Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
hvetur í bréfi til samgönguráðherra
frá í gær til þess að stjórnandi
þeirrar opinberu rannsóknar, sem
nú fer fram á flugslysinu í Skerja-
firði, kalli til erlenda sérfræðinga,
svo sem frá Alþjóðaflugmálastofn-
uninni, til að yfirfara og taka á öll-
um þáttum málsins, þar á meðal
þeim þáttum rannsóknar RFS sem
bornar hafi verið brigður á í kjölfar
þess að skýrsla
hennar um slysið
kom út. Þetta
kom fram í máli
samgönguráð-
herra á Alþingi í
gær þar sem
flugöryggismál
voru til umræðu
utan dagskrár.
Jafnframt lýsti
málshefjandi í
umræðunni,
Lúðvík Berg-
vinsson, Samfylkingunni, því yfir að
Samfylkingin muni fara þess á leit
við Ríkisendurskoðun að fram fari
stjórnsýsluúttekt á Flugmálastjórn.
Lúðvík Bergvinsson sagði m.a. að
með því að bera saman frumútgáfu
að skýrslu rannsóknarnefndar flug-
slysa um slysið í Skerjafirði og
lokaskýrsluna bendi margt til þess
að lokaskýrslan hafi verið ritskoðuð
og þar dregið úr gagnrýni á flug-
málayfirvöld og spurningum þar
sem velt er upp efasemdum um nú-
gildandi stöðu mála. Í drögunum sé
Flugmálastjórn átalin og bent á að
ýmis mikilvæg gögn varðandi flug-
vélina og sögu hennar vanti, um-
fjöllun um hreyfil vélarinnar sé
breytt og mikilvægi hans minnkað.
Þá sé vakin á því athygli í skýrslu-
drögunum að engar dagbækur eða
leiðabækur hafi fylgt flugvélinni og
það hefði átt að koma til skoðunar
þegar lofthæfiskírteini var gefið út
hér á landi.
Nefndin hefur ekki
trúverðugleik
Lúðvík sagði að rannsókn rann-
sóknarnefndar flugslysa hefði ekki
til að bera þann trúverðugleik sem
hún þyrfti að hafa.
„Til þess að endurheimta glat-
aðan trúnað þurfa að koma til nýjar
og frekari rann-
sóknir. Það er
eðlileg krafa,“
sagði Lúðvík
ennfremur og
beindi spurning-
um til sam-
gönguráðherra
hvort hann væri
reiðubúinn að
endurskoða þá
ákvörðun sem
hann kynnti á
fimmtudag og fá
óvilhalla sérfræðinga til að fara yfir
skýrsluna og rannsókn Flugmála-
stjórnar og flugrekstrarmál á Ís-
landi.
Fleiri þingmenn stjórnarandstöð-
unnar tóku undir spurningar Lúð-
víks og sögðu brýnt að trúnaður
væri á milli almennings og flug-
málayfirvalda. Sögðu margir sem
tóku til máls að á þessu hefði orðið
misbrestur í kjölfar slyssins í
Skerjafirði og fullyrti Mörður
Árnason, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar, að trúnaðarbrestur
hefði orðið milli almennings og
Flugmálastjórnar.
Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki
og formaður samgöngunefndar,
sagði hins vegar að óvandaðri um-
fjöllun í fjölmiðlum væri ef til vill
um að kenna, að grafið hafi undan
trausti á flugi á Íslandi undanfarin
misseri, auk ótímabærra og óvand-
aðra ummæla ýmissa stjórnmála-
manna.
Öll vinna vönduð og
á grundvelli laga
Sturla Böðvarsson sagðist hafa
lagt á það áherslu á sem samgöngu-
ráðherra að öll vinna varðandi þetta
mál væri vönduð og á grundvelli
laga. Þess vegna hefði hann beint
því til rannsóknarnefndar flugslysa
að hún færi yfir þær athugasemdir,
sem borist hefðu frá aðstandendum
þeirra sem fórust í flugslysinu, og
tæki þær upp eftir atvikum. Með
því hefði hann farið eftir stjórn-
sýslureglum og lögum.
Sturla sagði að rannsóknarnefnd
flugslysa hefði farið yfir bréf hans
og skrifað sér til baka. Í bréfi
nefndarinnar væri bent á að op-
inber rannsókn á öllum þáttum
stæði yfir og mjög brýnt væri að
tiltrú almennings á því að rannsókn
nefndarinnar og þær aðgerðir sem
flugmályfirvöld og flugrekendur
hafi gripið til í framhaldi af til-
lögum nefndarinnar leiði til aukins
flugöryggis. Fram kæmi í bréfinu
að nefndin telji að það myndi stuðla
að því, að stjórnandi rannsóknar-
innar kallaði til erlenda sérfræð-
inga sem tækju á öllum þáttum
málsins, þar á meðal þeim sem
bornar hafi verið brigður á í með-
ferð rannsóknarnefndar flugslysa.
Sturla gat þess að til þess að
auka enn frekar öryggi í flugi, telji
hann mikilvægt að eftirlit Flug-
málastjórnar byggist í auknum
mæli á skoðunum á vettvangi og út-
tektum á öryggisþáttum flugrekst-
urs og loftfara.
Óskað eftir úttekt Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar
„Því miður verða alltof mörg slys
með hörmulegum afleiðingum. Gild-
ir þá einu hvort um er að ræða slys
á þjóðvegum landsins í sívaxandi
umferð, á sjó þar sem allra veðra er
von eða í flugi þar sem slys eru fá-
tíðari en samt of mörg,“ sagði
Sturla og bætti við að leita verði
allra leiða til að fækka þessum slys-
um.
„Í flugöryggismálum hefur mikið
verk verið unnið á undanförnum ár-
um með það að leiðarljósi að koma í
veg fyrir slys og tryggja að öryggi í
flugi sé ávallt sambærilegt við það
sem best gerist. Stjórnvöldum ber
að skapa aðstæður og umhverfi sem
tryggja að þessu markmiði sé náð
og fylgt eftir með markvissu starfi
og eftirliti,“ sagði hann og gat þess
að hann hafi óskað eftir greinar-
gerð Alþjóðaflugmálastofnunarinn-
ar sem feli í sér mat á stöðu flug-
öryggismála hér á landi.
Rannsóknarnefnd flugslysa hvetur til að erlendir sérfræðingar verði kallaðir til
Samfylkingin
vill stjórnsýslu-
úttekt á Flug-
málastjórn
Morgunblaðið/Ásdís
Hlýtt á umræður. Drífa Hjartardóttir, Katrín Fjeldsted og Mörður Árnason.
Flugöryggismál voru til umræðu á Alþingi í
gær utan dagskrár að tilhlutan Lúðvíks
Bergvinssonar. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra var til andsvara.
Þingmennirnir 63 á löggjaf-
arsamkundunni eru komnir í
páskafrí og koma aftur saman í þing-
húsinu við Austurvöll hinn 23. apríl
nk. Þingmenn fóru þó ekki í fríið
fyrr en þeir höfðu staðið vaktina alla
daga liðinnar viku og afkastað sem
aldrei fyrr.
Þau voru vel á annað hundrað
þingmálin sem tekin voru til um-
ræðu og afgreidd til þingnefnda frá
mánudagi til föstudags, allt frá þing-
mannamálum til stjórnarfrumvarpa.
Í fyrsta sinn var gripið til þess að ná
samkomulagi milli formanna allra
þingflokka um forgang í umræðum
og skertan ræðutíma í þingmanna-
málum og fyrir vikið gekk fljótt og
vel að koma tugum frumvarpa og til-
lagna til umræðu og síðan með at-
kvæðagreiðslu til þingnefnda.
Ekki var annað að heyra en
ánægja væri með þessi nýju vinnu-
brögð enda þótt fyrir hafi komið að
þingmönnum þótti ræðutíminn held-
ur naumt skammtaður.
Ánægja þingmanna með fyr-
irkomulagið stafar ekki síst af því að
með þessu móti náðist að taka til
umræðu og afgreiða síðan fjölda
mála sem aldrei hefðu annars komist
til umræðu – hvað þá þingnefndar.
Það breytir ekki því að líklega munu
flest þeirra sofna í nefndum svefn-
inum langa en þau hafa þó verið
rædd, sem er nokkuð út af fyrir sig,
og máske einnig verið send ýmsum
aðilum úti í þjóðfélaginu til umsagn-
ar og þar með orðið kveikja enn
frekari umræðu.
Hið nýstárlega samkomulag gerði
þó ráð fyrir miklum önnum í þinginu
og fyrir vikið stóðu fundir fram á
kvöld oftar en einu sinni, auk þess
sem þingfundur var í gær, föstudag,
sem er harla óvenjulegt. Mikil skipu-
lagning dagskrár kom síðan í veg
fyrir að forsætisnefnd þingsins sæi
sér fært að setja þingmál þeirra
Steingríms J. Sigfússonar og Ög-
mundar Jónassonar, vinstri græn-
um, um málefni Þjóðhagsstofnunar í
forgang. Gengu þeir félagar bónleið-
ir til búðar í þeirri viðleitni sinni að
fá málið rætt fyrir páska og höfnuðu
möguleika á utandagskrárumræðu á
þeirri forsendu að hefðbundin þing-
leg meðferð væri ákjósanlegri.
Lokahnykkur vinnunnar fólst í
framlagningu fjölda frumvarpa og
stjórnartillagna á fimmtudag og
föstudag, en búast má við að flest
þessara mála muni verða að lögum
frá Alþingi áður en þingi verður slit-
ið í vor. Margt athyglisverðra mála
er þarna á meðal, en líkast til ber þó
hæst frumvarp forsætisráðherra um
Seðlabanka Íslands.
Davíð Oddsson mælti einmitt fyrir
frumvarpinu í gær og var öll um-
ræða í kringum það með friðsamasta
móti. Stjórnarandstæðingar áttu
bágt með að hallmæla forsætisráð-
herra þar sem þeir eru í öllum meg-
inatriðum sammála efni frumvarps-
ins og hældi Davíð sérstaklega
umræðunni. Sagðist hann sann-
færður um að frumvarpið yrði til
heilla landi og þjóð og ræddi síðan í
góðu við Össur Skarphéðinsson, Ög-
mund Jónasson og fleiri þingmenn
um einstaka þætti þess og sló jafnvel
á létta strengi.
Þannig sagði forsætisráðherra,
þegar talið barst að mögulegum
hæfniskröfum bankastjóra Seðla-
bankans: „Fyrst og fremst almenn
skynsemi. Í öðru lagi grundvall-
arþekking á þjóðlífinu og í þriðja lagi
víðtæk þekking á efnahagsmálum
þjóðarinnar. Í fjórða lagi stjórn-
unarhæfileikar og fimmta lagi hæfi-
leiki til þess að geta tekið ákvarð-
anir.“
Davíð tók fram að þetta væri að-
eins spuni hjá sér í ræðustól en bætti
svo við að hann sæi Össur brosa blítt
því hann átti sig á því að hann hafi
alla þessa hæfileika sjálfur!
Ráku viðstaddir þá upp skellihlát-
ur og Össur rauk upp í ræðustól með
það sama og sagðist vona að hann
móðgaði ekki forsætisráðherra, en
sér hefði þótt hann svo ærlegur í
þessari upptalningu sinni, að aðeins
hefði vantað upp á eitt skilyrði enn,
nefnilega lögfræðipróf úr Háskóla
Íslands, og átti augsýnilega við orð-
róm um að forsætisráðherra komi
sjálfur til greina í starfið.
„Það hefði auðvitað útilokað þann
náttúrufræðing sem hér stendur,“
bætti Össur við skellihlæjandi og
höfðu menn á orði að langt væri síð-
an svo vel hefði farið á með honum
og forsætisráðherra, en til þess var
tekið á sínum tíma í tíð Viðeyj-
arstjórnarinnar, þegar Össur var
umhverfisráðherra, að þeim varð vel
til vina.
Lögfræðingur eða náttúrufræðingur í Seðlabankann?
EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON
ÞINGFRÉTTAMANN
bingi@mbl.is
GUÐJÓN A. Kristjánsson, Frjáls-
lynda flokknum, hefur lagt fram
frumvarp til laga um breytingar á
áfengislögum. Í því felst að heimilt
verði að framleiða án leyfis vín úr
innlendum berjum, ávöxtum eða
jurtum til eigin neyslu, sem í eru að
rúmmáli minna en 15% af hreinum
vínanda.
Tilgangur frumvarpsins er að
gera þeim sem vilja og getu hafa til
kleift að framleiða létt vín úr inn-
lendum ávöxtum og jurtum og að
þeir megi bera það fram án þess að
slíkur heimilisiðnaður teljist lögbrot.
„Flutningsmaður telur að rétt sé
að lagfæra áfengislögin þannig að
framleiðsla léttvíns með tilgreindum
hráefnum verði leyfð. Með því aukna
frelsi sem hér er lagt til gæti innan
fárra ára orðið til þekking við gerð
matarvína sem kynni síðar að verða
séríslensk framleiðslu- og verslunar-
vara, t.d. vín úr hreinni náttúruafurð
eins og íslenskum berjum,“ segir í
greinagerð með frumvarpinu.
Heimaframleiðsla
léttvíns verði leyfð