Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 59

Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 59 Síðustu dagar, endum sunnudaginn 1. apríl Verðdæmi: Regatta útivistarúlpur með flece (3x1) fullt verð 16.990 okkar verð 6.000. Puma bakpokar fullt verð 2.990 okkar verð 990 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Upplýsingasími 561 8811 Barnafatnaður Nýjar vörur á hverjum degi! HEIMILISFÓLKIÐ í Ási heldur vorbasar í föndurhúsinu, Frumskógum 6b, Hveragerði, laugardaginn 31. mars frá kl. 13 til 18. Þar verður selt kaffi og meðlæti og eru allir velkomnir að kíkja og styrkja gott málefni. Heimilisfólkið í Ási að undirbúa vorbasarinn. Vorbasar í Ási RÁÐSTEFNA verður haldin í Hlé- garði í Mosfellsbæ mánudaginn 2. apríl á vegum íslenska Staðardag- skrárverkefnisins í samvinnu við bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ráð- stefnan hefst kl. 9 árdegis og lýkur kl. 17. Íslenska Staðardagskrárverkefn- ið er samstarfsverkefni umhverf- isráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, þar sem tilgangurinn er að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21 í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar 1992. Verkefnið hófst í október 1998, og í byrjun þessa árs var gengið frá samningi um framhald til ársloka 2005. Staðardagskrá 21 á að vera verkefnalisti 21. aldarinnar, þ.e.a.s. áætlun um sjálfbæra þróun í hverju samfélagi um sig. Þar er ekki aðeins fjallað um umhverf- ismál í venjulegum skilningi, held- ur einnig um félagslega og efna- hagslega þætti framtíðarinnar. Í upphafi ráðstefnunnar í Mos- fellsbæ verða afhent verðlaun til eins eða tveggja sveitarfélaga, sem náð hafa bestum árangri í Stað- ardagskrárstarfinu síðustu mánuði. Þá verða einnig kynnt þau sveit- arfélög sem samþykkt hafa Ólafs- víkuryfirlýsinguna um sjálfbæra þróun. Á ráðstefnunni verður síðan fjallað um vistvænar byggingar, kynningu á náttúrunni, skipu- lagsmál, ferðaþjónustu og lífræna framleiðslu. Framsögumenn í þessum málum verða Floyd Kenn- eth Stein, bandarískur arkitekt og sérfræðingur í vistvænum bygg- ingum, Duncan Priddle, landvörður í Edinborg, Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt hjá Náttúru- vernd ríkisins, María Hildur Maack, umhverfisstjórnunarfræð- ingur hjá Íslenskri NýOrku ehf., og Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vottunarstofunnar Tún ehf. Að loknu hádegishléi skiptast ráðstefnugestir í hópa, sem hver um sig fjallar um tiltekið viðfangs- efni undir stjórn hópstjóra. Við- fangsefni hópanna eru þessi: Tæki til að fylgjast með framgangi Stað- ardagskrár 21; Aukið samstarf sveitarfélaga um Staðardagskrá 21; Áframhaldandi þátttaka al- mennings í Staðardagskrárstarf- inu; Þátttaka atvinnulífsins í Stað- ardagskrárstarfinu; Þröskuldar við gerð Staðardagskrár 21; Hvað þarf áætlun að innihalda til að geta kallast Staðardagskrá 21? Að lokinni kynningu á niðurstöð- um hópstarfsins verður fjallað um einstök viðfangsefni sem tengjast Staðardagskrárstarfinu á Íslandi. Þar mun Hugi Ólafsson, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu, gera grein fyrir vinnu við gerð áætlunar um sjálfbæra þróun á Íslandi, (Landsdagskrá 21), Jóhanna B. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Stað- ardagskrár 21 í Mosfellsbæ, mun segja frá heimsókn íslensks Stað- ardagskrárfólks til Álandseyja og Svíþjóðar á síðasta hausti, Hreinn Júlíusson, verkefnisstjóri á Siglu- firði, Guðlaugur Bergmann, verk- efnisstjóri í Snæfellsbæ, og Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgar- fjarðarsveitar, munu greina frá að- ferðum og árangri í Staðardag- skrárstarfinu í heimasveitar- félögum sínum, og loks mun Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðar- dagskrár 21 á Íslandi, segja frá verkefni um Staðardagskrá 21 á Norðurheimskautssvæðinu, sem nú er unnið að undir íslenskri stjórn. Ráðstefnan í Mosfellsbæ er öll- um opin og er sérstaklega vænst þátttöku stjórnenda og starfs- manna sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að 60–80 manns víða af land- inu sæki ráðstefnuna. Ráðstefnu- gjald er 2.000 kr. en ókeypis fyrir nema. Samband íslenskra sveitar- félaga tekur við skráningum á ráð- stefnuna. Landsráðstefna um Staðar- dagskrá 21 í Mosfellsbæ ÁRLEG samkoma Samtaka her- stöðvaandstæðinga í tilefni af 30. mars verður haldin nk. föstudag á Hallveigarstöðum í Reykjavík. Þar munu flytja ávarp Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur og Huginn Freyr Þorsteinsson háskólanemi. Dúettinn Reynistaðarbræður mun flytja frumsamda tónlist en að því loknu mun Magnús Stefánsson flytja nokk- ur ljóð. Dagskráin hefst kl. 20.30. Léttar veitingar verða í boði á vægu verði. Samtök her- stöðvaand- stæðinga með samkomu Þjóðmálavefurinn KREML.ISstendur fyrir spjallfundi í kvöld með yfirskriftinni: Vald fjölmiðla. Framsögumenn verða Ágúst Ein- arsson prófessor, Árni Snævarr fréttamaður, Guðlaugur Þór Þórð- arson borgarfulltrúi, Hrafn Jökuls- son ritstjóri og Pétur Blöndal al- þingismaður. Kremlarkvöld eru jafnan með af- slöppuðu yfirbragði og verður fund- ur þessi þannig haldinn á veitinga- húsinu Wunderbar við Lækjargötu, segir í fréttatilkynningu. Dagskrá mun standa yfir milli klukkan 20.30 og 23 og í boði verða léttar veit- ingar. Allir áhugamenn um stjórn- mál og önnur þjóðmál eru velkomn- ir. Brennidepillinn á þessu Kremlar- kvöldi verður annars vegar hlutverk og vald fjölmiðla í stjórnmálum og lýðræðisþróun og hins vegar er ætl- unin að fá fram skoðanir framsögu- manna á breyttum fjölmiðlamarkaði í kjölfar tilkomu Skjás eins, ókeypis fréttablaðs Frjálsrar fjölmiðlunar, dauða Dags, útþenslu Norðurljósa, stórsóknar netmiðlanna og þar fram eftir götunum. Spjallkvöld um vald fjölmiðla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.