Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 53 ✝ Sigurbjörg Ás-laug Sigurjóns- dóttir var fædd 23. ágúst 1930 í Snæ- hvammi í Breiðdal. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jóns- son, bóndi í Snæ- hvammi, f. 29. janúar 1896 í Snæhvammi, d. 10. nóvember 1981, og Oddný Elín Vigfúsdóttir, f. 9. janúar 1899 í Reykjavík, d. 28. janúar 1971. Systkini Sigurbjarg- ar eru tvö eftirlifandi, Sólveig Sigurjónsdóttir og Jón Snær Sig- urjónsson. Sigurbjörg lætur eftir sig eig- inmann, Kristin Brynjólf Helga- son, f. 27. september 1920 á Kirkjubóli, Stöðvarfirði. Foreldr- ar hans voru Helgi Erlendsson, út- vegsbóndi á Stöðvar- firði, f. 16. desember 1895, d. 30. júlí 1983, og Kristín Brynjólfs- dóttir, f. 31. desem- ber 1896, d. 17. sept- ember 1957. Börn Sigurbjargar og Kristins eru Jenný Hlín, f. 5. janúar 1949, gift Bjarna Gíslasyni, búsett á Stöðvarfirði, Kári Heiðar, f. 26. júní 1953, kvæntur Stein- unni K. Björnsdótt- ur, búsett í Reykja- vík, Bragi Snæþór, f. 19. maí 1955, ókvæntur, búsettur í Reykjavík, Kristín Þöll, f. 3. desember 1962, búsett í Svíþjóð, og Oddný Elín, f. 12. apríl 1972, sambýlismaður hennar er Anders Jansson, búsett í Svíþjóð. Útför Sigurbjargar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigurbjörg ólst upp í Snæhvammi. Þegar hún var 16 ára gömul varð hún vinnukona hjá Þorbjörgu og Birni Stefánssyni á Stöðvarfirði. Hún hitti eiginmann sinn, Kristin, 1947 og giftu þau sig 6. nóvember 1949 í Snæhvammi. Sigurbjörg starfaði við ýmislegt, þó aðallega við húsfreyjustörf og barnauppeldi. Nokkur ár vann hún við harðfisk- verkun en áður en hún veiktist vann hún við þrif á pósthúsi og apóteki Stöðvarfjarðar. Sigurbjörg hafði ákveðnar skoð- anir á íslensku samfélagi og ef sá sem hún ræddi við hafði ekki samúð með „litla manninum“ í samfélaginu varð hún reið við aðilann. Hún var Íslendingur í merg og bein og elsk- aði Ísland. Enda ferðaðist hún vítt og breitt um landið með fjölskyldu sinni. Og þó henni fyndist gaman að ferðast erlendis líka þá fannst henni alltaf gott að koma heim. Hún talaði alltaf um að hún þyrfti að gera svo mikið í garðinum sínum og þess vegna gat hún ekki verið svo lengi í burtu frá honum. Hún fann ró við að grafa í blómabeðunum sínum og unni þeim heitt. Hún kunni óteljandi blómaheiti. Sigurbjörgu fannst gaman að yrkja. Hún samdi ljóð, vísur og stök- ur og var virkilega dugleg við þessar skriftir sínar. Því miður fannst henni lítið varið í það sem hún skrifaði svo hún leyfði aldrei öðrum en fjöl- skyldumeðlimum að njóta lestursins. Ég tók viðtal við móður mína fyrir þó nokkrum árum þegar ég tók ís- lensku í menntaskóla. Þar segir hún mér frá þegar hún var milli níu og ellefu ára aldurs. Þá skemmtu sér allir saman, ungir sem gamlir. Börn- in fengu oft að fara með fullorðna fólkinu á harmonikudansinn. Hún sagði: „Á heimleið eftir þessar skemmtanir heyrði maður harmon- ikuspil í lækjunum.“ Elsku eiginkona, mamma okkar, amma, langamma, systir, mágkona og tengdamóðir, þú hefur gefið okk- ur svo mikið með návist þinni og við þökkum fyrir þá fallegu minningu sem þú skilur eftir. Þú skilur eftir stóran söknuð í hjarta okkar en líka frið því þú þarft ekki að kveljast lengur. Kristinn Helgason og börn. Veturinn hvarf, – vorið rann ylhýrt í garð með sólskinið, blómin og söngfuglakliðinn samstillta lækjanna og brimöldu niðinn. Fossinn fjörlausnar-óð, – sín fallþungu ljóð kveður hann vorinu er vakti ’onum afl og veitti ’onum hjálp til að brjóta hvern skafl. Vorgyðjan heim að vorum köldu heiðum, velkomin sértu’ að hlúa að ungum meiðum. Vinna okkur yl með hlýjum sólar seiðum senda okkur ljós að nýjum frama leiðum. Vortíminn nýi vekur róma snjalla. Verksvið er stórt og huldar raddir kalla. Dáðrakkir fram að duga eða falla. Dagur er runninn þörf er fyrir alla. (Sigurj. J. frá Snæhvammi.) Mér datt þetta ljóð hans afa í hug þegar ég frétti að Bjagga frænka væri dáin og hugsaði að nú væri vor- ið komið hjá henni eftir langan vet- ur. Erfið og löng veikindi loks að baki. Ég minnist Bjöggu eins og hún var þegar hún var enn hress. Hún lét lítið yfir sér en gat látið vel í sér heyra ef henni mislíkaði eitthvað. Hún var sístarfandi og hafði yndi af því að rækta garðinn sinn. Þegar ég var lítil fannst mér garðurinn í Brynju heilmikið ævintýraland og við frænkurnar, ég og Oddný, vorum mikið búnar að leika okkur þar. Hún hafði fengið þá guðsgjöf að geta ort falleg ljóð, þótt hún væri ekki að flíka þeim mikið, frekar en systur hennar hafa gert í gegnum tíðina. Nú er erfið barátta að baki. Kiddi minn, ég sendi þér og þínum nán- ustu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Solveig Friðriksdóttir. SIGURBJÖRG ÁSLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR og minnisstæð þeim sem kynntust henni. Hún var mikill persónuleiki og allir tóku eftir henni hvar sem hún fór. Dugnaður og kraftur einkenndu hana en jafnframt ljúfmennska og kærleiki. Hún var trygg og trúföst og mjög frændrækin. „Ekkert er sárara en að missa börnin sín,“ sagði Lóa við okkur eftir fráfall elsta sonar síns en áður hafði hún misst dóttur sína og eiginmann. Þeim áföllum tók hún með mikilli reisn og sótti styrk í ein- læga trú sína. Lóa var sérstaklega félagslynd og rækti allt sem hún tók sér fyrir hendur af einstökum myndarbrag. Margir muna hana og störf hennar vestur á Búðum á Snæfellsnesi þar sem hún rak sumarhótel um langt árabil. Hún var stálminnug, ættfróð með afbrigðum og margir eiga eftir að sakna þess að geta ekki hringt í hana til að fá upplýsingar um ættir og persónusögu. Hún reyndi að setja sig inn í aðstæður fólks og greiða úr vanda þess eins vel og henni var unnt. Það var líka eftir- tektarvert hversu fólk sem hún hafði haft kynni af, jafnvel um stutt- an tíma, rækti samband sitt við hana og talaði um hana með virðingu og þakklæti. Lóa var guðmóðir Guðnýjar dótt- ur okkar. Henni þótti vænt um það hlutverk. Hún fylgdist ætíð vel með henni og sýndi því áhuga sem hún var að gera. Við Einar og börnin okkar kveðjum Lóu með miklum söknuði og felum hana góðum Guði. Börnum hennar, tengdabörnum og afkom- endum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur og enda ég þessi orð með bænaversi eftir föður henn- ar, Kristján Eggertsson: Ég fel þér, Guð minn, allt, sem ann ég hér og allt ég þakka, sem þú veittir mér. Ég bið af hjarta, að börn og vini mín æ blessi, Jesús, náðarhöndin þín. Blessuð sé minning Lóu Krist- jánsdóttur. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Kveðja frá Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Reykjavík Í dag kveðjum við Lóu Kristjáns- dóttur heiðursfélaga í Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Reykjavík. Lóa gekk í Fríkirkjusöfnuðinn sextán ára og í Kvenfélagið árið 1956 og starfaði þar til dauðadags eða vel á fimmta áratug. Hún var fljótlega kosin í vara- stjórn félagsins og tók við ritara- starfi eftir að hún tók sæti í aðal- stjórn en þar sat hún fram til ársins 1967. Lóa var mikil félagsvera, einstök og ötul kona sem kom alltaf á fundi þegar hún gat. Hún tók þátt í flestu því sem félagið tók sér fyrir hendur og var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd. Hún fór með okkur í ferðalög innanlands og utan og eng- in var duglegri að útvega hluti félag- inu til fjáröflunar. Lóa var vinamörg enda ljúf og elskuleg í alla staði. Það var mjög gefandi að vera með henni, hvort heldur var á fundum í félaginu eða á rútuferðalagi. Þegar Lóa var 86 ára fór hún með félaginu til Þýskalands í vel heppnaða för og eigum við mjög góðar minningar um hana frá þeirri ferð. Margt lærðum við af Lóu svo sem að hægt er að starfa áfram og láta gott af sér leiða þótt aldurinn færist yfir. Við kveðjum Lóu með virðingu og þökkum henni elskulegar samveru- stundir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Vinkona mín, Lóa Kristjánsdóttir, er farin í ferðina miklu – og hún var vissulega ferðbúin þessa síðustu mánuði. Næstum alla mína ævi finnst mér ég hafa þekkt Lóu, fyrst vegna vináttu foreldra minna við þau hjónin Lóu og Friðstein Jóns- son bryta, sem var Vestfirðingur eins og þau, og seinna vegna vináttu okkar Guðnýjar, einkadóttur þeirra. Við vorum sessunautar árin fjögur í Kvennaskólanum og góðar vinkonur alla tíð, þar til Guðný lést eftir lang- varandi veikindi í mars 1980. Eftir það fannst mér Lóa mín koma, að hluta til, í hennar stað. Þrjátíu ára aldursmunur okkar, skipti ekki máli og hugtakið kynslóðabil var ekki til. Lóa Kristjáns var einstök kona, hörkudugleg – fróð um menn og málefni, ræðin og skemmtileg. Hún var mikil félagsmálavera, var í Sjálf- stæðiskvennafélaginu Hvöt, sat lengi í stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands og vann mikið starf fyrir Vernd, sem meðal annars hjálpaði fyrrverandi föngum að komast út í lífið á ný. Lóa varð landsþekkt fyrir hótel- rekstur sinn á Búðum og gjarnan kennd við hann. Fyrir okkur, sem vön erum nútímaþægindum, er það ótrúlegt hvernig hægt var að reka hótelið með glæsibrag við þau frum- stæðu skilyrði sem voru þar. Erfitt var með öll aðföng og enginn bíll var til umráða. Það hefur því þurft mikla fyrirhyggju og gott skipulag, og víst er að vinnudagur Lóu var oft langur. Þessi tími var henni þó einkar kær. Hún eignaðist fjölda vina sem komu ár eftir ár, þeirra á meðal voru margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Halldór Laxness dvaldi þar oft við skriftir og Kjarval og Júlíana Sveinsdóttir máluðu mikið á Snæfellsnesi. Það var gaman að heyra Lóu segja frá þessum tíma og sjá hvernig hugurinn fór á flug. Í minni fyrstu utanlandsferð 1956 var ég í Kaupmannahöfn. Lóa og Friðsteinn voru þar stödd, leituðu þau mig uppi og buðu mér með sér í dagsferð. Á þeim tíma voru útlönd ævintýri. Þau áttu þátt í að gera æv- intýrið mitt ógleymanlegt. Fyrir það og allar okkar samverustundir vil ég þakka. Ég veit að hún fær góða heimkomu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Birna Björnsdóttir. Elsku Lóa mín, nú er kveðju- stundin runnin upp. Þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáin hrönn- uðust minningarnar upp. Ég var alla tíð í miklu uppáhaldi hjá Lóu, en ég var skírður í höfuðið á foreldrum hennar, Kristjáni og Guð- nýju frá Dalsmynni. Lóa hélt góðu sambandi við mömmu og kom oft við í Dalsmynni á ferðum sínum um Snæfellsnesið, sérstaklega meðan hún rak Hótel Búðir. Þegar til stóð að ég færi í Haga- skólann haustið 1967 bauð Lóa mér herbergi og fæði um veturinn, en hún og Friðsteinn bjuggu þá á Hagamel 19. Mér var tekið þar eins og einum af fjölskyldunni og þar leið mér vel þó að stundum gripi mig heimþrá, en ég var að fara að heim- an úr sveitinni í fyrsta sinn. Ekki kom til nokkurra mála hjá Lóu og Friðsteini að þiggja neins konar greiðslu fyrir vetrardvölina. Þegar við Sigrún komum í heim- sókn til Lóu á Skúlagötu 40 var allt- af tekið vel á móti okkur, þá var spjallað um heima og geima og skoð- aðar myndir, en fjölskylda Lóu var henni mjög hugleikin. Þegar við heimsóttum hana í síðasta skiptið á Skúlagötuna sagði hún okkur frá síðustu bílferð sinni um Snæfells- nesið, sem tók tvo daga, og var greinilega mikil upplifun fyrir hana. Elsku Lóa. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú og fjölskylda þín hafa gert fyrir mig og öll samskipti okkar í gegnum tíðina. Við Sigrún sendum fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Kristján Guðni Guðmundsson. Á lífsleiðinni kynnumst við fjölda manns, sumir reka inn nefið, aðrir skilja eftir sig spor, enn aðrir staldra við og kenna manni nytsama hluti sem maður gleymir ekki. Fyrir því fólki ber maður mikla virðingu. Lóa Kristjánsdóttir hótelstjóri á Hótel Búðum er ein af þeim. Hjá þessari góðu konu var ég í þrjú sum- ur. Það má segja að hún hafi kennt mér flest í eldamennsku. Ef ég ætti að lýsa Lóu í fáum orðum þá var hún frábær stjórnandi, ströng, sann- gjörn og góð, enda ef maður hugsar um eina konu með stórt hótel, ellefu ungar stúlkur sem strákar á nesinu voru eins og býflugur á eftir, þá hefði þetta ekki gengið upp, nema með ströngum aga. Lóa var mjög lágvaxin kona, snögg í snúningum og stundum fannst manni eins og það væru margar Lóur því hún var alstaðar. Þetta hótel var í hennar tíð klassastaður, það var alltaf fullt af fólki og bílastæði fullt af rútum enda voru hlaðborðin hennar rómuð fyrir glæsileika. Nú er þetta hótel brunn- ið, Lóa farin í æðri heima og mér finnst eins og tekin hafi verið frá mér æskuminning. Lóa mín, ég þakka þér fyrir allar okkar stundir. Far þú í friði, guð er með þér. Þín Laufey Dagmar (Lubba). Kveðja frá Hvöt Látin er mæt kona eftir langa og merka ævi. Lóa Steinunn Kristjáns- dóttir. Lóa var í hópi frumherja ís- lenskra nútímakvenna; kjarna- kvenna sem vörðuðu leiðina fyrir yngri konur sem viljað hafa láta að sér kveða utan veggja heimilisins. Lóa var athafnakona, vinsæl og úr- ræðagóð. Til hennar leituðu margir bæði í viðskiptum, en ekki síður eftir ráðum til lausnar hvers kyns vanda sem að fólki steðjar í hversdagslíf- inu. Lóa var í hópi þeirra hugsjóna- kvenna sem fyrir 64 árum stofnuðu Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Tilgangurinn með stofn- un félagsins var að vera nýr og frjór vettvangur kvenna til stjórnmála- umræðu. Einnig vakti fyrir stofn- endum félagsins að tryggja fram- gang kvenna í stjórnmálum og vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Lóa átti drjúgan þátt í að Hvöt varð jafn öflugt félag innan Sjálfstæðis- flokksins og raunin varð. Um langa hríð lagði hún félaginu lið. Síðast í vetur sótti hún félagsfund jafnvel þótt hún væri ekki jafn létt í spori og fyrr. Með því að gera Lóu að heið- ursfélaga í Hvöt á 60 ára afmæli félagsins vildi Hvöt þakka Lóu allt hennar frumkvæði, en ekki síður framtíðarsýn hennar og ræktar- semi. Arfleið hennar er stór. Stefanía Óskarsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.               !"#$                               !!" !%    &%   !'!%  %  ! ("  ) #            *+,-+.+/0**+,-+. 1 2           &    !   '"" !&   %   & *  %  **  %  % 34%   /! *  %  /"  / !5% &/" 6 0 ( *  % )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.