og greiðslur í sjúkra- og or- lofssjóði stéttarfélaganna. Sé þriggjadagareglan valin eru allir starfsmenn jafnir og fyrirtæk- ið fær sínar endurgreiðslur óháð kyni, þjóðerni eða litarhætti starfsmanna. Starfsmaður fyrir- tækis sem settur er út af launa- skrá fyrirvaralaust vegna hráefn- isskorts á rétt á atvinnuleys- isbótum sé hann EES-borgari. Sé starfsmaðurinn hins vegar frá landi utan EES – á tímabundnu at- vinnuleyfi, segir Atvinnuleysis- tryggingasjóður að starfsmaðurinn eigi ekki rétt á atvinnuleysisbót- um. Eftir því sem ég kemst næst byggir þetta á því að atvinnuleyfið sé tímabundið og þegar starfsmað- ur sé settur út af launaskrá þá sé ráðningunni slitið. Atvinnuleyfið sé bundið atvinnurekandanum og þegar hann hafi ekki lengur vinnu fyrir starfsmanninn eigi að senda hann heim eða greiða honum laun ella. Sé það gert er mismununin orðin hinum erlenda starfsmanni í vil. Vandamál sem verður að leysa Grundvallarspurningar í þessu máli eru í raun tvær. Sú fyrri: Hvað þýðir það að starfsmaður sé settur út af launa- skrá? Sú seinni: Hvers vegna nýtur skattgreiðandi frá landi utan EES Þarf ég að betla þrátt fyrir að greiða mína skatta til samfélagsins? Signý Jóhannesdóttir Misrétti Er íslensk gestrisni með þeim hætti að erlendu verkafólki er vísað á guð og gaddinn, spyr Signý Jóhannesdóttir, þegar stjórnvöldum og atvinnulífinu hentar að túlka lög og kjara- samninga með þeim hætti, að það megi? FATLAÐIR ein- staklingar í dag búa við alvarleg mannrétt- ingabrott af hálfu samninganefndar rík- isins og ríkissjórnar. Kemur þetta út frá þeirri staðreynd að lang stærsti hluti þeirra starfsmanna sem vinna með fatlaða eru stuðningsfulltrú- ar, sem í dag eru á allt of lágum launum. Vegna þess hve lág launin eru helst starfsfólk stutt í starfi og erfiðlega gengur að manna stöðugildi á sambýlum. Vegna þessa fá fatlaðir ekki alla þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Stuðningsfulltrúar í dag hafa í byrjunarlaun 79.000 krónur sem rétt skríða upp 80.000 eftir ár í starfi og þar haldast launin svo til óbreytt það sem eftir er starfsfer- ils ómenntaðs starfsfólks. Stuðn- ingsfulltrúar eiga því sáralitla möguleika á því að hækka mikið í launum og staldra því stutt við í starfi. Samningar stuðningsfulltrúa hafa verið lausir síðan 31. október á síðasta ári og hefur samninganefnd ríkis- ins lýst því yfir, vegna þessa langa tíma, að launahækkanir verði ekki afturvirkar þegar samningar loks nást. Því er verið að ræna a.m.k. fimm mánuðum af stuðningsfulltrúum í launahækkun. Til að bæta gráu ofan á svart verða fyrirhug- aðar launahækkanir sáralitlar. Ekki nema við sættum okkur áfram við lúsarlaun fyrstu tvö árin. Þau laun sem okkur eru boðin rétt slefa í 90.000 á tveggja ára reynslutíma. Þetta bætir ekk- ert því ekki er hægt að lifa á þess- um launum frekar en áður á 80.000 þúsundum. Við stuðningfulltrúar eigum ekki auðvelt með að krefjast réttar okk- ar þar sem okkur er meinað um þann verkfallsrétt sem flestar aðr- ar starfstéttir hafa. Við skorum því á samninganefnd ríkisins og ríkisstjórn að leiðrétta hlut stuðningsfulltrúa og bjóða al- mennilega samninga þar sem byrj- unarlaun yrðu ekki lægri en 112.000 líkt og samþykkt var á þingi BSRB síðastliðið haust. Með þeim samningum væri verið að tryggja rétt fatlaðra jafnt og starfsmanna þeirra. Öryggi og staðfesta Fatlaðir myndu aftur öðlast ör- yggi og staðfestu heima fyrir, sem kæmi út frá því að starfsfólk héld- ist frekar í starfi sem stuðnings- fulltrúar. Við erum viss um að að- ilar samningsnefndar ríkisins og ríkisstjórnar myndu aldrei láta bjóða sér né börnum sínum það sem þeir bjóða fötluðum upp á dag. Góðir samningar yrðu öllum til góðs; fötluðum og stuðningsfull- trúm auk þess sem af yrði stór- kostlegur sparnaður ríkisstjóðs á útborgaðri yfirvinnu sem hlýst af núverandi skorti á starfsfólki. Alvarleg mann- réttindabrot Guðrún Hulda Fossdal Fötlun Við stuðningsfulltrúar, segir Guðrún Hulda Fossdal, eigum ekki auðvelt með að krefjast réttar okkar, þar sem okkur er meinað um verkfallsrétt. Höfundur er fulltrúi starfsmanna sambýlisins Trönuhólum 1 og vinnustofunnar Iðjubergs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.