Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 36
NEYTENDUR 36 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNBLAÐINU sl. miðviku- dag birtist aðsend grein, Mjólkuraf- urðir og krabbamein eftir Kristínu Völu Ragnarsdóttur, þar sem fjallað er um hvernig Jane Plant jarðefna- fræðingur og höfundur bókarinnar „Your life in your hands“ læknaði sjálfa sig af brjóstakrabbameini með því að hætta að neyta allra mjólk- urvara. Tíðni brjóstakrabbameins er mun hærri á Vesturlöndum en Aust- urlöndum og telur Jane Plant skýr- inguna felast í að mjólkuriðnaður sé enginn í Austurlöndum. Þá varpar hún fram þeirri kenningu, að insúlin vaxtarhormón 1 (IGF 1) sem er að finna í mjólk, örvi jafnframt vöxt brjóstakrabbameins og blöðru- og hálskrabbameinsfrumna. Jane Plant bendir m.a. á að fitusprenging mjólk- ur veldur því að hormónar eins og IGF-1 verði hjúpaðir af fitunni við fitusprenginguna sem eykur stöðug- leika þeirra og upptöku í líkamann í gegnum meltingarkerfið. Í mjólk segir hún styrkleika IGF-1 vera u.þ.b. 30 ng á ml en vaxtarhormónið geti haft áhrif þegar styrkleikinn er 1 ng á ml. Niðurstaða Jane Plant er að mjólk sé holl – en einungis fyrir kálfa. Þrír af þeim fjórum viðmælendum sem leitað var viðbragða hjá við grein Kristínar Völu, telja að lítið eða ekkert bendi til að samband sé á milli krabbameins og mjólkurafurða sam- kvæmt vísindarannsóknum, heldur hafi þessar afurðir þvert á móti jafn- vel verndandi áhrif. Fleira aðskilur heimsálfur en mjólk Mataræði og umhverfisþættir hafa mikil áhrif á krabbameinslíkur, en þegar um er að ræða krabbamein í brjóstum eru tengslin við mataræði ekki jafnsterk eða þekkt og mörg önnur krabbamein, að mati Laufeyj- ar Steingrímsdóttur forstöðumanns hjá Manneldisráði. „Útbreiðsla krabbameins er mjög mismunandi í heiminum vegna ólíkra lífshátta í ólíkum heimshlutum. Það eru til dæmis sterk rök fyrir því að rífleg neysla á grænmeti og ávöxtum og hófleg neysla á kjöti minnki líkur á mörgum tegundum krabbameins. Það sem um er að ræða í umræddri grein er fyrst og fremst tilgáta, hug- mynd, sem alls ekki hefur verið stað- fest vísindalega.“ Laufey segir það hins vegar vel þekkt, að krabbamein í brjóstum séu tíðari á Vesturlönd- um, þar sem mjólkurneysla er al- menn, en í Asíu, Hins vegar skilur mjög margt annað á milli umræddra heimshluta, og því engan veginn hægt að draga þá ályktun að það sé mjólkin sem hafi þessi áhrif. „Fitu- neysla, kjöt- og próteinneysla er til dæmis mun meiri á Vesturlöndum en í Asíu, konur eru stærri og þreknari á Vesturlöndum, þroskast fyrr og fara að hafa blæðingar fyrr. Í Asíu er borðað meira jurtafæði og drukkið mikið te. Allt getur þetta haft áhrif á krabbameinsáhættu. Það hafa verið gerðar margar fjölmennar hóprann- sóknir á hugsanlegu sambandi mat- aræðis og brjóstakrabba og af þeim hafa nokkrar sýnt samband milli mjólkurneyslu og krabbameins- áhættu en álíka margar hafa sýnt að mjólki verndi eða hafi engin áhrif.“ Mjólk hefur jafnvel verndandi áhrif Óskari Þór Jóhannssyni sérfræð- ingi í krabbameinslækningum, finnst leitt að þurfa andmæla skoðun sem sett er fram í góð- um ásetningi, en ef tilgátan sem kemur fram er röng eða á annan hátt misvísandi og sett fram þannig að hún getur valdið áhyggjum eða skaða, beri að ræða hana og benda á galla hennar. „Enginn efast um vísinda- lega hæfni Jane Plant innan hennar vísindasviðs. Hún er einn fremsti vísinda- maður Breta á sviði jarðefnafræði og hef- ur m.a. hlotið „the Lord Lloyd of Kilg- erran Prize“ sem eru ein helstu vísindaverð- laun Breta. Hins vegar er hún ekki vísindamað- ur innan krabbameinsfræða eða faraldursfræði. Ef kannað er hvað vísindamenn hafa komist að raun um við rannsóknir á neyslu mjólkur, mjólkurafurða og áhættu fyrir brjóstakrabbameini sé margt sem bendi til að neysla mjólkuraf- urða leiði ekki til aukinnar áhættu, heldur geti jafnvel haft verndandi áhrif. Þannig hefur finnsk rannsókn á neysluvenjum 4.697 kvenna sem fylgt var í 25 ár sýnt fram á að brjóstakrabbameinsáhætta var marktækt minni (58% minnkun) hjá þeim sem neyttu mestrar mjólkur miðað við þær sem neyttu minnstrar. Að sömu niðurstöðu komst ítölsk rannsókn á 5.055 konum. Að mjólk getur haft verndandi áhrif, er líka styrkt af rannsóknum sem benda til að fituefni í kúamjólk (einkum þó svokölluð „conjugated linoleic acid“) hafa hamlandi áhrif á vöxt brjósta- krabbameinsfrumna. Mjólk inniheld- ur einnig A vítamín sem hefur vernd- andi áhrif.“ Sam- setning mjólkur er mismunandi í mis- munandi kúa- stofnum, segir Óskar Þór, og það getur skýrt mun á milli landa en til eru rannsóknir, aðallega frá Nor- egi, sem bendla neyslu mikillar kúamjólkur við aukna áhættu á brjóstakrabba- meini. Að mati Ósk- ar Þórs er farið rangt með magn IGF-1 í kúamjólk í greininni sem um ræðir, í raun sé það nálægt fjórum sinnum minna en getið er. „Eins er óljóst hvort IGF-1 úr kúamjólk sé tekið upp úr görnum manna við neyslu mjólkur. Ef IGF-1 væri virkt mætti búast við að kúamjólk hefði örvandi áhrif á vöxt garnaþekju, en svo er ekki, heldur hefur mjólk hamlandi áhrif. Til að setja magn IGF-1 í kúamjólk í rétt samhengi skal einnig bent á að þetta magn er margfalt minna en dagleg framleiðsla hvers og eins og til dæmis mun minna magn en er að finna í munnvatni.“ Engin vísindaleg ástæða er að mati Óskars Þórs til að ætla að neysla mjólkur sé hættuleg vegna aukinnar áhættu á brjósta- krabbameini, þvert á móti kann neysla hennar að vera gagnleg. Varðandi mun á áhættu á brjósta- krabbameini milli vestrænna og austrænna landa tekur hann fram að ástæður þess eru mun flóknari en svo að þau felast í neyslu eins fæðu- þáttar. „Ef draga á fram einhvern þátt er það helst minni neysla á soya- kjöti og tofu, en þessar afurðir inni- halda efni sem virðast verndandi gegn myndun brjóstakrabbameins. Eins er munur á öðrum áhættuþátt- um fyrir brjóstakrabbamein til dæm- is þáttum sem snúa að kvenhormón- um svo sem aldur við kynþroska, fæðingu fyrsta barns og fjölda barna. Allt eru þetta þættir sem eru líklegri áhættuþættir en neysla mjólkur.“ Vísbendingar um að mjólk valdi alvarlegum sjúkdómum Þorbjörg Hafsteinsdótttir, hjúkr- unarfræðingur og næringarþerap- isti, er á öndverðum meiði, hún segir kúamjólkina hafa í mörg ár legið undir grun um að vera mikilvægur liður í ýmsum meira eða minna alvar- legum sjúkdómum, þar á meðal krabbameini vegna vaxtarhormóns- ins IGF 1 og galactosa sem er ein af tveimur sykureindum í mjólkursykr- inum lactosa. „Barnið fær IGF-1 með móðurmjólkinni sem örvar vöxt en þegar brjóstagjöf er lokið, minnk- ar magn þessa efnis með árunum. Efnið er einnig í kúamjólk og ef barnið drekkur hana, lengist tímabil IGF-1 sem þá örvar vöxtinn ennfrek- ar. Útlit er fyrir að ekki einungis eðlilegar frumur verði fyrir vaxtar- áhrifum heldur einnig krabbameins- frumur.“ Sykureindina galaktóse, segir Þorbjörg einnig vera krabba- meinsvaldandi. „Ef hún brotnar ekki niður í glúkósa, safnast hún fyrir í ýmsum líffærum, einkum í eggja- stokkum, og getur komið af stað krabbameini. Það sem gerist er, að þær kímfrumur sem eiga að að þroskast til eggfrumna gera það ekki í venjulegu magni. Frumurnar eyð- ast áður og það fær heiladingulinn til að bregðast þannig við að hann held- ur að það sé ekki nóg af kímfrumum og sendir skilaboð niður um að örva eggjastokkana með hormónum. Kenningin er sú að þessi sterka hormónaöflun valdi krabbameini. Sennilega verða konur fyrir mest- um áhrifum á gelgjuskeiðinu en talað er um að það geti verið miklu fyrr eða á fósturskeiðinu ef móðirin neyt- ir mikillar mjólkur og mjólkurmat- ar.“ Líklega er fyrst hægt að rann- saka þetta til fullnustu eftir nokkur ár, að mati Þorbjargar sem finnst fróðlegt að fylgjast með þróun mála, sérstaklega frá því að súrmjólk og jógurtafurðir urðu svona vinsælar því þær eru ríkar af galaktósa. Laktóse-óþol er algengt hjá fólki, að sögn Þorbjargar, en hjá þeim skortir hvatann lactase sem klýfur lactóse. „Þegar hann vantar myndast ekkert galaktóse. Kannski erum við upprunalega hannaðar þannig svo magn af galaktósa verði ekki of mikið sem um leið minnkar hættu á krabbameini.“ Krabbamein er ekki sjúkdómur sem hægt er að tengja við einn þátt svo sem mataræði, að mati Þorbjargar. „Samt sem áður er kom- inn tími til að ræða forvarnir og nota eitthvað af þeim milljörðum – sem eytt er í rannsóknir og þróun lyfja með misjöfnum árangri – í kennslu og fræðslu um hvernig rétt mataræði getur varið okkur gegn sjúkdómum.“ Erfitt að skoða einn þátt í einu varðandi sjúkdóma og fæðu Laufey Tryggvadóttir, faralds- fræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, segir tengsl mjólkur og krabbameins hafa verið rannsökuð mikið, bæði með dýratilraunum, frumulíffræði- legum rannsóknum og faraldsfræði- legum rannsóknum. „Margt bendir til þess að ákveðin efni í mjólkinni gefi vernd gegn brjóstakrabbameini, til dæmis ákveðið form af linoleum sýru.“ Laufey minnist á finnsku far- aldsfræðilegu rannsóknina sem Ósk- ar Þór krabbameinslæknir benti einnig á, þar sem fram kom að mjólk- urneysla minnkaði brjóstakrabba- meinshættuna og japanska rannsókn sem benti einnig til ákveðinnar verndar af neyslu mjólkur í hópi jap- anskra kvenna. Eitt sem flækir rannsóknir á tengslum sjúkdóma og fæðu, að mati Laufeyjar, er að erfitt er að skoða einn þátt í einu. „Sem dæmi má nefna þegar Jane Plant hætti að neyta mjólkur þá breytti hún mörgu öðru í leiðinni, jók til dæmis til muna neyslu grænmetis og ávaxta og mæl- ir einnig með slökun. Þarna er um að ræða þætti sem eru ekki síður líkleg- ir til að vernda gegn brjóstakrabba- meini en fjarlæging mjólkur úr fæð- unni.“ Geta mjólkurafurðir valdið krabbameini? Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu þar sem leitt var líkum að því að tengsl væru á milli mjólkurafurða og krabbameins. Hrönn Marinósdóttir leitaði umsagnar krabba- meinslæknis, faraldsfræðings, næring- arráðgjafa og forstöðumanns Manneld- isráðs á sjónarmiðum sem þar koma fram. TENGLAR ..................................................... Unnt er að nálgast umræðu sem ver- ið hefur í erlendum fjölmiðlum um bók Jane Plant m.a. á eftirfarandi tenglum: books.guardian.co.uk www.guardian.co.uk www.telegraph.co.uk www.times-archive.co.uk www.oxscience.co.uk www.nytimes.com hrma@mbl.is Súkkulaði Páskarnir nálgast óðfluga og marg- ir hafa hug á að búa til sælgæti sem og annað góðgæti. Þá lenda sumir í vandræðum með að bræða súkkul- aðið. „Súkkulaði verður að bræða við mjög lágan hita og hægt, annars get- ur það brunnið við eða hlaupið í kekki,“ segir Hjördís Edda Brodda- dóttir, framkvæmdastjóri á Leið- beiningastöð heimilanna. „Það er gott að bræða súkkulaði yfir vatns- baði en þá er vatn hitað í potti og hit- anum haldið við, súkkulaði síðan sett í skál sem hvílir á pottbörmunum. Þegar súkkulaðið fer að bráðna er gott að hræra aðeins í því.“ Að sögn Hjördísar Eddu þarf að fylgjast vel með, því ekki má komast vatn eða gufa í súkkulaðið. Ef það gerist þéttist súkkulaðið og hleypur í grófa klumpa og vill ekki bráðna. „Það er möguleiki á að laga slíkt með því að bæta grænmetisolíu út í, að- eins 1 tsk í einu þar til súkkulaðið verður slétt aftur. Það er samt alltaf betra að komast hjá þessu því það getur haft áhrif á súkkulaðiáferðina og gæti orðið óskemmtilegt þegar verið er að búa til fallegt konfekt.“ Gjöld í líkamsrækt Fastir viðskiptamenn í Þokkabót voru fyrir eigendaskipti að borga 2.900 krónur á mánuði. Nýverið var verðið hækkað í 3.900. Hver er ástæða þess? „Þegar fyrirtækið Þokkabót var og hét vorum við með ódýrasta mán- aðargjaldið. Þegar Planet Pulse- keðjan opnaði síðan þar í maí síðast- liðnum var ákveðið að allir fyrrum meðlimir Þokkabótar fengju að halda sínum gjöldum, sem voru mis- munandi, í tæpt hálft ár sem síðan lengdist reyndar,“ segir Þórdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Plan- et Pulse-keðjunnar. „Undanfarið höfum við síðan verið að taka stöðu fyrirtækisins í gegn, þá hafa staðið yfir fjölbreyttar framkvæmdir og m.a. höfum við verið að kaupa ný hlaupabretti og skipta um dúk á gólf- ið. Hækkunin á sér stað vegna betri aðbúnaðar fyrir viðskiptavini sem og að ákveðið var að samræma verð milli allra silfurstöðva. Með þessari þúsund króna hækkun eru samt fyrrum meðlimir Þokkabótar að fá tvöþúsund króna afslátt, því mánað- argjaldið er 5.900 krónur og þá höf- um við einnig ákveðið að þeir megi segja kortinu sínu upp með tveggja mánaða fyrirvara í stað árs. Það má því segja að við séum að skapa mýkri lendingu fyrir þessa viðskiptavini.“ Spurt og svarað um neytendamál TIL að tryggja viðskiptavinum lægsta verðið hefur Griffill ákveðið að bjóða upp á nýja þjónustu sem felst í verðvernd og tryggir viðskiptavinum lægsta verðið. Ef viðskiptavinir Griffils kaupa vörur í Griffli og finna sömu vöru ódýrari annars stað- ar geta þeir fengið endur- greiðslu á mismuninum innan tíu daga ef sýnt er fram á að verðið sé lægra og kassakvittun er framvísað. Að sögn Jóhanns Inga Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra Griffils, er með þessu verið að undirstrika að Griffill bjóði upp á lægsta verðið, enda hafi Griff- ill alltaf mælst ódýrastur í verð- könnunum. Verðvernd hjá Griffli Markmiðið að vera ódýrastir Runnar farnir að bruma Sumir runnar eru farnir að bruma. Er hægt að verja þá með einhverj- um hætti í frostakafla? Steinunn Reynisdóttir, garð- yrkjufræðingur hjá Garðheimum, segir frekar erfitt að verja runna sem þegar eru farnir að bruma, þ.e. að undirbúa laufblöðin sín. „Það er helst að úða yfir runnana köldu vatni og láta það frjósa utan á þeim. Þá myndast hjúpur sem síðan á að leyfa að þiðna. Runnar sem komnir eru þetta langt á leið í dag þola ótrúlega mikið og eru yfirleitt mjög harðgerðir ólíkt plöntum eins og rósum sem hætt er við kali ef mikl- ar frosthörkur koma aftur.“ Steinunn segir að fólk verði að hafa í huga að yfirleitt bruma runn- ar hægt og rólega og því sé mik- ilvægt að fylgjast vel með. Þá segir hún snjó gera runnum gott þar sem hann hlífir þeim. Óhrært skyr Hvar er hægt að fá óhrært skyr upp á gamla mátann í smjörpapp- ír? Norðurmjólk á Akureyri hefur selt óhrært skyr í smjörpappír í mörg ár en í ágúst síðastliðnum var ákveðið að skipta um umbúðir. „Við hættum að setja óhrært skyr í smjörpappír og hófum að setja það í 500 g dósir,“ segir Rúnar Pálsson, sölustjóri Norðurmjólkur. „Að hafa skyr í smjörpappír voru fornaldar- vinnubrögð því varan var orðin súr eftir tvo til þrjá daga. Umræddar dósir eru mun betri og varan helst fersk í 3 vikur.“ Aðspurður segir Rúnar að á nýju umbúðunum standi einfaldlega óhrært skyr frá Norðurmjólk þann- ig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum. Skyrið fæst m.a. í Nettó í Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.