Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Síðan 1972
múrvörur
Traustar
íslenskar
Leitið tilboða!
ELGO
FLUGMÁLASTJÓRN telur ekki tilefni til að
svipta Leiguflug Ísleifs Ottesen, LÍO, flugrekstr-
arleyfi eða segja upp samningum um áætlunarflug
þrátt fyrir þær ávirðingar sem koma fram í
skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) um
flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Þetta kemur
m.a. fram í svörum flugmálastjóra við beiðni sam-
gönguráðherra um umsögn Flugmálastjórnar
vegna skýrslu RNF. Svarið ásamt greinargerð
Flugmálastjórnar um flugslysið var kynnt í gær. Í
greinargerðinni eru rakin afskipti Flugmála-
stjórnar af flugrekandanum og flugvél LÍO frá því
að hún kom til Íslands og þar til að hún fórst,
ásamt því að birt er afrit af samskiptum flug-
mannsins og flugturns í Eyjum og Reykjavík.
Í bréfinu og greinargerðinni kemur fram að
Flugmálastjórn gerði sérstaka úttekt á rekstri
LÍO í þessari viku þar sem vart varð nokkurra
„frávika“ en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt.
Áfram á þó að fylgjast með félaginu og gera frek-
ari úttektir.
Ekki fylgt gildandi reglum
Einnig segir í bréfi flugmálastjóra að allt frá því
að slysið varð hafi legið fyrir að flugrekandinn hafi
ekki framfylgt gildandi starfsreglum. Til dæmis
hafi leiðarflugáætlanir ekki verið gerðar og í því
felist „alvarleg vanræksla á faglegum grundvall-
arþætti í flugrekstri“.
Ísleifur Ottesen kom til landsins frá Bandaríkj-
unum í gær og í samtali við Morgunblaðið, að af-
loknum fundi með starfsmönnum sínum í gær-
kvöldi, sagðist hann þurfa að ráðfæra sig við fleiri
áður en viðbrögð við greinargerð og svarbréfi
flugmálastjóra yrðu gefin. Um áhrif eftirmála
flugslyssins á rekstur LÍO sagði Ísleifur að málið í
heild sinni væri orðið farsakennt. Ljóst væri að
rekstur fyrirtækisins hefði beðið alvarlegan
hnekk.
Samgönguráðherra vildi ekki tjá sig um málið í
gærkvöldi og er að vænta yfirlýsingar frá honum í
dag.
SNJÓBRETTASTÖKKMÓTI Ing-
ólfs, sem fram fór á Arnarhóli í
gærkvöld, lauk með sigri Árna Inga
Árnasonar í karlaflokki og Lilju
Þóru Stephensen í kvennaflokki.
Árni fékk 23 stig en næstir komu
Ágúst Ingi Axelsson með 21 stig og
Ingó Olsen með 20 stig.
Lilja Þóra, sigurvegari kvenna,
fékk 17 stig og í öðru til þriðja sæti
lentu Aðalheiður Birgisdóttir og
Ingibjörg Finnbogadóttir, með 16
stig hvor.
Geysimargir áhorfendur fylgd-
ust með mótinu í stilltu vetrarveðri
og var frábær stemmning í brekk-
unum á meðan keppendur sýndu
listir sínar.
Morgunblaðið/Ásdís
Frábær
stemmning á
snjóbretta-
móti Ingólfs
Stokkið/14
NEYÐARLÍNUNNI bárust í
gærkvöld tilkynningar frá fólki á
Suðvesturlandi og Norðurlandi
um að græn blys með reykjarslóð
á eftir sér hefðu sést á himni
bæði við Faxaflóa og Eyjafjörð.
Tilkynningarnar bárust klukk-
an um klukkan átta frá fólkinu á
Suðvesturlandi en um níu frá
fólkinu á Norðurlandi. Þorsteinn
Sæmundsson stjörnufræðingur
sagði að sennilega hefði fólkið
orðið vitni að hrapi tveggja loft-
steina þótt ekki væri hægt að
fullyrða neitt um það. Hann sagði
mjög óvenjulegt að loftsteinar
sæjust með svona stuttu millibili
en þó hefðu þrír loftsteinar sést
falla í átt að jörðu þann 3. janúar.
Að sögn Þorsteins geta loft-
steinar verið í öllum regnbogans
litum og eru sumir það bjartir að
þeir lýsa upp jörðina. Hann sagði
að fæstir þeirra lentu á jörðinni
því yfirleitt brynnu þeir upp áð-
ur. Hann sagði að að meðaltali
sæjust um 5 til 10 loftsteinar falla
til jarðar á Íslandi á hverju ári en
ef græna blysið sem fólkið hefði
séð í gær reyndist vera loftstein-
ar hefðu þegar sést 9 á þessu ári
sem væri mjög mikið.
Græn blys
á himni
GUÐNI Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra segir að verðlagning á
papriku sé ekki eðlileg en kílóverð
hefur á örfáum dögum hækkað upp í
700–800 kr. Hann hefur ákveðið að
óska eftir því að Samkeppnisstofn-
un rannsaki verðlagningu á papriku
fyrir og eftir 15. mars sl.
„Mér brá að sjálfsögðu mjög þeg-
ar ég sá þessa gríðarlegu hækkun á
grænu paprikunni en hún tvöfald-
aðist í verði um leið og tollatímabilið
gekk í garð. Ég hef látið skoða þetta
og það hefur komið í ljós að af út-
söluverði vörunnar fer samtals 71
kr. í toll eða um 10% af heildarverð-
inu.
Innflutningsaðilinn og smásalinn
eiga 84–85% af heildarverðinu.
Þetta finnst mér einkennileg hækk-
un og það er útilokað að líta svo á að
lögin eða stjórnvöld beri ábyrgð á
henni. Hækkunin verður til ein-
hvers staðar annars staðar. Þess
vegna mun ég skrifa Samkeppnis-
stofnun bréf og óska eftir að hún
kanni verðmyndun á grænni papr-
iku fyrir og eftir 15. mars.“
Almennt kæmi vel til
greina að endurskoða tolla
Guðni sagði að almennt kæmi vel
til greina að endurskoða tolla á inn-
flutt grænmeti með það að mark-
miði að lækka verð á grænmeti.
Hann segir að þetta hafi verið rætt á
vettvangi ríkisstjórnarinnar og seg-
ist opinn fyrir breytingum í þessum
málum.
Guðni sagði að núgildandi lög um
þessi mál hefðu verið sett í tengslum
við inngöngu Íslands í EES.
„Ég hef lýst því yfir að þetta sé
mál sem þurfi að fara vandlega yfir,
sérstaklega það atriði að það er
ástæðulaust að hækka verð á vörum
sem ekki eru framleiddar í landinu.
Þetta var gert til þess að veita að-
lögun að breyttum tíma. Íslenskir
bændur hafa notað sinn rétt eins og
bændur í öðrum löndum. Það hefur
hins vegar verið rætt á vettvangi
ríkisstjórnar að auðvitað komi til
greina að endurskoða þetta með það
að markmiði að lækka grænmetis-
verð enn frekar,“ sagði Guðni.
Landbúnaðarráðherra segir verðlagningu ekki eðlilega
Tollar eru aðeins 10%
Skiptar skoðanir/12
Óskar eftir rann-
sókn á verðlagn-
ingu á grænni
papriku
SLÖKKVILIÐIÐ í Hveragerði var
kallað út að Hótel Örk um fimmleyt-
ið í gærdag vegna sinuelds sem kom
upp milli hótelsins og bensínstöðvar
Esso. Það var starfsmaður hótelsins
sem tilkynnti um eldinn.
Að sögn Snorra Baldurssonar,
slökkviliðsstjóra í Hveragerði, er
næsta öruggt að eldurinn hafi verið
af manna völdum. Mannvirki voru
ekki í hættu að sögn Snorra þar sem
vindurinn stóð af bensínstöðinni en
smávægilegar skemmdir urðu á trjá-
gróðri. Greiðlega gekk að slökkva
eldinn. Þá voru tíu ökumenn teknir
af Selfosslögreglunni vegna hrað-
aksturs og voru flestir þeirra á 110–
120 kílómetra hraða.
Sinueldur við Hótel Örk
Umsögn Flugmálastjórnar til samgönguráðherra um flugslysið í Skerjafirði
Alvarleg vanræksla ekki
ástæða til leyfissviptingar
Ekki leyfissvipting/6
Greinargerð/34–37