Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Stapafell, Florinda og Erla koma í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Bingó og dans föstudaginn 20. apríl kl. 14. Vinabandið skemmtir með hljóð- færaleik og söng. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Gíróseðlar fyrir árgjöld- um hafa verið sendir út. Félagsskírteini fást í Hraunseli gegn kvittun félagsgjalds. Mál- verkasýning Sig- urbjörns Kristinssonar verður í Hraunseli fram í maí. Félagsheimilið Hraunsel er opið virka daga kl. 13–17. Kaffi- veitingar kl. 15–16. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu.Mánudagur: Brids kl. 13. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi á miðvikudags- morgun kl. 9.45. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau á skrifstofu FEB nk. mið- vikudag, 11. apríl, kl. 10.30–11.30. Panta þarf tíma. Dagana 27.–29. apríl verður 3ja daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hell- issand og Djúpalónss- and. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. að skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið miðvikudaginn 11. apríl kl. 20. Rúta frá Kirkjulundi kl. 19.15. Miðar afgreiddir mánu- daginn 9. apríl kl. 11–13 í Kirkjulundi. Næst verð- ur spilað í Kirkjulundi 17. apríl kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Félagsst. Furugerði 1. Miðvikudaginn 11. apríl verður farið í Listasafn Íslands að sjá sýninguna frá Petit Palais-safninu í París, „Náttúrusýnir“. Lagt verður af stað kl. 13. Tilkynna þarf þátt- töku í síðasta lagi 10. apríl í síma 553-6040. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag, laugardaginn 7. apríl, kl. 15 verða tón- leikar þriggja kóra í Breiðholtskirkju, Gerðu- bergskórsins, M.R.60 og Þingeyingakórsins. Stjórnandi: Kári Frið- riksson. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Sýning á vatnslitamyndum (frum- myndum) eftir Erlu Sig- urðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sig- urð Thorlacius verður frá 30. mars til 4. maí alla virka daga kl. 9– 16.30. Allir velkomnir. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verð- ur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- dag og fimmtudag. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. MG-félag Íslands. Aðal- fundurinn verður hald- inn laugardaginn 7. apríl kl. 14 í Hátúni 10a í kaffisal Öryrkjabanda- lags Íslands. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. MG-félag Íslands er félag sjúklinga með sjúkdóminn myasthenia gravis (vöðvaslensfár) svo og þeirra sem vilja leggja málefninu lið. Kvenfélagið Seltjörn, Seltjarnarnesi. Köku- sala verður á Eiðistorgi í dag. Kvenfélag Langholts- kirkju. Tertusala verður í anddyri Glæsibæjar í dag og hefst kl. 12. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á steindu gleri í glugga Langholtskirkju. Styrkur. Opið hús verð- ur í Skógarhlíð 8 þriðju- daginn 10. apríl kl. 20.30. Kynnt verður höf- uðbeina- og spjald- hryggsjöfnun. Allir vel- komnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi í Bókaskemm- unni, Stillholti 18, s. 431- 2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borg- arnesi, og hjá Elínu Frí- mannsd., Höfðagrund 18, s. 431-4081. Í Grund- arfirði í Hrannarbúð- inni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jónínu Högnad., Esso- versluninni, s. 456-3990, og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolungarvík hjá Krist- ínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði hjá Birgi Hallvarðssyni, Botna- hlíð 14, s. 472-1173. Í Neskaupstað í blóma- búðinni Laufskálanum, hjá Kristínu Brynj- arsdóttur, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474- 1177. Á Eskifirði hjá Að- alheiði Ingimundard., Bleikárshlíð 57, s. 476- 1223. Á Fáskrúðsfirði hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475- 1273. Á Hornafirði hjá Sigurgeiri Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478- 1653. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu í Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund, s. 486-6633. Á Selfossi í versluninni Ír- is, Austurvegi 4, s. 482- 1468, og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorláks- höfn hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Reykjanesi. Í Grindavík í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garða- braut 69, s. 422-7000. Í Keflavík í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421- 1102 og hjá Íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421- 5000. Í Vogum hjá Ís- landspósti, b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630, og hjá Pennanum – Ey- mundssyni, Strandgötu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu L.H.S., Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Í dag er laugardagur, 7. apríl, 97. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Það er sáð var meðal þyrna, merkir þann, sem heyrir orðið, en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið, svo það ber engan ávöxt. (Matt. 10, 22.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 prest, 8 bál, 9 bolmagn- ið, 10 spil, 11 blunda, 13 stal, 15 æki, 18 sjá eftir, 21 nytjaland, 22 ham- ingju, 23 kynið, 24 grind- verkið. LÓÐRÉTT: 2 lýkur, 3 kroppa, 4 venslamenn, 5 reikning- urinn, 6 álít, 7 elskaði, 12 nagdýr, 14 iðka, 15 úr- gangur, 16 gera ríkan, 17 tími, 18 borða, 19 hús- dýri, 20 kjáni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bjóða, 4 hakan, 7 lokar, 8 lómur, 9 auk, 11 rýrt, 13 orga, 14 ólmur, 15 háll, 17 mjór, 20 slá, 22 lútan, 23 munni, 24 torga, 25 rusla. Lóðrétt: 1 bolur, 2 óskar, 3 arra, 4 hólk, 5 kamar, 6 norpa, 10 urmul, 12 tól, 13 orm, 15 helft, 16 lítur, 18 Jón- as, 19 reiða, 20 snúa, 21 ámur. MIG langar að vekja at- hygli á eftirfarandi vanda- máli sem þjóðin verður að horfast í augu við á næst- komandi vori og verður að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Ég rakst á erindi útgefið af Tollstjóranum í Reykja- vík, „dreifibréf til farm- flytjenda og flutningsaðila“ dags. 8. mars sl., erindi HHD-1. Þetta bréf er vegna varúðarráðstafana til farmflytjenda vegna gin- og klaufaveikifarald- urs í Evrópu. Farið er að auglýsa ferðir með Nor- rænu og er fyrsta koma skipsins til Seyðisfjarðar 24. maí nk. Hvergi virðast hafa birst nein fyrirmæli eða aðvar- anir frá yfirdýralækni eða ráðuneyti hvernig bregðast skuli við þegar ferðamenn frá meginlandinu koma á ferðabílum sínum, klyfjaðir af kjötvörum og öðrum matvælum, til landsins. Einnig er vert að vekja at- hygli á að jarðvegur frá meginlandi Evrópu getur leynst inni í brettum og undirvögnum bifreiða, sem hrynur svo niður þegar far- ið er að aka á hálendisveg- um okkar. Verði ekkert að gert fæ ég ekki annað séð en að með komandi hausti, og jafnvel fyrr, munum við vera komin í hóp annarra meginlandsþjóða með bull- andi gin-og klaufaveiki, væntanlega í anda góðrar Evrópusamvinnu. Ég sendi þessar hugleið- ingar með von um að þær veki viðkomnandi aðila. Ásgeir Einarsson. Íslenskur sofandaháttur ÍSLENDINGAR láta traðka á sér víða – virðast vera sofandi sauðir og fyr- irtæki notfæra sér það. Hvað er það sem sljóvgar okkur – megum við ekki vera að því að láta heyra í okkur ef við fáum lélega vöru? Sumar búðir bjóða skemmda matvöru, eins og til dæmis Bónus sem hefur fram úr hófi lélega græn- metis- og ávaxtavöru. Ég keypti þar appelsínur um daginn og var lengi að leita að fjórum ætum, allar voru meira og minna skemmdar. Nú hefur verið flett ofan af garðyrkjubændum. Það þarf að gera slíka athugun á mun fleiri stöðum. Getur verið að olíufyrirtækin þrjú séu með verndaða verð- lagningu? Þar er engin samkeppni. Hvernig stend- ur á því? Getur verið að flokkunum sé borgað fyrir að þegja og láta sem ekk- ert sé? Getur verið að ol- íufélögin borgi í flokks- rekstur stærstu flokkana góða summu til að geta verið með algjöra einangr- un á vöruverði? Ég bara spyr. Það snertir okkur öll. Kt. 090644-2389. Einsdæmi ERUM við ekki að upplifa einsdæmi í sögu íslensku þjóðarinnar, að forsætis- ráðherra vorum er stefnt fyrir dómstóla. Þetta hefði ekki gerast ef ríkisstjórn- arflokkarnir hefðu hlýtt dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins. Nú er svo komið að allt þetta á eftir að hafa eftirmála sem endar með sigri öryrkja, fólkið í landinu stendur með öryrkjum og öryrkjar eiga góðan málstað að verja. Úrslitin í þessu máli gætu orðið endalok þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Hægt og sígandi hafa þeir verið að kveða upp sinn eigin dóm. Fólkið í landinu gleymir engu, síst þegar kemur að því að velja nýja húsbændur á stjórnar- heimilið. Þjóðkirkjan styð- ur öryrkja og aldraða í bar- áttunni fyrir mannsæmandi kjörum þeim til handa. Umræðan í þjóðfélaginu er öll á þann veg að ferskir vindar blása með öryrkjum og öldruð- um í baráttunni við ríkis- valdið. Að lokum sigrar réttlætið! Hroki og dramb forsætisráðherra mun verða honum að falli. Þetta mun enda eins og öll góð ævintýri að það góða mun sigra að lokum. Ef við ætl- um að teljast með sið- menntuðum þjóðum verð- um við að leiðrétta kjör og öryrkja og aldraðra. Öryrki. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gin- og klaufa- veiki – vandamál Víkverji skrifar... RÁÐSTEFNA um ábyrgð kvennaí stéttarfélögum var haldin á Akureyri nú nýlega og þótti takast vel. Í frétt af ráðstefnunni er haft eftir framkvæmdastjóra Menningar- og fræðslustofnunar kvenna að rannsóknir hafi sýnt að konur standi að mörgu leyti betur að vígi til for- ystustarfa en karlmenn. Þær hafi hæfileika sem karlmenn hafi í minna mæli. Í því sambandi nefnir hún samviskusemi, umburðarlyndi, hæfni til að setja sig í spor annarra og skilja aðra, þær fari síður út í átök og vilji frekar leysa mál með samræðum og samningum og þær séu hæfari til að takast á við breytt- ar aðstæður. Þetta rennir stoðum undir þá til- finningu sem Víkverji hefur haft um árabil, eða allar götur frá því hann kynntist konunni sinni fyrir rúmum þrjátíu árum, að konur séu betur lukkaðar á flestum sviðum en karl- menn. Það er engin tilviljun að margir karlmenn tala gjarnan um „betri helminginn“ þegar eiginkonur þeirra ber á góma. Víkverji yrði þakklátur fyrir nán- ari upplýsingar um þessar rann- sóknir sem framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslustofnunar kvenna vísar til í umræddri frétt. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og niðurstöður rannsóknanna eru mönnum hollt umhugsunarefni. Raunar styðja þær það sem „Hellisbúinn“ hélt fram í samnefndu leikriti, að það er talsverður munur á körlum og konum, ekki bara líffræði- legur heldur ekki síður andlegur. Þegar allt kemur til alls eru konur áreiðanlega þroskaðri vitsmunaver- ur en karlar og betur hæfar til for- ystu, eins og fram kemur í umrædd- um rannsóknum. Víkverja er þó skylt í þessu samb- andi að geta þess að hann hefur haft nokkra karlkyns yfirmenn, sem flestir hafa reynst honum ákaflega vel. Þeir hafa sýnt honum umburð- arlyndi, átt auðvelt með að setja sig í spor hans og skilja hann þegar á móti hefur blásið og þessir menn hafa yfirleitt verið ákaflega sam- viskusamir í starfi. Og Víkverji veit ekki betur en þeir hafi verið vel hæf- ir til að takast á við breyttar aðstæð- ur. En ef til vill eru þeir bara und- antekningin sem sannar regluna. x x x KONUR létu talsvert að sérkveða í „Dagbók lögreglunn- ar“, sem birt var í Morgunblaðinu sama dag og áðurnefnd frétt um ábyrgð kvenna í stéttarfélögum. Jafnréttisbaráttan er greinilega að skila sér á hinum ólíkustu sviðum þjóðlífsins. Tvö gróf dæmi um ölv- unarakstur komu upp um síðustu helgi og í báðum tilvikum áttu konur hlut að máli. Í öðru tilvikinu var um að ræða konu á fertugsaldri sem ók á stólpa og reif stuðarann af bílnum án þess að veita því athygli og ók skömmu síðar á sex bíla og endaði á ljósastaur. Í hinu tilvikinu var um að ræða konu á fimmtugsaldri er „grunuð var um ölvun við akstur“, eins og það er orðað í dagbókinni, en lögreglu barst tilkynning um að bif- reið sem hún ók hefði verið ekið af tjónavettvangi. „Lögreglumenn fundu bifreiðina skömmu síðar og var konan þá nánast ósjálfbjarga vegna ölvunarástands og lá með höf- uðið fram á stýri ökutækisins,“ segir í dagbók lögreglunnar. Í dagbókinni kemur einnig fram að óskað hafi verið aðstoðar lögreglu vegna átaka milli tveggja kvenna á veitingastað í austurborginni aðfara- nótt laugardags. Þar hafði fertug kona lamið aðra með flösku í höfuðið. Varð sú slasaða að leita aðhlynning- ar á slysadeild með skurð á höfði. Síðla á laugardagsmorgun kom á miðborgarstöð lögreglu tvítug stúlka sem kvaðst hafa orðið fyrir árás kynsystur sinnar skömmu áður. Konan hafði fengið höfuðhögg og var flutt af lögreglu á slysadeild. Það er vitaskuld fráleitt af Vík- verja að hafa ógæfu þessara kvenna í flimtingum. En þessi dagbókarbrot lögreglunnar undirstrika að það er af sem áður var er karlmenn voru nánast einir um að keyra fullir og berja hver annan í höfuðið með flöskum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.