Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 59 Síðustu dagar, endum sunnudaginn 1. apríl Verðdæmi: Regatta útivistarúlpur með flece (3x1) fullt verð 16.990 okkar verð 6.000. Puma bakpokar fullt verð 2.990 okkar verð 990 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Upplýsingasími 561 8811 Barnafatnaður Nýjar vörur á hverjum degi! HEIMILISFÓLKIÐ í Ási heldur vorbasar í föndurhúsinu, Frumskógum 6b, Hveragerði, laugardaginn 31. mars frá kl. 13 til 18. Þar verður selt kaffi og meðlæti og eru allir velkomnir að kíkja og styrkja gott málefni. Heimilisfólkið í Ási að undirbúa vorbasarinn. Vorbasar í Ási RÁÐSTEFNA verður haldin í Hlé- garði í Mosfellsbæ mánudaginn 2. apríl á vegum íslenska Staðardag- skrárverkefnisins í samvinnu við bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ráð- stefnan hefst kl. 9 árdegis og lýkur kl. 17. Íslenska Staðardagskrárverkefn- ið er samstarfsverkefni umhverf- isráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, þar sem tilgangurinn er að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21 í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar 1992. Verkefnið hófst í október 1998, og í byrjun þessa árs var gengið frá samningi um framhald til ársloka 2005. Staðardagskrá 21 á að vera verkefnalisti 21. aldarinnar, þ.e.a.s. áætlun um sjálfbæra þróun í hverju samfélagi um sig. Þar er ekki aðeins fjallað um umhverf- ismál í venjulegum skilningi, held- ur einnig um félagslega og efna- hagslega þætti framtíðarinnar. Í upphafi ráðstefnunnar í Mos- fellsbæ verða afhent verðlaun til eins eða tveggja sveitarfélaga, sem náð hafa bestum árangri í Stað- ardagskrárstarfinu síðustu mánuði. Þá verða einnig kynnt þau sveit- arfélög sem samþykkt hafa Ólafs- víkuryfirlýsinguna um sjálfbæra þróun. Á ráðstefnunni verður síðan fjallað um vistvænar byggingar, kynningu á náttúrunni, skipu- lagsmál, ferðaþjónustu og lífræna framleiðslu. Framsögumenn í þessum málum verða Floyd Kenn- eth Stein, bandarískur arkitekt og sérfræðingur í vistvænum bygg- ingum, Duncan Priddle, landvörður í Edinborg, Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt hjá Náttúru- vernd ríkisins, María Hildur Maack, umhverfisstjórnunarfræð- ingur hjá Íslenskri NýOrku ehf., og Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vottunarstofunnar Tún ehf. Að loknu hádegishléi skiptast ráðstefnugestir í hópa, sem hver um sig fjallar um tiltekið viðfangs- efni undir stjórn hópstjóra. Við- fangsefni hópanna eru þessi: Tæki til að fylgjast með framgangi Stað- ardagskrár 21; Aukið samstarf sveitarfélaga um Staðardagskrá 21; Áframhaldandi þátttaka al- mennings í Staðardagskrárstarf- inu; Þátttaka atvinnulífsins í Stað- ardagskrárstarfinu; Þröskuldar við gerð Staðardagskrár 21; Hvað þarf áætlun að innihalda til að geta kallast Staðardagskrá 21? Að lokinni kynningu á niðurstöð- um hópstarfsins verður fjallað um einstök viðfangsefni sem tengjast Staðardagskrárstarfinu á Íslandi. Þar mun Hugi Ólafsson, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu, gera grein fyrir vinnu við gerð áætlunar um sjálfbæra þróun á Íslandi, (Landsdagskrá 21), Jóhanna B. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Stað- ardagskrár 21 í Mosfellsbæ, mun segja frá heimsókn íslensks Stað- ardagskrárfólks til Álandseyja og Svíþjóðar á síðasta hausti, Hreinn Júlíusson, verkefnisstjóri á Siglu- firði, Guðlaugur Bergmann, verk- efnisstjóri í Snæfellsbæ, og Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgar- fjarðarsveitar, munu greina frá að- ferðum og árangri í Staðardag- skrárstarfinu í heimasveitar- félögum sínum, og loks mun Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðar- dagskrár 21 á Íslandi, segja frá verkefni um Staðardagskrá 21 á Norðurheimskautssvæðinu, sem nú er unnið að undir íslenskri stjórn. Ráðstefnan í Mosfellsbæ er öll- um opin og er sérstaklega vænst þátttöku stjórnenda og starfs- manna sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að 60–80 manns víða af land- inu sæki ráðstefnuna. Ráðstefnu- gjald er 2.000 kr. en ókeypis fyrir nema. Samband íslenskra sveitar- félaga tekur við skráningum á ráð- stefnuna. Landsráðstefna um Staðar- dagskrá 21 í Mosfellsbæ ÁRLEG samkoma Samtaka her- stöðvaandstæðinga í tilefni af 30. mars verður haldin nk. föstudag á Hallveigarstöðum í Reykjavík. Þar munu flytja ávarp Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur og Huginn Freyr Þorsteinsson háskólanemi. Dúettinn Reynistaðarbræður mun flytja frumsamda tónlist en að því loknu mun Magnús Stefánsson flytja nokk- ur ljóð. Dagskráin hefst kl. 20.30. Léttar veitingar verða í boði á vægu verði. Samtök her- stöðvaand- stæðinga með samkomu Þjóðmálavefurinn KREML.ISstendur fyrir spjallfundi í kvöld með yfirskriftinni: Vald fjölmiðla. Framsögumenn verða Ágúst Ein- arsson prófessor, Árni Snævarr fréttamaður, Guðlaugur Þór Þórð- arson borgarfulltrúi, Hrafn Jökuls- son ritstjóri og Pétur Blöndal al- þingismaður. Kremlarkvöld eru jafnan með af- slöppuðu yfirbragði og verður fund- ur þessi þannig haldinn á veitinga- húsinu Wunderbar við Lækjargötu, segir í fréttatilkynningu. Dagskrá mun standa yfir milli klukkan 20.30 og 23 og í boði verða léttar veit- ingar. Allir áhugamenn um stjórn- mál og önnur þjóðmál eru velkomn- ir. Brennidepillinn á þessu Kremlar- kvöldi verður annars vegar hlutverk og vald fjölmiðla í stjórnmálum og lýðræðisþróun og hins vegar er ætl- unin að fá fram skoðanir framsögu- manna á breyttum fjölmiðlamarkaði í kjölfar tilkomu Skjás eins, ókeypis fréttablaðs Frjálsrar fjölmiðlunar, dauða Dags, útþenslu Norðurljósa, stórsóknar netmiðlanna og þar fram eftir götunum. Spjallkvöld um vald fjölmiðla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.