Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 31 Gullsmiðir REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími: 568 1500 AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461 1070 GREI NAK URLA RAR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „Fundur félagsmanna í Sölufélagi garðyrkjumanna svf. og Ágætis hf. haldinn í Garðyrkjuskólanum þann 6. apríl 2001 harmar ákvörðun sam- keppnisráðs nr. 13/2001. Með ákvörðuninni eru garðyrkjubændur og afurðarfyrirtæki þeirra dæmd fyrir stórfellt samsæri gagnvart neytendum í landinu með því að hafa gert það sem allir framleiðsluþættir þjóðfélagsins gera á hverjum degi, sem er að stilla af framboð og eft- irspurn, svo mest nýting fáist út úr framleiðsluþáttum þjóðfélagsins, hagsmunum allra aðila til góða þ.m.t. neytenda í landinu. Hver garðyrkju- bóndi í landinu getur ekki verið skil- greindur sem sjálfstæð heildsala. Ennfremur lýsir fundurinn yfir undrun sinni á þeirri umræðu sem farið hefur af stað í málinu um að stjórnendur og stjórnarmenn afurð- arfyrirtækjanna hafi hagnast per- sónulega. Lýst er fullum stuðningi við störf þessara aðila. Að lokum skorar fundurinn á neytendur að sýna garðyrkjubænd- um biðlund þar til hið sanna hefur verið leitt í ljóst.“ Harmar ákvörðun sam- keppnisráðs FRIÐRIK Þór Guðmundsson, blaðamaður og faðir fórnarlambs brotlendingar TF-GTI, Jón Ólafur Skarphéðinsson, prófessor og faðir fórnarlambs brotlendingar TF-GTI, og Hilmar Friðrik Foss, flugmaður og faglegur ráðgjafi aðstandenda, hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynn- ingu vegna bréfs RNF til samgöngu- ráðherra: „Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) hefur nú beygt af og viður- kennt að ástæða sé til fyrir lögreglu að skoða vinnbrögð hennar og fá til þess erlenda sérfræðinga. RNF ákvað að blanda sér í þá opinberu rannsókn sem Friðrik Þór Guð- mundsson bað um 22. ágúst síðastlið- inn. RNF segir lögreglunni fyrir verkum, lögreglu sem að ósk að- standenda rannsakar hvort RNF hafi brotið hegningarlög með því að farga mikilvægu sönnunargagni, hreyflinum sem á drapst. Sama lög- regla hefur lengst af fyrst og fremst verið að bíða eftir skýrslu RNF til að ljúka sinni rannsókn. Lögreglan hef- ur því næsta lítið í höndunum um meginsvið flugslysamálsins nema ónothæfa skýrslu. Sem aftur þýðir að lögreglan verður að vinna verk RNF upp á nýtt og fá sér til aðstoðar hæfa og reynda erlenda sérfræðinga – líkt og aðstandendur gerðu kröfu um fyrir mörgum mánuðum. Og er- um við þá á vissan hátt komin aftur fyrir byrjunarreit við rannsókn málsins – verr sett vegna förgunar hreyfilsins og annarra afglapa og brota RNF, flugmálastjórnar, við- halds- og skoðunaraðilans og flug- rekandans. Ljóst má vera að förgun hreyfils- ins af hálfu RNF eru alvarleg rétt- arspjöll. Forstjóri LÍO hefur nú upp- lýst að frá fyrsta degi hafi hreyfillinn verið geymdur í umsjá hagsmuna- aðila, þ.e. viðhalds- og skoðunaraðila flugrekandans sem jafnframt er tæknistjóri sama flugrekanda. Örfáum dögum síðar afsalaði RNF sér þessu mikilvæga sönnunar- gagni endanlega. Í ljósi mjög misvís- andi upplýsinga um eldsneytismagn um borð í flugvélinni verður að draga í efa fram komnar getgátur um bensínleysi sem grundvallandi orsakaþátt flugslyssins. Það er á ábyrgð RNF að nú er búið að farga hreyflinum og útiloka að unnt verði að sanna hvers vegna drapst á hon- um. Ekki var liðinn sólarhringur frá því að ráðherra hafnaði ítrekaðri ósk aðstandenda um að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar þar til hann fór að ósk RNF, meints brotaaðila, um hið sama. Það er ekki í verka- hring RNF eða samgönguráðherra að hlutast til um hina opinberu rann- sókn og tilnefna hvaðan hinir er- lendu sérfræðingar eigi að koma. Al- þjóðaflugmálastofnunin hefur ekkert með lögreglurannsóknir að gera. Sú alþjóðastofnun er fyrir- framvanhæf vegna úttekta hennar á Flugmálastjórn. Nærtækast er að leita til viðurkenndra aðila í Evrópu, svo sem til Bretlands, þar sem er að finna hina hæfustu sérfræðinga á þessu sviði.“ Aðstandendur fórnarlamba flugslyssins Segja rannsóknarnefnd hafa beygt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.