Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Um mannanöfn, þriðji hluti Hugkvæmni fólks var stund- um lofsverð. Hjón nefndu barn í móðurkviði nafninu Þórey, en þegar fæddist drengur, varð þeim ekki ráðafátt. Þau bjuggu til nafnið Eyþór sem þegar dafnaði og lifir góðu lífi. En svo fæddist þeim mær. Þótti þeim þá nógu vel hafa verið gert við móður bónda. Þau hétu Felix og Herdís og ákváðu nú að tengja saman nöfn sín í ávexti ástar sinnar, og mærin hlaut nafnið Feldís. Það nafn lifði og lifir enn, enda þótt fyrri hlutinn sé latína, en hinn síðari ís- lenska. Miklu seinna var kona nokk- ur mikill aðdáandi Lindbergs flugkappa og ákvað að skíra í höfuðið á honum. En henni fæddist mær. Hún var ráðagóð, eins og hjónin, sem ég nefndi áðan, og mærin fékk nafnið Berglind. Og þar hitti hún heldur en ekki í mark. Viðsnúningur var einnig til. Eiríkur hét maður og dó, áður en kona hans yrði léttari að meybarni. En það fékk nafnið Ríkey(i). Þessi viðsnúningur er kunnur erlendis, t.d. þegar nöfn eru stöfuð afturábak og Agnes verður Senga, en Súngam fyrir Magnús er víst bara í íslenskum bændarímum. Þetta nefnir Sigurður Eggert Davíðsson skollavik. Mikillar bjartsýni gætir í nafngiftum fyrsta hluta 20. ald- ar. Aldamótakynslóðin hafði mætur á kappaheitum úr forn- um bókmenntum sínum. Gunn- ar og Hörður komast í tísku, og sókn Sigrúnar heldur sleitu- laust áfram. Bókmenntir sam- tímans setja svip á nafnavalið. Árin 1921–1950 fengu 808 meyjar nafnið Erla, eftir að Erla, góða Erla eftir Stefán frá Hvítadal kom út í Söngvum förumannsins 1918. En nöfn á borð við Hrappur og Mörður fundu ekki náð hjá fólkinu. Á síðustu tímum hefur komið upp mikil fíkn í eins atkvæðis nöfn og þá sem seinna nafn af tveimur, en tvínefnasiðurinn tók að festa sig í sessi þegar um 1830, og þar voru Norðlending- ar vel á undan Sunnlendingum, enda tvínefnasiðurinn kominn frá Danmörku. Fyrir framan eins atkvæðis nöfnin á helst að vera tveggja atkvæða nafn, og nú verða algengar samsetning- ar eins og Gunnar Már eða Ingi Þór. Nafnið Þór rýkur á stutt- um tíma upp í fjórða sæti karla, en fyrsti maðurinn var skírður Þór 1893. Sumt af þessu er svo- lítið tilgert: Sunna Þöll, Jara Sól, Snekkja Ýr, Máni Már, Þorri Þeyr, og fjöldi eins at- kvæðis nafna er búinn til með því að sækja á mið náttúrunnar eða goðafræðinnar: Lind, Gná, Mist, Hlér, Sær. Á allra síðustu árum hafa mjög komist í tísku nöfn úr Biblíunni, svo sem Eva, Sara, Rut, Rebekka og Aron. Þetta er tæplega vegna auðugra trúarlífs, en sumar tískubylgj- ur nafnanna er erfitt að skýra. Og þetta er ekki einangrað fyr- irbæri. Nákvæmlega hins sama gætir t.d. í Danmörku, og það svo að af 10 algengustu nöfnum piltbarna var ekkert norrænt 1980–1990, en flest sótt í Biblí- una og við gætum búist þar við nöfnum á toppnum eins og Abraham, Ísak og Jakob frem- ur en Eric, Harald og Svend. Um þetta myndi danski nafn- fræðingurinn Eva Melgaard líklega segja: af því bara. Ennþá berum við Íslending- ar gæfu til að vera son og dótt- ir. Mér finnst að nafngiftir okk- ar nú um stundir einkennist af rækt við fornan arf, en jafn- framt af fjölbreytileika, nýj- ungagirni og dirfsku.  Í þætti nr. 1101 minntist Guðríður B. Jónsdóttir á orð- takið „Ætli ekki það, kvað [hann] Púlli“. Ég vildi ekkert fullyrða, en hélt að þetta tengdist manni er að réttu hét Páll Jónsson og var að mörgu merkilegur og sérkennilegur. Kannski hefði hann á okkar tímum verið kallaður lífs- kúnstner, áður en merking þess orðs bliknaði. Jón Múli Árnason var svo vingjarnlegur að hringja í mig og staðfesta tilgátuna um Pál Jónsson. Jón hefur sjálfur skrifað um Púlla í Þjóðsögum sínum, en hann var um hríð í þjónustu foreldra hans á Vopnafirði, allt í senn verslun- armaður, barnagæslumaður og gítaristi, mjög fínn í tauinu. Þá minnti Jón mig á að í bók Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar væru frásagnir af Púlla og viðskiptum hans við frænda sinn, Jón Þorláksson ráðherra. Margar kátlegar sögur ganga enn af Púlla, en þær verða ekki raktar hér. En gott er að vita hvaðan orðatil- tækið er runnið, það sem fyrr var á minnst. Þá fór Jón Múli með sína gerð af Kidda og stúlkunni sem var of ung til að fara frá henni mömmu og var hún nálega eins og sú sem ég lærði ungur og hef birt hér í pistlunum áður. En merkilegra þótti mér það sem ég hafði ekki minnstu hug- mynd um, að lagið við „Kidda- textann“ er ástralskt þjóðlag, eftir hvaða krókaleiðum sem það hefur borist hingað og ver- ið sungið í sveit og við sæ, lík- lega fyrst á milli 1930 og 1940. Umsjónarmaður þakkar Jóni Múla kærlega fyrir símtalið.  Ólöf Friðjónsdóttir í Leirár- görðum sendir mér eftirfar- andi bréf sem ég birti með þökkum: „Heill og sæll Gísli. Þökk fyrir þættina. Auðvitað er ég að nöldra, gera það ekki allir við og við? Það myndi æra óstöðugan að telja upp allt sem maður hnýt- ur um í daglegu máli fjölmiðla- fólks, en eitt af því ömurlegasta er, þegar talað er um að eitt- hvað sé „komið á koppinn“ í merkingunni að setja á laggirn- ar. Sérðu það ekki í huganum? Sá sem situr á koppnum er oftast með buxurnar á hælun- um eða berrassaður af skiljan- legum ástæðum. Íþróttamenn og fréttamenn þeirra nota þessa öfugmerkingu talsvert, en það gera miklu fleiri, því miður. Kannastu við vísu sem endar á þessa leið? „… Þú ert bæði g-öfugur og g-óður ef G-unum er sleppt.“ Höfundur sagður stúlka sem orti til yfirmanns.“ Umsjónarmaður kannast ekki við vísuna, en auglýsir eft- ir hinum helmingnum. Hann er alveg sammála Ólöfu um koppatalið ósmekklega og ítrekar þakkir fyrir bréfið.  Salómon sunnan sendir: Ég veit fullvel að Jóhann mig barði, sagði járnsmíðalærlingur Barði en var það Jóhann frá Barði eða Fyrirbarði eða Jóhann frá Járngerðarbarði. Lagfæring: Í síðasta þætti var Björn Þórleifsson nefndur Þorleifsson. Bæði hann og aðr- ir eru beðnir velvirðingar á þessu. En Bónus fær prik fyrir orð- ið afgreiðslutími, þar sem það á við, ekki „opnunartími“. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1104. þáttur Á NÆSTU dögum höldum við páskahátíð, eina af þremur stórhá- tíðum kristinna manna.Við minn- umst frásagna guðspjallanna af píslargöngu Krists og krossdauða. Píslarganga og krossdauði Krists minna okkur óhjákvæmi- lega á þjáningar milljóna fólks víða um heim á okkar dögum. Hungur og vannæring á okkar dögum víða um veröld, en mest í þriðja heim- inum, er að hluta til afleiðing styrj- alda, náttúruhamfara og uppskeru- brests. En jafnframt og ekkert síður afleiðing fákunnáttu, fátækt- ar og hagkerfa, sem fallið hafa á reynsluprófi þjóðanna.Talið er að rúmlega níu milljónir af þeim tólf milljónum barna á sl. ári hafi verið í þessum hópi þar sem skorturinn er daglegt líf. Hugsjónir um alþjóðlegt sam- starf sækja margt til kristinna markmiða. Á síðustu áratugum hefur verið leitast við að breyta þessu ástandi, þar sem þjóðir ber- ast á banaspjót og láta sér fátt um finnast, og stuðla þess í stað að því að allar þjóðir reyni í sameiningu að leysa vandamál skorts, skapa í sameiningu frið og hagsæld um all- an heim. Við eigum ennþá langt í land en þó hafa möguleikar okkar til að ná árangri aldrei verið betri. Fyrir til- stuðlan umbyltinga í samgöngum og fjar- skiptum vitum við bæði meira um hlut- skipti náungans, hvar sem hann kann að vera staddur, og eigum auðveldara með að koma að- stoð til bágstaddra. En gerum við nóg af því að nýta möguleikana til að láta gott af okk- ur leiða? Látum við nóg af hendi rakna til þróunaraðstoðar og neyð- araðstoðar? Á þessari föstu vill Caritas Ís- land (hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar) leggja sinn skerf af mörkum til verja sinni árlegu föstu- söfnun til Katale- Busawula-þorps í Mpigi-héraði í Kamp- ala í Úganda. Flestir í þorpinu búa við sára fátækt. Fæstir hafa atvinnu. Flestir hætta skólagöngu þar sem þeir hafa ekki ráð á að greiða kostnað við skóla- vistina. Alnæmi er útbreiddur bölvaldur sem tekið hefur toll af flestum fjölskyldum. Hvert eitt skref og sérhver áfangi skiptir miklu máli. Allt sem miðar að því að bæta líf þessa fólks. Með almennri þátttöku í föstusöfnun Caritas á pálmasunnudag getum við hvert okkar lagt lítið lóð á vog- arskálarnar til þess að styðja við bakið á þessu fólki. Söfnunin fer fram í öllum kaþólskum messum á pálmasunnudag, 8. apríl. Einng má leggja framlög inn á reikning Caritas Ísland 513-14-202500. Caritas á Ís- landi safnar fyrir bágstadda Sigríður Ingvarsdóttir Söfnun Með almennri þátttöku í föstusöfnun Caritas á pálmasunnudag, segir Sigríður Ingvarsdóttir, getum við hvert okkar lagt lítið lóð á vogarskálarnar. Höfundur er formaður Caritas á Íslandi. ÝMSUM þykir að bera í bakkafullan lækinn að fara enn á ný að skrifa um fram- tíð Reykjavíkurflug- vallar. Með tilliti til þeirra makalausu kosninga og þess sjón- arspils sem stofnað var til út af málinu er þó enn ástæða til að velta þessu skondna máli enn frekar fyrir sér. Það er t.a.m. nokkuð skondið að sjá í hópi aðdáenda þess að flytja innanlands- flug til Keflavíkurflug- vallar sömu andlitin og þreyttu langar mótmælagöngur í tilefni af hermangi og framkvæmdum við sama flugvöll á sínum tíma. Það er nú samt þannig með þetta blessað fólk, eins og aðra vindhana, það snýst eftir vindáttum. Her í landi, her úr landi, allt í standi, enginn vandi. Eldgos og einangrun Einn þáttur þessa máls hefur lítt verið til umræðu, en það er eldgosa- hætta í næsta nágrenni Reykjavík- ur, þ.e.a.s. á Bláfjallasvæðinu frá Eldborg, jafnvel Hengilssvæðið, svo og vítt og breitt um allt Reykjanes, t.d. í nálægð Keilis og Stapafells. Fróðlegt er að velta því fyrir sér hvert hraunstraumur frá slíkum gosum myndi leita og hvern farveg hann myndi finna, t.d. frá Eldborg. Dettur manni þá fljótt í hug farveg- ur Elliðaánna og þær tvær brýr sem þar finnast. Gæfulegt væri ef brýr þessar hyrfu í hraunstraumi og allar útgönguleiðir Reykvíkinga landleiðina myndu þar með lokast nema til Reykjaness, sem mjög lík- lega yrði hraunstraumi að bráð á stóru svæði milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Ekki getur það nú talist skynsamlegt að treysta á landlegu kvótalausra skipa í Reykjavíkur- höfn til brottflutnings á mann- skepnum við slíkar að- stæður og ekki á vísan að róa að gæfan yrði mönnum alltaf jafn hliðholl og í Vest- mannaeyjagosinu á sínum tíma. Borgar- stjórnendum sem gera mikið úr framtíðarsýn sinni hlýtur að vera þessi hætta ljós, eða hvað? Sjúkraflug Nokkuð hefur verið rætt um það óhagræði að fara með innan- landsflugið langt í burtu frá vel búnum sjúkrahúsum og tek ég heilshugar undir þá gagn- rýni. Kannski áðurgreindir Göngu- Hrólfar séu tilbúnir að fara í betli- göngu suður á Miðnesheiði til að sníkja af Bandaríkjamönnum fé fyr- ir svo sem einu vel búnu sjúkrahúsi, sem staðsett yrði innan þeirra um- ráðasvæðis öllum til mikilla hags- bóta. Reykjavíkurflugvöllur og svæðisnýtingin Mér sýnist af þeim teikningum og tillögum sem fram hafa komið að til sé í stöðunni mjög álitlegur og skynsamlegur millivegur, sem er að nýta með góðum frágangi og vönd- uðu skipulagi mun betur en nú er gert verulegan hluta þess svæðis sem að flugvellinum liggur. Fram- tíðarflugvélar sem fullnægja ströngum kröfum um hávaðavarnir og nota stuttar brautir yrðu nábú- um vallarins vart til mikils ama. Miðað við alla þá milljarða sem okk- ar litla þjóðfélag er búið að sökkva í þessar botnlausu fúamýrar sem Vatnsmýrin er og allt það fjármagn sem ákveðið er að verja til alls kon- ar bygginga og framkvæmda til við- bótar, er fráleitt að binda svo hend- ur komandi stjórnenda Reykjavíkur að þetta fjármagn glatist. Að taka síðan afdráttarlausa ákvörðun um brottflutning vallarins byggða á nokkur hundruð atkvæðum og kalla svo allt saman aukið lýðræði er nokkuð sem ég fæ ekki samhengi í, hvað þá þegar ákvörðun um túlkun niðurstöðu er svo byggð á allt öðr- um forsendum en kosningarnar byggðust á. En svona er þetta nú líka, hlutverk vindhananna hefur ekkert breyst. Hvað byggingarlóðir varðar hefði ég lítinn áhuga á lóð í Vatnsmýrinni með grunndýpt í óþekktum metra- fjölda. Hvað með að byggja á Bessastaðatúni? Ættum við kannski að sníkja nokkrar Truman-blokkir (í New York) af Bandaríkjamönnum og setja á annan hvorn staðinn fyrir félítið verkafólk eða jafnvel leigja þær? Einangruð Reykjavík Helgi Jasonarson Höfundur er pípulagningameistari. Flugvöllur Að taka síðan afdráttarlausa ákvörðun um brottflutning vallarins byggða á nokkur hundruð at- kvæðum, segir Helgi Jasonarson, og kalla svo allt saman aukið lýðræði er nokkuð sem ég fæ ekki samhengi í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.