Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 67 ALMENNUR DANSLEIKUR með Geirmundi Valtýssyni í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, föstudagskvöldið 30. mars Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! FERMING Í FLASH Mikið úrval af fallegum fermingarkjólum Laugavegi 54, sími 552 5201 ÞEIR félagar, Óskar og Ey- þór, hafa nýlokið upptökum á hljómdiskinum Keldulandið, hvar þeir renna sér hægt og hljótt og afar glæsilega í gegn- um nokkrar vel valdar perlur eftir afmælisbarnið. Þetta og annað kallaði á umræður og því mældum við þrír okkur mót á Kaffihúsinu Kaffi Konditori Kaupmannahöfn á Suðurlandsbraut. Sprelligosar Er ég kem aðvífandi situr saxófónvinurinn Óskar við eitt borðið úti í horni, talandi í far- síma. Eitthvert vesen með bíl- inn tjáir hann mér. Eyþór kemur u.þ.b. tíu mínútum síð- ar. Við stikum að afgreiðslu- borðinu og gerum matar- og drykkjarpöntun. Óskar býður okkur upp á digra smáköku af miklum höfðingsskap. Það kom mér á óvart hversu miklir sprelligosar þessir menn reyndust svo vera, var með aðrar hugmyndir að því leyt- inu til við upphaf spjallsins. Þeim héldu sannarlega engin bönd er tekið var til við að ræða tónlistina. Allt er hér af heilum hug gert. „Þetta er svolítið varfærn- islegt á köflum,“ segir Eyþór og er hér að tala um plötuna nýju. „Við erum nefnilega í rauntíma og erum að þreifa á lögunum án þess að vera búnir að ákveða eitthvað fyrirfram.“ „Allar melódíurnar hans Jóns eru í undirmeðvitundinni hjá manni,“ bætir Óskar við. „Maður er búinn að heyra þetta svo oft í hinum og þess- um … þetta er alveg greypt inn í mann. Það sem mér finnst svo heillandi við þessa plötu er að þar er farið með melódíurnar dálítið annað en tíðkast alla jafna.“ Fyrir síðustu jól kom út platan Söngdansar Jóns Múla Árnasonar, þar sem Óskar fór frumlegum höndum um marg- ar af perlum Jóns Múla ásamt sveitinni Delerað. Eyþór fer nú að pæla. Það var mikið pælt í þessum kaffitíma. „Þegar maður er að spila það sem kallað er „djassstandarar“, þá er það ekkert annað en lög, eins og lögin hans Jóns Múla, sem voru á sínum tíma vinsæl í Ameríku. En við höfum aldrei þekkt þau í þeirri mynd. Við kynnumst þeim í gegnum ein- hverja djassleikara sem eru búnir að beygla melódíurnar alveg sundur og saman. Maður hefur tilhneigingu til þess að líta á þennan ameríska standardabanka sem eitt- hvert sérfyrirbæri sem djassleikarar eiga að sækja í. En svo er ekki fyrr en Óskar kemur með þessu fullkomna virðingarleysi fyrir kveðskap Jónas- ar Árnasonar og frelsar þessi lög undan textanum (Óskar hlær hrossa- hlátri). Þá eru þau allt í einu farin að lúta sömu lögmálum og djassstand- ardar.“ Louis Armstrong Við snúum okkur að þýðingu Jóns Múla fyrir djassinn á Íslandi. „Hann er bara Cole Porter Íslands,“ segir Eyþór. „Það hafa fáir íslenskir laga- höfundar haft jafnmikil áhrif innan síns geira og Jón.“ Óskar skýrir sína hlið út. „Ég hugsaði fyrir nokkru: „Ókei. Ég er hvítur íslenskur djass- tenórsaxófónleikari. Nú er ég í vond- um málum. Er þetta ævistarfið!“ (Hlær.) Ég hugsaði með mér. „Ókei, ef allir djassarar eru að spila standarda hverjir eru mínir standardar? Ókei. Standardar koma úr söng- leikjum … Jón Múli. Best að fara að skoða þetta. Hvaða lög ég þekki. Þannig byrjaði þetta.“ Óskar segir að í kjölfar þessa hafi virðing hans fyrir lögum, melódíum, aukist heil- mikið. „Maður svona áttaði sig á því hvað þú getur fengið úr hlutum með því að vera leitandi í stað þess að loka á það.“ Óskar rifjar nú upp skemmtilega sögu af Jóni: „Hann fór niður í kjallara Há- skólabíós er Louis Arm- strong var að halda tónleika þar. Allt bandið fór yfir á Sögu að fá sér í glas í hléi. Á meðan fór Louis niður að leggja sig. Síðan kemur Jón niður, finnur Lousis og tjáir honum að útvarpið sé að taka upp þessa tónleika og vilji senda þá út og þeir hafi 2.000 dollara til að gera það. Við- skiptamennirnir vilji hins vegar 10.000. Þetta endaði með því að Louis sagði (gerir sér upp hása rödd): „Mr. Mule. You can take it all for nothing.““ (Mikill hlátur hjá öllum.) Eyþór tekur við. „Þegar hann var að byrja að predika djasstónlist var það tabú. Hann var kallaður öllum ill- um nöfnum og hann var að labba úti á götu þegar einhver kelling skvetti úr fötu yfir hausinn á honum.“ (Hlátur hjá öllum.) Óskar segir svo að lokum að það sé vel líklegt að hann eigi eftir að vinna meira með lög Jóns í framtíðinni. Hann og Eyþór rifja að endingu upp orð Jóns sjálfs um plöt- una þeirra nýju, Keldulandið. „Hann sagði, segir Óskar, og það vottar eðlilega fyrir stolti: „Þarna eru komnir tveir ein- staklingar sem falla algerlega saman í eitt en samt halda þeir algerlega sínum einstak- lingseinkennum.““ Á tónleikunum munu þeir Óskar og Eyþór leika lög af diskinum nýja en einnig mun hljómsveitin Delerað leika lög af Söngdönsum Jóns Múla Árnasonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru, eins og áður seg- ir, í Salnum, Tónleikahúsi Kópavogs. Miðaverð er 1.500 kr. „Það jafnast ekkert á við djass …“ Jón Múli Árnason; þulur, lagahöfundur og tónlistaráhugamaður með meiru, stendur á áttræðu um þessar mundir og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Salnum í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson vegna þessa. Ljósmynd/Spessi Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson spila í Salnum, Kópavogi, á morgun. Hljómleikar til heiðurs Jóni Múla í Salnum arnart@mbl.is alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.