Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 57 KIRKJUSTARF Á MORGUN, laugardaginn 31. mars, kemur kirkjukórinn úr Vík í Mýrdal í Digraneskirkju og heldur tónleika kl. 17. Mun kórinn m.a. flytja messu í C-dúr eftir C. Goun- od, ásamt fleira áhugaverðu. Stjórnandi kórsins er Krisztina Szklenar, organisti Víkurkirkju. Eftir hlé flytur kór Digraneskirkju valda tónlist undir stjórn organista kirkjunnar, Kjartans Sigurjónsson- ar. Aðgangur er ókeypis. Vorferð barnastarfs Víðistaðakirkju VORFERÐ fyrir börn sem tekið hafa þátt í barnastarfi kirkjunnar verður farin 31. mars. Lagt verður af stað frá Víðistaðakirkju kl. 13.30 og farið suður að Kálfatjörn, þar sem samvera verður í kirkjunni og hressing á eftir í boði Víðistaða- kirkju. Börn og foreldrar eru hvött til að mæta og taka með sér gesti. Sigurður Helgi Guðmundsson. Hallgrímskirkja. Passíusálmalestur kl. 12.15. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Mömmumorgunn kl. 10– 12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. 9.–10. bekkur Laugalækjarskóla fer í Vatnaskóg. Unnið að kvikmynda- gerð sem er forvarnarverkefni á vegum Þróttheima, Laugarnes- kirkju og Blómavals undir stjórn Guðmundar J. Haraldssonar, leik- ara. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svar- að. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir velkomnir. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Síðasta samvera kirkjuskólans í vetur verð- ur í Víkurskóla á morgun, laug- ardag, kl. 11.15–12. Brúðurnar ætla að mæta og vilja endilega fá að kveðja ykkur. Konni er að undirbúa hreiðurgerð fyrir sumarið og það er ekkert víst að hann megi vera að því að koma, en sjáum til. Mætum nú vel og tökum allt fullorðna fólkið með okkur og sjáum hvaða boðskap við fáum til að flytja út í samfélagið. Hittumst öll hress og kát. Prest- urinn og starfsfólk Kirkjuskólans. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, pré- dikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorra- son. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Brynjar Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Súpa og brauð að sam- komu lokinni. Staðarbakkakirkja í Miðfirði. Messa sunnudag 1. apríl kl. 14. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Kirkjukórinn í Vík í heimsókn Digraneskirkja Safnaðarstarf Góð vinkona okkar safnaðist til feðra sinna 3. febrúar í Taí- landi. Sjöfn fæddist í Reykjavík 30. mars 1931 og hefði því orðið sjötug í dag. Þau hjón voru í sinni árlegu ferð til Taí- lands þegar Sjöfn veiktist og SJÖFN MARTA HARALDSDÓTTIR ✝ Sjöfn Marta Har-aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. mars 1931. Hún lést á Pattaya í Taílandi 3. febrúar síðastlið- inn og fór minning- arathöfn um hana fram í Seltjarnarnes- kirkju 23. febrúar. fékk hægt andlát. Sjöfn var lífsglöð manneskja og naut sín vel innan um tón- list. Hún kunni alla dægurlagatexta, var ljúf í nærveru, ákaf- lega hreinskiptin og góð heim að sækja, enda voru Sjöfn og Þórarinn samhent í einu og öllu. Með þessum fáu orðum viljum við votta minningu henn- ar þakklæti og virð- ingu. Þórarni, börn- um, tengdabörnum og barnabörnum vottum við samúð okkar. Kristín og Árni Ísleifsson. Elsku Guðrún mín, það er margt skrítið í þessum heimi. 6. mars fékk ég bréf frá þér en 7. mars hringdi Ólafur þinn og sagði að þú hefðir kvatt þetta líf sama dag og ég fékk bréfið. Ég GUÐRÚN DAGBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR ✝ Guðrún DagbjörtÓlafsdóttir fædd- ist á Brúnavöllum á Skeiðum 18. septem- ber 1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudag- inn 6. mars síðastlið- inn. Útför hennar var gerð frá Bú- staðakirkju 13. mars. geymi öll bréfin frá þér svo ég á margar minningar um þig elsku vinkona. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Guðrún mín, þökk fyrir ljúfa og góða vináttu, ég sakna þín. Ólafur minn, innileg samúð. Gréta. Elsku afi. Við afa- börnin á Akureyri vilj- um þakka þér fyrir fáu en góðu samveru- stundirnar sem við áttum með þér og öll símtölin sem þú hringdir til okkar ÓLAFUR ÞORSTEINSSON ✝ Ólafur Þorsteins-son fæddist á Ak- ureyri 12. febrúar 1935. Hann lést á Landspítalanum 7. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkur- kirkju 16. mars. norður. Daginn áður en þú veiktist varstu einmitt að segja mömmu að þið amma ætluðuð að koma til okkar í heimsókn í vor. Nú verður ekkert úr því að þú komir til okkar en við hugsum hlýtt til þín, elsku afi, og sendum ömmu Gunnu og öðrum ættingjum okkar sam- úð. Kveðja frá afabörn- unum. Ottó Ernir og Íris Birna. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.