Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ REQUIEM MOZART Tónleikar haldnir laugardaginn 7. apríl 2001 kl. 15.00 í Hásölum, Hafnarfjarðarkirkju Kór Hafnarfjarðarkirkju Kór Kópavogskirkju Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Anna Sigríður Helgadóttir, alt, Jónas Guðmundsson, tenór, Jóhann Smári Svavarsson, bassi. Konsertmeistari: Zbigniew Dubik meðlimir úr Sinfoníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Natalía Chow Miðar á kr. 1500 eru seldir við innganginn SÖNGLEIKIR hafa verið með vinsælustu verkefnum atvinnu- leikhúsanna í landinu um árabil. Þeir eru gjarnan fokdýrir í upp- setningu þannig að aðeins þeir sem eru nokkuð öruggir um vin- sældir verða fyrir valinu. Ýmsir þættir hafa staðið söng- leikjauppfærslum hér á landi fyrir þrifum. Helst má nefna að skortur á hæfum söngvurum og dönsurum hefur komið í veg fyrir að hægt væri að velja ákveðin verk til flutnings, sérstaklega hefur vantað frambæri- legt fólk í aðalhlutverkin sem gæti sungið, dansað og leikið – og helst allt á sama augnablikinu. Á allra síðustu árum hefur verið spennandi að fylgjast með fjölda ungs hæfileikafólks sem hefur aflað sér víðtækrar menntunar í sviðslist- um. Þrátt fyrir þetta hefur hingað til ekki verið sýndur söngleikur hér á landi þar sem þessum þremur þáttum – söng, leik og dansi – hefur verið gert jafnhátt undir höfði. Næst þessu kemst sýning Þjóðleik- hússins á Sögu úr Vesturbænum fyrir nokkrum árum en þar vantaði samt herslumuninn. Hér er því komið að ákveðnum kaflaskiptum í sögu söngleikja hér á landi; í fyrsta skipti er hægt að njóta hefðbundins Broadway-söngleiks þar sem hvergi má sjá veikan punkt. Þar að auki eru sum atriðanna með glæsilegustu hópatriðum sem sýnd hafa verið á sviði hér á landi. Þjóð- leikhúsið má vera stolt af því að standa að þessari sýningu – fram- vegis verður ekkert sem heftir stjórnendur þess í að velja hvaða söngleik sem er til flutnings. Það er því svolítið sérstakt að hugsa til þess að Syngjandi í rign- ingunni var upphaflega ekki sviðs- söngleikur heldur söngleikjakvik- mynd. Hún var gerð í Hollywood árið 1952 með Gene Kelly í aðalhlut- verki en hann leikstýrði einnig myndinni í samvinnu við Stanley Donen. Margt í myndinni er stolið, stælt og lánað úr öðrum myndum – t.d. er titillagið úr „The Hollywood Revue of 1929“ – en útkoman varð ein eftirminnilegasta mynd frá gull- aldarárum söngleikjakvikmynd- anna. Söngleiksgerð verksins, sem fylgir þræði kvikmyndarinnar ná- kvæmlega, var fyrst sett á svið í London 1983 en hefur tvisvar verið færð þar upp aftur, 1989 og svo í fyrra. Þessi stórglæsilega sýning Þjóð- leikhússins er eftirtektarverð fyrir þrennt: hve stóran hluta dans á í sýningunni, hve brellurnar eru eft- irminnilegar og hve vel leikhópur- inn allur stendur sig. Dansatriðin eru mýmörg og það er greinilegt að hópurinn hefur staðið í ströngu við að tileinka sér dansstílinn. Það kemur sér vel að Kenn Oldfield er menntaður í dansi – án hans við stjórnvölinn er vart hægt að hugsa sér að dansatriðin væru jafneftirminnileg og raun ber vitni. Auðvitað eru ekki allir aðal- leikararnir frábærir dansarar en þar sem þeim er ekki kleift að halda athygli áhorfenda í löngum sóló- dansatriðum koma brellurnar að góðum notum. Það er alltaf eitthvað nýtt sem fangar huga áhorfandans og það er hvergi dauður punktur í sýningunni. Hljómsveitin er líka framúrskarandi og hljóðstjórnin öll; kvikmyndaatriðin eru sérkafli – þar tekst einstaklega vel að ná andan- um sem ríkti í Hollywood á þessu tímabili. Selma Björnsdóttir á stóran þátt í hve sýningin gengur vel upp. Hún leikur hér betur en hún hefur nokk- urn tíma gert áður og um söng- og danshæfileika hennar þarf ekki að efast. Rúnar Freyr Gíslason hefur til að bera mikinn sjarma og er gegnheill leikari – og kemst þokka- lega frá söng og dansi. Saman leika þau parið sem allt snýst um, sagan er þeirra ástarsaga. Ríkir hæfileikar Þórunnar Lár- usdóttur sem gamanleikkonu koma hér berlega í ljós. Hún og Stefán Karl Stefánsson fóru með gaman- málin, hvort í sínu lagi, og þau hjúin eru glæsileg í mótvægi við hið hjart- næma kærustupar. Stefán Karl kemur líka skemmtilega á óvart í söng og dansi, en Þórunn fær bara að spreyta sig lítillega í söng – og allt úr lagi fært upp á grín. Þetta er fjölmenn sýning og val- inn maður í hverju rúmi og úr svo mörgu að velja að ekki er gott að velja hverja á að velja úr að minn- ast á. Sigríður Þorvaldsdóttir er t.d. ótrúleg í steppdansinum: Val- ur Freyr stórkostlega hnitmiðaður er hann syngur um „Fegurðardís“, en Sveinbjörg Þórhallsdóttir vakti einmitt athygli sem ein slík á skuggalegri búllu, Inga María Valdimarsdóttir var bráðfyndin sem Zelda „vinkona“ og sama má segja um Sigurð Skúlason í kvik- mynduðu atriði sem hljóðvísinda- maðurinn. Ekki má gleyma nýlið- unum Aroni Steini Guðmundssyni og Alexander Nikolaev Mate sem bræddu hjarta áhorfenda. Aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á atvinnuleiksviði voru t.d. Þórunn Erna Clausen og Jón Páll Eyjólfs- son sem stóðu sig mjög vel í fjölda smárra hlutverka. Sólódans Júlíu Gold er kannski það sem er allra eftirminnilegast, enda komst dansinn þar í efsta gæðaflokk. En það standa fleiri að þessari sýningu en þeir sem koma fram á sviðinu. Búningar Elínar Eddu Árnadóttur í sýningunni eru ótelj- andi og það hlýtur að vera draum- ur sérhvers búningahönnuðar sem einhver töggur er í að kljást við þetta risavaxna verkefni. Hún nýt- ur sín best í því að endurskapa stíl þriðja áratugarins í glæsilegum búningum Þórunnar Lárusdóttur en litanotkun í hópatriðunum er kafli út af fyrir sig – það skiptast á endalaus litadýrð eða einlit sam- ræming. Leikmynd Sigurjóns Jó- hannssonar er líka afar skemmti- leg umgjörð um allt þetta glys og glingur en hún fellur næstum í skuggann af regnbrellunum og ljósadýrðinni. Það er ekki úr vegi að minnast á afar skemmtilega unna og fallega leikskrá. Allir starfsmenn hússins hafa lagst á eitt um að gera þessa sýningu eins vel úr garði og framast er unnt. Þó að þetta verk verði seint talið tímamótaverk í söngleikjasögunni, þrátt fyrir stórskemmtilega þýð- ingu Karls Ágústs Úlfssonar, er svo mikið lagt í þessa sýningu að hér er brotið blað í sýningum söngleikja hér á landi. Nú ætti að vera leikur einn að breikka valið í þessum flokki sviðsleikja í framtíð- inni. Nú eru okkur allir vegir færir í þessu efni. SÖNGUR OG DANS Morgunblaðið/Jim Smart LEIKLIST Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Höfundar kvikmyndahandrits og sviðsgerðar: Betty Comden og Adolph Green. Höfundur tónlist- ar: Nacio Herb Brown. Höfundur söngtexta: Arthur Freed. Höf- undur lagsins „Mósi frá Ósi“: Roger Edens. Höfundar texta þess: Adolph Green og Betty Comden. Útsetning tónlistar: Stuart Pedlar og Larry Wilcox. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri og dansahöfundur: Kenn Oldfield. Aðstoðarleikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Aðstoð- armaður danshöfundar: Ástrós Gunnarsdóttir. Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jó- hannsson. Leikmyndarhönnuður: Sigurjón Jóhannsson. Hönnun rigningarbúnaðar: Reinhardt Á. Reinhardtsson og Snorri Björns- son. Búningahönnuður: Elín Edda Árnadóttir. Hönnuður lýsingar: Páll Ragnarsson. Kvikmyndagerð: (Hugsjón) Guðmundur Bjartmars- son, Gunnar Árnason og Jón Karl Helgason. Hljóðstjórar: Sigurður Bjóla og Sveinn Kjartansson. Hljómsveitarmeðlimir: Auður Hafsteinsdóttir, Birgir Bragason, Einar St. Jónsson, Jóel Pálsson, Jóhann G. Jóhannsson, Ólafur Jónsson, Pétur Grétarsson og Sig- urður Flosason. Leikarar, söngv- arar og dansarar: Alexander Nikolaev Mate, Aron Steinn Guð- mundsson, Bjartmar Þórðarson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Inga María Valdimarsdóttir, Jó- hann Freyr Björgvinsson, Jóhann Örn Ólafsson, Jón Páll Eyjólfsson, Julia Gold, Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nor- dal, Pálmi Gestsson, Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Waage, Sigurður Skúlason, Stefán Karl Stefánsson, Sveinbjörg Þór- hallsdóttir, Valur Freyr Ein- arsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Þórunn Erna Clausen, og Þórunn Lárusdóttir. Föstudagur 6. apríl. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI Sveinn Haraldsson SÝNING á ljósmyndaætingum verður opnuð í sal félagsins Ís- lensk grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötumegin, í dag, laug- ardag, kl. 16. „Á sýningunni er kynnt saga ljósmyndaætingar á síðustu öld. Elsta verkið er frá byrjun ald- arinnar, eftir ljósmyndarann Edward Steichen af málaranum Frans von Lenbach. Myndin er unnin með tækni sem kallast „photogravure“ en það er aðferð sem notuð var í kringum síðustu aldamót til að prenta ljós- myndir,“ segja sýningarstjórarnir Kristín Hauksdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir. Listamennirnir eru Edward Steichen, Lennart Olsen, Lasse Mellberg/ Samuel Lindskog, Maria Backström, Helgi Snær Sigurðsson, Björn Bredström og Eli Ponsaing. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18, (lokað á skírdag og föstudaginn langa). Hún er í samvinnu við Ljós- myndasafn Reykjavíkur og stend- ur til 29. apríl. Verk eftir Edward Steichen frá byrjun aldarinnar. Ljósmynda- ætingar fyrr og nú ♦ ♦ ♦ LISTA- og bókagagnrýnendur á Morgunblaðinu komu saman til fundar síðdegis í gær. Umræðuefn- ið var gagnrýni í víðum skilningi. Framsögu höfðu Hávar Sig- urjónsson blaðamaður og umsjón- armaður bókagagnrýni Morg- unblaðsins, Ríkarður Örn Pálsson tónlistargagnrýnandi, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags íslenskra lista- manna, en tvö þau síðarnefndu voru sérstakir gestir fundarins. Að framsögu lokinni fóru fram umræður þar sem rætt var vítt og breitt um gagnrýni, starf gagnrýn- andans, hlutverk Morgunblaðsins í þessum efnum og sitthvað fleira. Um það bil 35 manns sóttu fund- inn. Gagnrýnendur á Morgunblaðinu funda Morgunblaðið/Þorkell Kvikar myndir NÚ STENDUR yfir kvikmyndahá- tíðin „Kvikar myndir“ í Norræna húsinu og MÍR-salnum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Pólitík“. Laugardagur Norræna húsið. Opið kl. 14–18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: kl. 14: Áróðursmyndir, kl. 15, ýmsir titlar. Gryfja: Málþing kl. 15, kalda stríð- ið og kvikmyndapólitíkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.