Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake Afmælisbarn dagsins: Þú ert metnaðargjarn og kannt að haga seglum eftir vindi en þarft að gæta þess að láta ekki kappið leiða þig í ógöngur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að gæta þess að fá næga hvíld því að öðrum kosti verður minna úr afköstum hjá þér og þreytan bitnar líka á einkalífinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það þýðir ekkert að láta hug- fallast þótt eitthvað bjáti á. Erfiðleikarnir eru bara til að yfirstíga þá. Hættu því öllu voli og víli og gakktu ákveð- inn til verks. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Öllu valdi fylgir mikil ábyrgð og þá skiptir sköpum að menn kunni að fara svo með vald sitt að það skemmi hvorki þá né aðra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur dregið dilk á eftir sér að flýta sér um of því þá er hætt við að þér yfirsjáist hlut- ir sem þú myndir að öðrum kosti taka með í reikninginn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu af öllum ótta um það hvort og hvernig þú eigir að tjá tilfinningar þínar. Farðu eftir innsæi þínu og láttu aðra alls ekki stjórna þér að þessu leyti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er sú staða uppi að þér er betra að leita þér samstarfs- manna en leysa málin upp á eigin spýtur. Vertu fordóma- laus og sanngjarn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú ertu kominn á lokasprett- inn með verkefni sem þú hef- ur lengi unnið. Mundu þegar þar að kemur að þú hefur not- ið dyggrar aðstoðar annarra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að verja meiri tíma með fjölskyldu þinni. Þótt starfið togi í þig máttu ekki láta það gleypa þig því fjöl- skyldan á að vera í fyrirrúmi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu þá kurteisi að þakka öðrum framlag þeirra til vel- gengni þinnar. Smáviður- kenning getur gert ótrúlega mikið gott og tryggt þér að- stoð síðar meir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu það ekki nærri þér þótt þú neyðist til þess að verja deginum með erfiðri mann- eskju. Hafðu bara þitt á hreinu og reyndu að þrauka daginn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu ekki vini þína velkjast í vafa um afstöðu þína til þeirra. Þótt þú hafir mikið að gera skaltu gefa þér tíma til þess að láta þá heyra í þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er nú oftast svo að besta leiðin til að ná markmiðum sínum er einfaldlega að bretta upp ermarnar og ganga rösklega til verks og draga hvergi af sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HRÚTUR EINS og flest annað eru sagnir háðar tískunni. Á síðustu árum hafa veikar hálitaopnair á tveimur tígl- um og tveimur laufum ver- ið mjög „móðins“. Þessi opnun er stundum kölluð „norskir tveir“, enda út- breidd í Noregi. Alltaf þeg- ar nýjar sagnvenjur koma fram á sjónarsviðið tekur nokkurn tíma að finna vörn sem virkar, en þegar það gerist detta þessar opnanir gjarnan úr tísku og þykja lummó. Nú er komið að skuldadögum hjá norskum tveimur! Suður gefur; enginn á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ Á875 ♥ – ♦ ÁDG9 ♣ ÁDG104 Vestur Austur ♠ KD64 ♠ 109 ♥ G9762 ♥ ÁKD1084 ♦ – ♦ 10742 ♣9752 ♣8 Suður ♠ G32 ♥ 53 ♦ K8653 ♣K63 Spilið er frá fimmtu um- ferð Íslandsmótsins. Vest- ur er upphafsmaður sagna og er með dæmigerða opn- un á norskum tveimur (og reyndar íslenskum „fjöl- djöfli“ líka, en inni í honum eru fleiri gerðir spila). Þar sem NS voru viðbúnir gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður 2 lauf * 2 hjörtu 4 hjörtu 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 lauf Pass 6 tíglar Allir pass * Norskir tveir – 3-9 punktar og minnst 4-4 í hálitunum. Tveggja hjarta innákoma norðurs sýndi opnunar- styrk og a.m.k. níu spil í láglitunum. Þannig komust NS strax inn í sagnir og suður gata meldað fimm tígla yfir fjórum hjörtum. Norður leyfði sér að gefa alslemmuáskorun, en lét hálfslemmuna svo duga, þrátt fyrir viðleitni makk- ers með sex laufum. Slemman er firna góð, en 4-0-legan í trompi er eitruð ef ekki kemur út hjarta (ein hjartastunga í blindum er nóg í tólf slagi). En auðvit- að spilaði vestur út spaða- kóng. Enginn samgangur er til að trompa hjarta og eina von sagnhafa er sú að austur hafi byrjað með 109 tvíspil í spaða. Eftir að hafa drepið á spaðaás, tekið tíg- ulás og stunið þunglega tók sagnhafi trompin af austri og spilaði spaða. Og viti menn – austur átti 109 í spaða og áttan í borði varð frí. Tólf slagir og 920. Svo sem sjá má vinnast fimm hjörtu í AV og það var reyndar algengasti samningurinn – smellido- blaður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Ámorgun mánudaginn 9. apríl verður sjötugur Atli Ágústsson, Engihjalla 3, Kópavogi, deildarstjóri hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. Eiginkona hans er Þóra Sigurjónsdóttir. Þau hjónin eru að heiman á af- mælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 8. apríl, verður 75 ára Davíð Kr. Jensson, byggingameistari, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Jenný Haralds- dóttir, eru stödd í Brussel á heimili dóttur þeirra. DEMANTSBRÚÐKAUP. Á morgun, mánudaginn 9. apríl, eiga 60 ára hjúkskaparafmæli hjónin Elísabet S. Jónsdóttir og Halldór M. Ólafsson frá Ísafirði, til heimilis að Flata- hrauni 16a, Hafnarfirði. LJÓÐABROT ÉG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þýðum: á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi Ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði, blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil, með húfu og rauðan skúf, í peysu: Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín! Jónas Hallgrímsson STAÐAN kom upp á Amb- er-mótinu er lauk fyrir skömmu í Mónakó. Peter Leko (2745) hafði hvítt gegn Anatoly Karpov (2679), fyrrverandi heims- meistara. 36. Bxe6+! Hxe6 37. Hf8+! og svartur gafst upp enda fellur drottning- in eða hann verður mát eftir 37...Dxf8 38. Da8+ eða 37...Kd7 38. Dd8#. Skákin var furðuleg og mætti ætla að um blindskák hafi verið að ræða en svo var svo ekki: 1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. d3 e5 4. Rf3 d4 5. Re2 f6 6. g3 c5 7. Bg2 Rc6 8. O-O g5 9. c3 a5 10. cxd4 cxd4 11. Rd2 Be6 12. f4 a4 13. Rf3 h6 14. Bd2 Bd6 15. b4 Db6 16. fxg5 fxg5 17. Bxg5 hxg5 18. Rxg5 Rd8 19. Rxe6 Rxe6 20. h4 Hh6 21. a3 Ke7 22. Hf5 Dc6 23. Dd2 De8 24. Haf1 Hc8 25. Bh3 Hc7 26. Da2 Hd7 27. Kh2 Kd8 28. Rg1 Kc8 29. Rf3 Re7 30. Hxe5 Bxe5 31. Rxe5 Rc6 32. Rxd7 Dxd7 33. b5 Re7 34. Dd2 Rg8 35. Da5 Dd6. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ef þú borðar ekki súkkulaðið þá færðu enga gulrót. Öðruvísi píanónám Jazz Blús Sönglög Popp Hefur þig dreymt um að geta spilað þín uppáhaldslög eftir eyranu? Láttu nú drauminn rætast og leiktu af fingrum fram á 8 vikna píanónámskeiði hjá Ástvaldi Traustasyni píanóleikara. Námskeiðið hefst 2. apríl og hentar fólki á öllum aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Skráning í síma 896-9828. Tónsmiðjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.