Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 57 Gullsmiðir ÁGÆTU landsmenn. Í dag, 7. apr- íl, er alþjóðaheilbrigðisdagur WHO, þetta árið helgaður geðheilbrigði. Í dag taka þjóðir heims sig saman og fagna geðheilbrigði en minnast þess í leiðinni hversu mikið er óunnið svo að flestir megi búa við þá vellíðan sem góð geðheilsa er. Það er því miður mikið óunnið. Geðheilsuvandamál verða æ stærri hluti af þeim sjúkdóm- um sem hrjá mannkynið. Áætlað er að á hverri stundu þjáist einn af hverjum fjórum jarðarbúum af geð- heilsuvandamáli. Þessi vandamál taka ekki einungis toll af þeim sem þjást þeirra vegna heldur eru þau einnig mikil byrði fyrir alla aðstand- endur. Vandamál þessi kosta sam- félög háar fjárhæðir sem Alþjóða- bankinn hefur reiknað út að séu u.þ.b. 3–4% af vergri þjóðarframleiðslu. Fyrir Ísland gæti þessi tala legið á bilinu 21–27 milljarðar árlega. En mikilvægast er að huga að þeim mannlega harmleik sem vandamál af þessu tagi geta valdið. Því segi ég af eigin reynslu að það er nógu erfitt að glíma við geðveiki alvarlegrar lynd- isröskunar þótt ekki þurfi að fylgja á eftir glíma við draug þessarar veiki, fordóma. Fordómar tengdir geðsjúkdómum eru aukaálag á þá sem veikjast og að- standendur þeirra. Fordómar sam- félagsins eru aukabyrði sem torvelda þann bata sem allir sem veikjast þrá. Torvelda fólki að öðlast reisn og virð- ingu. Fordómar brjóta niður og eru samfélaginu fleinn í sári sem alla skaðar. Því er boðskapur dagsins: Ekki líta undan – láttu þér annt um andlega heilsu, þörf áminning til okk- ar allra um að sýna þeim sem kunna að vera á einhvern hátt frábrugðnir umburðarlyndi, auðmýkt og skilning. Því: Alla þá er eymdir þjá er yndi að hugga, og lýsa þeim er ljósið þrá, en lifa í skugga. Það er alltaf betra með ofangreind- ar dyggðir að leiðarljósi að hjálpa þeim er þjást í stað þess að brjóta þá einstaklinga niður með fáfræði og skilningsleysi. Frá heilsuhagfræði- legu sjónarhorni liggur það ljóst fyrir að ef við ræktum títtnefndar dyggðir með geðrækt til allra í huga náum við ár- angri. Ekki einungis efl- um við heilsu og bætum efnahag landsins heldur er það mín staðfasta trú að þjóðarhamingja muni aukast. Gleymum því ekki að þeir sem veikst hafa á geði hafa margt að gefa og e.t.v. er sú speki þeirra mikilvæg- ust að það eina sem við eigum í lífinu er líkami okkar og lund. Eftir að hafa misst vit- ið og fengið það aftur öðlast margir nýtt gildismat. Þeir gera sér grein fyrir að stór hluti daglegs lífs okkar og neyslu er orðinn eft- irsókn eftir vindi, en átta sig jafnframt á kraftaverki lífsins. Því kraftaverki að vera heill til líkama og sálar. Það eru forréttindi sem við verðum að læra að rækta og fagna á hverjum degi, en ekki líta á sem sjálfsagðan hlut. Forréttindi sem eru á okkar ábyrgð og ákvarðast af lífsstíl okkar en einnig af póli- tískum ákvörðunum sem hafa áhrif á heilsu. Leyfum því öllum að njóta sín, gerum öllum kleift að rækta heilsu sína svo að þeir megi verða nýt- ir þjóðfélagsþegnar. Tökum öll þátt í að gera heilt heilla svo að geðheilsu- vandamál steðji síður að. En til þess að svo megi vera þurfum við að líta svo á að geðsjúkdóma sé jafnsjálfsagt að ræða og t.d. vélindabakflæði. Lít- um ekki undan, þegar geðheilsu- vandamál eru annars vegar, þorum að horfast í augu við svarta hundinn og föruneyti hans. Með geðrækt get- um við öll sem eitt tekið þá ákvörðun að fyrirkoma fordómum í garð geð- heilsuvandamála og efla geðheilsu allra. Slík ákvörðun gæti gerbreytt líðan okkar og orðið til þess að þeir sem vandmálin þjaka eigi auðveldara með að ná bata. Stöndum því saman að bættu samfélagi með geðrækt og náum árangri. Það er skylda okkar að líta ekki undan og láta okkur annt um andlega heilsu. Til íslensku þjóðarinnar Geðheilbrigði Fordómar tengdir geðsjúkdómum, segir Héðinn Unnsteinsson, eru aukaálag á þá sem veikjast og aðstand- endur þeirra. Höfundur er verkefnisstjóri Geðræktar. Héðinn Unnsteinsson Fermingarmyndatökur Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndastofa Laugavegi 24, sími 552 0624 Pantanir í síma 552 0624 frá kl. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.