Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
REQUIEM MOZART
Tónleikar haldnir laugardaginn 7. apríl 2001
kl. 15.00 í Hásölum, Hafnarfjarðarkirkju
Kór Hafnarfjarðarkirkju
Kór Kópavogskirkju
Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran,
Anna Sigríður Helgadóttir, alt,
Jónas Guðmundsson, tenór,
Jóhann Smári Svavarsson, bassi.
Konsertmeistari: Zbigniew Dubik
meðlimir úr Sinfoníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi: Natalía Chow
Miðar á kr. 1500 eru seldir við innganginn
SÖNGLEIKIR hafa verið með
vinsælustu verkefnum atvinnu-
leikhúsanna í landinu um árabil.
Þeir eru gjarnan fokdýrir í upp-
setningu þannig að aðeins þeir
sem eru nokkuð öruggir um vin-
sældir verða fyrir valinu.
Ýmsir þættir hafa staðið söng-
leikjauppfærslum hér á landi fyrir
þrifum. Helst má nefna að skortur á
hæfum söngvurum og dönsurum
hefur komið í veg fyrir að hægt væri
að velja ákveðin verk til flutnings,
sérstaklega hefur vantað frambæri-
legt fólk í aðalhlutverkin sem gæti
sungið, dansað og leikið – og helst
allt á sama augnablikinu.
Á allra síðustu árum hefur verið
spennandi að fylgjast með fjölda
ungs hæfileikafólks sem hefur aflað
sér víðtækrar menntunar í sviðslist-
um. Þrátt fyrir þetta hefur hingað
til ekki verið sýndur söngleikur hér
á landi þar sem þessum þremur
þáttum – söng, leik og dansi – hefur
verið gert jafnhátt undir höfði.
Næst þessu kemst sýning Þjóðleik-
hússins á Sögu úr Vesturbænum
fyrir nokkrum árum en þar vantaði
samt herslumuninn.
Hér er því komið að ákveðnum
kaflaskiptum í sögu söngleikja hér á
landi; í fyrsta skipti er hægt að njóta
hefðbundins Broadway-söngleiks
þar sem hvergi má sjá veikan punkt.
Þar að auki eru sum atriðanna með
glæsilegustu hópatriðum sem sýnd
hafa verið á sviði hér á landi. Þjóð-
leikhúsið má vera stolt af því að
standa að þessari sýningu – fram-
vegis verður ekkert sem heftir
stjórnendur þess í að velja hvaða
söngleik sem er til flutnings.
Það er því svolítið sérstakt að
hugsa til þess að Syngjandi í rign-
ingunni var upphaflega ekki sviðs-
söngleikur heldur söngleikjakvik-
mynd. Hún var gerð í Hollywood
árið 1952 með Gene Kelly í aðalhlut-
verki en hann leikstýrði einnig
myndinni í samvinnu við Stanley
Donen. Margt í myndinni er stolið,
stælt og lánað úr öðrum myndum –
t.d. er titillagið úr „The Hollywood
Revue of 1929“ – en útkoman varð
ein eftirminnilegasta mynd frá gull-
aldarárum söngleikjakvikmynd-
anna. Söngleiksgerð verksins, sem
fylgir þræði kvikmyndarinnar ná-
kvæmlega, var fyrst sett á svið í
London 1983 en hefur tvisvar verið
færð þar upp aftur, 1989 og svo í
fyrra.
Þessi stórglæsilega sýning Þjóð-
leikhússins er eftirtektarverð fyrir
þrennt: hve stóran hluta dans á í
sýningunni, hve brellurnar eru eft-
irminnilegar og hve vel leikhópur-
inn allur stendur sig.
Dansatriðin eru mýmörg og það
er greinilegt að hópurinn hefur
staðið í ströngu við að tileinka sér
dansstílinn. Það kemur sér vel að
Kenn Oldfield er menntaður í dansi
– án hans við stjórnvölinn er vart
hægt að hugsa sér að dansatriðin
væru jafneftirminnileg og raun ber
vitni. Auðvitað eru ekki allir aðal-
leikararnir frábærir dansarar en
þar sem þeim er ekki kleift að halda
athygli áhorfenda í löngum sóló-
dansatriðum koma brellurnar að
góðum notum. Það er alltaf eitthvað
nýtt sem fangar huga áhorfandans
og það er hvergi dauður punktur í
sýningunni. Hljómsveitin er líka
framúrskarandi og hljóðstjórnin öll;
kvikmyndaatriðin eru sérkafli – þar
tekst einstaklega vel að ná andan-
um sem ríkti í Hollywood á þessu
tímabili.
Selma Björnsdóttir á stóran þátt í
hve sýningin gengur vel upp. Hún
leikur hér betur en hún hefur nokk-
urn tíma gert áður og um söng- og
danshæfileika hennar þarf ekki að
efast. Rúnar Freyr Gíslason hefur
til að bera mikinn sjarma og er
gegnheill leikari – og kemst þokka-
lega frá söng og dansi. Saman leika
þau parið sem allt snýst um, sagan
er þeirra ástarsaga.
Ríkir hæfileikar Þórunnar Lár-
usdóttur sem gamanleikkonu koma
hér berlega í ljós. Hún og Stefán
Karl Stefánsson fóru með gaman-
málin, hvort í sínu lagi, og þau hjúin
eru glæsileg í mótvægi við hið hjart-
næma kærustupar. Stefán Karl
kemur líka skemmtilega á óvart í
söng og dansi, en Þórunn fær bara
að spreyta sig lítillega í söng – og
allt úr lagi fært upp á grín.
Þetta er fjölmenn sýning og val-
inn maður í hverju rúmi og úr svo
mörgu að velja að ekki er gott að
velja hverja á að velja úr að minn-
ast á. Sigríður Þorvaldsdóttir er
t.d. ótrúleg í steppdansinum: Val-
ur Freyr stórkostlega hnitmiðaður
er hann syngur um „Fegurðardís“,
en Sveinbjörg Þórhallsdóttir vakti
einmitt athygli sem ein slík á
skuggalegri búllu, Inga María
Valdimarsdóttir var bráðfyndin
sem Zelda „vinkona“ og sama má
segja um Sigurð Skúlason í kvik-
mynduðu atriði sem hljóðvísinda-
maðurinn. Ekki má gleyma nýlið-
unum Aroni Steini Guðmundssyni
og Alexander Nikolaev Mate sem
bræddu hjarta áhorfenda. Aðrir
sem eru að stíga sín fyrstu spor á
atvinnuleiksviði voru t.d. Þórunn
Erna Clausen og Jón Páll Eyjólfs-
son sem stóðu sig mjög vel í fjölda
smárra hlutverka. Sólódans Júlíu
Gold er kannski það sem er allra
eftirminnilegast, enda komst
dansinn þar í efsta gæðaflokk.
En það standa fleiri að þessari
sýningu en þeir sem koma fram á
sviðinu. Búningar Elínar Eddu
Árnadóttur í sýningunni eru ótelj-
andi og það hlýtur að vera draum-
ur sérhvers búningahönnuðar sem
einhver töggur er í að kljást við
þetta risavaxna verkefni. Hún nýt-
ur sín best í því að endurskapa stíl
þriðja áratugarins í glæsilegum
búningum Þórunnar Lárusdóttur
en litanotkun í hópatriðunum er
kafli út af fyrir sig – það skiptast á
endalaus litadýrð eða einlit sam-
ræming. Leikmynd Sigurjóns Jó-
hannssonar er líka afar skemmti-
leg umgjörð um allt þetta glys og
glingur en hún fellur næstum í
skuggann af regnbrellunum og
ljósadýrðinni. Það er ekki úr vegi
að minnast á afar skemmtilega
unna og fallega leikskrá. Allir
starfsmenn hússins hafa lagst á
eitt um að gera þessa sýningu eins
vel úr garði og framast er unnt.
Þó að þetta verk verði seint talið
tímamótaverk í söngleikjasögunni,
þrátt fyrir stórskemmtilega þýð-
ingu Karls Ágústs Úlfssonar, er
svo mikið lagt í þessa sýningu að
hér er brotið blað í sýningum
söngleikja hér á landi. Nú ætti að
vera leikur einn að breikka valið í
þessum flokki sviðsleikja í framtíð-
inni. Nú eru okkur allir vegir færir
í þessu efni.
SÖNGUR OG DANS
Morgunblaðið/Jim Smart
LEIKLIST
Þ j ó ð l e i k h ú s i ð
Höfundar kvikmyndahandrits og
sviðsgerðar: Betty Comden og
Adolph Green. Höfundur tónlist-
ar: Nacio Herb Brown. Höfundur
söngtexta: Arthur Freed. Höf-
undur lagsins „Mósi frá Ósi“:
Roger Edens. Höfundar texta
þess: Adolph Green og Betty
Comden. Útsetning tónlistar:
Stuart Pedlar og Larry Wilcox.
Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson.
Leikstjóri og dansahöfundur:
Kenn Oldfield. Aðstoðarleikstjóri:
Þórhallur Sigurðsson. Aðstoð-
armaður danshöfundar: Ástrós
Gunnarsdóttir. Tónlistar- og
hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jó-
hannsson. Leikmyndarhönnuður:
Sigurjón Jóhannsson. Hönnun
rigningarbúnaðar: Reinhardt Á.
Reinhardtsson og Snorri Björns-
son. Búningahönnuður: Elín Edda
Árnadóttir. Hönnuður lýsingar:
Páll Ragnarsson. Kvikmyndagerð:
(Hugsjón) Guðmundur Bjartmars-
son, Gunnar Árnason og Jón Karl
Helgason. Hljóðstjórar: Sigurður
Bjóla og Sveinn Kjartansson.
Hljómsveitarmeðlimir: Auður
Hafsteinsdóttir, Birgir Bragason,
Einar St. Jónsson, Jóel Pálsson,
Jóhann G. Jóhannsson, Ólafur
Jónsson, Pétur Grétarsson og Sig-
urður Flosason. Leikarar, söngv-
arar og dansarar: Alexander
Nikolaev Mate, Aron Steinn Guð-
mundsson, Bjartmar Þórðarson,
Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Inga María Valdimarsdóttir, Jó-
hann Freyr Björgvinsson, Jóhann
Örn Ólafsson, Jón Páll Eyjólfsson,
Julia Gold, Kjartan Guðjónsson,
Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nor-
dal, Pálmi Gestsson, Rúnar Freyr
Gíslason, Selma Björnsdóttir, Sig-
ríður Þorvaldsdóttir, Sigrún
Waage, Sigurður Skúlason, Stefán
Karl Stefánsson, Sveinbjörg Þór-
hallsdóttir, Valur Freyr Ein-
arsson, Vigdís Gunnarsdóttir,
Þórunn Erna Clausen, og Þórunn
Lárusdóttir. Föstudagur 6. apríl.
SYNGJANDI Í
RIGNINGUNNI
Sveinn Haraldsson
SÝNING á ljósmyndaætingum
verður opnuð í sal félagsins Ís-
lensk grafík í Hafnarhúsinu,
Tryggvagötumegin, í dag, laug-
ardag, kl. 16.
„Á sýningunni er kynnt saga
ljósmyndaætingar á síðustu öld.
Elsta verkið er frá byrjun ald-
arinnar, eftir ljósmyndarann
Edward Steichen af málaranum
Frans von Lenbach. Myndin er
unnin með tækni sem kallast
„photogravure“ en það er aðferð
sem notuð var í kringum síðustu
aldamót til að prenta ljós-
myndir,“ segja sýningarstjórarnir
Kristín Hauksdóttir og Ingibjörg
Jóhannsdóttir.
Listamennirnir eru Edward
Steichen, Lennart Olsen, Lasse
Mellberg/ Samuel Lindskog,
Maria Backström, Helgi Snær
Sigurðsson, Björn Bredström og
Eli Ponsaing.
Sýningin er opin fimmtudaga
til sunnudaga kl. 14–18, (lokað á
skírdag og föstudaginn langa).
Hún er í samvinnu við Ljós-
myndasafn Reykjavíkur og stend-
ur til 29. apríl.
Verk eftir Edward Steichen frá
byrjun aldarinnar.
Ljósmynda-
ætingar
fyrr og nú
♦ ♦ ♦
LISTA- og bókagagnrýnendur á
Morgunblaðinu komu saman til
fundar síðdegis í gær. Umræðuefn-
ið var gagnrýni í víðum skilningi.
Framsögu höfðu Hávar Sig-
urjónsson blaðamaður og umsjón-
armaður bókagagnrýni Morg-
unblaðsins, Ríkarður Örn Pálsson
tónlistargagnrýnandi, Hjálmar H.
Ragnarsson, rektor Listaháskóla
Íslands, og Tinna Gunnlaugsdóttir,
forseti Bandalags íslenskra lista-
manna, en tvö þau síðarnefndu
voru sérstakir gestir fundarins.
Að framsögu lokinni fóru fram
umræður þar sem rætt var vítt og
breitt um gagnrýni, starf gagnrýn-
andans, hlutverk Morgunblaðsins í
þessum efnum og sitthvað fleira.
Um það bil 35 manns sóttu fund-
inn.
Gagnrýnendur á Morgunblaðinu funda
Morgunblaðið/Þorkell
Kvikar myndir
NÚ STENDUR yfir kvikmyndahá-
tíðin „Kvikar myndir“ í Norræna
húsinu og MÍR-salnum. Yfirskrift
hátíðarinnar er „Pólitík“.
Laugardagur Norræna húsið.
Opið kl. 14–18. Loft: Frjáls flokkur.
Gólf: kl. 14: Áróðursmyndir, kl. 15,
ýmsir titlar.
Gryfja: Málþing kl. 15, kalda stríð-
ið og kvikmyndapólitíkin.