Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 28
ÚR VERINU 28 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                      !"# $%%$&%% '()$&%%             FRIÐRIK Pálsson, stjórnarfor- maður SÍF, telur að verkföll sem baráttutæki í kjaramálum hafi dag- að uppi í nútímanum og séu orðin heldur vafasöm tæki. Hann telur að finna verði nýjar leiðir til lausn- ar kjaradeilum áður en til vinnu- stöðvana kemur og að verkfall og verkbann verði hreinn neyðarrétt- ur, en ekki tæki til að knýja samn- ingsaðilann til hlýðni. Þetta kom fram í ræðu Friðriks á aðalfundi SÍF í gær, en þar ræddi hann meðal annars kjara- deilu útvegsmanna og sjómanna. „Dæmið eigi, svo að þér verðið ekki sjálfir dæmdir, segir í góðri bók,“ sagði Friðrik í ræðu sinni. „Í þeim anda vil ég fjalla um kjara- deilur sjómanna og útgerðarmanna af varúð og ekki taka afstöðu því að til þess hef ég ekki forsendur. Ég hlýt að ætla að þeir menn, sem fara þar fremstir í flokki, hver á sínum stað, hafi það að leiðarljósi að forð- ast að til vinnustöðvunar komi og leysa þau mál sem fyrst, ef til þeirra kemur. Mín persónulega skoðun er hins vegar sú, að verk- föll sem baráttutæki hafi eiginlega dagað uppi í nútímanum og séu orðin heldur vafasöm tæki. Verk- föll voru „vopn“ síns tíma; mik- ilvæg tæki alþýðunnar, sem þurfti á því að halda að berjast fyrir nauðþurftum sínum við mjög erf- iðar aðstæður og gegn ópersónu- legum iðnjöfrum þess tíma. Langt fram yfir miðja 20. öldina var andi kjaradeilna svipaður og bar nokk- urn keim af uppruna þess háttar átaka. Þegar líða tók á öldina varð mikil breyting til batnaðar í þessu efni. Smám saman þróaðist eðli- legri samskiptamáti milli atvinnu- rekenda og launþega jafnframt því að breytt eignarhald fyrirtækja og tilkoma nýrra launakerfa hafa gef- ið tóninn fyrir framtíðina. Rekstur útgerðar á Íslandi hefur gengið vel á síðustu árum og er það vafalítið að þakka dugnaði sjó- manna og skipsstjórnarmanna, gjöfulum fiskimiðum okkar svo og þeirri hagræðingu sem útgerðir hafa náð með fiskveiðistjórnarkerf- inu. Sjómenn hafa líka yfirleitt góðar tekjur og aðbúnaður þeirra um borð er sómasamlegur. Verk- fall sjómanna nú er því ekki boðað til að fá fram knýjandi kjarabætur fyrir fátæka stétt. Þessi deila snýst um að skipta stórri og góðri köku. Aðilar deilunnar hafa þekkt alla málavöxtu um langt skeið, en ekki borið gæfu til að ná lendingu án þess að til vinnustöðvunar komi, öllum landsmönnum til skaða.“ Nýjar leiðir við lausn kjaradeilna Þá sagði hann ennfremur: „Ég tel, að það þurfi að einhenda sér í það að finna nýja aðferð til lausnar kjaradeilum áður en til vinnustöðv- ana komi og að verkfall og verk- bann verði hreinn neyðarréttur, en ekki tæki til að knýja samningsað- ilann til hlýðni. Hér er ekki tími til þess að kasta fram mörgum hug- myndum þar að lútandi né heldur er ég færastur um að koma með lausnina, en ein leið gæti verið sú, að embætti ríkissáttasemjara yrði breytt þannig, að það fengi aukið vald til að úrskurða hvenær kjara- deilur væru komnar á það stig, að til vinnustöðvunar mætti koma. Til dæmis þannig, að aðilar máls yrðu að geta sýnt fram á, að þeir hafi lagt sig alla fram og sýnt hvor öðr- um fyllstu sanngirni við að ná lend- ingu áður en verkfallsvopni fáist beitt. Nú má einhverjum finnast þetta einföld framsetning og ég læt mér ekki mislíka það. Ég vil hins vegar minna á, að margt hefur breyst frá þeim tíma, sem liðinn er síðan verkfallsvopnið var fundið upp. Á mörgum sviðum eru komnar til leikreglur, sem eiga að verja ein- staklinga fyrir því tjóni, sem þeim ótengdir aðilar geta valdið þeim. Nærtækast er að nefna hér á landi eftirlitsstofnanir eins og Sam- keppnisstofnun, sem getur gripið og grípur harkalega í taumana ef sýnt þykir að einstaklingar verði fyrir skaða, sem þeir bera enga ábyrgð á og geta ekki varið sig gegn,“ sagði Friðrik Pálsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, telur verkföll úrelt og að leita verði nýrra leiða til lausnar kjaradeilum. Finna þarf nýjar leiðir til lausnar kjaradeilum ENGINN arður verður greiddur til hluthafa í SÍF vegna rekstrarins á síðasta ári, enda gekk reksturinn erfiðlega. Tillaga þess efnis var sam- þykkt á aðalfundi félagsins. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, sagði á aðalfundi þess, að hann væri almennt þeirrar skoðunar að greiða ætti arð, væri þess nokkur kostur, jafnvel þó félag væri rekið með nokkrum halla, en með svona háa taptölu á bakinu væri ekki unnt að leggja það til. Á fundinum samþykkt að kjör stjórnarmanna og skoðunarmanns yrðu óbreytt frá fyrra ári. Þá var samþykkt heimild til aukn- ingar á hlutafé félagsins um 25 millj- ónir króna með sölu nýrra hluta í tengslum við kaupréttarsamninga sem stjórnin kann að gera við starfs- menn fyrirtækisins. Jafnframt að stjórninni yrði heimilt að auka hlutafé um allt að 275 milljónir króna til að styrkja eiginfjárstöðu félags- ins. Loks var samþykkt tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til kaupa á hlutabréfum í félaginu að nafnvirði allt að 147,8 milljónir króna. Stjórn félagsins var öll endurkjör- in. Enginn arður REKSTUR SÍF-samstæðunnar gekk illa á síðasta ári og nam tap alls um 985 milljónum króna. Mestur hluti kostnaðarins varð vegna sam- runa SÍF og ÍS og vegna gengisþró- unar. Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri SÍF, segir að samlegðaráhrifin séu þegar byrjuð að koma fram. „Þannig tókst að bæta verulega rekstur félagsins á síðustu mánuðum ársins og hefur rekstur fyrstu mán- aða þessa árs gengið betur en áætlað var. Gert er ráð fyrir því í rekstr- aráætlunum samstæðunnar að veru- leg umskipti verði á rekstrinum árið 2001 og að hagnaður verði af starf- seminni,“ sagði Gunnar Örn Krist- jánsson á aðalfundi SÍF í gær. Gunnar rakti síðan helztu þætti þess sem olli taprekstrinum á síðasta ári, en sneri sér síðan að framtíðinni: „Í kjölfar þeirra umróta sem voru í rekstri félagsins árið 2000 var með sérstöku átaksverkefni farið í gerð greininga á áhættustigi einstakra rekstrarþátta í starfseminni með að- stoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í kjölfar þess var gripið til viðeigandi aðgerða til að auka svigrúm og getu samstæðunnar til að bregðast við sveiflum í ytra umhverfi. Sem dæmi um slíkt má nefna að gerðar hafa ver- ið breytingar á innkaupasamningum á þann veg að í auknum mæli, eins og komið var inn á áðan, verður keypt inn í heimamynt dótturfélags og leit- ast verður við að para og safna gjald- eyrisáhættu á sem fæsta staði í sam- stæðu, aðallega hjá móðurfélagi, þannig að stýra megi þeim málum enn betur. Samningar um greiðslu- tryggingar hafa verið gerðar fyrir alla samstæðuna utan starfseminnar í Bandaríkjunum þar sem notkun greiðslutrygginga er ekki almenn. Þá hefur með samningum við nokkur laxeldisfyrirtæki í Noregi tekist að draga úr mögulegum sveifl- um á hráefnisverði og skapa fyrir- tækinu aukið svigrúm til að bregðast við meiriháttar breytingum á því. Þá hafa verið gerðir styttri samningar við super- og hypermarkaði en með því aukast möguleikar til verðbreyt- inga á söluverði, en auk þess hefur tekist að tengja söluverð og hráefn- isverð við gerð nokkurra mikilvægra samninga,“ sagði Gunnar. Stefnumótun Hann vék síðan að stefnumótun og fleiri þáttum í starfseminni: „Við samrunann var ljóst að samræma þyrfti stefnu og hugmyndir lykil- stjórnenda samstæðunnar og skerpa sýn manna á þau atriði sem skipta sköpum fyrir framtíðina og skil- greina þau svið og þá markaði sem grundvalla eiga frekari uppbyggingu þess á komandi árum. Undirbúning- ur að stefnumótun félagsins hófst á vormánuðum ársins 2000 með upp- lýsingaöflun og almennri skoðun á rekstrarumhverfi samstæðunnar. Eiginleg stefna samstæðunnar til fimm ára lá fyrir undir lok ársins eft- ir að sérstakur vinnuhópur sem og stjórn félagsins hafði fjallað ítarlega um málið. Áhersla er lögð á að byggja upp fjárhagslegan styrk og tryggja með því fjármagn til uppbyggingar, vaxtar og þróunar. Því verður best náð með því að styrkja stoðir starf- seminnar á Íslandi og auka markaðs- aðgang fyrirtækisins fyrir fullunnar vörur undir eigin vörumerkjum. Fjórir kjarnamarkaðir eru sérstak- lega tilgreindir sem þungamiðja frekari uppbyggingar á starfsemi samstæðunnar erlendis, þ.e. Frakk- land, Bretland, Spánn og Bandaríkin. Verslanakeðjur, veitingahús og stór eldhús verða, enn sem fyrr, lyk- ilviðskiptaaðilar í frekari uppbygg- ingu þar sem liðsheild samstæðunnar er grunnurinn að uppbyggingu sterkrar markaðsstöðu. Aukið veltufé frá rekstri Þrátt fyrir mikinn fórnarkostnað vegna samrunans og rekstrartaps á árinu 2000 skilaði SÍF nær 109 millj- ónum króna í jákvæðu veltufé frá rekstri (samanborið við tæpar 66 milljónir árið á undan). Þessu má að mestu þakka viðsnúning sem varð á síðustu þremur mánuðum ársins þegar samlegðaráhrifa var byrjað að gæta. Samrunanum fylgir mikil hagræð- ing í rekstri en þrátt fyrir að starfs- mönnum á Íslandi fækkaði um þriðj- ung þá jókst salan frá Íslandi um 5% í verðmætum milli árana 1999 og 2000. Þetta gerist á sama tíma og heildar- útflutningur sjávarafurða frá Íslandi dróst saman um 3% úr 97,7 milljörð- um í 94,5 (skv. Hagst. Ísl.). Þá hefur samningsstaða fyrirtæk- isins styrkst í krafti stærðar, við kaup á vörum og þjónustu og áhrifa þessa er þegar farið að gæta í kaup- um á ýmissi þjónustu s.s. trygging- um, frakt, umbúðum, íbætiefnum og mörgu fleiru. SÍF-samstæðan er í raun alþjóð- legt fyrirtæki með rætur á Íslandi sem getur boðið viðskiptavinum sín- um heildarlausnir vegna breiðs vöru- framboðs og víðs markaðsnets. Í samkeppni á alþjóðamarkaði er stærðarhagkvæmni mikilvæg og í því umhverfi stöndum við ekki aðeins sem sterkt félag sem boðið getur alla flóru sjávarfangsins heldur er rekst- urinn mjög áhættudreifður. Markvisst unnið að endurbótum Eins og hér hefur verið stuttlega rakið hafa skiptst á skin og skúrir í rekstri SÍF á síðasta ári. Markvisst hefur verið unnið að umbótum til að treysta rekstrarumgjörð fyrirtækis- ins og reynt hefur verið að lágmarka þær sveiflur sem eru í ytra rekstr- arumhverfi fyrirtækisins. Samstæð- unni hefur verið mörkuð skýr stefna til næstu fimm ára þar sem áhersla er lögð á kjarna starfseminnar og verk- efnum forgangsraðað. Hinu gríðar- lega umfangsmikla samrunaferli er nú lokið og eru samlegðaráhrif þegar farin að sýna sig. Á þessari stundu sem og auðvitað flestum öðrum er mikilvægt að horfa fram á veginn og búa sig undir komandi verkefni. Það höfum við markvisst gert hjá SÍF og erum við nú þegar farin að sjá árang- ur erfiðisins. Þannig tókst að bæta verulega rekstur félagsins á síðustu mánuðum ársins og hefur rekstur fyrstu mánaða þessa árs gengið bet- ur en áætlað var. Gert er ráð fyrir því í rekstraráætlunum samstæðunnar að veruleg umskipti verði á rekstr- inum árið 2001 og að hagnaður verði af starfseminni. Ákveðið hefur verið að birta uppgjör samstæðunnar árs- fjórðungslega og mun samstæðu- reikningur fyrsta ársfjórðungs verða birtur í maí,“ sagði Gunnar Örn Kristjánsson. Aðalfundur SÍF-samstæðunnar Gert er ráð fyrir hagnaði í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.