Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 68

Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hljómsveitin Hunang leikur frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 JAMES L. Strait, söngvarirokksveitarinnar Snot lést íbílslysi 1998. Þessi diskur er gefinn út til minningar um hann. Þegar James lést var hljómsveitin hálfnuð með sína aðra breiðskífu. Eftir að hafa tekið sér smátíma til að ná áttum ákváðu eftirlifandi Snot- liðar að gefa lögin sem tekin höfðu verið upp út og fá til þess aðstoð frá vinum sínum í rokkheiminum. Af- raksturinn er þessi plata, Strait Up!, þar sem ýmsir tónlistarmenn ljá lög- um þeirra raddir sínar. Fyrsta lag disksins er sungið af Serj sem þekktastur er fyrir að syngja með System Of A Down. Hér er á ferðinni gott lag sem blandar saman á snotran hátt, hörðu rokki og laglegri en blíðri melódíu, útkom- an er góð og verulega sérstök, en er við öðru að búast frá framverði Syst- em Of A Down? Jonathan söngvari Korn er reiður og bitur þar sem hann syngur lagið „Take It Back“. Tilfinningarnar virðast bera hann ofurliði, en Jonathan hefur nú alltaf verið mikil tilfinningavera! Lögin á plötunni eru æði misjöfn en áberandi best er þó snilldarlagið „Angel’s Son“ í flutningi Lajon úr Sevendust. Það er reyndar eina lag- ið á plötunni sem ekki er úr smiðju Snot. Gítarleikari Sevendust, Clint Lowery samdi lagið. Þetta er einnig fyrsta smáskífan af plötunni. Lagið „Forever“ í flutningi Fred Durst, söngvara Limp Bizkit er einn af toppum plötunnar. Lagið grípur mann strax og sleppir manni ekki svo auðveldlega. Önnur lög sem standa upp úr eru „Requiem“ í flutn- ingi Slipknot rymjarans knáa, Cor- ey. Dez Fafara syngur „Funeral Flight’s“, Max Cavalera, forsprakki Soulfly syngur „Catch A Spirit“ og samdi hann þar ágætis texta. Mark McGrath, söngvari Sugar Ray á einnig góðan sprett í laginu „Reach- ing Out“ þar sem hann nýtur að- stoðar Whitfield Crane fyrrverandi söngvara Ugly Kid Joe. Hljómsveitin Snot flytur síðan eitt lag og er það viðeigandi þó lagið sé nú ekki eitt af betri lögum plötunn- ar. Að lokum er svo lagið „Sad Air“ þar sem spiluð eru brot úr viðtölum við James L. Strait og undirleikur- inn er stórgóður, lag eftir Sonny Mayo fyrrverandi gítarleikara úr Snot, núverandi gítarleikara í Amen. Það er ekki auðvelt að dæma plötu sem þessa þar sem margir koma saman til að votta föllnum félaga virðingu sína. En áberandi er hversu góður andi er yfir plötunni, auðheyrt er hversu afslappaðir listamennir eru. Þó er alltaf hægt að finna ein- hverja vankanta á plötu sem þessari, Ozzy Osbourne talar í heilar þrettán sekúndur. um ágæti hins fallna söngvara, þetta hefði mátt vera lengra og hnitmiðaðra fyrst hann var að þessu á annað borð. Einnig get ég ekki fundið neitt fallegt að segja um lagið „I Know Where You’re At“ þar sem M.C.U.D. ((Hed) P.E.) syngur. Lagið „Divided (An Argument For The Soul)“ hefði einnig alveg mátt missa sín, Brand- on Boyd (Incubus) stynur þar mátt- laust. En svo er það auðvitað falda bónuslagið... Þegar á heildina er litið er þessi diskur ágætis minningarvottur um látinn listamann. Nafn James Lynn Strait mun lifa. ERLENDAR P L Ö T U R Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður, fjallar um Strait Up!, disk gef- inn út til minningar um James Lynn Strait, fyrrum söngvara hljómsveitarinnar Snot.  Orðstír deyr aldregi... VELSKU piltarnir í Manic Street Preachers hafa nákvæmlega enga ástæðu til að vera súrir og spyrja því í smellnum sínum hví maður þarf að vera svona skrambi súr, við undirleik eld- fjörugra og sumarsætra sólstrandartóna í anda sjálfra sólbaðskónganna Beach Boys. Það er ekki hlaupið að því nú á síðustu og tóm- legustu tímum að fá múginn til þess að falla fyrir þenkjandi og þjóðfélagslega meðvitaðri tónlist en það hefur velsku prédikurunum tek- ist og fjórða sætið vitnisburður um talsvert fylgi hérlendis. Eina sem kom í veg fyrir að sveitin næði toppsætinu á heimaslóð- unum var ótrúlegar vinsældir hinnar liðnu Evu Cassidy. Hví svo súr? Morgunblaðið/Rankin LOKSINS fá þau að stíga fram úr skugganum hin svokölluðu „aukalög“, b- hliðarnar af smáskífum hinnar goðsagnakenndu Pixies frá Boston. Bak við hvert „Gigantic“ og hvert „Monkey Gone To Heaven“ var nefnilega góðgæti sem hlaut allt of litla athygli líkt og vill gerast með bakhliðar gæðasmáskífna. Ástæðan er einföld; hefðin hefur verið sú í gegnum tíðina að litið sé á þetta dýrmæta pláss sem vandræðapláss sem þurfi einfaldlega að fylla upp í með einum eða öðrum hætti. Hafa listamenn því verið full gjarnir á að losa sig við ruslið þangað sem síð- an hefur gert að verkum að hinar mestu ger- semar metnaðarfullra sveita sem kunna ekki að gera slæma tónlist, sveita á borð við Pixies sálugu, hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Ekkert B – ekkert auka! ÞAÐ HEFUR átt sér stað minniháttar Kúbubylting á Íslandi. Kom það skýrt og greinilega í ljós í vik- unni þegar miðasala á tónleika öldunganna í Buena Vista Social Club hófst – og lauk reyndar örskömmu síðar sökum miðaþurrðar. Unnendur kúbverskrar sveiflu, örvæntið þó ekki, því svo kann að vera að nóttin sé ekki úti enn. Ibrahim Ferrer, Ruben Gonzales og Omara Portuondo eru nefnilega alvarlega að íhuga að slá til og halda aðra tón- leika í Höllinni okkar góðu á sjálfum frídegi verkalýðsins 1. maí. Lifi byltingin! Lifi byltingin!                      !"  # $  %       &'  (   ! "  )* !   +  ," - ,".- / "" + ! !   /   0&'   .   1 2 3 &' ! - 45    . 6  ! ,                 ! " # $ %#&'( ) " '*+++ , - ./ 01  ' $ 23  '0 45 # $ # ' 6 75 0 8 9' );    666< ; : 0 '  ' # *    = 8%8'= : ; ; 5 # "  0. :. $' *> ?> @> A> B> C> +> *D> **> * * *?> *@> *A> *B> *C> *+> D> *>   ?> @> A> B> C> +> D> 8 * 9 8 99 : ; 8 < 8* =; 8* 8> 9 *> ** ; *9 9 ; ?= ** 8< 8; 8* * * ?* 8 ?  @A B C  B ./ ./ ?( )    )      D    D   )       )       B ,  B $E   )    )    D! D   F4'   "G    0   C H I  HJ 4'        5   !"   7   '"G   H     7 HHC    H      K.' ( L.' L1  "L+ "C.    L+ "C$  L+ "C,  LEC   (  M LEC   'L  '  $  LC $  LC ,  *< *> ?> @> A> B> C> +> *D> **> * * *?> *@> *A> *B> *C> *+> D> *>   ?> @> A> B> C> +> D> ; ; ; % 6  1<  =         8 = < 8> 8< 9 ** 88 ? 8N * N ; 89 : 8; 8? 8= 8* *: *= ?> *? 9* 9: <: 8: ÞAÐ er löngu orðið daglegt brauð að ný Pott- þétt-safnplata fari rakleiðis á topp Tónlistans. Nú er komið að þeirri 23. í röðinni og sem fyrr er þar að finna alla helstu smelli landsins undanfarin misseri og einnig nokkra sem eru við það að slá í gegn. Svo má ekki gleyma íslensku lögunum sem nær alltaf má finna inn á milli. Að þessu sinni halda sólarböndin tvö, Á móti sól og SSSól, uppi heiðri íslenskrar tónlistar, fyrr- nefnda með laginu „Spenntur“ en síðarnefnda með „Ég veit þú spáir eldgosi“. Af erlendum flytjendum má nefna U2, Creed, Craig David, Destiny’s Child, Britney Spears, Coldplay og portúgalskættuðu söngkonuna Nelly Furtado en hún á lagið „I’m Like A Bird“ sem er að gera allt vitlaust þessa dagana. Daglegt brauð!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.