Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 13 GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, gerði viðtal við Guðmund Þórodds- son, forstjóra Orkuveitu Reykjavík- ur og stjórnarmann í Línu.Neti, í Morgunblaðinu á fimmtudag, að um- talsefni á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Sagði Guðlaugur Þór að af viðtalinu mætti ljóst vera að Lín- a.Net hefði með kaupunum á Irju ehf. um mitt árið 1999 verið að ,,kasta um 250 milljónum út um gluggann“, eins og borgarfulltrúinn orðaði það. Helgi Hjörvar, borgar- fulltrúi R-listans, og varaformaður stjórnar Línu.Nets, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sögðu á hinn bóginn að ekkert væri hægt að fullyrða um það á þessu stigi málsins að fjárfestingin hefði verið til einskis. Lagði Helgi Hjörvar reyndar áherslu á að tíminn myndi leiða í ljós að skynsamlegt hefði verið að fjárfesta í Irju. Borgarstjóri talaði á sömu nótum. ,,Það er rangt að þessar 250 milljónir hafi tapast,“ sagði hún m.a. Í málflutningi sínum vitnaði Guð- laugur Þór í fyrrgreint viðtal í við- skiptablaði Morgunblaðsins og sagði að þar kæmi fram í máli Guðmundar að Irja gæti ekki nýst Línu.Neti vegna þess samningar Irju við Mot- orola hefðu ekki gengið eftir. Mot- orola hefði m.ö.o. ekki komið fram með þær tæknilausnir á þeim tíma sem gert hefði verið ráð fyrir í samn- ingunum. Þar með hefðu þeir gagna- flutningsmöguleikar ekki verið til staðar sem Lína.Net hefði fyrst og fremst verið að sækjast eftir með kaupunum á Irju. ,,Það er staðfest í þessu viðtali að menn voru að kaupa verðlaust fyrirtæki fyrir 250 milljón- ir kr.,“ fullyrti Guðlaugur Þór m.a. Benti hann á að í viðtalinu kæmi fram að eignir Irju hefðu á þessum tíma verið fyrirtækið með ákveðna viðskiptaáætlun en í henni hefðu m.a. falist samningarnir við Motorola. Þess má auk þess geta að Irja hafði þá samið um uppsetningu og rekstur Tetra-fjarskiptabúnaðar fyrir lög- regluna og Slökkvilið Reykjavíkur. ,,Menn voru bara að kaupa fyrirtæki með viðskiptaáætlun fyrir 250 millj- ónir, sagði Guðlaugur Þór og benti á að í viðtalinu hefði einnig komið fram að Lína.Net hefði sömuleiðis með kaupunum verið að kaupa fyrirtæki sem gat verið komið í gang með Tetra-kerfið í fyrravor. ,,Þeir áttuðu sig hins vegar á því nokkrum dögum seinna að þeir hefðu keypt köttinn í sekknum og reyndu að fá peningana til baka.“ Vísar Guðlaugur Þór þarna til þess er forsvarsmenn Línu.Nets hefðu skömmu eftir kaupin reynt að fá stóran hluta kaupverðsins endur- greiddan. ,,Þetta er líka athyglisvert í því samhengi að í desember sl. fór fram hlutafjárútboð í Línu.Neti, sagði Guðlaugur Þór ennfremur og vitnaði í bókun R-listans í borgarráði frá 12. des. sl. En þar segði: ,,Frá stofnun Línu.Nets hefur verðmæti fyrirtækisins ríflega tífaldast og sannað þannig mikilvægi sitt á liðn- um árum. Vegna mikilla fjárfestinga á næstunni og útrásar á markaði er talið mikilvægt að auka hlutafé fyr- irtækisins um 100 milljónir að nafn- virði…“ Eftir að Guðlaugur Þór hafði lesið upp úr fyrrnefndri bókun R-listans sagði hann jafnframt að í henni væri tekið fram að Orkuveita Reykjavíkur, stærsti eigandi Línu.- Nets, þyrfti að kaupa hlut í hlutafjár- útboðinu: ,,Það kemur hins vegar fram í viðtalinu í Morgunblaðinu að forstjóri Orkuveitunnar telji að gengið 10,5 sem Orkuveitan keypti síðan hluti á hafi verið allt of hátt.“ Guðlaugur sagði ennfremur að í fyrr- greindri bókun R-listans kæmi hvergi fram að Lína.Net hefði keypt verðlaust fyrirtæki. Það hefði heldur ekki komið fram í umræðum um hlutafjárútboðið innan borgarstjórn- ar eða borgarráðs. ,,Það kom ekki fram í borgarráði, ekki í borgar- stjórn og ekki í stjórn veitustofn- ana… Það hefur ekki hvarflað að for- svarsmönnum R-listans að upplýsa borgarráð eða borgarstjórn neitt um þetta mál.“ Áhyggjur af Stiklu Nokkrar umræður urðu um mál- efni Línu.Nets á fundi borgarstjórn- ar og tók Helgi Hjörvar, borgar- fulltrúi R-listans og varaformaður stjórnar Línu.Nets, m.a. fram að endanlegt kaupverð Línu.Nets á Irju hefðu verið innan við 200 milljónir kr. þar sem Lína.Net hefði fengið samtals um 55 milljóna kr. afslátt af kaupverðinu eftir að kaupin áttu sér stað. Síðan sagði hann: ,,Á þessu stigi er ekki gott að fjalla um hverjukaup- in á Irju munu endanlega skila Lín- u.Neti. Það mun reksturinn á næstu árum fyrst og fremst leiða í ljós…Þá mun koma í ljós að fyrirtækið Irja var gott fyrirtæki með öfluga við- skiptaáætlun sem skynsamlegt var að fjárfesta í og mun skila arði.“ Helgi Hjörvar sagði jafnframt mik- ilvægt að hafa í huga að Irja hefði þegar hafið starfsemi. ,,Þó að starf- semi Irju (sem felst í talstöðvaþjón- usta fyrir öryggis- og neyðaraðila) varði ekki kjarnastarfsemi Lín- u.Nets, sem eru gagnaflutningar, þá er þjónusta Irju…ákaflega mikil- væg. Það fengum við að sjá í höf- uðstöðvum slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins nú nýverið þegar Tetra-kerfið var vígt… Þar fengum við að sjá hversu gríðarlegt fram- faraskref Tetra-kerfið er fyrir starf- semi þessara aðila.“ Síðar í umræðunni beindi Helgi Hjörvar athyglinni að fyrirtækinu Stiklu. ,,Vilja menn hafa áhyggjur af ráðstöfun almannafjár er réttara að huga að öðru fyrirtæki sem Reykja- víkurborg er hluthafi í. Reykjavík- urborg er nefnilega hluthafi í fyrir- tækinu Landsvirkjun sem aftur á þriðjung í fyrirtækinu Stiklu. Sá er hins vegar munur á fyrirtækinu Stiklu og Irju að fyrirtækið Irja eða nú Lína.Net hefur viðskiptasamn- inga upp á hundruð milljóna króna. En fyrirtækið Stikla, sem Lands- virkjun á einn þriðja hluta í, hefur ráðist í hundruð milljóna kr. fjárfest- ingar í Tetra-kerfi en hefur enga slíka viðskiptasamninga. Hefur enga umtalsverða samninga um viðskipti í því kerfi. Það væri þess vegna athug- unarefni fyrir borgarfulltrúann Guð- laug Þór Þórðarson að ræða við sam- flokksmann sinn og stjórnarmann í Landsvirkjun Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son um fjárfestingar af almannafé í Tetra-kerfi Stiklu sem enga umtals- verða viðskiptasamninga hefur. Þar kynni að vera ástæða til að hafa áhyggjur. Ég vil hins vegar taka það fram að sem stjórnarmaður í Lands- virkjun hef ég, þegar málefni Stiklu hafa verið til umfjöllunar, vikið af fundi af eðlilegum ástæðum.“ Þess má geta að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúi D-listans, var ekki á fundi borgarstjórnar þegar þessi ummæli féllu. Guðlaugur Þór sagði hins vegar síðar í umræðunni að ef það væri eitthvað að hjá Lands- virkjun væri ,,sjálfsagt að taka það upp.“ Það breytti þó ekki staðreynd- unum um kaup Línu.Nets á Irju. Fleiri borgarfulltrúar blönduðu sér inn í þessa umræðu. Þeirra á meðal Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna. Lagði hann m.a. áherslu á að það væri óþol- andi fyrir fyrirtæki í samkeppnis- rekstri að þurfa æ ofan í æ að verða bitbein borgarfulltrúa. Sagði hann að réttast væri að borgin seldi hlut sinn í Línu.Neti og það strax. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri kvaddi sér einnig hljóðs og gerði eins og Helgi Hjörvar fyrir- tækið Stiklu að umtalsefni. Sagði hún það merkilegt hvernig sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn hefðu tekið um það ,,pólitíska ákvörðun“ eins og hún orðaði það að gera fyrirtækið Línu.Net að sérstökum ásteytingar- steini í borgarstjórn. Á sama tíma gerðu þeir hins vegar engar athuga- semdir við fjárfestingar Landsvirkj- unar í Stiklu. ,,Ég hef ekki orðið vör við það að fjárfestingar í því hluta- félagi…hafi ratað hér með sama hætti í umræðu borgarstjórnar Reykjavíkur og fjárfestingin í Irju… Með sömu rökum ættu hins vegar málefni Stiklu að vera hér uppi á borðum og málefni Irju.“ Tók borg- arstjóri jafnframt fram að hún hefði sem fulltrúi í stjórn Landsvirkjunar á sínum tíma varað við fjárfestingum í Stiklu. Í lok umræðunnar sagði borgarstjóri síðan að það væri rangt hjá Guðlaugi Þór að 250 milljónir kr. hefðu tapast með kaupum Línu.Nets í Irju. Guðlaugur Þór Þórðarson um kaup Línu.Nets á Irju ehf. „250 milljónum kast- að út um gluggann“ GEÐRÆKT og Landlæknisembætt- ið hafa í vikunni sent upplýsingarit um geðheilbrigði til stórra stofnana í landinu til að vekja fólk til umhugs- unar um mikilvægi góðrar geðheilsu. Tilefni bréfsendinganna var að sögn Önnu Bjargar Aradóttur, hjá for- varna- og heilsuverndarsviði Land- læknisembættisins, alþjóðaheil- brigðisdagur WHO sem er í dag. Dagurinn er helgaður geðheilbrigði og hvetur Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin almenning jafnt sem stjórnvöld um heim allan að vinna heilshugar að eflingu geðheilbrigðis. Á Íslandi var að sögn Önnu megináherslan lögð á að vekja vitund um geðheilbrigði meðal almennings þar sem ein af for- sendum starfsins sé að draga úr for- dómum í garð þeirra sem haldnir eru einhvers konar geðheilsuvanda. Því hafi engin sérstök dagskrá verið skipulögð í dag heldur verkin látin tala alla undangengna viku. Meðal annars voru send bréf og upplýsing- ar til allra heilsugæslustöðva í land- inu þar sem þær voru hvattar til þess að fræða fólk um geðheilbrigði. Einnig voru starfsmenn hvattir til að taka upp málefni geðheilbrigðis í sínu starfi, þ.e. bæði með forvörnum og í beinu læknisstarfi. Bréf voru einnig send til allra presta á landinu og til biskups þar sem þeir voru beðnir um að leggja út frá fordómum í messum sínum á sunnudag og minna á margbreytileik mannlífsins. Vekur fólk til umhugsunar Sjónvarpsstöðvarnar ætla allar að sýna breska stuttmynd í kvöld í til- efni dagsins. Myndin, sem er bresk en þýdd og staðfærð fyrir Íslend- inga, fjallar um hversu algeng geð- heilsuvandamál eru í raun og veru og reynt að draga úr fordómum með því að benda á að geðheilsuvandi getur hent hvern sem er. Héðinn Unn- steinsson, formaður Geðræktar, sagði myndina koma með nýjan vinkil á umræðuna um geðvandamál sem tengdist boðskap dagsins. „Ég geri mér vonir um að myndin hafi töluverð áhrif á fólk og veki áhorfendur til umhugsunar um geð- heilbrigði og mikilvægi umburðar- lyndis í garð þeirra sem eru veikir,“ sagði Héðinn. Þess má geta að vitað er að á hverjum tíma þjást 22 til 24% íslensku þjóðarinnar af geðheilsu- vanda af einhverjum toga, þ.e. nær einn af hverjum fjórum landsmönn- um. „Það er því mikilvægt að minna á við getum öll eflt geðheilsu okkar, m.a. með því að leggja rækt við heil- brigði og vellíðan hjá okkur sjálfum og þeim sem við umgöngumst,“ sagði Anna Björg. Alþjóðaheilbrigðisdagur WHO – geðheilbrigði Rækt lögð við heil- brigði og vellíðanENDRUM og sinnum heyr- ast raddir um að börn séu hætt að leika sér úti við en glápi þess í stað á sjónvarp eða spili tölvuleiki. Ekki var það svo með þessa stúlku sem vígbjóst af kappi á gangstétt í Reykjavík í blíðviðrinu sem lék við höf- uðborgarbúa fyrir skemmstu. Leikfélagar hennar voru á næsta leiti og eins víst að þeir hafi ekki látið sitt eftir liggja í víg- búnaðarkapphlaupinu. Morgunblaðið/Golli Vígbún- aður á vorkvöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.