Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 39 Á HVERJU ári heldur Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO eða World Health Organisation) heil- brigðisdag sem er hverju sinni tileinkaður vissu málefni. Að þessu sinni er dagurinn tileink- aður geðheilbrigði. Geðraskanir (geðsjúkdómar) eru algengar, þær valda miklum þjáningum hjá sjúklingunum og aðstandendum þeirra, þær kosta þjóðfélagið mikla fjármuni og enn ríkja verulegir fordómar í garð geðsjúkra. Veikindin sem slík er ekki hægt að meta til fjár en áætlað hefur verið að á árinu 1998 hafi geðraskanir kostað ís- lenskt samfélag um 20 milljarða króna (m.a. vinnutap, mannslíf, sjúkrahúskostnaður og lyf). Einn af hverjum fjórum þeirra sem eru á fullum örorkubótum á Íslandi er geðfatlaður. Í upphafi 21. aldar er ein- kennilegt til þess að hugsa að fólk með geðraskanir þurfi ekki bara að berjast við veikindi sín heldur einnig við fordóma. Þessa fordóma má rekja til miðalda og raunar enn lengra aftur í tímann og þeir eiga rætur sínar í fáfræði, hræðslu við hið óþekkta og djöflatrú. Í sjálfu sér er ekki erf- itt að skilja hvernig og hvers vegna þessir fordómar urðu til en erfitt er að skilja hvers vegna þeir eru svona lífseigir. Það ger- ist enn þann dag í dag, líka á Ís- landi, að fólki með geðraskanir er neitað um vinnu meðan aðrir eru ráðnir þótt þeir séu með sjúkdóm sem er mun alvarlegri og líklegri til að trufla vinnu viðkomandi starfsmanns. Enn er stundum tal- að um líkamlega og andlega sjúk- dóma eins og þar sé eðlismunur á en nútíma þekking segir okkur annað. Flestir sjúkdómar stafa af sýkingum eða af truflun í starf- semi ónæmiskerfisins, hormóna, taugaboðefna, viðtaka (fyrir hormón eða taugaboðefni) eða jónaganga í frumuhimnum. Í flestum sjúkdómum er um að ræða flókið samspil erfða og um- hverfisþátta og í öllum atriðum gildir það sama hvort um er að ræða svo kallaða líkamlega eða geðræna sjúkdóma. Við gætum tekið sykursýki og geðklofa sem dæmi: sykursýki stafar af því að framleiðsla á vissu hormóni og/ eða viðtökum þess fer úrskeiðis og geðklofi stafar af því að fram- leiðsla á vissu taugaboðefni og/ eða viðtökum þess fer úrskeiðis, munurinn er í raun ekki svo mik- ill. Miðtaugakerfið er vissulega flókið líffæri og við vitum ekki enn hvernig það starfar nema í stórum dráttum en það gildir einnig um öll önnur líffæri eins og t.d. hjartað, lifrina og lungun. Geðsjúkdómar eru því í eðli sínu alveg eins og aðrir sjúkdómar, þeir eru truflun á starfsemi heil- ans meðan hjartasjúkdómar eru truflun á starfsemi hjartans og lungnasjúkdómar eru truflun á starfsemi lungnanna. Markmið alþjóðaheilbrigð- isdagsins þessu sinni er að vekja athygli á geðheilsu í heiminum og hvetja til aðgerða til að bæta ástandið. Vinna þarf ötullega að forvörnum og fræða þarf almenn- ing um einkenni hinna ýmsu geð- raskana þannig að aðstandendur átti sig snemma á því þegar eitt- hvað er að. Þetta er mjög mik- ilvægt t.d. þegar um er að ræða þunglyndi, sem getur leitt til sjálfsvígs, vegna þess að til er meðferð sem langoftast skilar góðum árangri. Vandamálið er gríðarlega stórt sem sést af því að um 400 milljónir manna í heiminum þjást af geðröskunum eða taugasjúkdómum af einhverju tagi og fjórði hver einstaklingur sem leitar sér aðstoðar í heil- brigðiskerfinu þjáist af slíkum sjúkdómi. Því miður fá sumir þessara einstaklinga ranga sjúk- dómsgreiningu í byrjun og þar af leiðandi ekki meðferð við hæfi. Meðferð geðraskana hefur gjör- breyst síðustu áratugina og stór hluti þeirra sjúklinga með alvar- lega geðsjúkdóma sem áður fyrr enduðu inni á meðferðarstofnun geta nú notið lífsins og verið nýt- ir þjóðfélagsþegnar. Að lokum má benda á meiri upplýsingar um geðheilbrigði og geðsjúkdóma á Netinu, m.a. á ís- lensku á síðum Landlæknisemb- ættisins (www.landlaeknir.is) og Geðheilsu ehf. (www.persona.is) og á ensku hjá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni (www.who.int/world- health-day/). Geðheilbrigði og fordómar Höfundur er prófessor í lyfjafræði og skrifar pistla um læknisfræði- leg efni fyrir Morgunblaðið. eftir Magnús Jóhannsson Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2001 helgaður geðheilsu Einn af hverjum fjórum þeirra sem eru á fullum örorkubótum á Íslandi er geðfatlaður. FYRSTA einnota heyrn- artækið er komið á markaðinn, og vonast sérfræðingar til þess að þetta hvetji fleira fólk til að takast á við heyrn- artap. Tækið er kallað Söngfugl (Songbird) og er hannað til að endast í einn og hálfan mánuð. Þurfa notendur þá ekki að hugsa um viðhald og rafhlöðuskipti, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Segja framleiðendur tækisins að það kosti um 2.700 krónur á mánuði í hvort eyra, en rannsóknir sýni að það sé betra en sum nýjustu tækin sem geta kostað allt að 190 þúsund krónur. Breska lyfjabúðakeðjan Boots mun hafa tækið á boðstólum næsta haust. Að sögn talsmanns hennar fer minna fyrir nýja tækinu í eyra en hefðbundnum heyrnartækjum, og byrjunarkostnaðurinn sé minni. Haft er eftir konu sem prófaði tæk- ið að það virki vel. Einnota heyrnartæki Nýja heyrnartækinu komið fyrir. Associated Press LYF sem þróað var til að meðhöndla tauga- og mænusigg (MS) kann að reynast notadrjúgt í baráttunni við gláku, sem er algengasta orsök blindu, að því er fram kemur á frétta- vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Hópur vísindamanna við Weizman- vísindastofnunina í Ísrael notaði lyfið til að koma í veg fyrir blindu hjá dýr- um sem haldin voru sjúkdómi er svip- ar til gláku hjá fólki. Uppgötvunin bendir til þess að lyfið, Copaxone, kunni ennfremur að koma í veg fyrir, eða að minnsta kosti hægja á, sjóntapi hjá fólki sem þjáist af þrálátri gerð sjúkdómsins. Langflestir glákusjúklingar hafa hækkaðan þrýsting inni í auganu vegna galla í frárennsli glæra vökv- ans sem heldur auganu röku og flytur næringu til ytri frumna þess. Þessi aukni þrýstingur inni í auganu veldur skemmdum á sjóntauginni þannig að hún hrörnar og leiðir þetta oft til blindu. Í mörg ár hefur leitin að betri glákumeðferð beinst að því að laga frárennsliskerfi augans til að draga úr þrýstingnum. En í ljós hefur komið að ekki er nóg að létta þrýstingnum og það eitt dugði ekki til að stemma stigu við hrörnun sjóntaugarinnar og dró ekki úr hættunni á blindu. Michal Schwartz, prófessor við Weizman-stofnunina, komst að því að fyrstu skemmdirnar á tauginni valda losun efna sem leiða til frekari skemmda. Þessi efni gegna mikil- vægu hlutverki við að halda auganu heilbrigðu. Eitt þessara efna er taugaboðefnið glútamat, sem streymir frá skemmd- um taugafrumum og hefur slæm áhrif á nærliggjandi frumur. En prófessor Schwartz og samstarfsmenn hennar komust að því að Copaxone virðist geta verndað taugina fyrir eituráhrif- um glútamats. Í rottum sem var gefið lyfið dóu aðeins um 4% af taugafrum- um í glákusýktu auga, samanborið við 28% í rottum sem ekki hafði verið gef- ið lyfið. Þess er vænst að innan skamms verði hafnar tilraunir með áhrif lyfs- ins á fólk með gláku. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í Proceed- ings of the National Academy of Sci- ences USA. MS-lyf gegn gláku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.