Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUM í atvinnuflugi í bekkjum Flug- skóla Íslands hefur fækkað í 17 til 20 úr 23 til 28 í bekk undanfarin tvö ár, eða frá því farið var að kenna eftir nýrri námskrá samkvæmt stöðlum Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA). Að sögn Óm- ars Guðnasonar, yfirkennara bóklegra greina í Flugskóla Íslands, hefur brottfall nemenda aukist sem þessu nemur, að hluta til á meðan kennarar flugskólans voru að laga sig að nýrri námskrá og Flugmálastjórn að laga sig að nýjum vinnu- reglum, hvort tveggja með óæskilegum hliðar- verkunum. Á liðnu hausti voru svokölluð JAR-próf þreytt í fyrsta skipti samkvæmt nýju námskránni. Á milli 36 og 38 nemendur tóku alls 365 próf og náðust 59% prófanna. Með nýju JAA-námskránni hefur lágmarkseinkunn verið hækkuð upp í 7,5 í stað 5,0 áður. Frá því í haust hafa próf verið þreytt um síð- ustu jól og í mars síðastliðnum en ekki liggja fyrir tölur um fallhlutfall úr þeim. Ómar segir að aðlögun að nýrri námskrá og vinnureglum sé nú farin að skila árangri eftir brösótta byrjun og tilefni sé til að ætla að 75–80% prófa náist í vor. Ómar segir það ekkert launungarmál að árang- ur nemenda í upphafi JAA-prófanna hafi verið lakur og hafi það haft neikvæð áhrif á aðsókn að skólanum samhliða neikvæðri fjölmiðlaumræðu. „Auk þess er á það að líta að aðsókn að skólanum helst líka í hendur við umsvif flugfélaganna,“ seg- ir Ómar. „Þetta er eini skólinn þar sem hægt er að fá atvinnuflugmannsréttindi. Það hefur verið lítið um mannaráðningar hjá flugfélögunum síðustu 12 til 18 mánuði og óhjákvæmileg afleiðing þess er minnkandi aðsókn að skólanum.“ Hann staðhæfir að svokallaður CQB-prófa- banki, þaðan sem bókleg próf eru tekin, hafi verið gallaður að stórum hluta og hafi það átt sinn þátt í slæmri útkomu á prófum í byrjun. Þessu til stuðn- ings vitnar hann í niðurstöðu breskra flugmála- yfirvalda, þess efnis að aðeins 16% prófspurninga JAA í flugreglum væru viðunandi, 26% spurninga væru óskiljanlegar og 6% þeirra væru beinlínis rangar. Þetta hafi valdið 92% falli meðal franskra flugnemenda og 88% falli meðal breskra nem- enda. „Ástandið hefur því verið bagalegt víðar en hér á landi,“ segir Ómar. „Nú er hins vegar svo komið að meðhöndlun prófanna er mun betri hér- lendis sem ætti að stuðla að betri árangri nem- enda.“ En hvað er átt við með betri meðhöndlun prófa? „Yfirlestur prófa áður en þau eru sett fyrir er mun betri en áður. Nú hefur Flugmálastjórn kom- ið á fót sérstakri fagnefnd sem les yfir prófspurn- ingar til að koma í veg fyrir að nemendur gjaldi fyrir óvandaða framsetningu. Eftir að nemendur hafa þreytt prófin fer prófstjóri Flugmálastjórnar auk fagnefndarinnar yfir athugasemdir nemenda ef einhverjar eru um meintar rangfærslur í próf- spurningunum.“ Aðlögun að nýrri flugnám- skrá hluti nemendafækkunar SAUÐBURÐUR er nú hafinn í Fljótshlíðinni. Á bænum Árna- gerði bar fyrsta ærin á fimmtu- dag og var þrílembd. Þær vinkon- ur Elínborg Harpa Önundardóttir og Karítas Ágústsdóttir heim- sóttu fjárhúsin í Árnagerði og halda hér á tveimur af fyrstu þremur lömbunum. Þótti þeim stöllum mikið og spennandi æv- intýri að hlúa að ungviðinu og vildu helst fá að taka lömbin með sér heim. Morgunblaðið/Önundur Björnsson Sauðburður í Fljótshlíð GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra er fimmtugur í dag, 8. apr- íl, en í gær tóku hann og Inga Jóna Þórðardóttir, kona hans, á móti gestum í tilefni afmælisins. Hópur sjálfstæðismanna úr stjórn hverfafélags flokksins í Nes- og Melahverfi tók daginn snemma í gær og bankaði uppá hjá afmæl- isbarninu á heimili hans í vest- urbænum í Reykjavík til að syngja fyrir hann og færa þeim hjónum konfekt. Var einnig skál- að í freyðivíni og blys tendrað. Ekki hafði heimsóknin verið til- kynnt þeim hjónum fyrirfram en ráðherrann hafði á orði að hann hefði verið kominn á fætur og hugað að sundferð þegar félaga hans bar að garði í morgunsárið. Morgunblaðið/Þorkell Sungið fyrir fjármála- ráðherra fimmtugan Á ÁRSFUNDI Landsvirkjunar, sem haldinn var á Akureyri sl. föstudag, var samþykkt tillaga frá stjórn um að greiða eigendum tæplega 270 millj- ónir króna í arð. Arður var ákveðinn rúmlega milljarður en 75%, eða 809 milljónir króna, bætast við framlög eigenda. Samkvæmt þessari ákvörðun nem- ur arðgreiðslan til ríkissjóðs tæpum 135 milljónum króna, til Reykjavík- urborgar 120 milljónum og Akureyr- arbær fær rúmar 29 milljónir en þar er innifalin rúmlega 14 milljóna króna viðbótararðgreiðsla samkvæmt sam- komulagi eigenda Landsvirkjunar. Í ræðu Friðriks Sophussonar á samráðsfundi Landsvirkjunar á föstudag kom fram að rekstrartekjur síðasta árs hafi hækkað um 12,3% frá 1999 en rekstrarkostnaður að af- skriftum meðtöldum hafi hækkað um 23,7% vegna stóraukinna umsvifa. Sagði hann helming hækkunarinnar vera vegna meiri afskrifta. Þá kom fram í máli forstjórans að þýskir bankar og fjármálastofnanir hafi gegnt lykilhlutverki í fjármögnun fyrirtækisins. Hann sagði hugsanlega bliku á lofti hvað varðaði áframhald- andi þátt þeirra. „Innan Evrópusam- bandsins eru uppi kröfur um að þýsku þjóðlöndin falli frá ábyrgðum á þar- lendum bönkum. Ef þetta gerist má búast við að þessir fjárfestar geti í minna mæli lánað til Íslands á við- unandi kjörum. Því er mjög mikil- vægt að Landsvirkjun, en þó einkum ríkið, leitist við að afla nýrra fjár- festa,“ sagði Friðrik meðal annars. Eigendur Lands- virkjunar fá 270 milljóna króna arð LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst innbrot í Hlíðunum og í Holt- unum sem framin voru á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var símum, tölvu og DVD- spilurum stolið í innbrotinu í Hlíðun- um. Verðmæti hlutanna er um ein milljón króna. Lögreglan handtók síð- ar um daginn tvo menn og konu og lagði um leið hald á um helming þýf- isins. Fólkið hefur játað aðild sína að innbrotinu. Í síðarnefnda innbrotinu var tölvu- hljóðblandara, sem kostar um eina milljón, stolið. Maður var handtekinn samdægurs vegna málsins og í fram- haldi af því tókst að endurheimta hljóðblandarann. Lögreglan segir að undanfarið hafi borið talsvert á innbrotum í bíla í Reykjavík, einkum í austurborginni. Þjófarnir hafa einkum verið að sækj- ast eftir hljómtækjum og lausum munum. Lögreglan hvetur fólk til að skilja ekki eftir verðmæti í bílum sín- um. Tvö innbrot upp- lýst samdægurs LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á fimmtudaginn mann á þrítugsaldri vegna gruns um að hann hefði svikið út vörur úr fyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu á undanförnum dög- um. Um var að ræða hljóm- flutningstæki, húsgögn, bíla- og veitingavörur o.fl., sem hann tók út á fyrirtæki án heimildar. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn seg- ir verðmæti varningsins veru- legt. Svo virðist sem maðurinn hafi átt tiltölulega auðvelt með svikin því hvergi voru gerðar ráðstafanir til að kanna hvort hann hafði umboð til úttekt- anna. Í sumum tilvikum gaf hann upp nöfn fyrirtækja og jafnvel kennitölur sem fyrir- finnast ekki. Í öðrum tilvikum eru fyrirtækin sem nefnd voru ekki starfandi. Þannig tókst honum að ná út varningi fyrir u.þ.b. eitt hundrað þúsund krónur á hverjum stað þar sem hann reyndi fyrir sér. Lögregl- unni hefur tekist að endur- heimta eitthvað af húsgögnun- um, bílavörur og fleira. Ómar Smári hvetur starfs- fólk fyrirtækja til aðgæslu í viðskiptum svo minnka megi líkur á svikum sem þessum. Svikin tiltölu- lega auðveld TVEIR voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut í Hvassa- hrauni í fyrrinótt. Lögreglan í Kefla- vík fékk tilkynningu um slysið um klukkan eitt en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni virðist sem öku- maður hafi misst stjórn á bifreiðinni í hálku. Ökumaður og farþegi voru báðir fluttir á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Ökumað- urinn var talinn kjálkabrotinn en far- þeginn var handarbrotinn og fór heim að lokinni aðhlynningu. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabíl enda var hún mikið skemmd. Bílvelta á Reykjanesbraut Missti stjórn á bílnum í hálku Morgunblaðinu í dag fylgir blaðauki, Ævi og störf – Sig- urbjörn Einarsson biskup. SIGURBJÖRN EINARSSON Æviogstörf KARLMAÐUR og fjögur börn sátu föst í fólksbifreið í um fimm klukku- stundir í Víðidal á Möðrudalsöræfum aðfaranótt laugardagsins. Ökumaðurinn mun hafa fest bif- reiðina um kl. 23 en þá var færð tekin að spillast. Á fjórða tímanum kom önnur bifreið að bílnum og lét öku- maður hennar Neyðarlínu vita. Björgunarsveit frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu var kölluð til að- stoðar en heimilismaður á Möðrudal sem var á heimleið hafði þá tekið fólkið upp í bíl sinn. Hann er reyndar sjálfur félagi í Hjálparsveit skáta á Fjöllum. Fólkið gisti á Möðrudal um nóttina. Sátu föst í fimm tíma LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði á föstudagskvöld ökumann bifreiðar vegna gruns um ölvun við akstur. Þetta var í fjórða skiptið frá því í desember á síðasta ári sem lögregl- an stöðvar manninn vegna ölvunar- aksturs. Kærur vegna hinna mál- anna þriggja eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða. Fjórði ölvun- araksturinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.