Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ grafíkmyndir sem unnar voru með tréstungu eftir teikningunum, jafn- framt því að sýna áhöldin sem lista- maðurinn notaði. Fundurinn er öll- um opinn og þótti aðstendendum mjög við hæfi að halda hann í Dymb- ilvikunni. „Þar verður jafnframt boð- ið upp á veitingar fyrir fundinn, en þannig viljum við gefa gestum kost á að hressa sig dálítið eftir vinnudag- inn, áður en fyrirlesturinn hefst,“ segir Guðbjörg. FÉLAG íslenskra háskólakvenna heldur almennan fund í Gerðarsafni í Kópavogi mánudaginn 9. apríl og hefst hann kl. 17.30. Þar mun Guð- björg Kristjánsdóttir, listfræðingur og forstöðumaður Gerðarsafns, halda fyrirlestur um teikningar Barböru Árnason við Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar. Yfir 200 verk eftir Barböru Árna- son eru í eigu Gerðarsafns, en þau voru gefin safninu af minningarsjóði Barböru og Magnúsar Árnasonar, árið 1983. Frummyndir myndskreyt- inganna eru í eigu Listasafns Ís- lands. Í bók um Barböru, sem gefin var út árið 1996, kemur fram að hún taldi myndskreytingar sínar við Passíu- sálmana vera sitt besta verk. „Það má einnig ætla að myndskreyting- arnar séu það verk sem lengst muni halda nafni hennar á lofti,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir. Í fyrir- lestrinum mun Guðbjörg rýna í myndir Barböru, fjalla um tilurð þeirra og sérkenni. „Það tók Barböru nær sjö ár að teikna verkið, en hún vann það á árunum 1944 til 1951. Passíusálmarnir voru síðan gefnir út í viðhafnarútgáfu Menning- arsjóðs árið 1961 og var það í tilefni af því að þrjár aldir voru liðnar frá því að séra Hallgrímur sendi frá sér handskrifuð eintök af sálmunum. Síðan hefur bókin mörgum sinnum verið endurútgefin og er orðin sí- gild.“ Í fyrirlestrinum mun Guðbjörg jafnframt rýna í þá túlkun á Passíu- sálmunum sem felst í teikningum Barböru. „Í þessu verki er Barbara að vinna efni sem á sér gríðarlega mikla hefð. Píslarsagan hefur verið túlkuð í ótal myndum. Passíusálm- arnir eru jafnframt mjög hjartfólgn- ir og rótgrónir meðal þjóðarinnar og má því spyrja sig hvernig lista- maðurinn eigi að nálgast slíkt efni. Barbara tekur mjög ákveðna stefnu, um er að ræða túlkun 20. aldar lista- manns. Myndirnar eru nútímalegar en um leið tímalausar. Með því að fara þessa leið má segja að hún hvetji lesendur til að gerast þátttak- endur í Píslarsögunni, en það er ein- mitt meginstefið í Passíusálmum Hallgríms. Það má því segja að Barbara sé mjög trú þeim anda.“ Þá mun Guðbjörg sýna gestum nokkrar Túlkun Barböru Árna- son á Passíusálmunum Ein af 50 myndskreytingum Barböru Árnason við Passíu- sálma séra Hallgríms Péturs- sonar. Barbara Árnason Guðbjörg Kristjánsdóttir VERKIÐ á myndinni er eftir spænska listamanninn Pablo Picasso. Myndin, sem er frá 1963, nefnist Listamaðurinn og módel hans. Það er þessa dagana til sýnis í Reina Sofia-galleríinu í Madrid á Spáni, en þar stendur nú yfir sýn- ing á myndröðum sem listamað- urinn málaði á árunum 1953–73. AP Listamaðurinn og módelið UM færeyska listamenn má það helst segja, að þeir eru staðfastir einstaklingar og ekki á harða- hlaupum eftir tízkusveiflum frá út- landinu. Rembast ei heldur sem rjúpa við staur við að laga menn- ingu sína og siði að einsleitri heimsvæðingu. Fyrir vikið hafa þeir varðveitt lungann af þjóðarsálinni og eiga fallegustu og best varðveittu höf- uðborg Norðurlanda, líkasta töfra- smíð inn í náttúruna. Jafnframt magnaða rithöfunda og myndlist- armenn, sem eru sér vel meðvit- andi um stöðu eyjaklasans miðja vegu milli Íslands og Skotlands. Þannig er eðlilegasta mál undir sólinni að málararnir fimm er um ræðir nefni sýninguna í Hafnar- borg; „Mitt eilífðar útsæ“. Hafið er nærtækast til allra átta kring- um eyjarnar 18, ekkert nema haf eins langt og augað eygir. Ekki hægt annað en verða fyrir áhrifum af útsænum í öllum sínum birting- armyndum, jafnt lognsævi sem ókyrru, og að hráleiki veðrabrigð- anna og sjávarseltunnar einkenni iðulega myndverk færeyskra lista- manna. Nóg um veðurbarin björg- in og stormana er næða um þau, þokumistrið og vætuna úr ranni himnaföðurins, fuglana er skera himinloftið. Greini skoðandinn ekki hlutvakin form í skiliríum listamannanna vísa nöfnin til áhrifaaflanna að baki og hrjúfs seiðs einangrunarinnar langt langt úti á Atlantsálum. Gesturinn er strax minntur á þessar staðreyndir er hann stend- ur uppi á pallskör efri hæðar Hafnarborgar og grunntónar mál- verka Amariel Nordøy (f. 1945) blasa við sjónum hans. Fágaðir að vísu og með vissum skammti af evrópskri hámenningu, en þó með undirtóni sem ekki villir á sér heimildir, sækir líf og eldsneyti til heimaslóða. Erfitt að gera upp á milli hinna ljóðrænu og vel máluðu verka, sem maður þekkir svo vel til frá fyrri sýningum og sækja eitt og annað í úthverfainnsæið. Þó má skynja sitthvað nýtt og óformlegra frá hendi listamannsins í mynd- unum Aftanskin í Mikladal (4) og Sumarnótt-Mikladal (7), sem eru leikandi létt málaðar. Á sýningunni er helst áberandi, að færeysk myndlist þróast á sam- felldari og jarðbundnari nótum en íslenzk, að málararnir eru meðvit- aðaðri um sérstöðu sína og erfða- venju. Líkt og hún birtist í mynd- um brautryðjanda sígilda módernismans í Færeyjum, Sám- als Joensen Mikines, en þó sér- staklega Ingálvs av Reyni, sem enn er í fullu fjöri kominn á níræð- isaldur. Kemur þetta einkum fram í hin- um stóru og hljómmiklu flekum þeirra Eyðuns av Reyni (f. 1951) og Kára Svensson (f.1954), sem báðir mála undir áhrifum hlutvak- inna forma eftir nöfnum myndanna að dæma, en í frjálsri mótun í anda úthverfainnsæisins hvar pensilstrokurnar skera myndflöt- inn í hrifmiklum og huglægum leik. Sérstaða þeirra og persónu- einkenni birtast einkum í málverk- unum Þórshöfn (1) og Klettar haf og stormur (2), hvað Eyðun af Reyni snertir, en í Fjallaskuggar (3) og Á fjallinu (4) hjá Kára Svensson. Núviðhorf skarast helst í verk- um listakvennanna tveggja svo sem ofurfíngerðum strokum Astri Luihn (f. 1949), þar sem augun staðnæmast helst við myndirnar Önd (1) og Ritubjarg (5). Hún beitir margs konar tækni sem maður þekkir úr núlist- um svo sem grafíkþrykki á léreft sem síðan er mál- að ofan í með akrýl- og olíulitum. Þó enn frekar í svipmiklu framlagi Sig- runar Gunnarsdóttur Nielsen (f. 1950), sem kemur mest á óvart fyrir dularfulla og tjáningar- ríka túlkun viðfangsefna sinna, hvorttveggja í bland við forna trúarlega list á meginlandinu og súrrealisma. „Mitt eilífðar útsæ“ Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Sigrun Gunnarsdóttir Niclasen: Jakobsstiginn, olía á striga. MYNDLIST H a f n a r b o r g a ð a l s a l i r Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðjudaga. Til 23. apríl. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. MYNDVERK FIMM FÆREYINGAR ASTRI LUIHN/ SIGRUN GUNNARSDÓTTIR NICLASEN/AMERIEL NORÐOY/ EYÐUN AV REYNI/ KÁRI SVENSSON Kári Svensson, Á fjallinu, olía á striga.Bragi Ásgeirsson FÆREYSKA sinfóníuhljómsveitin, Føroya Symfoniorkestur, hélt um- fangsmikla tónleika 31. mars sl. í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfn. Einnig komu þar fram Hafnar- kórinn undir for- ustu Ólavs Hátún og Kór Lang- holtskirkju í Reykjavík undir forustu Jóns Stef- ánssonar. Stjórn- andi var Bern- harður Wilkinson. Bernharð, sem er hálfur Færeying- ur, stjórnaði hér einnig Sinfóníu- hljómsveit Íslands á síðasta ári er hún frumflutti fyrstu færeysku sinfón- íuna, eftir Sunleif Rassmussen. Nú voru tvö verk á efnisskránni, níunda sinfónía Antonins Dvoráks, Nýi heim- urinn, og Ferðin, nýtt tónverk eftir Sunleif Rasmussen; var þetta frum- flutningur þess og tilefni hljómleik- anna. Flytjendur voru alls 150, þar á meðal þrír einsönvarar, Joanna Jo- hansen, sópran, Ernst Sondum Dals- garð, tenór, og íslenski bassasöngv- arinn Eiríkur Hreinn Helgason. Sviðsmynd gerði Edward Fuglø. Texti Ferðarinnar er fenginn úr bók Jørgens-Frantz, Dýrmæta líf, og er nýárshugvekja í bréfi til til Will- iams Heinesens árið 1921. Tilefni þessa var aldarafmæli fær- eyska rithöfundarins Jørgens-Frantz Jacobsens (1900–1938), sem minnst var með hátíðarsamkomu í Norður- landahúsinu síðastliðið haust, en þar afhenti Sunleif verk sitt og kynnti það jafnframt lauslega í tali og tónum, sem hann sjálfur sló á flygil Norður- landahússins. Hvatamaður að þessu öllu og aðal- skipuleggjandi var Urd Johannesen. Áheyrendur fögnuðu hljómsveit, kórum, einsöngvurum, stjórnendum og tónskáldi ákaflega, en húsfyllir var og hefur hljómleikunum bæði verið útvarpað og sjónvarpað. Daginn eftir hljómleikana hélt Sun- leif Rasmussen til Parísar þar sem kynning á verkum hans stendur nú yf- ir. Sinfóníu- tónleikar í Færeyjum Bernharður Wilkinson Þórshöfn. Morgunblaðið.  KLIF hefur að geyma leik Jóels Pálssonar saxófónleikara þar sem hann leikur eigin tónsmíðar ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum. Á plötunni leikur Jóel á tenór- og sópr- ansaxófón, og bassaklarinett. Með honum leika þeir Hilmar Jensson á gítar, Skúli Sverrisson á rafmagns- bassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. Jóel var tilnefndur til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna 1995– 1999, og hlaut þau sem blásturshljóð- færaleikari ársins 1998. Klif er annar diskur Jóels en áður hefur hann sent frá sér geisladiskinn Prím sem m.a. kom út hjá NAXOS-útgáfunni og var dreift í 40 löndum. Útgefandi er Ómi, hljómplötuút- gáfa Eddu – miðlunar og útgáfu. Plat- an var tekin upp í Stúdíó Sýrlandi 21. og 22. júní 2000. Upptöku og hljóð- blöndun annaðist Ívar Ragnarsson. Bjarni H. Þórarinsson gerði listaverk á umslagi. Hönnun á umslagi var í höndum Godds. Verð: 2.190 kr. Nýjar plötur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.