Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ver› a›eins í dag NÝ svæðisskrifstofa Flugleiða fyr- ir Skandinavíu hefur formlega ver- ið opnuð á Strikinu í Kaupmanna- höfn en gagngerar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi félagsins í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að sölu- og markaðs- starf í löndunum þremur hefur ver- ið sameinað með það að markmiði að styrkja stöðu félagsins og efla viðskipti á Netinu. Í því skyni var ný markaðsdeild sett á laggirnar fyrir Skandinavíumarkað auk nýrr- ar netdeildar en báðar eru til húsa á nýju svæðisskrifstofunni. Þá voru símsölu- og hópsöludeildir land- anna einnig sameinaðar í nýja hús- næðinu, svo og bókhaldsdeildirnar og ráðinn hefur verið nýr fulltrúi almannatengsla. Hagræðing í yfirbyggingu Hannes Hilmarsson, fyrrum svæðisstjóri í Bretlandi, er nýr svæðisstjóri Flugleiða í Skandin- avíu. Hann segir aðalmarkmiðið með þessum breytingum hafa verið að innleiða nýja markaðsstefnu Flugleiða í Skandinavíu. Hins veg- ar hafi ekki þótt hagkvæmt að setja upp markaðs- og netdeildir fyrir skrifstofurnar þrjár í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Því hafi sú leið verið farin að endurskipu- leggja starfsemi landanna í heild og ná þannig fram talsverðum sparnaði. Hagræðingin kemur, að sögn Hannesar, aðallega fram í niðurskurði yfirbyggingar í starf- seminni. Starfsmenn fóru úr 40 manns í 32, en þar af eru nokkur ný stöðugildi. 4 starfsmenn eru áfram í Svíþjóð og 3 í Noregi. Þá lækkaði húsnæðiskostnaður um 20% en hið nýja húsnæði, sem er 570 fermetrar að stærð, kostar um 700 þúsund krónur á mánuði. Þar sem símsöludeildirnar hafa verið fluttar til Kaupmannahafnar eru allar símapantanir afgreiddar þar, hvort sem hringt er í síma- númer Flugleiða í Noregi, Dan- mörku eða Svíþjóð. Símtölin eru sjálfvirkt flokkuð með tilliti til þess frá hverju landanna þriggja þau koma og afgreidd á viðkomandi tungumáli. Viðskiptavinurinn á því að verða breytinganna lítið var. Flugleiðir starfrækja þó áfram söluskrifstofur í Osló og Stokk- hólmi en starfsfólkið þar þjónar að- allega ferðaskrifstofum og fyrir- tækjum. Netið er aftur á móti það sölu- tæki sem Flugleiðir gera ráð fyrir að geti skilað hvað mestri hag- kvæmni og stefnt er að því að gera netið samofið starfsemi félagsins, að sögn Hannesar. Vefir landanna þriggja hafa nú verið sameinaðir en sérstök heima- síða er þó í hverju landi sem tengir notendur inn á sameiginlega vef- inn. Markaðssetning vefjarins fer að- allega fram í gegnum aðra vefi á Netinu, s.s. á danska Yahoo og á fréttavefjum dagblaðanna Börsen og Dagens Nyheter. Heimsóknir á Flugleiðavefinn í Skandinavíu hafa farið úr tæpum 4 þúsund í rúm 10 þúsund á viku síðan um sl. áramót. 30 þúsund manna netklúbbur Jafnhliða vefnum er rekinn net- klúbburinn Lucky Fares um til- boðsverð og byggist hann á sam- bærilegum klúbbi og Flugleiðir hefur verið með í Ameríku. Með- limir klúbbsins eru nú um 33 þús- und manns í Skandinavíu og allt að 500 manns á viku skrá sig í klúbb- inn til að fá send tilboð. Markmið Flugleiða er að meðlimir klúbbsins verði 60 þúsund talsins í árslok og sala í gegnum Netið nemi um helmingi heildarsölu árið 2005. „Klúbburinn er gífurlegt tæki- færi fyrir okkur því að við erum litlir á þessum markaði, það er dýrt að auglýsa og vörumerkið Icelandair er lítið þekkt. Með þessu náum við beint til viðskipta- vinarins með litlum tilkostnaði og getum byggt upp tryggð við félagið auk þekkingar á vörumerkinu og Íslandi,“ segir Hannes. Þriðji stærsti markaður Flugleiða Skandinavía var á árinu 2000 þriðji stærsti markaður Flugleiða, þaðan komu 22% tekna félagsins af millilandaflugi eða um 4,2 milljarð- ar króna. Íslandsmarkaður var stærstur með 5 milljarða króna og 26% hlutdeild en Bandaríkin næst- stærstur með 4,7 milljarða eða 25%. Skandinavar, þ.e. Danir, Svíar og Norðmenn, voru 28% ferða- manna sem komu til Íslands árið 2000, þar af voru Svíar flestir, þá Danir en fæstir voru Norðmenn. Sala ferða til Íslands nemur um 60% af heildarsölu Flugleiða í Skandinavíu en hin 40% af alls 81 þúsund farþegum frá Skandinavíu á liðnu ári fljúga áfram til Am- eríku. Af heildartekjum allrar starf- semi Flugleiða komu 60%, eða 20 milljarðar króna, af alþjóðlegum markaði en af farþegatekjum milli- landaflugsins sótti félagið 75%, eða 16 milljarða króna, á alþjóðlegan markað á síðasta ári. Ótakmarkaðir vaxtarmöguleikar Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að af þessu megi sjá hversu mikilvægur alþjóðamarkaðurinn er. Íslenski markaðurinn standi ekki undir nema mjög litlu flugi en vegna staðsetningar landsins geti það verið miðstöð í alþjóðlegu flugi. Því hefur, að sögn Guðjóns, al- þjóðlegt leiðarkerfi verið byggt of- an á heimamarkaðinn en það gefi færi til sóknar á heimamarkað ann- arra, færi á fleiri leiðum og aukinni tíðni auk þess sem tekjugrunnur fyrirtækisins er styrkari og nýting fastakostnaðar er betri. Vaxtarmöguleikana segir Guðjón nánast ótakmarkaða enda sé Ís- land lítið þekkt sem ferðamanna- staður á mörkuðum vestanhafs, sem og í Skandinavíu. „Við höfum fjölgað ferðamönn- um á Íslandi um 7% á ári og stefn- an er að halda því áfram“, segir Guðjón og rifjar upp að nýlega hafi komið fram í fréttum að allt stefni í að milljón ferðamenn heimsæki Ís- land á ári hverju eftir 10-15 ár. Áherslu Flugleiða segir hann fyrst og fremst vera á vetrarferðir til landsins og viðskiptaferðir frá landinu. „Vaxtartækifæri á mark- aðnum frá Íslandi liggja ekki síst í þeirri staðreynd að farþegar hafa verið tiltölulega fáir á viðskiptafar- rými í samanburði við önnur Evr- ópulönd og hafa borgað mun lægri fargjöld en gengur og gerist. Sæt- anýtingin bæði frá Íslandi og til Ís- lands er í raun ágæt en vaxtar- möguleikinn liggur í því að breyta samsetningu og fá fleiri vel borg- andi farþega.“ Hannes segir um vetrarferðirnar að þar liggi helstu vaxtartækifær- in, þ.e. utan háannatíma. Markaðs- setningin miðast, að hans sögn, að því að fá fólk, m.a. fyrirtækjahópa, til landsins á veturna í ævintýra- og borgarferðir. Samkeppnisstöð- una við aðrar borgir segir hann af- ar góða enda bjóði ekki aðrar borg- ir upp á snjósleðaferðir eða Bláa lónið. Hótelrými er flöskuháls Guðjón og Hannes segja aðeins eitt standa í veginum fyrir mikilli aukningu ferðamanna til landsins og það sé skortur á hótelrými. Þetta er að mati Guðjóns nokk- urt áhyggjuefni en Flugleiðir eru nú að stækka hótel Esju og verður því lokið árið 2003. Þá er áætlað að nýtt hótel í Aðalstræti verði tekið í notkun árið 2004 og til skoðunar er hugmynd um að stækka Loftleiða- hótelið. Hannes telur þó að stór ráðstefnumiðstöð yrði mesta lyfti- stöngin fyrir Ísland, „að fá í miðri viku fullt af velborgandi farþegum sem annars er erfitt að ná til“. Breytingar á starf- semi Flugleiða í Skandinavíu Morgunblaðið/Jim Smart Hluti af starfsfólki svæðisskrifstofunnar við formlega opnun hennar. Ný svæðisskrifstofa Flugleiða er við Strikið í Kaupmannahöfn, skammt frá Ráðhústorginu. EINS OG fram hefur komið á Baug- ur hlut í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Baugur á þennan hlut þó ekki beint, heldur í gegnum eignar- haldsfélagið A-Holding, sem á 20% hlut í Arcadia. Aðrir eigendur A- Holding eru Gaumur, Gilding, Ís- landsbanki-FBA og Kaupþing. Ekki er gefið upp hvernig eignaskiptingin í A-Holding er, þannig að óljóst er hversu stór hlutur Baugs er í raun. Samkomulag liggur fyrir milli eig- enda A-Holding um að Baugur geti keypt öll hlutabréf í A-Holding og samkvæmt samþykktum aðalfundar Baugs hefur stjórn félagsins heimild til að gefa út 500 milljóna króna nýtt hlutafé sem hún getur nýtt í þessum tilgangi. Fyrir er hlutafé í Baugi rúmir 1,2 milljarðar króna, þannig að þeir sem eiga A-Holding með Baugi munu eftir hlutafjáraukn- inguna og skipti á hlutabréfunum í Baugi og A-Holding eignast tæplega 29% í Baugi. Markaðsvirði Arcadia var 445 milljónir punda í gær, eða tæpir 60 milljarðar íslenskra króna. Eignar- hlutur A-Holding er því tæplega 12 milljarða króna virði. Lokagengi félagsins var 235 pens, en þegar A- Holding hóf að kaupa í félaginu síð- astliðinn nóvember var verðið 38 pens, sem þýðir að verðið hefur rúm- lega sexfaldast. Ekki er þó hægt að draga ályktanir um hagnað A-Hold- ing út frá þessum tölum, því ekki hefur verið gefið upp hversu mikið var greitt fyrir hvern hlut. Fjárfestingar íslenskra félaga í Arcadia Hluturinn 12 milljarða virði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.