Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að fenginn verði er- lendur sérfræðingur frá Alþjóða- flugmálastofnuninni, ICAO, að rannsókn flugslyssins þegar TF- GTI hrapaði í Skerjafjörð. Þessi ákvörðun kemur í framhaldi af svar- bréfi flugslysanefndar þar sem nefndin mælist til þess að kallaður verði til erlendur sérfræðingur sem taki á öllum atriðum málsins, þar á meðal þeim sem bornar hafa verið brigður á í meðferð rannsóknar- nefndar flugslysa. Rannsóknarnefnd flugslysa sendi í gær samgönguráðherra bréf þar sem fram kemur m.a. að nefndin telji að engin ný gögn hafi komið fram eftir að skýrsla nefndarinnar kom út hinn 23. mars sl. sem gefi að mati nefndarinnar tilefni til endur- upptöku á rannsókn málsins. Hins vegar segir í bréfinu að í fjölmiðlum hafi komið fram alvar- legar ásakanir á störf rannsóknar- nefndar flugslysa og einstakra nefndarmanna, s.s. um réttarspjöll og hlutdrægni. Nefndin bendir á að opinber rannsókn á öllum þáttum þessa flugslyss standi yfir og að mati nefndarinnar sé mjög brýnt að fyrir hendi sé tiltrú almennings á rannsókninni og að þær aðgerðir sem flugmálayfirvöld og flugrekend- ur hafa gripið til í framhaldi af til- lögum nefndarinnar leiði til aukins flugöryggis. „Rannsóknarnefnd flugslysa telur eftir atvikum málsins, að það muni stuðla að ofangreindu að stjórnandi hinnar opinberu rannsóknar í mál- inu kalli hið fyrsta til liðsinnis er- lendan sérfræðing, t.d. frá Alþjóða- flugmálastofnuninni (Accident Investigation and Prevention Sect- ion, ICAO), sem taki á öllum atrið- um málsins, þar á meðal þeim sem bornar hafa verið brigður á í með- ferð rannsóknarnefndar flugslysa,“ segir síðan í niðurlagi bréfsins. Málið komið í eðlilegan farveg Samgönguráðherra sagðist í sam- tali við Morgunblaðið að sjálfsögðu vinna strax að því að aðilar málsins komi því til leiðar að Alþjóðaflug- málastofnunin bregðist við eins og rannsóknarnefndin geri ráð fyrir. Þannig sé málið komið í eðlilegan farveg og á þann örugga rekspöl sem telja verði í eðlilegu framhaldi af því sem á undan er gengið. „Ég mun að sjálfsögðu stuðla að því að þessi úttekt verði gerð. Við eigum eftir að fara yfir það í ráðu- neytinu hvernig eðlilegt er að standa að þessu og munum að sjálfsögðu sjá til þess að okkar hlutur liggi ekki eftir í því. Ég vona að það taki ekki langan tíma að koma þessu af stað.“ Sturla sagðist nú ætla að funda með formanni rannsóknarnefndar- innar til þess að leggja á ráðin um framhaldið og heyra nánar hvernig nefndin vill útfæra samþykkt sína. Flugslysanefnd vill kalla til erlendan sérfræðing hið fyrsta Ráðherra mun leita eftir aðstoð ICAO  Samfylkingin/10  Flugvélin/42–43  Skýrslan/62 ÍSLENSKI togarinn Baldur Árna RE hefur verið fastur í ís við strönd Nýfundnalands síðan á þriðjudag. Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, út- gerðarstjóri togarans, segist ekki geta sagt um hvort eða hvenær skip- ið losni, en stór ísbrjótur er vænt- anlegur á staðinn í dag. Að sögn Aðalsteins liggur skipið tvo kílómetra frá landi og gengu fjór- ir skipverjar á ísnum í land í gær, en fjögur önnur skip eru föst í ísnum á þessu svæði, tveir rússneskir togar- ar og eitt olíuskip. Á Baldri Árna er 15 manna íslensk áhöfn og fer vel um hana um borð. Skipið, sem áður hét Sunnutindur SU, er frystitogari og var á úthafs- rækjuveiðum á Flæmingjagrunni. Það hafði verið viku á veiðum þegar verkfall sjómanna skall á og var það á landleið til Bay Roberts til lönd- unar þegar það festist í ísnum á þriðjudag. Áhöfnin átti að fljúga heim til Íslands frá St. Johns. Til- raunir kanadísku strandgæslunnar til að koma skipunum til hjálpar hafa ekki borið árangur. Ísbrjótur reyndi að opna vök fyrir skipin í fyrradag en hann var ekki nógu öflugur til þess og varð frá að hverfa. Öflugri ísbrjót- ur er væntanlegur í dag til freista þess að losa skipin. Að sögn Aðal- steins er engin hætta á ferðum eins og er, en ómögulegt er að segja til um hvað getur gerst ef vindátt breytist. Skipið er óskemmt en kol- fast í ísnum. Útgerðarfélagið Marína ehf. á Ísafirði gerir út skipið og er Aðalbjörn Jóakimsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Togar- inn er um 500 brúttótonn. Íslenskur togari fastur í ís UNGA kynslóðin skemmtir sér oft vel í laugunum líkt og þessi unga stúlka í Vesturbæjarlauginni í gær. Þrátt fyrir að háar öldur til að brima á séu öllu jöfnu ekki til staðar í sundlaugum nýttist brimbrettið vel í að brima eftir traustu baki sem skyndilega reis upp úr vatninu og vakti kátínu ungu stúlkunnar. Morgunblaðið/Þorkell Brimað á baki í lauginni BORGARLÖGMAÐUR telur að stjórnsýslulög hafi verið brotin í for- vali vegna skipulags Halla- og Hamrahlíðalanda. Alls tóku 25 arki- tektastofur þátt í forvalinu sem var auglýst í desember og voru sex valdar af sérstakri forvalsnefnd. Á meðal þeirra voru stofur í eigu sonar skipulagsstjóra og systur deildar- stjóra borgarskipulags, en tveir af fulltrúum forvalsnefndarinnar voru starfsmenn borgarskipulags. „Telja verður að fyrir hendi séu þær aðstæður sem til þess eru falln- ar að draga megi óhlutdrægni starfs- manna í efa með réttu,“ segir í um- sögn borgarlögmanns. „Það er því skoðun borgarlögmanns að fulltrúar Borgarskipulags í forvalsnefndinni hafi verið vanhæfir til þess að fara yfir og meta umsóknir frá arkitekta- stofum sonar skipulagsstjóra og systur staðgengils hans.“ Borgarráð hefur ákveðið að skipa tvo nýja fulltrúa í forvalsnefndina í stað þeirra sem skipaðir voru. Stjórnsýslu- lög brotin  Fjölskyldutengsl/16 ÞRJÁR tilkynningar um slys á börn- um bárust lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi. Allar komu þær á sömu mínútunni, kl. 18.56. Í Breiðholti datt 10 ára drengur af leiktæki og vank- aðist, frá Skautahöllinni bárust boð um að 13 ára stúlka hefði hlotið höf- uðhögg og væri meðvitundarlítil og í Valsheimilinu lentu tveir piltar í sam- stuði þannig að annar þeirra vankað- ist. Börnin voru flutt með sjúkrabif- reið á slysadeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Þrjú slys á sömu mínútunni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gærkvöldi þrjá karlmenn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Menn- irnir voru handteknir ásamt nokkrum öðrum í Reykjavík á fimmtudag um leið og hald var lagt á umtalsvert magn fíkniefna, jafnt hass sem sterk- ari efni, m.a. e-töflur. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Hald lagt á umtalsvert magn fíkniefna Þrír í gæslu- varðhald ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Akureyri rannsak- ar nú þjófnað á lyfjum úr læstum hirslum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, segir málið alvarlegt en magn lyfjanna sé þó ekki umtalsvert. Um er að ræða sterk eftirlitsskyld lyf, en í þann flokk falla m.a. verkja- lyf. Lyfjunum var stolið úr læstum skápum. Engin ummerki voru um innbrot og því er talið öruggt að skáparnir hafi verið opnaðir með lykli. Halldór segir að margir starfs- menn spítalans hafi haft tækifæri til að nálgast lyfin. Lögreglan á Akur- eyri vill ekki tjá sig um málið. Sterkum lyfjum stolið á FSA KALLA þurfti út körfubíl frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til að hjálpa 14 ára pilti niður af þaki Kópavogsskóla í gærkvöldi. Piltur- inn hafði ásamt félaga sínum klifrað upp á þak skólans en runnið til á hálu þakinu. Pilturinn rann fram af þak- brúninni en náði taki á þakrennu. Þar hékk hann þegar lögreglan í Kópavogi kom á staðinn. Um 6 metra fall er niður af þakinu. Pilturinn gat einnig tyllt fótunum á gluggasyllu og þannig hélt hann sér þar til slökkviliðsmenn komu honum til hjálpar. Forráðamenn piltanna náðu í þá á lögreglustöðina en áður hafði lög- reglan veitt þeim tiltal. Piltur fastur á þaki skóla ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.