Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI er samstaða í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar með þá útfærslu á framkvæmd- um á Reykjanesbraut, sem kynnt hefur verið í frum- drögum að verkinu og unnin er af Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsens hf. (VST) fyrir Vegagerðina og Hafn- arfjarðarbæ. Þetta kom fram á fjölmennum borgara- fundi í Hafnarborg síðast- liðið fimmtudagskvöld, sem haldinn var á vegum Hafn- arfjarðarbæjar og Vegagerð- arinnar og stóð í tvær klukkustundir. Á annað hundrað manns sóttu fund- inn og kom þar fram tölu- verð andstaða við fyrirhug- aðar framkvæmdir á Reykjanesbraut. Á fundinum kynnti Krist- inn Ó. Magnússon, bæjar- verkfræðingur Hafnarfjarð- ar, frumdrög hönnunar framkvæmdarinnar og sýndi m.a. myndband þar sem kemur fram hvernig mann- virki muni líta út að fram- kvæmdum loknum. Að þess- ari kynningu lokinni tók Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, við fundarstjórn og stýrði pall- borðsumræðum um málið. Fyrir svörum sátu Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri, Kristinn Ó. Magnússon, Jón- as Snæbjörnsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar- innar, Sigurður Einarsson, formaður skipulagsnefndar Hafnarfjarðar, og Ólafur Erlingsson, VST. Voru fyr- irspurnir bornar fram úr sal. Endurspegluðu þær mikinn áhuga bæjarbúa, einkum íbúa í Setbergi og Hvömm- um, fyrir því sem í ráði er að gera. Skóli og hraðbraut fara tæpast saman Fyrsta athugasemdin sem barst laut að nálægð fyrir- hugaðs grunnskóla á Hörðu- völlum við Reykjanesbraut- ina og slysahætta sem mönnum þótti sýnt að hlyti að vera fyrir hendi. Í svari fimmmenninganna kom fram, að menn þar á bæ vissu af þessari hættu og kæmu til með að huga sér- staklega að öryggisvörnum þar, til að koma í veg fyrir að börn gætu hlaupið út á veginn. Aðrir höfðu áhyggjur af gangandi fólki almennt á þessu svæði og fannst því gert erfitt fyrir og beinlínis stefnt í hættu. Þá kom fram nokkur ótti við þann hraða sem myndi verða á hinum nýja vegi og gerðu menn athugasemdir við að þar væru engar hraðahindranir að finna eða umferðarljós. Í svari kom fram, að ekki væri þörf á hraðahindrunum eða um- ferðarljósum, því brautin væri ekki bein heldur dálítið um sveigjur og beygjur sem kæmi til með að draga úr hraða bíla. Menn væru ekki enn búnir að fastsetja há- markshraða þarna, en væru að gæla við að hann gæti orðið 70-80 km frá Reykja- vík og suður fyrir Hafnar- fjörð, til að skapa greiða um- ferð þar í gegn. Því væri af hinu góða ef brautin gæti að mestu verið hindrunarlaus. En menn yrðu þó að sjálf- sögðu að fara með gát, eins og alls staðar. Undarlegt að hafa brautina einbreiða Ýmsir höfðu á orði, að undarlegt væri sú ráðstöfun yfirvalda, að ætla að hafa bara eina akrein í hvora átt, þegar umræða um tvöföldun Reykjanesbrautar væri búin að standa jafn lengi og raun bæri vitni, og spurðu hvort menn ætluðu sér að halda úti þessari einu akrein eða stefna að tvöföldun og þá hvenær. Í svari kom fram, að ráðgert væri að byrja á einni akrein, en að sjálf- sögðu væri meiningin að tvö- falda síðan í takt við þann kafla sem tæki við suður- eftir. Unnið væri eftir eftir langtímaáætlun og stefnt að því að tvöföldun gæti verið orðin að veruleika fyrir þetta svæði árið 2008. Eins kom fram gagnrýni á kostnað við þessar fram- kvæmdir, en hann er ráð- gerður 1,5 milljarðar króna eða 1000 milljónir á km mið- að við 80-100 milljónir á km, sem tvöföldunin sunnan Hafnarfjarðar að Keflavík er talin muni kosta. Jafnframt var spurt hvort samgöngu- yfirvöld hefðu samþykkt til- lögurnar. Í svari kom fram, að með því að veita fjár- magni í verkið hefðu yfirvöld lagt blessun sína á fram- kvæmdina. Guðmundur Árni Stefánsson kvaddi sér hljóðs og áréttaði að Alþingi hefði ekki samþykkt þessa út- færslu á veginum; þingmenn kjördæmisins hefðu einungis aflað fjár til vegarbóta á Reykjanesbraut. Nú lægi fyrir að kostnaðurinn yrði umtalsvert meiri en nokkur hefði gert ráð fyrir og væri það áhyggjuefni. Samkvæmt langtímavegaáætlun væri ljóst að fjármagn kæmi til með að vanta. Ekki væri heppilegt að byrja á þessu og geta ekki lokið því. Kvaðst hann sjá eftir því, að þessum fjármunum skyldi ekki varið í byggingu ofan- byggðarvegar, sem myndi líklega kosta í kringum 700 milljónir króna. Fleiri höfðu áður tekið til máls á fund- inum og sagst gjarnan hafa viljað sjá einhverjar hug- myndir um ofanbyggðarveg, þar sem horft væri til fram- tíðar en ekki bara út þetta kjörtímabil og spurðu nánar út í það mál. Þau svör feng- ust, að ofanbyggðarvegur væri í núgildandi aðalskipu- lagi og gert væri ráð fyrir að svo yrði áfram. Verið væri að kanna hugsanlegar teng- ingar slíks vegar við Reykja- nesbraut. Eftir 15 ár yrði hann komin inn í áætlun. Hugmyndafátækt við lausn þessa verkefnis Aðrir tóku svo djúpt í ár- inni, að tala um hugmyn- dafátækt varðandi lausn þessa verkefnis. Víða erlend- is, þar sem upp hefðu komið svipuð vandamál með um- ferð í gegnum bæi, hefðu menn leyst þau með að leggja göng undir bæina. Í svari við því kom fram, að sá möguleiki hefði verið hug- leiddur og ræddur, en síðan horfið frá honum, vegna erf- iðleika við að tengjast að- liggjandi brautum. Óánægjuraddir heyrðust um fleiri atriði tengd þess- um framkvæmdum, s.s. með staðsetningu hringtorgsins við Hringbraut, skorti á undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi fólk, vöntun á út- færslum á tengingum við Kaplakrika og að nauðsyn- legt væri að skera kirkju- garðinn í tvennt. Eins fannst sumum hin nýja Reykjanes- braut liggja æði nærri íbúð- arhúsum hér og hvar í bæn- um. Þá komu fram áhyggjur af gífurlegri umferð flutn- ingabíla með möl og bensín o.fl. meðan á framkvæmdum myndi standa. Í lokin spurði einn fund- argesta pallborðsmenn, hvort þeir fyndu ekki fyrir hinum mikla þunga andstöðu sem væri á fundinum. Þar tæki hver til máls af öðrum og allir hefðu eitthvað stór- fellt við hinar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir að at- huga. Væri ekki ástæða til að hugsa þetta mál næstum því allt frá grunni? Menn væru greinilega „pínulítið“ á móti þessu. „Nei, þetta er besta lausn- in,“ var svarið. Á annað hundrað manns var á kynningarfundi í Hafnarborg um væntanlegar framkvæmdir við Reykjanesbraut Nálægð grunn- skóla gagnrýnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Á kynningarfundinn í Hafnarborg mættu á annað hundrað manns og höfðu margir ýmislegt við fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjanesbraut að athuga. Hafnarfjörður STJÓRNSÝSLULÖG voru brotin í forvali borgaryfirvalda á arkitektastofum í tengslum við skipulag Halla- og Hamra- hlíðarlanda við Úlfarsfell. Sex arkitektastofur voru valdar úr hópi 25 stofa af sérstakri for- valsnefnd, en Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmaður sagði að tveir starfsmenn borgar- skipulags sem valdir hefðu verið í nefndina hefðu verið vanhæfir til verksins þar sem yfirmenn þeirra tengdust tveimur af þeim arkitektstof- um sem skilað hefðu inn tillög- um og síðan verið valdar til að taka þátt í skipulagsvinnunni. Borgarráð ákvað á fundi sínum á þriðjudaginn að skipa tvo nýja fulltrúa í forvals- nefndina í stað þeirra sem skipaðir hefðu verið af borg- arskipulagi. Munu þeir, ásamt öðrum fulltrúum forvalsnefnd- arinnar, dæma að nýju þær tvær umsóknir arkitektastof- anna sem tengjast yfirmönn- um borgarskipulags og þær 19 sem hafnað var. Bein fjölskyldutengsl Hjörleifur sagðist ekki telja að borgarsjóður væri bóta- skyldur gagnvart þeim 19 sem hafnað hefði verið. Hann vildi ekki segja til um hvort borg- arsjóður væri bótaskyldur gagnvart hinum tveimur ef niðurstaða nefndarinnar yrði sú að þær yrðu ekki valdar þegar búið væri að dæma um- sóknirnar að nýju. Málsatvik eru þau að í des- ember auglýstu borgaryfir- völd eftir arkitektastofum til að taka þátt í forvali vegna skipulags í Halla- og Hamra- hlíðalöndum, en um er að ræða um 130 hektara svæði við Úlf- arsfell. Eins og áður sagði skil- uðu 25 arkitektastofur inn til- lögum og 31. janúar samþykkti skipulags- og bygg- ingarnefnd skipun forvals- nefndar og áttu sæti í nefnd- inni formaður skipulags- og byggingarnefndar, tveir fulltrúar borgarskipulags, einn fulltrúi borgarverkfræð- ings og einn fulltrúi frá Arki- tektafélagi Íslands. Forvals- nefndin skilaði inn tillögu um val á sex arkitektastofum skömmu síðar og 28. febrúar samþykkti skipulags- og bygg- inganefnd tillöguna. Þegar úrslitin voru kunn- gerð bárust athugasemdir frá Ævari Harðarsyni arkitekt þar sem hann bendir m.a. á að bein fjölskyldutengsl séu á milli æðstu yfirmanna borgar- skipulags og eigenda tveggja af þeim sex arkitektastofum sem valdar hefðu verið í for- valinu. Hann bendir á að tveir í forvalsnefndinni séu starfs- menn borgarskipulags og und- irmenn Þorvalds S. Þorvalds- sonar, forstöðumanns stofnunarinnar, og Helgu Bragadóttur deildarstjóra. Hann segir að þessir aðilar hafi því verið vanhæfir til þess að taka afstöðu í málinu þar sem ein stofan sem skilað hefði inn tillögu væri í eigu sonar Þorvalds og önnur í eigu syst- ur Helgu. Þessar tvær stofur voru síðan valdar ásamt fjór- um öðrum í forvalinu til að taka þátt í skipulaginu við Úlf- arsfell. Óskað eftir umsögn borgarlögmanns Á fundi borgarráðs 13. mars óskuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að borgarlögmaður athugaði hvort forval arkitektastofa í tengslum við skipulag Halla- og Hamrahlíðarlanda bryti í bága við stjórnsýslulög. Á fundi borgarráðs 27. mars var álitsgerð Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns lögð fram auk umsagnar borgarskipu- lags um erindi Ævars og bréfs frá Arkitektafélagi Íslands þar sem farið er fram á að forvalið verði endurtekið. Í umsögn borgarlögmanns segir m.a.: „Það er ljóst að skipulagsstjóri var vanhæfur til að leggja mat á hæfni sonar síns. Með sama hætti var stað- gengill skipulagsstjóra van- hæfur til þess að mæta hæfni systur sinnar. Starfsmenn borgarskipulags hafa verið settir í þá vandasömu stöðu að meta hæfni skyldmenna yfir- manna sinna sem sjálfir voru ekki til þess hæfir. Telja verð- ur að fyrir hendi séu þær að- stæður sem til þess eru fallnar að draga megi ólhutdrægni starfsmanna í efa með réttu. Það er því skoðun borgarlög- manns að fulltrúar Borgar- skipulags í forvalsnefndinni hafi verið vanhæfir til þess að fara yfir og meta umsóknir frá arkitektastofum sonar skipu- lagsstjóra og systur staðgeng- ils hans.“ Í lok umsagnarinnar segir: „Forvalsnefndin lagði tillögu sína um val á umsækjendum fyrir skipulags- og byggingar- nefnd sem samþykkti tillög- una. Stjórnvaldsákvörðunin um val á umsækjendum var því tekin af skipulags- og byggingarnefndinni. Forvals- nefndin hafði samt sem áður það hlutverk að meta kosti og lesti umsækjendanna og vinna úr þeim upplýsingum sem þeir létu af hendi. Við vinnu sína tók forvalsnefndin því ýmsar ákvarðanir og vann störf sín sem stjórnsýslunefnd. Halda má því fram að skipulags- og bygginganefndin hafi átt erfitt með að hafna tillögu forvals- nefndarinnar og það hefði hún vart getað gert nema yfirfara alla vinnu forvalsnefnarinnar og meta sjáfstætt hæfni um- sækjendanna. Ákvörðun skipulags- og byggingarnefndarinnar um val á arkitektastofum er hvort tveggja ívilnandi og íþyngj- andi stjórnvaldsathöfn. Hún er ívilnandi gagnvart þeim umsækjendum sem valdir voru en íþyngjandi gagnvart þeim sem var hafnað. Þó svo að undirbúningur ákvörðunar- innar hafi verið haldinn veru- legum annmörkum er ekki sjálfgefið að ákvörðunin verði talin ógildanleg. Ákvörðunin er ennfremur bindandi gagn- vart þeim aðilum sem valdir voru sem á engan hátt bera ábyrgð á þeirri framkvæmd sem viðhöfð var. Í auglýsingu forvalsins var tiltekið að valdar yrðu allt að fimm arkitektastofur til áframhaldandi vinnu. Því var heimilt að velja færri en fimm. Raunin varð sú að skipulags- og bygginganefndin valdi sex arkitektastofur. Val tveggja kann að orka tvímælis en telja verður að óumdeilt sé að að val fjögurra arkitektastofa bygg- ist alfarið á málefnalegum sjónarmiðum. Því verður ekki séð að annmarkar á fram- kvæmd forvalsins og ákvörðun skipulags- og byggingar- nefndra leiði til bótaskyldu borgarsjóðs gagnvart þeim umsækjendum sem ekki voru valdir til þess að vinna að rammaskipulagi fyrir byggða- svæði í Halla- og Hamrahlíð- arlöndum.“ Í umsögn borgarskipulags um erindi Ævars kemur m.a. fram að forsvarsmönnum stofnunarinnar þyki leitt að málið hafi farið eins og að framan greinir, „enda legði embættið sig fram, m.a. með samráði við Arkitektafélag Ís- lands að vinna málið með þeim hætti að sátt yrði um það og niðurstaða forvalsins trúverð- ug. Verður strax leitað leiða til þess að mál af þessum toga endurtaki sig ekki.“ Arkitekt gerði athugasemdir við forval vegna skipulags Halla- og Hamrahlíðarlanda Fjölskyldutengsl leiddu til vanhæfis Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.