Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 48
UMRÆÐAN
48 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MARKMIÐ laga
um stjórn fiskveiða er
m.a. að stuðla að
verndun og hag-
kvæmri nýtingu fiski-
stofna og tryggja með
því trausta atvinnu og
byggð í landinu.
Lítt hefur gengið að
byggja upp fiskistofn-
ana og þeir flestir í
lægð. Hagkvæma nýt-
ingin er nú þannig að
20 stærstu kvóta-
eigendurnir ráða orðið
59,22% kvótans.
Traustu atvinnunni er
þannig komið, að þeir
staðir sem missa afla-
heimildir missa störf og fólk. Þetta
sést best á því að í fiskvinnslunni
fækkar störfum og fólkið neyðist til
að flytja. Má nánar sjá um þessa
tryggingu traustrar atvinnu og
byggðar í nýútkominni skýrslu
Byggðastofnunar um „Sjávarútveg
og byggðaþróun á Íslandi“ sem unn-
in er af Nýsi hf., Haraldi L. Haralds-
syni hagfræðingi. Þar er ítarlega
fjallað um þessi mál og m.a. litið til
einstakra sveitarfélaga, fyrst Ísa-
fjarðar og Hnífsdals. Á bls. 14 segir:
„Árið 1996 voru starfandi sjö fisk-
vinnsluhús á Ísafirði og Hnífsdal
með 35 manns eða fleiri í vinnu. Sam-
tals störfuðu hjá þessum húsum 620
manns í fullu starfi við fiskverkun.
Árið 2000 er einungis eitt af þessum
húsum starfrækt en til hafa orðið tvö
ný fyrirtæki af framangreindri
stærð. Samtals störfuðu á sl. ári hjá
þessum þremur fyrirtækjum 190
manns við fiskverkun, samanborið
við 620 manns hjá sjö fyrirtækjum
árið 1996.
Þannig hefur störfum við fisk-
vinnslu hjá fyrirtækjum með 35
manns og fleiri í vinnu fækað um
430.“
Hverjir ráða?
Hverju ræður þetta fólk um þessa
þróun? Engu. Ekki fær það eða aðrir
íbúar að greiða atkvæði í lýðræðis-
legri kosningu um veru eða ekki veru
kvótans sem fór, eins og Reykvík-
ingar hafa nú gert um flugvöllinn.
Þetta fólk fær engu ráðið um það að
veiðiheimildir fóru úr þeirra
heimabæ. Hins vegar er ljóst að
þetta er fólkið sem missti vinnuna og
það eru eignir þessa fólks sem rýrna
við það að þeir fáu sem ráða yfir
veiðiheimildunum taka ákvörðun um
að selja þær burt frá byggðum og
heimilum þessa fólks. En kvótinn
flytur ekki fólk, segja sumir. Íbúum
á Ísafirði og Hnífsdal fækkaði frá
árinu 1995 til 2000 um 433 íbúa.
Þetta eru 3 umfram það sem störf-
unum fækkaði í fiskvinnslunni. Svo
segja menn að kvótinn flytji ekki fólk
og sjá ekkert samhengi í þessum
hlutum. Það er það versta í málinu,
því þá fyrst er hægt að taka á þess-
um vanda þegar menn sjá samhengi
þessa. Sama sagan er upp á teningn-
um í Hrísey sem síðan er skoðuð, þar
sem veiðiheimildir hafa minnkað úr
4.038 þorskígildistonnum fiskveiði-
árið 1992/1993 í 579 þorskígildistonn
fiskveiðiárið 2000/2001.
Þessu fylgdi að íbúum fækkaði um
þriðjung í Hrísey frá árslokum 1994
til ársloka 2000.
Um þetta segir nánar í skýrslunni
á bls. 15: „Augljóst er að mikil fækk-
un íbúa á Ísafirði og í Hrísey er ann-
ars vegar vegna verulegra skertra
veiðiheimilda og hins vegar vegna
stöðvunar á rekstri fisk-
vinnslufyrirtækja, sem
væntanlega er afleiðing
af skertum veiðiheim-
ildum.
Af þessu er dregin sú
ályktun að ástæða fólks-
fækkunar á framan-
greindum stöðum er
fyrst og fremst sú að
fólk missir atvinnu en
ekki vegna þess að það
hafi viljað flytja á brott
hefðu atvinnukostir ver-
ið fyrir hendi. Þessi þró-
un mála á Ísafirði og í
Hrísey er dæmi um
hvernig íbúaþróun verð-
ur þegar fiskveiðiheim-
ildir hverfa úr byggðarlögum og
ekkert kemur í staðinn.“ Á þessum
tveim stöðum sem fyrrnefnd skýrsla
greinir frá býr duglegt og þrautseigt
fólk Að koma í Hrísey er heilt æv-
intýri og atvinnuvegasýning sem ég
sótti heim á Ísafirði í september sl.
var aðstandendum öllum til fyrir-
myndar. Ísafjörður er og hefur lengi
verið kaupstaður með yfirbragði
heimsborgar og óvíða var rekin öfl-
ugri útgerð eða fiskvinnsla en þar.
Markviss byggðastefna á
höfuðborgarsvæðinu
Íbúar landsbyggðarinnar, sjó-
menn, fiskvinnslufólk og aðrir sem
hafa bundið ævistarf sitt og eignir í
sjávarplássunum, hafa engu ráðið
um þá þróun sem flutt hefur forræði
lífsbjargar þeirra eins og að framan
getur til hinna 20 stóru.
Stjórnun fiskveiða varðar þannig
ekki bara útgerðarmenn og þá fáu
sem yfir kvótanum ráða.
Það er ekki hægt að líta fram hjá
þessum ógnvænlegu afleiðingum,
þessum neikvæðu hliðum kvótakerf-
isins. Þessi óskapnaður hefur með
leyfisbréfum forréttinda, frjáls-
hyggju og svokallaðri hagræðingu í
mörgum tilvikum svipt sérstök sam-
félög manna, sjávarplássin, eina
kostinum í atvinnumálum. Á sama
tíma og þessi fjandi hefur leikið laus-
um hala um land allt, með afleiðing-
um atvinnuleysis og óöryggis, hefur
ríkisvaldið rekið öfluga byggða-
stefnu með öruggum og tryggum
störfum á höfuðborgarsvæðinu. Þar
fjölgaði opinberum störfum á tíma-
bilinu 1994-1997 um 451 á sama tíma
og stjórnvöld áttu samkvæmt álykt-
un Alþingis að reka þá stefnu að
fjölga þeim á landsbyggðinni. Þar
fækkaði opinberum störfum á þess-
um tíma um 31.
Breytinga er þörf
Breytinga er þörf, því ögurstundin
nálgast víða í byggðum okkar lands.
Þegar augun opnast fyrir samhengi
þess að fólk flytjist þegar því er
björgin bönnuð, þá er von til þess að
alþjóð skynji þá nauðsyn gagnvart
þessum þúsundum meðbræðra sinna
og systra að tryggja þeim réttinn til
atvinnu og lífsbjargar. Öll berum við
ábyrgð og við eigum að tryggja sjáv-
arplássunum þann rétt til lífsbjargar
sem ekki verður frá þeim tekinn. Þá
mun okkur vel farnast og með þeim
orðum hvet ég sem flesta til að
kynna sér skýrsluna um „Sjávarút-
veg og byggðaþróun á Íslandi“ en í
lokaorðum hennar segir m.a. á bls.
19: „Ljóst er að ákvæði laganna um
frjálst framsal veiðiheimilda hefur
haft víðtækar afleiðingar á þróun
byggðar í landinu með tilflutningi
aflaheimilda á milli landshluta og
einstakra byggðarlaga. Sem dæmi
má nefna að byggðarlög á Snæfells-
nesi eru að styrkjast en byggð á
Vestfjörðum að veikjast. Þetta hefur
leitt til verulegrar skuldaaukningar í
sjávarútvegi, lækkunar launa í fisk-
vinnslu í samanburði við aðrar at-
vinnugreinar og fólksflótta af lands-
byggðinni.“
Kvótinn flytur
fólkið
Örlygur Hnefill
Jónsson
Höfundur er varaþingmaður
Samfylkingarinnar og stjórn-
armaður í Byggðastofnun.
Byggðaþróun
Breytinga er þörf, segir
Örlygur Hnefill
Jónsson, því ögur-
stundin nálgast víða í
byggðum okkar lands.
ÉG treysti góðu fólki.
Í aðdragandanum að
viðhorfskönnun borg-
aryfirvalda um framtíð
flugvallarins gerði ég
það einnig.
Leikreglurnar
Ég gekk út frá því, að
þær leikreglur, sem
settar voru í upphafi
yrðu virtar og að ekki
yrði reynt að skrum-
skæla þær eftir á.
Ég var ekki einn um
að treysta þessum leik-
reglum. Við þekkjum öll
persónulega fjölda
fólks, sem ekki greiddi atkvæði. Fyr-
ir því voru ýmsar ástæður, en þær
skipta í raun engu máli, því að öllum
var frjálst að taka þátt eða ekki.
Margir þeirra, sem ekki greiddu at-
kvæði, tóku þá ákvörðun vegna þess
að öllum var ljóst, að viðhorfskönn-
unin yrði ekki bindandi og hefði því
einungis pólitískt áróðursgildi.
Lítil þátttaka
Við Hollvinir börðumst eins og
ljón við hlið Ingibjargar Sólrúnar við
að fá fólk á kjörstað, því að við viss-
um að lítil kjörsókn yrði slæm fyrir
okkur. En allt kom fyrir ekki. Yf-
irgnæfandi meirihluti Reykvíkinga
eða 63% hunsaði allan áróðurinn og
kom ekki á kjörstað.
Útkoman varð bræðrabylta, jafn-
tefli, munurinn langt innan skekkju-
marka og þátttakan þar að auki af-
spyrnu léleg.
Ágæt æfing í rafrænni kosningu,
sögðu einhverjir, fyrsta tilraun til
borgar(a)lýðræðis, sögðu aðrir.
Túlkun útkom-
unnar
En hvernig sem á
málið er litið er frá-
leitt að túlka útkom-
una sem sigur annars
aðilans, ef tekið er mið
af leikreglunum sem
settar voru fyrirfram.
Nú rúmri viku eftir
viðhorfskönnunina vil
ég leyfa mér að árétta
eftirfarandi til að sýna
fram á fáránleikann í
málflutningi borgar-
stjóra og hennar
áhangenda, þegar þau
reyna að telja borg-
arbúum trú um að viðhorfskönnunin
sýni bindandi stuðning við brott-
flutning flugvallarins.
Kjósendur á kjörskrá voru 81.262.
Bindandi kjörsókn varð að vera:
75% eða 60.969.
Alls kusu: 37% eða 30.219.
Til að viðhorfskönnunin yrði
bindandi þurftu því að kjósa til við-
bótar 38% eða 30.750.
Ekki bindandi
Kjörsókn var því aðeins tæplega
helmingur af því sem hún þurfti að
verða til að vera bindandi. Hún var
sem sé ekki bindandi. Hvorki mér
né öðrum kjósendum kemur það við,
hvort Ingibjörg Sólrún telur sig per-
sónulega vera siðferðilega bundna
af þessum tölum. Við hljótum hins
vegar að ætlast til þess að hún sem
stjórnandi sé siðferðilega bundin af
þeim samningum og þeim reglum
sem hún sjálf setti fyrirfram.
Önnur útkoma gat samkvæmt
reglum Ingibjargar Sólrúnar fyrir
viðhorfskönnunina verið sú að 50%
Reykvíkinga á kjörskrá kysu annan
valkostinn, völlinn burt eða kyrran.
Hvernig fór?
Reglan um bindandi afstöðu gerði
ráð fyrir að helmingur kjósenda
þyrfti að velja annan hvorn kostinn,
eða 40.631.
Alls kusu völlinn burt 18,4% eða
14.913.
Alls kusu völlinn kyrran 17,9%
eða 14.529.
Mismunurinn er 384 atkvæði eða
innan við hálft prósent og því langt
frá því að vera marktækur í könn-
unum af þessu tagi.
Hvernig í ósköpunum getur
stjórnmálamaður sem vill láta taka
sig alvarlega, haldið því fram að vilji
borgarbúa liggi fyrir og eftir honum
verði að fara? 63% borgarbúa tóku
ekki þátt og einungis 18,4% borg-
arbúa vildu flugvöllinn burt.
Ingibjörg Sólrún líka
Ég tel að borgarbúar hafi treyst
því, að þær reglur, sem Ingibjörg
Sólrún setti fyrir 17. mars, myndu
einnig gilda eftir 17. mars. Þar ligg-
ur siðferðileg skylda hennar. Hún
setti reglurnar, margítrekaði þær,
eftir þeim fóru borgarbúar. Ingi-
björg Sólrún á að gera það líka.
Að treysta
góðu fólki
Friðrik
Pálsson
Flugvallarkosning
Við hljótum að ætlast til
þess að Ingibjörg Sól-
rún sem stjórnandi sé
siðferðilega bundin af
þeim samningum og
þeim reglum, segir
Friðrik Pálsson, sem
hún sjálf setti fyrirfram.
Höfundur er formaður
Hollvina flugvallarins.
Atkvæðagreiðslan
um flugvöllinn
reyndist ógild þar
sem aðeins 37,2%
Reykvíkinga tóku
þátt í henni. Meiri-
hluti borgarbúa var
ekki tilbúinn til að
gera upp á milli
þeirra tveggja kosta
sem boðið var upp á.
Úrslit atkvæða-
greiðslunnar voru
nánast hnífjöfn,
14.529 á móti 14.913.
Aðeins 384 atkvæði
skildu á milli þeirra
sem afstöðu tóku.
Yfir 50.000 Reykvík-
ingar sátu hjá. Það sem gerir
þessa atkvæðagreiðslu sérstaka er
að hún varðar tvö mikilvæg skipu-
lagsmál, byggð í Reykjavík og
skipulag innanlandsflugsins á Ís-
landi. Í svo flóknu máli þarf að
vanda mjög ákvarðanatöku svo að
niðurstaða fáist sem sátt ríkir um,
ekki aðeins meðal
borgarbúa heldur
landsmanna allra. Því
miður var atkvæða-
greiðslan 17. mars síð-
astliðinn ekkert annað
en rándýr skoðana-
könnun sem leiddi ekki
í ljós vilja borgarbúa,
hvað þá annarra lands-
manna.
Ég tel að atkvæða-
greiðslan um flugvöll-
inn hafi ekki verið lýð-
ræðisleg af tveimur
ástæðum. Í fyrsta lagi
var enginn raunveru-
legur valkostur og í
öðru lagi höfðu aðeins
sumir atkvæðisrétt af þeim sem
málið varðar. Þó að það sé mik-
ilvægt fyrir Reykvíkinga að nýta
land flugvallarins er skipulag
innanlandsflugsins hagsmunamál
allrar íslensku þjóðarinnar. Þeir
sem vilja ekki hafa flugvöllinn þar
sem hann er verða í samvinnu við
flugmálayfirvöld að finna nýjan
stað fyrir hann. Ef raunhæfur
valkostur finnst er sjálfsagt að
leyfa þjóðinni að greiða atkvæði
um það hvort höfuðstöðvar innan-
landsflugsins flytji á hinn nýja
stað eða ekki. Slík atkvæða-
greiðsla gæti t.d. farið fram um
leið og kosið er til Alþingis. Höf-
uðborgin og flugmálayfirvöld yrðu
síðan að hlíta úrslitum slíkrar at-
kvæðagreiðslu og haga skipulags-
málum sínum samkvæmt því.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
komu ekki á óvart en viðbrögð
borgarfulltrúanna Helga, Hrann-
ars og Ingibjargar eru með ólík-
indum. Fyrir atkvæðagreiðsluna
var samþykkt í borgarráði með
hvaða hætti hún gæti orðið bind-
andi. Það var með tvennu móti.
Annars vegar að 75% kosninga-
bærra Reykvíkinga tækju þátt og
hins vegar að ef þátttakan yrði
minni þá yrði helmingur allra
kosningabærra Reykvíkinga að
velja sama kostinn, þ.e. rúmlega
fjörutíu þúsund Reykvíkingar.
Þremenningarnir Helgi, Hrannar
og Ingibjörg ákváðu síðan eftir að
atkvæðagreiðslan hafði farið fram
að breyta leikreglunum. Nú segja
þau að niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar sé bindandi og að Reykja-
víkurflugvöllur verði lagður niður
árið 2016.
Þessu fólki er ekki treystandi.
Flugvallarfarsinn
heldur áfram
Gísli
Ragnarsson
Höfundur er aðstoðarskólameistari.
Flugvöllur
Úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar komu ekki á
óvart, segir Gísli
Ragnarsson, en við-
brögð borgarfulltrú-
anna Helga, Hrannars
og Ingibjargar eru með
ólíkindum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
Njálsgötu 86,
s. 552 0978
Bómullar-satín
og silki-damask
rúmfatnaður