Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Læknisfræði Geðsjúkir þurfa enn að þola fordóma Ný tækni Heyrnartækinu fleygt eftir notkun Sálfræði Um átröskun, einkenni og meðferð Lífshættir Meiri fita en minni þyngd?HEILSA Ég hef áhyggjur af því að vinkona mín sé haldin einhvers konar átröskun, kannski búlimíu. Hver er orsök þessa sjúkdóms og get ég gert eitthvað til að hjálpa henni? SVAR Það er eðlilegt að vinir og ætt-ingjar séu áhyggjufullir ef þeir telja sig sjá einkenni um átröskun hjá ein- hverjum sér nákomnum, enda getur hér verið um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Meginafbrigði átraskana eru tvö, lotu- græðgi (bulimia) og lystarstol (anorexia). Talið er að allt að 90% þeirra sem fá einkenni þessa sjúkdóms séu unglingsstúlkur eða ungar kon- ur. Á Vesturlöndum má ætla að um 1% stúlkna veikist af lystarstoli og a.m.k. helmingi fleiri fái einkenni lotugræðgi. Hjá hluta þessa hóps koma einkenni beggja sjúkdómanna fyrir. Helstu einkenni lotugræðgi eru tíð átköst þar sem stúlkan innbyrðir mjög mikinn mat eða sætindi, borðar mun meira en þarf til að seðja hungur, beinlínis treður sig út. Eftir slíkt kast finnur hún óstöðvandi þörf fyrir að losa sig við það sem innbyrt hefur verið og er það gjarnan gert með því að framkalla uppköst, stundum með (mis)notkun hægðalyfja eða með ofur- áherslu á brennslu með mikilli hreyfingu. Þessu fylgir líka andleg vanlíðan: stúlkan upp- lifir stjórnleysi, skömm vegna þessara mat- arvenja og hneigist því til að dylja þær öðrum, vill helst borða ein. Lágt sjálfsmat og þunglyndiseinkenni eru fylgifiskar lotugræðgi. Þá er ekki óalgengt að þessar stúlkur upplifi stjórnleysi á sumum öðrum sviðum, t.d. hvað varðar áfengis- og lyfjaneyslu. Holdafar stúlkna sem þjást af lotugræðgi getur sveiflast nokkuð til, en er að jafnaði nokkuð eðlilegt, gagnstætt því sem gerist hjá þeim sem þjást af lystarstoli. Orsakir átraskana eru lítt þekktar. Vís- indamenn eru ekki á eitt sáttir um það hvort truflanir á hormónastarfsemi eða ójafnvægi í boðefnabúskap líkamans valdi hér einhverju, eða hvort slíkar truflanir komi einungis fram sem afleiðing átröskunar. Sumir telja að or- saka megi leita í uppeldisháttum eða sam- skiptum í fjölskyldum. Þannig virðist sem stúlkur sem alast upp við stífar kröfur um að standa sig og líta vel út þrói fremur með sér þessi einkenni og að þau séu algengari hjá þeim sem stunda sýningarstörf, ballett og fim- leika en öðrum. Einstaklingar með átröskun verða mjög uppteknir af mataræði og líkams- þyngd, þannig að tala má um þráhyggju. Lotu- græðgi fylgir gjarnan svipað hringferli og þekkt er hjá alkóhólistum. Spenna og vanlíðan leiðir til átkasts. Í kjölfar þess finnur ein- staklingurinn fyrir mikilli sektarkennd og fær óstöðvandi löngun til að létta á spennunni með því að losa sig við það sem hann hefur innbyrt. Sú spennulosun friðar hann um skamma hríð, en svo hleðst vanlíðan og spenna upp að nýju og ferlið er komið í hring. Ástæða er til að taka vísbendingar um lotu- græðgi alvarlega. Miklu varðar að hægt sé að fá viðkomandi til að leita sér faglegrar að- stoðar, a.m.k. til að kanna hvers eðlis vandinn er og, ef um átröskun er að ræða, að leita sér bata. Fyrir utan mikla andlega vanlíðan veldur sjúkdómurinn álagi á ýmis líffæri og getur valdið heilsutjóni. Þannig valda þeir sem mis- nota lyf til að auðvelda uppsölur eða losun hægða miklu álagi á hjartað auk þess sem út- skolun mikilvægra snefilefna á sér einnig stað. Þá geta tíð uppköst valdið því að magasýrur eyða glerungi af tönnum. Algengt er að einstaklingar með persónuleg eða geðræn vandamál séu hikandi við að leita sér aðstoðar og mikilvægt að íhlutun vina og ættingja geti verið til þess að auðvelda þeim það. Vandanum fylgir skömm og lækkað sjálfsmat og kvíði veldur því að þeir eiga bágt með að trúa að utanaðkomandi afskipti geti verið hjálpleg. Um leið þrá þeir breytingar og vonast eftir betra lífi. Því þarf að ræða málið af einlægni og með virðingu, án hneykslunar og án þess að dæma, en ganga út frá eigin áhyggj- um af velferð viðkomandi. Hér gildir oft að síg- andi lukka er best, fara þarf varlega en halda þó sínu striki og reyna að fá viðkomandi til að trúa því að fyrsta skrefið til að leita sér hjálpar eða athuga málið þarf ekki að fela í sér neina hættu en getur orðið upphaf að nýju og inni- haldsríkara lífi. Lyf gegn þunglyndi eða kvíðastillandi lyf hafa auðveldað sumum að ná tökum á vanda- málinu. Jafnframt má gera ráð fyrir nauðsyn samtalsmeðferðar þar sem áhersla er lögð á að hjálpa sjúklingnum að glíma við stjórnleysi sitt og ráða betur við þær hugsanir sem knýja hann til átkastanna og þeirrar keðjuverkunar sem fylgir í kjölfarið. Hverjar eru orsakir átröskunar? eftir Áskel Örn Kárason Því þarf að ræða málið af einlægni og með virðingu, án hneykslunar og án þess að dæma, en ganga út frá eigin áhyggjum af velferð viðkomandi. Höfundur er sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á veg- um persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á vefsetri persona.is ER fram líða stundir kann að verða mögulegt að borða fituríkan mat en grennast samt – ef tækni sem virkar á mýs í rannsóknarstofu virkar einnig á fólk. Vísindamenn við Baylor-læknaháskólann í Houston í Bandaríkjunum komust að því, að ef virkni ensíms er nefnist acetyl-CoA carboxylase 2, eða ACC2, er heft í músum geta þær borð- að mun meira af mat en aðrar mýs og samt verið 10– 15% léttari. „Ef þetta virkar á fólk eins og þetta virkar á mýsnar þá myndi ég vilja þetta sjálfur,“ sagði Salih J. Wakil, deild- arstjóri í lífefnafræði og sameindalíffræði við Baylor. Hann er aðalhöfundur rannsóknar sem greint er frá í tímaritinu Science 30. mars. „Þetta væri virkilega gott fyrir [þá sem hreyfa sig lítið]. Þeir gætu setið í sófanum, borðað og samt lést.“ Vísindamennirnir einangruðu genið sem framleiðir ACC2 og ræktuðu síðan mýs sem í var hvorugt eintakið af geninu. Var músunum leyft að borða eins mikið og þeim sýndist eins lengi og þeim sýndist. Samanburðarhópur venjulegra músa var fóðraður með sama hætti. Jafnvel þótt mýsnar, sem voru án gensins, borðuðu um 40% meira en mýsnar í samanburðarhópnum grenntust mýsnar, sem genið vantaði í, að sögn Wakils. „Mýsnar eru mjög heilbrigðar og virðast hreyfa sig alveg jafnmikið og samanburðarmýsnar. Þær virðast duglegar að eignast litlar mýs.“ Vísindamennirnir eru nú að gera tilraunir með efna- sambönd sem hægt væri að nota í pillu til að hefta losun ACC2. Slík pilla yrði fyrst prófuð á músum og síðar á stærri dýrum, til dæmis öpum, segir Wakil. Gangi allt vel ætti að vera hægt að prófa pilluna á mönnum eftir um fimm ár. Rannsóknarmiðstöðvar hvarvetna í Bandaríkjunum eru að leita að töfraformúlu sem getur heft útbreiðslu offitufaraldursins í landinu. Sjúkdómavarnamiðstöðin bandaríska telur að 61% Bandaríkjamanna þjáist af offitu eða séu umtalsvert of þungir. Í fyrri rannsóknum hafa fundist gen sem hafa áhrif á matarlyst og prótín sem koma í veg fyrir fitusöfnun. Tveir óháðir sérfræðingar fóru yfir Baylor-rannsóknina fyrir tímaritið Science og komust að þeirri niðurstöðu að hefting á virkni ACC2 kunni að vera möguleg leið til að hanna nýja meðferð við offitu. Wakil sagði að rannsókn á músunum, sem genið vantaði í hafi sýnt að hefting á virkni ACC2 valdi því að frumur, einkum í vöðvum og hjarta, brenni fitu hratt. Fitan sem safnist upp sé um það bil helmingurinn af því sem safn- aðist upp í samanburðarmúsunum, jafnvel þótt mýsnar sem genið vantaði í hafi borðað 20% til 40% meira af fitu. Wakil greindi frá því að sótt hafi verið um einkaleyfi varðandi ACC2-genið, og að hann myndi hafa fjárhags- legan hagnað af því að leyfið verði notað til að framleiða offitulyf. Rannsóknin var fjármögnuð að hluta af Abbott- lyfjafyrirtækinu. Einnig var hún kostuð af bandarísku heilbrigðismálastofnuninn (NIH) og Clayton-vísinda- rannsóknarstofnuninni. Borða meira en léttast samt Reuters Á lúxusfæði í þágu vísindanna. Washington. AP. TENGLAR .................................................................................. Tímaritið Science: http://intl.sciencemag.org/ MARGIR telja að golf sé hin fullkomna afslöppunaríþrótt. En ef golfarar hita ekki nógu vel upp er hætt við að þeir verði fyrir meiðslum, að því er ást- ralskir vísindamenn segja. Um það bil annar hver kylf- ingur hefur leikinn án þess að hita nokkuð upp áður, og innan við þrír af hundraði gera þær upphitunaræfingar sem þörf er á, að því er dr. Andrea J. Fradk- in og samstarfsfólk hennar greina frá í British Journal of Sports Medicine. Fylgst var með 1.040 golfleik- urum á þrem stöðum, í einka- klúbbi, almennum klúbbi og á æfingasvæði, frá því þeir komu á staðinn og þar til þeir slógu fyrstu kúluna. Þótt 54% þeirra gerðu einhverskonar upphit- unaræfingar áður en þeir hófu leikinn gerði enginn þeirra þol- æfingar og aðeins 12% gerðu teygjuæfingar. Flestir sem gerðu upphit- unaræfingar létu nægja að taka nokkrar sveiflur áður en þeir slógu upphafshögg. Er það nið- urstaða vísindamannanna að flest- ir kylfingar hiti ekki nógu vel upp áður en þeir hefji leikinn, og eigi því fremur á hættu að verða fyrir meiðslum. Fradkin sagði að best væri fyrir áhugagolfara að hita upp í tíu til fimmtán mínútur áður en þeir hefji leikinn. Þar eð þetta sé ekki alltaf mögulegt kvaðst Fradkin vera að gera tilraunir með æfing- ar sem golfleikarar geti gert heima hjá sér áður en þeir fari á völlinn og síðan gert skemmri æf- ingar á vellinum ef þeir hafi ekki tíma til að gera allar upphitunar- æfingarnar Golfarar ættu að hita upp Reuters Atvinnumaður á ferð. New York. Reuters. TENGLAR ..................................................... British Journal of Sports Medicine: http://bjsm.bmjjournals.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.