Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLPARSTARF kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa skrifað undir samstarfssamn- ing um vatnsöflun og fræðslu henni tengdri í Tete-héraði í Mósambík. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á tæpa tuttugu og eina milljón íslenskra króna. Kostnaður skiptist jafnt á milli stofnana og verður greiddur í áföngum fram til ársins 2003. Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri ÞSSÍ, sagði samning- inn vera lið í ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að miðla hluta fram- laga sinna til þróunaraðstoðar með samvinnu ÞSSÍ við frjáls félagasam- tök um tiltekin og afmörkuð verk- efni. Slík samvinna þekktist vel í ná- grannalöndum Íslands og hefði gefið góða raun. Vatnsöflunarverkefni skila fjöl- þættum árangri því auk þess að skila hreinu vatni sem forðar fólki frá fjölda smitsjúkdóma og losar konur undan vinnuálagi við að sækja vatn langar leiðir, efla verkefnin frumkvæði fólksins og virkja það til ábyrgðar á framförum í eigin þágu. Þorpsbúar eignast hlutdeild í verk- efninu og öðlast færni sem nýtist til annarra framfara. Verkefnið felst í því að þorpsbúar grafa brunna og fullbúa þá til að útvega hreint vatn. Brunnarnir eru handgrafnir og þorpsbúar leggja fram alla vinnu við þá en vinnan miðast við handverk- færi og grunntækni. Um hvern brunn eru þorpsbúar fengnir til að skipa nefnd sem tekur þátt í öllum stigum undirbúnings, framkvæmdar og eftirfylgni. Þorpið eignast brunn- inn og er ábyrgt fyrir því að stofna og eiga sjóð til að kaupa varahluti. Nefndarmenn eru svo búnir undir að miðla þekkingu sinni til þorpsbúa og þannig stuðla að því að brunn- urinn sé notaður rétt og vel gengið um hann. Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, sagði þörf fyrir þróunaraðstoð og uppbyggingu í Mósambík vera gríð- armikla. Eftir átta ára starf þar væri árangur orðinn sýnilegur og breyting á högum fólks til hins betra. „Þróunar- og hjálparstarf þarf að hugsa til langs tíma því ár- angurinn skilar sér ekki á einni nóttu. Með tilkomu þessa samnings getum við notið góðs af reynslu hvert annars og skapað hag- kvæmni í umgjörð starfsins,“ sagði Jónas. Einar Karl Haraldsson, stjórn- arformaður HK, lagði ríka áherslu á að verkefnið miðaði að áfram- haldandi samvinnu Íslendinga við stjórnvöld og íbúa á hverjum stað þar sem samvinnan væri lær- dómsferill sem stuðlaði að sjálfs- virðingu og metnaði íbúanna. Unnið að fjölda verkefna í Mósambík Hjálparstarf kirkjunnar hóf þróunarstarf með Lútherska heimssambandinu í Mósambík ár- ið 1993 með styrk frá ÞSSÍ og eiga stofnanirnar því sameiginleg- an þátt í því starfi sem þar hefur verið unnið síðan. Vatnsöflun hef- ur verið viðamesta verkefnið en jarðræktarnámskeið, námskeið um hreinlæti og smithættu, félagsstarf fyrir unglinga, skóla- starf og jafnréttisnámskeið fyrir konur hafa einnig verið studd. Þróunarsamvinnustofnun hóf störf í Mósambík árið 1995 og vinnur í samstarfi við þarlend stjórnvöld að mörgum verkefnum. Í samstarfi við Rauða kross Ís- lands og Rauða kross Mósambík er unnið að byggingu heilsugæslu- stöðvar í Hindane-héraði sem mun þjóna 120 þúsund íbúum hér- aðsins. Þá starfar íslenskur sér- fræðingur við ráðgjafastörf í jafn- réttis- og kvennamálaráðuneyti Mósambík. Rannsóknarstofa í matvæla- og örverufræðum er starfrækt á vegum stofnunarinnar og bygging tveggja annarra er framundan. Á vegum ÞSSÍ er einnig unnið að fleiri verkefnum, s.s. að skóla- samstarfi, heilsugæslumálum, æskulýðsstarfi o.s.frv. Stofnunin mun verja 125 milljónum króna til þessara verkefna í Mósambík á árinu. Samstarfssamningur kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Rúmar 20 milljónir til vatnsöflunar í Mósambík Morgunblaðið/Árni Sæberg Jónas Þórisson, Sighvatur Björgvinsson og Einar Karl Haraldsson töldu samvinnu við íbúa þróunaraðstoð- arsvæða vænlegasta til árangurs. Samvinnan sé lærdómsferill í sjálfu sér. ÉG fékk tvö högg, fyrst sló hann með vinstri hendi, síðan með þeirri hægri,“ segir tæplega fertugur karl- maður sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur fyrir skömmu. Seinna höggið var mun þyngra og varð til þess að maðurinn missti meðvitund og féll á gangstéttina. Þegar hann kom aftur til meðvit- undar voru tveir lögreglumenn að leiða hann inn á slysadeildina í Foss- vogi. Við seinna höggið brotnuðu gler- augu hans og eitt brotanna stakkst í auga hans. Um tíma var talið að sjón hans myndi skerðast en hann telur sjálfur að hún muni jafna sig að mestu. Maðurinn hefur ör í kringum vinstra augað og glerbrotið er enn í auganu á honum. Sauma þurfti þrjú spor í augabrún og eitt í vör. Vegna meiðsla var maðurinn frá vinnu í eina viku. Árásarmaðurinn stökk út úr bílnum Um kl. 2 aðfaranótt laugardagsins 3. mars sl. var maðurinn á göngu á Laugavegi, á heimleið eftir árshátíð. Í viðtali við Morgunblaðið lýsir hann atburðum svo: Til móts við Kjörgarð, þar sem nú er m.a. verslun Bónuss, snarhemlaði bifreið. Maður í hvítum stuttermabol og gallabuxum stökk út og réðst að pari af asískum upp- runa. Hann telur manninn hafa verið um 25 ára gamlan. Honum sýndist þrír karlmenn á svipuðum aldri vera með honum í bílnum. Maðurinn segir að tilburðir árásarmannsins hafi ver- ið þannig að hann hafi verið vanur átökum. Asíska parið hörfaði undan en maðurinn sló nokkrum sinnum til þeirra. „Mér verður svo brugðið við þetta að ég kalla: „Láttu þau vera!“ Svo horfi ég aðeins á hann og labba af stað.“ Árásarmaðurinn hafi þá hlaupið að honum, ýtt við honum og slegið hann fyrst með vinstri hendi í andlitið. Seinna höggið hafi komið beint á gleraugu hans sem brotnuðu og glerbrot stakkst í auga hans. Hnn segist hafa staðið í smá stund, riðað til falls en svo fallið til jarðar og misst meðvitund. Talsvert af blóði hafi lekið úr andliti hans. Maðurinn óskar eftir því að þeir sem urðu vitni að árásinni, eða hafi einhverjar upplýsingar um hana, hafi samband við lögreglu. Maður sem varð fyrir líkamsárás í miðbænum auglýsir eftir vitnum Glerbrot stakkst í auga MEÐ gildistöku Schengen-sam- starfsins hér á landi 25. mars síð- astliðinn var eftirlit með flugfar- þegum ekki aðeins aukið heldur einnig með þeim farþegum og áhöfnum skipa sem koma til lands- ins og fara yfir ytri landamæri Schengen-svæðisins. Öll skip sem koma erlendis frá, hvort sem þau koma frá aðildarlöndum Schengen eða utan þess, þurfa að tilkynna komu sína til Landhelgisgæslunnar minnst 12 tímum áður en þau koma inn í íslenska landhelgi og tilkynna um leið áætlaða brottför. Staðfestingu á brottför úr höfn skal tilkynna Gæslunni a.m.k. 6 tímum fyrir brottför. Þetta á ekki við um íslensk fiskiskip, sem hvorki hafa haft viðkomu í erlendri höfn né lagst að skipi á hafi úti, og farþegaferjur og skemmtiferðaskip með síðasta viðkomustað innan Schengen-svæðisins eða ef næsti viðkomustaður þess er ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu. Skipin þurfa einnig að senda Gæslunni lista yfir áhafnir og far- þega og eru þeir listar sendir áfram til SIRENE-skrifstofunnar hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er nokkurs konar lögreglu- skrifstofa viðkomandi Schengen- ríkis. Þar eru listarnir yfirfarnir og bornir saman við upplýsingakerfi Schengen, SIS. Komi eitthvað fram við þá skoðun er viðkomandi lögreglustjóraembætti látið vita þar sem skipið leggst að. Ef ekkert er athugavert við nöfn áhafnar eða farþega þá er það í valdi sýslu- manns hvort ástæða er til að fara um borð í skipið til persónueftirlits eða láta tollafgreiðsluna duga. Skip sem fara yfir ytri landa- mæri Schengen-svæðisins geta ekki lagst að hvaða höfn sem er heldur eru 25 hafnir skilgreindar sem landamærastöðvar, líkt og flugvellirnir í Keflavík og Reykja- vík og á Akureyri, Egilsstöðum og Höfn. Hafnirnar sem hér um ræðir eru Reykjavík, Grundartangi, Akranes, Grundarfjörður, Patreks- fjörður, Bolungarvík, Ísafjörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Akureyri, Húsavík, Rauf- arhöfn, Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Fá- skrúðsfjörður, Höfn, Vestmanna- eyjar, Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbær og Hafnarfjörður. Afgreiðslutími á Keflavíkurflugvelli er allan sólar- hringinn en á öðrum landamæra- stöðvum fer sá tími eftir beiðni sjó- farenda. Samkvæmt reglugerð sem dóms- málaráðherra gaf út fyrir gildis- töku Schengen-samstarfsins er heimilt að senda Landhelgisgæsl- unni skrá yfir áhöfn og farþega skips fyrir milligöngu skipafélags eða miðlara en skipstjóri ber ábyrgð á að skránni sé skilað. All- ar breytingar á skipan áhafnar eða farþega ber að tilkynna Gæslunni án tafar. Einnig þarf að tilkynna lögreglu um laumufarþega áður en komið er til hafnar, ef vitað er um slíkan farþega. Samkvæmt upplýsingum frá SIRENE-skrifstofunni hefur sýslumönnum og lögreglustjórum verið uppálagt að fylgjast sérstak- lega með öllum skipum í sínum höfnum, hvort sem það er frakt- skip eða lítil skúta. Landhelgisgæslan hefur orðið vör við andvaraleysi hjá sjófarend- um gagnvart þessu nýja fyrir- komulagi eftir að Schengen-sam- starfið tók gildi 25. mars. Sem dæmi komu fraktskip til landsins í síðustu viku sem Gæslan fékk ekk- ert að vita um. Ef farið hefði verið eftir settum reglum Schengen hefðu skipin ekki hlotið heimild til afgreiðslu en í ljós kom að viðkom- andi skipstjórar vissu ekki um breyttar reglur. Hjá Samskip fengust þau svör að reglugerðin hefði borist fyrir- tækinu eftir helgi og nú væri búið að koma skilaboðum um borð í öll skip. „Þetta fer rólega af stað og hefði mátt kynna okkur þetta fyrr. Við erum ekki í neinum farþegaflutn- ingum og höfum áhafnarlista ætíð reiðubúna þannig að þetta verður ekkert mál að framfylgja reglun- um. Menn þurfa bara smá aðlög- un,“ sagði Kristján Ólafsson, for- stöðumaður skiparekstrardeildar Samskips. Haukur Már Stefánsson hjá skiparekstrardeild Eimskips sagði breytinguna í sjálfu sér ekki mikla eftir að Schengen tók gildi. Áður hefðu farþega- og áhafnarlistar alltaf verið sendir tollyfirvöldum en nú færu þeir til Landhelgis- gæslunnar og fyrr í tíma. „Þetta er rétt að komast í gagnið og ekki hægt að segja að fyrir- komulagið hafi mótast enn þá. Við munum koma þessu í fastar skorð- ur á næstu vikum,“ sagði Haukur Már. Landamærastöðvar í tuttugu og fimm höfnum Schengen-samstarfið gerir auknar kröfur um tilkynningaskyldu sjófarenda og skipamiðlara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.