Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 50

Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 50
MENNTUN 50 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTA haust hefja ný-stúdentar, og margiraðrir, háskólanám en af-ar brýnt er fyrir þá að vita hvað þeir geti hugsað sér að nema og starfa við í framtíðinni. Besta leiðin til að minnka líkurnar á röngu vali er að kynna sér valkostina og bera þá saman við sjálfan sig og markmið. En þess gefst kostur næsta sunnudag, fyrir stúdenta og aðstandendur þeirra. Námskynning 2001 fer fram í Að- albyggingu Háskóla Íslands og í Odda 1. apríl kl. 13–17 en slíkar kynningar geta opnað augu væntan- legra nemenda fyrir námsleiðum sem þeir annaðhvort vissu ekki um eða treystu sér ekki áður til. Rang- hugmyndir einstaklinga um náms- leiðir, t.d. um að þær séu of erfiðar eða að þær tilheyri fremur öðru kyn- inu, geta einnig komið í veg fyrir heillavænlegt val. Einnig eru ævin- lega nokkrar nýjungar í hverjum há- skóla fyrir sig sem nemendur höfðu ekki vitneskju um og þurfa að kynna sér. Áður en stúdent velur háskóla og námsleið þarf hann að ígrunda marga þætti og velta fyrir sér. Stað- setningin getur verið einn þessara þátta. Annar þáttur er um hvort það henti betur að vera í fjölmennum eða fámennum skóla. Fjarnám hefur einnig leitt til þess að þeir sem eru með fjölskyldur og vilja ekki sleppa vinnunni í heimabyggð geta hafið nám við háskóla án þess að til bú- setuflutninga þurfi að koma. Niðurstaðan er a.m.k. að nauðsyn- legt er að kynna sér málin og kostina til hlítar til að auka líkurnar á skyn- samlegu vali. Námskynningin er kjörin til að undirbúa endanlegt val. Námskynning 01/ Íslenskir háskólar eru með námskynningu næsta sunnudag í Aðalbyggingu HÍ og í Odda klukkan 13–17. Væntanlegir nemendur eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri: Að sjá allt á einum stað, afla upplýsinga og spyrja fulltrúa skólanna um hvaðeina sem brennur á þeim. Endanlegt val skiptir sköpum. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri var stofnaður á 110 ára afmæli Bændaskólans á Hvanneyri. Valkostir háskólanna kynntir II  Nám í tómstunda- og félagsmála- fræði er meðal nýjunga í KHÍ.  Í haust hefst nám í tölvunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Í RÚM 50 ár hefur verið kennsla á háskólastigi á Hvanneyri og frá árinu 1999 heitir skólinn Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri. Námið skipist í umhverfisskipulag, búfræði- braut og landnýtingarbraut. Í námi í umhverfisskipulagi er tekin fyrir náttúra landsins og félagslegar aðstæður og miðað að því að nemendur öðlist þjálfun í að þróa og móta búsetulandslag út frá fagurfræðilegum félags- legum og öðrum umhverfi- stengdum sjónarmiðum. Grunnnám tekur 3 ár og lýkur með B.Sc.-90 í um- hverfisskipulagi. Þeir sem óska geta lokið námi á þessu stigi en LBH býð- ur tvo möguleika á framhaldi fyrir nemendur sem náð hafa tilskildum árangri. Í fyrsta lagi framhaldsnám á Norðurlöndum á grundvelli NOVA- samkomulagsins þannig að þar er gengið inn í meistaranám, sem eru tvö ár í viðbót og lokið prófgráðu í landslagsarkitektúr. Hinn kosturinn er að taka fjórða ár á Hvanneyri og ljúka B.Sc.-120 í umhverfisskipulagi. Störf að námi loknu fyrir þá sem ljúka með B.Sc.-90 geta verið t.d. hjá sveitar- og bæjarfélögum, fyrirtækj- um og stofnunum við umsjón með framkvæmdum, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum. Nám á búfræðibraut Námið tekur þrjú ár hið minnsta, en þá útskrifast nemendur með BSc- próf (90 einingar) í búfræðum. Að því loknu geta þeir bætt við sig eins árs sérnámi og rannsóknarþjálfun og brautskrást með kandídatsgráðu í búfræðum (120 einingar). Rauði þráðurinn er búfræði frá öllum hliðum, hvort sem um er að ræða ræktun fóðurs fyrir búfé, fóðr- un, kynbætur, húsvist og velferð. Fjallað er um auðlindir, landið og búfé frá vísindalegu sjónarhorni með áherslu á líffræði, jarðvegsfræði, efnafræði o.fl. Í náminu gefst kostur á verulegri sérhæfingu í verkefna- vali innan námsgreina. Þá er 5 ein- inga lokaritgerð á 6. önn sjálfvalið efni, samþykkt af leiðbeinanda. Á fjórða ári gefst ennfremur kostur á víðtæku vali upp á 18 einingar, auk 9 eininga BSc ritgerðar til kandídats- prófs. Námið tekur mið af þörfum þeirra er starfa vilja við leiðbeiningar, rannsóknir og/eða kennslu í búfræðum eða búskap. Þá felst í náminu breiður líffræðilegur grunnur sem nýtist vel fólki sem t.d. fæst við kennslustörf hvort sem er á grunnskóla- eða fram- haldsskólastigi. Námið veitir góðan grunn til framhaldsnáms í búfræð- um og skyldum greinum við erlenda háskóla. Nám á landnýtingarbraut Áhersla er lögð á hagnýta nátt- úrufræði, þar sem þekking á náttúru landsins er nýtt til að skipuleggja sjálfbæra nýtingu hennar og vernd- un. Landnýting/náttúrunýting í víð- asta skilningi er öll nýting á landi. Grundvallarmunur er á landnýtingu og ræktunarbúskap, s.s. jarðrækt. Í landnýtingu er hin óbeislaða náttúra viðfangsefnið þar sem maðurinn uppsker á forsendum náttúrunnar. Þá er vistkerfum ekki umbylt, held- ur haldið sjálfbærum og lítt breytt- um. Í ræktunarbúskap er þessu öf- ugt farið. Þar er markmiðið að umbreyta kerfinu með hámarksaf- rakstur í huga og veruleg orka lögð til kerfisins til að svo megi vera. Náttúruvernd er óaðskiljanlegur hluti landnýtingar og náttúrunýting- ar og í náttúrusiðfræði eru þessi tvö hugtök, nýting og vernd óaðskiljan- leg. Námið á Hvanneyri er fjölþætt vegna þess að boðið er upp á sérhæf- ingu í skógrækt við íslenskar að- stæður. Landnýtingarbrautin leggur megináherslu á vistfræðilegan bak- grunn skógræktar. Nemendur sem ljúka námi á brautinni eiga kost á að halda áfram námi til MSc og PhD gráðu við syst- urstofnanir LBH innan NOVA. Sambandið við náttúruna MARKMIÐ Háskólans í Reykjavík er að útskrifa nemendur með traust- an fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu sem tryggir þeim aðgang að viðurkenndum erlendum háskól- um og gerir þá eftirsótta á vinnu- markaði strax að námi loknu. HR leggur metnað sinn í að byggja upp háskóla sem stenst samanburð við helstu menntastofnanir erlendis. Leiðarljós í starfi skólans eru ný- sköpun, tækniþróun og alþjóðavæð- ing. Við Háskólann í Reykjavík eru tvær deildir – tölvunarfræðideild og viðskiptadeild, auk Símenntar HR sem veitir þjón- ustu sem er ætl- uð fyrirtækjum og starfsmönn- um þeirra. Báðar deildirnar eru með þriggja ára BS-nám auk styttri námsleiða. Skól- inn er í nýrri byggingu og hann er mjög vel tækjum búinn. Næsta haust verður tekin í notkun nýbygging við skólann og við það tvöfaldast stærð hans. Í haust verða í fyrsta sinn veittir sérstakir námsstyrkir til afburða- nemenda. Tveir nýstúdentar við hvora deild munu fá 400.000 kr. styrk auk þess sem skólagjöld þeirra falla niður fyrsta árið. Að auki fá þrír ný- stúdentar við hvora deild niðurfell- ingu skólagjalda fyrsta árið. Nýstúd- entar sækja sérstaklega um að hljóta styrk og við mat á umsóknum er tek- ið tillit til einkunna auk meðmæla og greinargerðar umsækjenda um væntingar til námsins. Eldri nemendur sem ná framúr- skarandi námsárangri geta einnig hlotið námsstyrki og auk þess geta þeir nemendur sem standa sig sér- lega vel í námi unnið með kennurum að rannsóknarverkefnum eða sem aðstoðarkennarar og eru þetta laun- uð störf. Viðskiptadeild Í viðskiptadeild er boðið þriggja ára BS-nám í viðskiptafræði, alls 90 einingar. Í náminu er lögð áhersla á fræðilegan grunn, raunhæf verkefni og tengsl við atvinnulífið. Á fyrsta ári er byggð upp traust þekking í undir- stöðugreinum almennra viðskipta- fræða. Hægt er að leggja áherslu á viðskiptafræðina eingöngu eða sam- þætta nám úr báðum deildum og út- skrifast með BS-próf í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein. Nemendur geta einnig útskrifast með diploma í viðskiptafræði eftir tveggja ára nám (60 einingar). Á annarri og fjórðu önn vinna nemendur í hópum að viðamiklum raunhæfum verkefnum. Fyrsta árs verkefnið felur í sér gerð viðskiptaáætlunar. Þar eiga nemendur að koma með viðskiptahug- mynd fyrir nýtt fyrirtæki og gera nákvæma við- skiptaáætlun um stofnun og rekstur þess. Á öðru ári vinna nemendur að raunhæfustefnumótunarverkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki og stjórnendur úr atvinnulífinu. Tölvunarfræðideild Í tölvunarfræðideild er boðið upp á þriggja ára BS-nám í tölvunar- fræði, alls 90 einingar. Þar er kapp- kostað að byggja upp jöfnum hönd- um sterkan fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu. Auk hefðbundins BS-prófs í tölvunarfræði geta nem- endur lokið prófi í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Einnig býðst nemendum að út- skrifast eftir tvö ár með prófgráðuna kerfisfræðingur-HR. Kerfisfræði- námið er sérsniðið að þörfum at- vinnulífsins og nemendur öðlast hag- nýta þekkingu og þjálfun til að starfa við hugbúnaðargerð. Fjarnám er kostur sem sífellt fleiri velja vegna þess sveigjanleika sem það býður upp á. Nemendur geta tekið allt námsefni fyrsta árs í tölv- unarfræðideild í fjarnámi en stefnt er að því að auka og efla fjarnám við skólann. Í tölvunarfræðideild vinna nemendur stór verkefni í lok fjög- urra fyrstu annanna. Hver önn í tölvunarfræðideild og viðskiptadeild stendur yfir í 15 vikur. Námskeið á 1. og 2. ári í tölvunar- fræðideild eru í 12 vikur sem lýkur með prófum. Slíkt fyrirkomulag er einnig á vorönn í viðskiptadeild. Þá vinna nemendur í 3-5 manna hópum að lausn viðamikils verkefnis. Til- gangur þess er að samþætta öll nám- skeið og láta reyna á það sem nem- endur hafa lært á önninni. Mörg lokaverkefni hafa verið unnin í sam- starfi við stofnanir og fyrirtæki.Mikil áhersla er lögð á að veita sterkan fræðilegan grunn nemenda og í framhaldi af því eru unnin viðamikil verkefni þar sem reynir á alla þá þekkingu sem nemendur hafa til- einkað sér. MBA-nám og Símennt HR Í febrúar 2001 var í fyrsta sinn boðið upp á alþjóðlegt MBA-nám í viðskiptadeild með áherslu á stjórn- un og rafræna viðskiptahætti. Námið er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem kallast GEM og er skammstöfun fyr- ir „Global eManagement“. GEM er samstarfsverkefni 10 virtra háskóla um allan heim. GEM-verkefnið legg- ur áherslu á að þjóna einstaklingum og fyrirtækjum sem leita eftir al- þjóðlegu sjónarhorni í viðskiptaum- hverfi þar sem rafræn viðskipti gegna veigamiklu hlutverki. Auk hefðbundins háskólanáms rekur skólinn Símennt HR sem legg- ur áherslu á að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir menntun starfs- fólks og stjórnenda. Megináhersla er lögð á sérsniðnar lausnir. Sú þekking sem hentar hverju fyrirtæki fyrir sig er greind með markvissum hætti og henni miðlað áfram. Morgunblaðið/Golli Kerfisfræði er 2ja ára nám í HR. Hér er Védís Sigurjónsdóttir þegar hún var í kerfisfræðinni. Nýsköpun og tækniþróun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.