Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 64

Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Freyja kemur í dag, Hegranes fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Harðbakur kom og fór í gær. Ammasat kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Samsöngur við píanóið með Árilíu, Hans og Hafliða. Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opn- ar. Farið verður í Þjóð- leikhúsið miðvikudaginn 11. apríl að sjá söngleik- inn „Singing in the ra- in“. Látið vita um þátt- töku fyrir 1. apríl. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Miðviku- daginn 4. apríl verður farið í Listasafn Íslands að sjá sýninguna „Nátt- úrusýnir“ frá Petit Pal- ais-safninu í París. Lagt af stað kl. 13.30. Ferð á Þingvelli þriðjudaginn 10. apríl, komið við í Eden, Hveragerði, á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilk. þátttöku fyrir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahúsinu að Varmá kl. 10–11 á laug- ardögum. Jóga kl. 13.30–14.30 á föstudög- um í dvalarheimilinu Hlaðhömrum. Upplýs- ingar hjá Svanhildi í síma 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fóta- nudd, sími 566 8060, kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 gönguhópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðsþjónusta, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13, myndmennt kl. 13, brids kl. 13.30. Sigurbjörn Kristinsson verður með mál- verkasýningu í Hraun- seli fram í maí. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðju- dögum kl. 13.30. Fóta- aðgerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Dagsferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið- Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði, Glæsibæ, nokkur sæti laus. Þeir sem hafa skráð sig í ferðina vin- samlegast sæki farmið- ann sem fyrst á skrif- stofu FEB. 27.–29. apríl 3ja daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hell- issand og Djúpalónss- and. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. Skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Upplýs- ingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14 verður ferða- kynning Ferðaskrifstof- unnar Sólar. Happ- drætti, ferðavinningar. Árni Norðfjörð leikur á harmonikku. Umsjón: Edda Baldursdóttir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í aðalsal undir stjórn Sigvalda. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Einnig verður sýning á vatns- litamyndum eftir Erlu Sigurðardóttur úr bók- inni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius. Föstudaginn 6. apríl kl. 14 verður sýndur dömu- fatnaður frá Sissu á Hverfisgötu, kynnir Arnþrúður Karlsdóttir. Dansað undir stjórn Sigvalda. Veislukaffi. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimin fellur niður í dag vegna æfingar Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugar- dögum kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Að- alstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Basar félagsins verður haldinn í safnaðarheim- ilinu Linnetsstíg 6 laug- ardaginn 31. mars kl. 14. Vopnfirðingafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður föstud. 30. mars kl. 20 á Gullöldinni í Grafarvogi. Venjuleg aðalfundarstörf. Félags- menn hvattir til að mæta. Rætt verður um sumarhús félagsins, Garðshorn í Vopnafirði. Umsóknarfrestur um dvöl í Garðshorni næsta sumar er til 15. apríl. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeið- flöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814, og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Í dag er föstudagur 30. mars, 89. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Svo féll ég fram fyrir augliti Drottins þá fjörutíu daga og fjörutíu nætur, sem ég varp mér niður, því að hann kvaðst mundu tortíma yður. (V. Mós. 9, 25.–26.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... PENINGAR eru að verða úreltþing, þ.e. seðlarnir og myntin sem við höfðum öll í veskinu til skamms tíma. Æ fleiri eiga aldrei neina peninga nema í rafrænu formi og borga með greiðslukortum eða í gegn- um Netið. Víkverji dagsins er í þessum hópi og fer meira að segja helzt ekki í banka – honum finnst þægilegra að af- greiða erindi sín fyrir framan heimilis- tölvuna eða í gegnum farsímann. Slíkir viðskiptahættir eru að flestu leyti hag- kvæmari, þægilegri, öruggari og um- hverfisvænni en allt bjástrið við papp- írs- og málmpeninga. Það er varla til svo aumt smáfyrirtæki lengur að það taki ekki við rafrænni greiðslu og meira að segja smæstu vinnustaðirnir, leigubílarnir, geta nú tekið við rafræn- um peningum með öruggum hætti eft- ir að til sögunnar komu litlar greiðslu- vélar, tengdar farsímakerfinu. x x x ÞVÍ miður eru enn agnarlitlir geirarviðskiptalífsins, sem ekki taka við rafrænni greiðslu. Þar á meðal eru stöðumælar á sumum bílastæðum í miðbænum. Víkverji lendir alltaf í jafnmiklum vandræðum þegar hann leggur leið sína í bæinn og þarf að borga í stöðumæli, af því að hann er að mestu leyti hættur að slíta buxnavös- unum með þessum úrelta greiðslu- miðli; málmhlunkunum sem hafa lítið sem ekkert þróazt frá því þeir voru fundnir upp í Litlu-Asíu á sjöundu öld fyrir Krist. Víkverji þarf oftar en ekki að finna næsta hraðbanka, þar sem hann fær pappírspeninga í staðinn fyr- ir rafræna peninga og fara svo í verzl- un eða banka og skipta pappírspening- unum í málmpeninga. Þetta tekur tímann sinn og oft er Víkverji orðinn harla seinn á fundinn eða stefnumótið þegar hann hefur loks kreist gylltan hundraðkall út úr gamla hagkerfinu og borgað í stöðumælinn. x x x FYRIR nokkrum mánuðum heyrðiVíkverji útvarpsviðtal við fram- kvæmdastjóra stöðumælasjóðs, þar sem hann var spurður út í hugmyndir um að gera fólki kleift að borga fyrir bílastæði í gegnum farsíma, en tækni- lega mun ekkert vera slíku til fyrir- stöðu. Framkvæmdastjórinn var ekki hrifinn af þessum hugmyndum og taldi þær alltof framúrstefnulegar. Nær væri að bíða eftir því að svona kerfi gæfist vel einhvers staðar í útlöndum og þá mætti kannski huga að því að taka það upp hér. Þetta er gamaldags og úreltur hugsunarháttur. Íslending- ar eru í fremstu röð í þróun fjarskipta og rafrænnar greiðslumiðlunar. Þess vegna er eðlilegt að svona nýjungar spretti upp á Íslandi. Hér má svo þróa þær til útflutnings. x x x PENINGAR, sem eru prentaðir ápappír eða slegnir í málm, verða æ sjaldgæfari og hlýtur að styttast í að þeir hverfi að langmestu leyti. Um leið fækkar rökum fyrir því að Ísland sé að bögglast við að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli, krónunni, sem er aðallega til óhagræðis nú til dags. Útgáfa pen- inga var lengi ein leið stjórnvalda til að ýta undir þjóðernishyggju með því að halda að fólki alls konar táknum sem eiga að innblása það þjóðarstolti; á Ís- landi eru það t.d. þorskurinn, land- vættirnar, þjóðlegur útsaumur o.s.frv. sem ber fyrir augu á seðlum og mynt. Það er ósköp erfitt að koma þessum þjóðartáknum fyrir í hinum rafrænu skilaboðum, sem fjármálamarkaður- inn samanstendur einkum af í dag og vandséð að nokkur Íslendingur geti fyllzt þjóðarstolti yfir því að tölurnar á rafræna bankayfirlitinu hans séu í krónum og þar af leiðandi eitthvert til- tekið margfeldi af evru eða dollar – mismunandi hátt eða lágt eftir því hversu slæmar hremmingar krónunn- ar eru þá stundina. Þegar fram líða stundir verður það krafan um hag- kvæmni, sem verður yfirsterkari róm- antískri afstöðu til greiðslumiðilsins. Í Morgunblaðinu þann 21. marz sl. var grein er bar yf- irskriftina „Orð standa gegn orði“ og fjallaði um nauðgunarmál og það sem því við kemur. En neðst á síðunni var grein eftir konu sem hafði lent í nauðgun og segir stuttlega sína sögu og hún er ekki réttarkerfinu í vil og ég get tekið undir orð þessarar konu „Til hvers erum við að kæra?“ Ég lenti í 2 nauðgunum með 7 mán- aða millibili. Fyrra málið var talið lyfjamál. Ég var að skemmta mér með vinkon- um mínum og talið var að eitthvað hefði verið sett út í glasið sem varð til þess að ég „blokkeraðist“ í ein- hvern tíma. Vegna þess að ég fór ekki á neyðarmóttök- una fyrr en 2 dögum seinna þótti óþarfi að athuga lyf í blóðinu, of langur tími var liðinn. Einnig var ég búin að fara þvílíkt oft í sturtu til að reyna að þvo verknaðinn af mér, svo ekki voru mikil sönnunargögn en samt voru áverkarnir til staðar. Starfsfólkið á neyðarmót- tökunni lagði sig fram um að gera manni skoðunar- ferlið bærilegt. Ég var ein- dregið hvött til þess að kæra atburðinn og var mér fundinn lögfræðingur sem var kona og fylgdi hún mál- inu vel eftir. Skýrslutaka hjá lögreglu var mjög erfið að því leyti að rifja upp at- burðinn. Lögreglan stóð sig mjög vel og lagði mikla vinnu og tíma í að finna ger- andann. Loksins fannst hann. Hann var yfirheyrð- ur, málið sent áfram til sak- sóknara, við tók bið og svo kom áfallið, málið var fellt niður vegna ónógra sann- ana. Lögreglan var ekki sátt við þessi málalok en gat lítið gert í því. Ég drekk mjög sjaldan en var undir áhrifum áfengis þegar þetta skeði en langt frá því að vera ofurölvi þannig að það liggur beinast við að tala um lyfjamál. Nokkrum vik- um eftir atburðinn hringdi ég í minn heimilislækni og var sjálfsagt að biðja hann um einhver lyf því hann segir eitthvað á þá leið, að lyf og áfengi fari ekki sam- an og þykist ég vita það enda sé engin ástæða til þess að ásaka mig um það, ég veit betur. En svo segir hann „Þetta hefði aldrei skeð ef þú hefðir ekki verið undir áhrifum áfengis.“ Hvað gekk lækninum til? Var þetta sem sagt mér að kenna? Ég hef oft spurt mig að því af hverju hann lét svona út úr sér. Kannski fordómar? Seinni atburður- inn var eiginlega óhugnan- legri því þar var um að ræða mann sem ég þekkti og höfðum við verið „par“ í einhvern tíma. Þegar þetta skeði var hann drukkinn en ég var bláedrú og hafði ver- ið að keyra hann. Þegar ég loksins komst burt komst ég til vinkonu minnar og var í losti, fékk önnur föt hjá henni því fötin mín voru vaðandi í „sönnunargögn- um“ og ég fór ekki í sturtu heldur beint niður á neyð- armóttöku. Þar tók við löng bið í ca. 4 tíma og meðan ég var að bíða kemur hjúkrun- arfræðingur sem hafði sinnt mér í fyrra skiptið, klappar á öxlina á mér og segir varstu að skemmta þér? Ég fékk sjokk og ætl- aði heim en lét mig hafa það að ganga í gegnum skoð- unina til þess að reyna að varna því að maðurinn myndi gera þetta við ein- hverja aðra. Ég ákvað að kæra því ekki vantaði sönn- unargögnin en ég hefði bet- ur sleppt því. Lögfræðing- urinn sem mér var valinn á vegum neyðarmóttökunnar (karlmaður) hafði óskap- lega lítinn áhuga á málinu en fór með mér í gegnum skýrslutöku hjá lögreglu en þegar ég hringdi eftir það í hann til að athuga með mál- ið var aldrei neitt að frétta. Ekkert skeði og ég var ekki látin vita. Núna löngu seinna er ég les þessa grein í blaðinu hringi ég í lög- fræðinginn og var hann mjög hissa á að heyra í mér og sagði voðalega tómlega að málinu hefði verið vísað frá, það þótti ekki ástæða til ákæru og lögfræðingurinn hafði ekki fyrir því að krefj- ast skýringa hjá saksókn- ara né að láta mig vita. Til hvers var maður að kæra? Til þess að ganga í gegnum helvíti og finnast svo að þetta hafi bara verið rétt- lætanlegt af hálfu gerend- anna. Ekki hvet ég konur til að fara þessa leið, það er al- veg á hreinu en að vísu þarf að meta hvert mál fyrir sig. Það má endurskoða mann- skapinn á neyðarmóttök- unni og ég er svo innilega sammála konunni í grein- inni að það ætti að velja í þetta fólk sem hefur upp- lifað nauðgun, annars getur það ekki sett sig í þessi spor. Fólk segir oft „ég skil þig“ en það er bara kjaft- æði. Þú getur ekki sett þig í spor manneskju sem hefur verið nauðgað ef þú hefur ekki lent í því sjálf(ur). Það þarf að endurskoða þetta blessaða réttarkerfi hjá okkur og þótt fyrr hefði verið. Þolandi. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Orð gegn orði 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sakleysi, 4 mergð, 7 hests, 8 miskunnsemi, 9 rödd, 11 afgangur, 13 hægt, 14 kvendýr úlfsins, 15 sæðiskirtlar karlfisks, 17 verkfæri, 20 snák, 22 munnar, 23 kantur, 24 stokkur, 25 úrkomu. LÓÐRÉTT: 1 veiru, 2 auli, 3 sleif, 4 nokkuð, 5 daðurgjörn, 6 byggt, 10 eldar, 12 ófætt folald, 13 blóm, 15 harm- ar, 16 reiðan, 18 erfið, 19 rosti, 20 geta, 21 grann- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lýðskólar, 7 ráfar, 9 iðnað, 10 gin, 11 sorti, 13 arðan, 15 halla, 18 hafna, 21 fár, 22 lygnu, 23 ofáti, 24 fleðulæti. Lóðrétt: 2 ýlfur, 3 syrgi, 4 ólina, 5 agnið, 6 hrós, 7 óðan, 12 tel, 14 róa, 15 hæla, 16 legil, 17 afurð, 18 hroll, 19 flátt, 20 alin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.