Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 26
L YKILLINN að góðum árangri er að velja réttu sjúklingana í að- gerðina,“ segir Finn- bogi Jakobsson, tauga- læknir á Landspítala Fossvogi, Grensásdeild, hugsi og útskýrir að aðgerð í því skyni að koma fyrir gangráði í brjósti og rafskautum í heila gagnist ekki öllum parkin- sons-sjúklingum jafn vel. „Með nokkurri einföldun er hægt að segja að aðgerðin gagnist einkum þremur hópum, þ.e. ungum sjúk- lingum með mikinn skjálfta, sjúk- lingum með áberandi skjálfta öðr- um megin í líkamanum og síðast en ekki síst sjúklingum með miklar yf- irhreyfingar af langri lyfjameðferð. Fyrsta skrefið er að taugasérfræð- ingur sjúklingsins meti hvort hann komi til greina fyrir aðgerðina. Með því er bæði átt við líkamlega og andlega því að aðgerðinni fylgir talsvert andlegt álag. Ýmislegt spil- ar auðvitað inn í ákvörðunina og dæmi eru um að ákveðið sé að byrja á því að fullreyna fyrst ákveðin lyf.“ Eftir að sjúklingurinn hefur ver- ið talinn koma til greina er hann lagður inn á Grensásdeild í fimm daga til frekari rannsókna. „Hér,“ segir Finnbogi og vísar til Grens- ásdeildarinnar, „tekur við honum svokallað parkinsons-teymi. Hjúkr- unarfræðingur skráir niður ein- kenni parkinsons-sjúkdómsins, sjúkraþjálfi metur hreyfigetu, iðju- þjálfi metur almenna starfsfærni og talmeinafræðingur hugar að röddinni og kyngingu. Sumir park- insons-sjúklingar eiga nefnilega við kyngingarerfiðleika að stríða. Ekki má heldur gleyma því að taugasál- fræðingur metur vitræna getu á borð við minni enda er minnis- skerðing einn af áhættuþáttum að- gerðarinnar,“ segir hann og tekur fram að að sjálfsögðu séu hann sjálfur og Garðar Guðmundsson, heilaskurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi, hluti af teyminu. „Við metum sjúklinginn með tilliti til sjálfrar aðgerðarinnar og reynum að tryggja að hann geri sér raunhæfar væntingar um ár- angurinn.“ Saga frá 1948 Garðar upplýsir að í raun sé hægt að rekja sögu svipaðra að- gerða allt til ársins 1948. „Fyrsta brennsluaðgerðin til að stemma stigu við ofvirkni í ákveðnum kjörnum í heilanum var gerð árið 1948. Aðgerðunum var haldið áfram þar til l-dópamínið kom til sögunnar á 7. áratugnum. Lyfið sýndi góða verkun í byrjun og bein afleiðing af því var að aðgerðafjöldi datt niður í 7 til 10 ár. Þegar í ljós kom að lyfið stóð ekki undir vænt- ingum til langframa jókst aftur áhugi á aðgerðum. Tölvutæknin hefur blásið lífi í framfarirnar á allra síðustu árum. Tæknin hefur verið þróuð áfram og fætt af sér svokallaða hnitastunguaðferð.“ Undir lok rannsóknarinnar á Grensásdeildinni fá sjúklingarnir að vita hvort að hnitastunga kemur til greina og ef svo er hvenær hag- stæðast sé að framkvæma hana miðað við einkenni sjúkdómsins. „Fyrir aðgerðina þurfum við að fá afar nákvæma mynd af því hvernig heilinn lítur út. Sjúklingurinn þarf að fara í tvenns konar myndatöku. Fyrri myndatakan er segulómun af heila á Landspítala við Hringbraut. Segulómunin er gerð í svæfingu og upplýsingarnar fara beint í sér- staka aðgerðartölvu. Seinni mynda- takan er sneiðmyndataka og fer fram á Landspítala í Fossvogi að morgni aðgerðardagsins. Títaníum- rammi er í staðdeyfingu skrúfaður með fjórum skrúfum inn í höfuð sjúklingsins til að taka myndina og upplýsingarnar fara beint inn í að- gerðartölvuna eins og segulómun- in,“ segir Garðar og útskýrir að í rauninni sé sneiðmyndinni varpað yfir segulómunarmyndina. „Með því móti fáum við nægilega skýra mynd af heilanum til að gera okkur grein fyrir því hvar rafskautin verða að liggja til að slá á einkenn- in. Aðgerðartölvan gefur okkur síð- an upp hnitin í þrívídd til að hægt sé að halda áfram og gera sjálfa að- gerðina.“ Dramatísk stund Garðar útskýrir hlutverk þeirra Finnboga í aðgerðinni. „Ég bora gat efst í hauskúpuna og renni raf- skautunum niður í heilann. Á með- an heldur Finnbogi utan um aðra hönd sjúklingsins til að getað áttað sig á því hvenær einkenni sjúk- dómsins fara að þverra, þ.e. stíf- leikinn og svokallaður tannhjóls- skjálfti,“ segir hann. „Ég finn alveg greinilega fyrir því þegar rafskaut- in fara að hafa áhrif,“ segir Finn- bogi og játar því að stundin geti orðið býsna dramatísk. „Enda ekk- ert skrítið því fyrstu viðbrögðin gefa ákveðna vísbendingu um hvort að hægt sé að búast við árangri í kjölfar aðgerðarinnar. Stundum hleypum við jafnvel á smá straumi til þess að athuga hvort að raf- Gangráður og rafskaut til að slá á einkenni parkinsons-sjúkdómsins Lykillinn að góðum árangri að velja réttu sjúklingana Þrjár aðgerðir í því skyni að slá á einkenni parkinsons-sjúkdóms- ins með ígræðslu gangráðs og rafskauta hafa verið framkvæmdar hér á landi. Anna G. Ólafsdóttir komst að því að samningur um fjármögnun gerir Garðari Guðmundssyni heilaskurðlækni og Finnboga Jakobssyni taugalækni kleift að halda aðgerðunum áfram með skipulögðum hætti. Þrjátíu manns eru á biðlista eftir því að komast í aðgerðina. Dagur parkinsons-sjúklinga er 11. apríl. Myndin sýnir hvernig gangráðum og rafskautum hefur verið komið fyrir hjá parkinsons-sjúklingi í aðgerðinni. Læknar búa sig undir að bora í gegnum hauskúpuna og koma rafskautum fyrir. Hér sést hvernig rafskautin liggja í heilanum. 26 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.