Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO FLUGMÁLASTJÓRN telur ekki tilefni til að svipta Leiguflug Ísleifs Ottesen, LÍO, flugrekstr- arleyfi eða segja upp samningum um áætlunarflug þrátt fyrir þær ávirðingar sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Þetta kemur m.a. fram í svörum flugmálastjóra við beiðni sam- gönguráðherra um umsögn Flugmálastjórnar vegna skýrslu RNF. Svarið ásamt greinargerð Flugmálastjórnar um flugslysið var kynnt í gær. Í greinargerðinni eru rakin afskipti Flugmála- stjórnar af flugrekandanum og flugvél LÍO frá því að hún kom til Íslands og þar til að hún fórst, ásamt því að birt er afrit af samskiptum flug- mannsins og flugturns í Eyjum og Reykjavík. Í bréfinu og greinargerðinni kemur fram að Flugmálastjórn gerði sérstaka úttekt á rekstri LÍO í þessari viku þar sem vart varð nokkurra „frávika“ en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt. Áfram á þó að fylgjast með félaginu og gera frek- ari úttektir. Ekki fylgt gildandi reglum Einnig segir í bréfi flugmálastjóra að allt frá því að slysið varð hafi legið fyrir að flugrekandinn hafi ekki framfylgt gildandi starfsreglum. Til dæmis hafi leiðarflugáætlanir ekki verið gerðar og í því felist „alvarleg vanræksla á faglegum grundvall- arþætti í flugrekstri“. Ísleifur Ottesen kom til landsins frá Bandaríkj- unum í gær og í samtali við Morgunblaðið, að af- loknum fundi með starfsmönnum sínum í gær- kvöldi, sagðist hann þurfa að ráðfæra sig við fleiri áður en viðbrögð við greinargerð og svarbréfi flugmálastjóra yrðu gefin. Um áhrif eftirmála flugslyssins á rekstur LÍO sagði Ísleifur að málið í heild sinni væri orðið farsakennt. Ljóst væri að rekstur fyrirtækisins hefði beðið alvarlegan hnekk. Samgönguráðherra vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi og er að vænta yfirlýsingar frá honum í dag. SNJÓBRETTASTÖKKMÓTI Ing- ólfs, sem fram fór á Arnarhóli í gærkvöld, lauk með sigri Árna Inga Árnasonar í karlaflokki og Lilju Þóru Stephensen í kvennaflokki. Árni fékk 23 stig en næstir komu Ágúst Ingi Axelsson með 21 stig og Ingó Olsen með 20 stig. Lilja Þóra, sigurvegari kvenna, fékk 17 stig og í öðru til þriðja sæti lentu Aðalheiður Birgisdóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir, með 16 stig hvor. Geysimargir áhorfendur fylgd- ust með mótinu í stilltu vetrarveðri og var frábær stemmning í brekk- unum á meðan keppendur sýndu listir sínar. Morgunblaðið/Ásdís Frábær stemmning á snjóbretta- móti Ingólfs  Stokkið/14 NEYÐARLÍNUNNI bárust í gærkvöld tilkynningar frá fólki á Suðvesturlandi og Norðurlandi um að græn blys með reykjarslóð á eftir sér hefðu sést á himni bæði við Faxaflóa og Eyjafjörð. Tilkynningarnar bárust klukk- an um klukkan átta frá fólkinu á Suðvesturlandi en um níu frá fólkinu á Norðurlandi. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur sagði að sennilega hefði fólkið orðið vitni að hrapi tveggja loft- steina þótt ekki væri hægt að fullyrða neitt um það. Hann sagði mjög óvenjulegt að loftsteinar sæjust með svona stuttu millibili en þó hefðu þrír loftsteinar sést falla í átt að jörðu þann 3. janúar. Að sögn Þorsteins geta loft- steinar verið í öllum regnbogans litum og eru sumir það bjartir að þeir lýsa upp jörðina. Hann sagði að fæstir þeirra lentu á jörðinni því yfirleitt brynnu þeir upp áð- ur. Hann sagði að að meðaltali sæjust um 5 til 10 loftsteinar falla til jarðar á Íslandi á hverju ári en ef græna blysið sem fólkið hefði séð í gær reyndist vera loftstein- ar hefðu þegar sést 9 á þessu ári sem væri mjög mikið. Græn blys á himni GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að verðlagning á papriku sé ekki eðlileg en kílóverð hefur á örfáum dögum hækkað upp í 700–800 kr. Hann hefur ákveðið að óska eftir því að Samkeppnisstofn- un rannsaki verðlagningu á papriku fyrir og eftir 15. mars sl. „Mér brá að sjálfsögðu mjög þeg- ar ég sá þessa gríðarlegu hækkun á grænu paprikunni en hún tvöfald- aðist í verði um leið og tollatímabilið gekk í garð. Ég hef látið skoða þetta og það hefur komið í ljós að af út- söluverði vörunnar fer samtals 71 kr. í toll eða um 10% af heildarverð- inu. Innflutningsaðilinn og smásalinn eiga 84–85% af heildarverðinu. Þetta finnst mér einkennileg hækk- un og það er útilokað að líta svo á að lögin eða stjórnvöld beri ábyrgð á henni. Hækkunin verður til ein- hvers staðar annars staðar. Þess vegna mun ég skrifa Samkeppnis- stofnun bréf og óska eftir að hún kanni verðmyndun á grænni papr- iku fyrir og eftir 15. mars.“ Almennt kæmi vel til greina að endurskoða tolla Guðni sagði að almennt kæmi vel til greina að endurskoða tolla á inn- flutt grænmeti með það að mark- miði að lækka verð á grænmeti. Hann segir að þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar og seg- ist opinn fyrir breytingum í þessum málum. Guðni sagði að núgildandi lög um þessi mál hefðu verið sett í tengslum við inngöngu Íslands í EES. „Ég hef lýst því yfir að þetta sé mál sem þurfi að fara vandlega yfir, sérstaklega það atriði að það er ástæðulaust að hækka verð á vörum sem ekki eru framleiddar í landinu. Þetta var gert til þess að veita að- lögun að breyttum tíma. Íslenskir bændur hafa notað sinn rétt eins og bændur í öðrum löndum. Það hefur hins vegar verið rætt á vettvangi ríkisstjórnar að auðvitað komi til greina að endurskoða þetta með það að markmiði að lækka grænmetis- verð enn frekar,“ sagði Guðni. Landbúnaðarráðherra segir verðlagningu ekki eðlilega Tollar eru aðeins 10%  Skiptar skoðanir/12 Óskar eftir rann- sókn á verðlagn- ingu á grænni papriku SLÖKKVILIÐIÐ í Hveragerði var kallað út að Hótel Örk um fimmleyt- ið í gærdag vegna sinuelds sem kom upp milli hótelsins og bensínstöðvar Esso. Það var starfsmaður hótelsins sem tilkynnti um eldinn. Að sögn Snorra Baldurssonar, slökkviliðsstjóra í Hveragerði, er næsta öruggt að eldurinn hafi verið af manna völdum. Mannvirki voru ekki í hættu að sögn Snorra þar sem vindurinn stóð af bensínstöðinni en smávægilegar skemmdir urðu á trjá- gróðri. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Þá voru tíu ökumenn teknir af Selfosslögreglunni vegna hrað- aksturs og voru flestir þeirra á 110– 120 kílómetra hraða. Sinueldur við Hótel Örk Umsögn Flugmálastjórnar til samgönguráðherra um flugslysið í Skerjafirði Alvarleg vanræksla ekki ástæða til leyfissviptingar  Ekki leyfissvipting/6 Greinargerð/34–37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.