Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 51 Tærir berast úr tjarnarsefi tónar um fjöll. – Heiðin töfrast og hlustar öll. (Þ.V.) Þessi meitluðu og fögru orð Þor- steins Valdimarssonar eiga einkar vel við Sæmund Jónsson, sem hér er minnst. Hann átti hina tæru og ljúfu tóna sönggyðjunnar, sem endur- spegluðu hreint, óflekkað sálarlíf og traustan og vandaðan persónuleika, og honum var einkar lagið að hrífa aðra með sér í töfrum íslenskra al- þýðusöngva. Hann hafði fengið í vöggugjöf einstaklega bjarta tenór- rödd, sem hann beitti af listrænni við- kvæmni, og ekki er á því vafi, að Sæ- mundur hefði náð langt, hefði hann helgað sig hinni dýru list. En það var lán þeirra, sem honum kynntust, að hann nýtti hæfileika sína á þessu sviði til þess að sameina menn í almennum söng á gleðistundum, og þar sem söngur hans ómaði, leið öllum vel. Sæmundur var borinn og barnfædd- ur í hinni fögru Landsveit, þar sem hann hafði fyrir augum í uppvexti sín- um ægifegurð sunnlensku fjallanna með Heklu gnæfandi yfir miðri sveit, en í slíku umhverfi verður skilningur manna á undrum náttúrunnar dýpri og ættjarðarástin styrkist. Foreldrar Sæmundar, sem bæði voru komin af traustum rangæskum ættum, bjuggu í Austvaðsholti, þar sem hann ólst upp ásamt fimm systkinum. Foreldr- ar hans voru af „aldamótakynslóð- inni“ svokölluðu, og í æsku drakk Sæ- mundur því í sig sambland af hinni fornu íslensku þjóðmenningu, þar sem gömul gildi voru í heiðri höfð, ásamt ungmennafélagsandanum, sem þá sveif yfir vötnunum og boðaði breytt viðhorf og nýja tíma framfara og frelsis. Sæmundur fékk því það veganesti að erfðum og uppfóstri, sem einkenndi foreldra hans: Bjart- sýni og glaða lund, skyldurækni, trú- mennsku og dugnað ásamt ótakmörk- uðu umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu, sem lifir og hrærist. Þótt þetta fólk hafi ekki setið lengi á skólabekk, bjó það yfir menningu, og áskapaðri kurteisi, sem ekki virðist vera á nám- skrám menntastofnana nútímans, en undirritaður finnur einna helst hjá fólki, sem sprottið er úr sama jarð- vegi og hér er lýst. Þau eggjuðu börn sín til náms, og Sæmundur gerði sér snemma ljóst, að til þess að geta, verða menn að kunna og til þess að kunna, verða menn að læra. Hann fór því ungur í Bændaskólann á Hólum og seinna í Samvinnuskólann, og einnig var hann eitt ár við nám og starfsþjálfun í Bandaríkjunum. Sæmundur vann að búi foreldra sinna í uppvextinum eins og þá var venja, en móðir hans lést um aldur fram frá yngsta barni sínu, tveggja ára, þegar Sæmundur var nítján ára. Hann aðstoðaði eftir það föður sinn við búskapinn í nokkur ár og stundaði jafnframt byggingavinnu og gerði út vörubíl, sem hann átti í félagi við Ólaf bróður sinn, sem nú er látinn. Skömmu eftir heimkomuna frá námi í Bandaríkjunum eða árið 1954 gerðist hann forstöðumaður vist- heimilisins að Akurhóli á Rangárvöll- um, sem þá var nýstofnað, og gegndi því starfi til 1965. Hlutverk forstöðu- manns á slíku heimili er ugglaust gríðarlega vandasamt og krefjandi, en þar munu mannkostir Sæmundar, umburðarlyndi og jafnaðargeð hafa notið sín vel. Í raun var þarna um brautryðjandastarf að ræða, vegna þess að fyrirmyndir slíkra stofnana voru þá lítt mótaðar hérlendis og fór Sæmundur því nokkrar ferðir til út- SÆMUNDUR JÓNSSON ✝ Sæmundur Jóns-son fæddist í Austvaðsholti í Landsveit 11. nóv- ember 1924. Hann andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 5. mars. landa að kynna sér með- ferð drykkjusjúkra. Undirritaður kom oft á heimili Sæmundar á þessum árum og varð vitni að, hve mikla alúð hann og fjölskylda hans lögðu í starf sitt og hversu umhugað þeim var um að þeir, sem dvöldu á vistheimilinu, færu þaðan betri menn. Eftir ellefu ára starf þar flutti fjölskyldan svo til Reykjavíkur, þar sem Sæmundur réðst til Búnaðarbanka íslands, en þar lauk hann starfsferli sínum sjötíu ára að aldri. Margir telja að gæfa og velgengni manna ráðist mjög af vali þeirra á maka, og þykir und- irrituðum sem hið farsæla lífshlaup Sæmundar Jónssonar sanni það. Hann kvæntist mikilhæfri og góðri konu, Svanfríði Ingvarsdóttur, frá Bjalla í Landsveit, en hún átti, eins og eiginmaður hennar, rætur sínar í menningarsamfélagi íslenskra bænda. Með þeim var fyllsta jafnræði og saman eignuðust þau fjórar dætur, sem allar hafa erft lyndiseinkunnir og mannkosti foreldra sinna í ríkum mæli. Allar hafa þær gengið listagyðj- unni á hönd og nutu hvatningar og stuðnings foreldranna til að mennta sig sem best. Það er gæfa okkar, sem eftir lifum, að fá áfram að njóta list- fengis og persónuleika Sæmundar í dætrum hans og dætrabörnum. Sæ- mundur átti sín áhugamál utan starfsins og bar sönginn þar hæst, en hann söng í ýmsum kórum og var m.a. stofnandi Átthagakórs Rangæingafé- lagsins í Reykjavík. Hann sleit aldrei að fullu þau bönd, sem hann var bund- inn sveitinni og átthögunum, og stundaði til dæmis alla tíð hesta- mennsku af áhuga. Síðustu árin átti fjölskyldan sumarhús á Bjalla, föður- leifð Svanfríðar, og undi Sæmundur sér þar vel í sinni fögru heimabyggð. Áhugi hans á stjórnmálum fór ekki fram hjá neinum. Hann var sjálfstæð- ismaður í þess orðs bestu merkingu og tók virkan þátt í flokksstarfinu. Hann var mjög framfarasinnaður og hafði sérstakan áhuga á stórfram- kvæmdum, sem horfðu til almanna- heilla, eins og virkjun fallvatna og samgöngubóta, og naut þess að rök- ræða um þau mál. Kynni okkar Sæ- mundar, mágs míns, hófust þegar ég var 10 ára „snúningastrákur“ sumar- langt á næsta bæ við hann. Þá söng hann, og í þau 65 ár, sem síðan eru lið- in, hefur þetta dásamlega tjáningar- form, söngurinn, verið hans aðals- merki. En nú er söngurinn þagnaður. Sæmundur lauk sinni jarðvist með reisn eftir skamma, en snarpa bar- áttu við þann, sem enginn fær sigrað. Undirritaður saknar þess nú, að fá ekki lengur notið þess að „taka lagið“ með Sæmundi á góðum stundum og lyfta sér yfir hversdagsleikann á vængjum söngsins. En söknuðinn milda ljúfar minn- ingar um vandaðan mann, sem gott var að vera nálægt. Mann, sem aldrei lét hnjóðsyrði falla í garð samferða- manna, en færði ávirðingar annarra ávallt til betri vegar. Mann, sem var búinn slíku geðslagi og sjálfsstjórn, að hann sást aldrei skipta skapi. Mann, sem bjó yfir þeirri inngrónu menningu að virða ætíð skoðanir ann- arra til jafns við sínar. Mann, sem mætti hverjum degi með bros á vör, jafnvel þótt á móti blési. Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir. – Aðrir með söng, er aldrei deyr. Blessuð sé minning Sæmundar Jónssonar. Finnbogi Eyjólfsson. Ungur trúir maður því að gott fólk sé eilíft. Með tímanum, aldri og þroska er maður hins vegar fljótlega sviptur þeirri trú. Vinur minn Sæ- mundur Jónsson sem nú hefur kvatt er enn ein staðfesting þeirra sann- inda. Hinni sannfæringu barnsins hefur hins vegar hvorki tími né þroski megnað að hnekkja: Sæmundur Jónsson var góður maður. Liðnir dagar vitja: Holtsmúlaheið- in á vetrardegi fyrir meira en þrjátíu árum. Við erum á leið austur á Bjalla í eina af þessum dásamlegu ferðum, sem vekja minningar um flatköku- lykt, skeggið hans Ingvars frænda, hey í meis, endalaus norðurljós og stjörnuskin. Rússinn hans pabba er búinn eins og skriðdreki á austurvíg- stöðvunum, með keðjur á öllum, og okkur systkinunum finnst við vera af- ar miklir heimskautakappar. Þá birt- ist „gamli“ Volvó úr hríðarkófinu. Út snarar sér maður á blankskóm, með hatt og bindi. Hann hlær dátt, enda allir vegir færir. Það verða fagnaðar- fundir. Minningar tengdar fyrsta sumrinu í Urðarstekknum þegar ég gerðist garðyrkjumaður og húskarl og þáði að launum útreiðartúra á kvöldin. Og þá var nú stundum spjall- að! Um stjórnmál, menningu og lífs- gátuna sjálfa. Þá list kunni hann svo, öðrum mönnum betur, að tala við strákinn eins og jafningja sinn. Stúd- entsdagurinn minn, einhver skemmtilegasti dagur lífsins. Svana spilar á píanóið, Sæmi leiðir sönginn og enn nærri tuttugu árum seinna finnst mér ég heyra enduróm hans bergmála um Norðurmýrina. Dagar og nætur undir rangæskri sumarsól. Óteljandi leiftur liðinna daga. Endur- minningar sem eiga það sameiginlegt að það er mikil gleði og birta yfir þeim öllum, ilmur af hrossum og söngur – endalaus söngur. Sæmundur var dæmigerður fulltrúi sinnar kynslóðar Íslendinga. Þeirrar kynslóðar sem öðrum fremur flutti okkur úr sveit í borg. Þannig hæfði honum jafnvel girðingarvinna austur á Teigum sem og að sitja fín- ustu óperuhús Evrópu. Hann hafði líka brennandi áhuga á því sem hann taldi að mætti verða til framfara fyrir land og þjóð. „Fram! Temdu fossins gamm, framfaraöld.“ Hann tók þann áhuga í arf frá forfeðrum okkar á Landi, aldamótamönnunum, sem öðr- um fremur tóku hugmyndum Einars Benediktssonar um virkjun vatnsfalla og stórhuga framkvæmdir opnum örmum. En eigi má sköpum renna. Hvorki elli né krankleiki fá nú framar skaðað mynd af manni sem lagði gott til allra mála og þrátt fyrir mikinn áhuga hans á fólki heyrði ég honum aldrei liggja illt orð til nokkurs manns. Slík arfleifð ætti að vera af- komendum hans og eftirlifendum drjúg. Elsku Svana mín. Það segir allt sem segja þarf um ykkur Sæma, að ég minnist eiginlega ekki annars en að þið væruð nefnd í sömu andrá. Ég votta ykkur frænkum mínum, þér, Kötu, Þóru, Signýju og Soffíu, og öllu ykkar góða fólki samúð mína og minna. Vini mínum óska ég blessunar og velfarnaðar á nýjum vegum. Og þrátt fyrir allt megum við ekki bregð- ast honum í því, þegar frá líður og minningarnar hætta að vera jafnsár- ar, að taka lagið á nýjan leik. Karl Axelsson. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að Sæmi frændi hafi verið til, en sem barn var ég svo lánsöm að dvelja mörg sumur hjá foreldrum hans í Austvaðsholti. Á því glaðværa og góða heimili var sönglistin í hávegum höfð og fór Sæmi þar fremstur í flokki með sína tæru tenórrödd. Það er eng- in launung að hann var uppáhalds- frændi minn. Því gladdi það mig mjög þegar Sæmi giftist minni kæru vinkonu Svönu. Mikið jafnræði var milli þeirra hjóna enda áhugamálin þau sömu, m.a. spiluðu þau bridge, ferðuðust mikið og nutu góðrar tónlistar. Svana og Sæmi áttu miklu barnaláni að fagna og áttu einstakt samband við börnin sín. Dæturnar fjórar eru lista- menn miklir og nutu þær mikillar hvatningar og stuðnings foreldra sinna við starfsval sitt. Í gegnum árin hefur ávallt verið einstaklega gott samband milli fjölskyldna okkar. Þegar börnin voru yngri fórum við í ógleymanlegar útilegur í Veiðivötn og í Landmannalaugar. Í einni slíkri úti- legu komum við að búðum okkar í heldur óskemmtilegu ástandi – tjöld- in fokin og dótið út um allt. Margir hefðu hvekkst við en Svana og Sæmi sáu spaugilegu hliðarnar á vanda- málinu. Já, Sæmi var ekki að velta sér upp úr vandræðum, hann tók öllu með jafnaðargeði og leysti úr hlutun- um í rólegheitum. Á seinni árum varð lengra milli heimsókna en þegar við hittumst leið okkur alltaf sem við hefðum hist í gær. Sæmi frændi var einstakur sóma- maður, greiðvikinn og hjálpsamur. Það var alltaf gott að vera í návist hans því hlýjan og góðmennskan streymdi frá honum. Hann lét sér annt um alla sem urðu á vegi hans og gaf sér ávallt tíma til að spjalla. Ég kveð nú kæran frænda og góð- an vin með miklum söknuði og bið góðan Guð að blessa minningu hans. Sigríður Th. Guðmundsdóttir. Það er mikil og góð gjöf á lífsins göngu að fá að kynnast góðu fólki. Fólki sem kennir manni að bregðast við og takast á við lífið. Sæmundur föðurbróðir minn var einn af þeim. Hógværðin og prúðmennskan alls ráðandi ásamt glaðværð í góðra vina hópi þar sem gjarnan var sungið við raust, enda var hann söngmaður góð- ur eins og allt hans fólk. Þó svo að við Sæmi værum ekki í daglegu sam- bandi voru tengslin sterk og væntum- þykjan mikil. Sæmi fylgdist vel með okkur systkinunum vaxa úr grasi og því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Eftir að faðir minn dó fyrir all- mörgum árum var Sæmi duglegur að hvetja mig til náms og mér er minn- isstætt hvað hann fór fínt í það, þann- ig að hvatningin sat lengi eftir. Eitt sinn fór ég með honum á hestbak og hljóp þá með mig hestur sem reyndi ítrekað að henda mér af baki. Ég taldi mig í mikilli lífshættu en heyrði þá óma „hó hó“ nokkrum sinnum. Hóið frá Sæma breytti litlu um æsing hestsins en köll hans sannfærðu mig um að hættan væri ekki eins mikil og ég vildi vera láta. Mér fannst þessi viðbrögð einkennandi fyrir Sæma, ekki að vera að æsa sig yfir hlutunum heldur bregðast við með rólegu yfir- bragði. Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góð- an mann og frænda lifir. Guðmundur B. Ólafsson. Sæmundur ömmubróðir minn var einn af þeim mönnum sem fanga hug og hjarta þeirra sem þeim kynnast. Allir voru jafnir í hans augum og öll- um sýndi hann sama áhuga og sömu virðingu. Sæmi frændi var afskaplega fróðleiksfús og vel inni í öllum málum, hvort sem þau tengdust landinu okk- ar, sem hann dáði svo mjög, eða hög- um þess sem hann talaði við. Það var ekki annað hægt en að hænast að honum Sæma frænda, slíkum mann- kostum var hann búinn og ávallt lað- aði hans létta lund að sér unga sem aldna. Sæmi var mikill söngmaður og kunni ógrynni laga, enda alinn upp við söng og hljóðfæraleik frá barn- æsku. Ég man varla eftir samveru- stund með honum Sæma án þess að hann tæki lagið, og syngi af slíkri inn- lifun að allir viðstaddir tóku undir, og var þá gjarnan sungið fjórraddað. Ís- lensku ættjarðarlögin voru í miklu uppáhaldi hjá Sæma, og alltaf voru öll erindi ljóðanna sungin, því alla texta kunni hann og öll erindin, sama hve mörg þau voru, svo alltaf var hægt að læra eitthvað nýtt í návist hans. Hugurinn er ríkur af kærum minn- ingum um góðar samverustundir, sem ég vil þakka af alhug, nú þegar að kveðjustund er komið. Hvíl í friði elsku Sæmi minn. Guðrún Oddsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sæmund Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. +,    (   )    *    ! )! ,   !     ,    , 3-'3 -( - ( 4)(( 0*  !: * ;+    *  !  !  !$ *$ , ! $ # $ 0  % 7  !  !  1 ! / &- #!  0  &  ! 0   .## 0    $  ! 0  !  ! 0  < 0#!  ! 0       ; ;7 0; ; ;7  " ! '  $ (  )  *    ! )! ,        !     ,    , ') 1, (&" 4)(( # 7$=>   . !  '  /     # $   ,    0 - !   0  ! $  )  *$   *(  1 2 $ , -.!# -.!#  !  & %? !* ! 0    !$ !  !    .0   0  " ! ? !* ! 0  %# & )# 2  !  1   / ? !* ! 0        ; ;7 0; ; ;7      2(        !)  !         2 &)% - &)% -   %#* 7$@ $  ! 2 $.; !! 6!.$.  !    ) *)   3  $  ,   %  $ *,     !    # 0 !  ! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.